Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
HÉR ER LEIÐARVÍSIR...
..um hvert skal leita til kaupa á rússneskri vændiskonu sem fylgdarþjónusta frá sama landi sendi hingað til að þræla. Svona hlutir hljóta að fara gerast í auknum mæli á góssenlandinu Íslandi, fyrir þorska sem lifa á neyð kvenna. Allt vegna nýju lagana sem gera þrælahaldið löglegt.
Verðlisti fylgir þjónustunni svo þetta er allt samkvæmt nýjustu reglum í viðskiptum.
Arg.
![]() |
Rússnesk vændiskona send til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
SYNDANDI BENEDIKTAR ÞESSA HEIMS..
..er það eitthvað í nafninu sem kemur mönnum til að reyna að synda yfir Ermasundið? Ég bara næ ekki þessari víkingaáráttu sem felst í að klífa tindi og synda á milli landa.
Hvað er að lestum, flugvélum og öðrum farartækjum?
Nei ég er ekki svo vitlaus að halda að þetta sé spurning um smekk á ferðamáta en hví að leggja sig í hættu við svona barnaskap?
Greta systir mín er hins vegar amma fallegasta Benedikts í heimi. En það er önnur og skemmtilegri saga sem bíður þar til ég er búin að heimsækja hann og sjá hann læf.
Jabbogjei
Ég átti smá erfitt með að finna flokk fyrir þessa færslu. Sjá flokkun, bara svo allt sé á hreinu.
![]() |
Bakslag á Ermarsundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
ÉG HÉLT AÐ ÉG MYNDI DETTA NIÐUR DAUÐ..
...þegar nákvæmlega svona krani, eins og á myndinni, féll í vaskinn og brennheitt vatnið sprautaðist um allt. Mér brá svo að ég var á barmi áfalls og rétt náði að skáskjóta mér frá áður en en ég soðnaði illilega á staðnum, þar sem ég stóð í sakleysi mínu (alltaf saklaus hún Jenny, bara mismunandi mikið). Úff, en nú erum við búin að laga kranafjárann, sem tilheyrir nokkuð nýkeyptu fyrirkomulagi í eldhúsinu.
Nú spyr ég; hvern á ég að lögsækja?
Segi svona. En ég á bágt er það ekki? Það verður að segjast eins og er að ég var ákaflega hætt komin.
Bestu kveðjur úr sveitnni (ofan snjólínu)
Dramadrottningin!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
HEITIR ÞAÐ EKKI NAUÐGUN...
..að hafa samfarir við konu sem er ófær að sporna við verknaði? Ég gaf mér að þetta væri löngu búið að skilgreina sem nauðgun í lögum. Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot á konu sem ekki gat björg sér veitt vegna ölvunar og svefndrunga.
Sko nú eru karlmenn búnir að hafa yfirhöndina í réttarkerfinu nógu lengi. Aukinn skilningur almennings og almenn réttlætisvitund fólks er ekki að skila sér í nauðgunardómum. Ég vil fleiri konur í dómarastétt, þe konur sem ekki ganga athugasemdalaust inn í ríkjandi viðhorf þessarar karlastéttar.
Guð hvað það er tímabært að breyta þessum málum.
![]() |
Dæmdur í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn konu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
UPPLÝSINGA ÓSKAÐ
Íbúarnir í nágrenni við Njálsgötu 74 þar sem opna á heimilið fyrir heimilislausa karlmenn, hafa sent borginni póst þar sem þeir óska eftir frekari upplýsingum í 29 liðum vegna opnunar heimilisins.
Mér finnst ekkert undarlegt við það en eitt stendur í mér við lestur fréttarinnar. Upplýsinganna er óskað á grundvelli upplýsingalaga. Halló eru það persónuupplýsingar um væntanlega íbúa? Eru ekki allar almennar upplýsingar um þetta heimili aðgengilegar nú þegar og án þess að upplýsingalög þurfi að koma til?
Nú vil ég fá skýringu. Eitt er að vera óhress með nýja nágranna en annað að halda sig geta fengið persónuupplýsingar um viðkomandi.
Getur þetta verið?
![]() |
Óska eftir upplýsingum um heimili fyrir heimilislausa karlmenn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
SAUTJÁN BJÁNAR..
..voru stöðvaðir um helgina vegna ölvunaraksturs á höfuðborgarsvæðinu. Rosalega er fólk tornæmt. Það er haldið áfram að keyra undir áhrifum, alveg sama á hverju gengur. Núna voru þrjár konur í hópnum.
Ef svona margir eru gómaðir og bara á höfuðborgarsvæðinu hver er þá hin raunverulega tala? Ef viðmiðunin er hin hefðbundnu 10% þá gera þetta 1700 manns á einni helgi.
Ég fer ekki út fyrir hússins dyr fyrr en búið er að laga þetta.
Ok, ég er dauðþreytt á hálfvitum sem keyra eins og brjálæðingar, eru fullir í leiðinni og setja þá sem ég elska og alla hina í lífshættu á hverjum einasta degi.
Væri ekki lag að gera eins og Svíarnir hafa gert í fjölda ára? Ef þú ert tekinn fullur þá ferðu í fangelsi, það er náttúrulögmál og jafn óumbreytanlegt og að það kemur nýr dagur á morgun. Skilaboðin verða að vera skýr.
ARG
![]() |
17 ölvaðir undir stýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
SMÁ SNÚRA SKO!
Eitt af því sem ég geri til að viðhalda góðum bata í edrúmennskunni er að gera ýmis verkefni. Sumir kalla það sjálfskoðun. Í dag var ég að fara í gegnum hvenær ég byrjaði að drekka og hvort ég hafi drukkið alkóhólíst strax í upphafi ferils. Það var nú ekki, að ég held og ég ætla ekki nánar út í það að þessu sinni.
Ég var líka að rifja upp hvenær ég byrjaði að drekka og ég held að það hafi verið um 15 ára aldur eða aðeins fyrr. Þá reikna ég ekki með fylleríissumrinu mikla þegar ég var níu ára. Í júlí mánuði datt ég tvisvar í það inni í eldhúsi heima hjá mér.
A) Þegar ég drakk bláberjasaftina hennar ömmu minnar, sem hafði gerjast og ég varð öll undarleg.
B) Þegar ég borðaði rabbabarasultu gerða af sömu ömmu, sem líka hafði gerjast (óvart í þessu tilfelli) og varð alveg jafn undrandi í það skiptið og gott ef ekki svolítið glöð bara.
Þetta eru þau einu skipti á minni lífsfæddri æfi sem áfengi hefur farið ÓVART ofan í undirritaða.
Skömm og svívirða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
RUSLATUNNU VIKUNNAR..
..mánaðarins og jafnvel ársins, fær Sveinn Andri, lögmaður Sögunauðgarans, sem lætur sér ekki nægja að fagna sýknudómi yfir skjólstæðing sínum heldur er hann stöðugt að sparka í konuna sem fyrir árásinni varð og síðast núna í Kastljósi kvöldsins. Að geta setið, uppfullur af réttlætiskennd og verið stórlega misboðið fyrir hönd skjólstæðings síns, vegna þessara skammarlegu málaloka er mér fyrirmunað að skilja.
Sumir hefðu nú þakkað pent fyrir sig og látið sig hverfa hljóðlega eftir að hafa fengið sýknudóm á vægast sagt vafasömum forsendum.
Ogsveiattann.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
MÉR LÉTTI TÖLUVERT..
..þegar ég sá að FÍA hafi sæst á niðurstöður viðræðna FÍA og Iclendair í dag. Icelandair féllst á að draga til baka uppsagnir 11 fastráðinna flugmanna.
Ég var orðin skíthrædd um að það yrði flogið með "átópælot" þegar ég fer til London í ágúst.
Sjúkkit hvað mér létti.
![]() |
FÍA féllst á samkomulag við Icelandair |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Mánudagur, 9. júlí 2007
ÞETTA SÍMTAL...
..átti sér stað áðan á milli mín og konu sem rukkar inn fyrir ákveðið tímarit hér í landi.
Sælar, ég er að hringja frá tímaritinu soandso og greiðslan hefur ekki borist,
Ég: Hvað ertu að segja, ég millifærði þetta s.l. mánudag. Er það ekki komið inn???
Nei annars væri ég ekki að hringja kona og hef reyndar betri hluti að vasast í en að elta uppi skuldseigar kerlingar eins og þig.
Ég (sko stórlega misboðið og aldrei þessu vant í fullum rétti) Heyrðu góða viltu ekki fara aðeins betur fyrir bókhaldið. Ég er búin að greiða.
Terroristinn: Hehe gáði að þessu fyrir helgi og svona greiðslur eru ekki sendar GANGANDI úr bankanum (hún var að kafna úr hlátri á eigin fyndni), borgaðu bara og það í kvöld. Þú hlýtur að vera með heimabanka eins og allur hinn vestræni heimur.
Ég (að tryllast úr reiði) ég er með kvittunina inn á gemsanum mínum af því ég greiddi í heimabankanum fröken Ókurteis, gef mér símann og ég sms-a hana. Og svo segi ég upp þessu hundleiðinlega tímariti.
Terroristinn þegir þunnu hljóði og safnar kröftum (hélt ég sko). Ræskíræskí, hm fyrirgebbðu góða ég hélt ég væri að tala við aðra konu.
Ég: Muhahahahahaha (í hljóði) þú ættir að fara á lipurðarnámskeið, sko í mannlegum samskiptum og ég segi hér með upp þessum tímaritsfjára.
Terroristinn lágt er ákveðið: Þú þarft að gera það skriflega.
Ég Öskra upp á 10 á Ricther: Afskráðu mig.
Terroristinn: Okokok sorrý, ég geriða ég hélt samt að þú værir önnur en þú ert.
Guð hvað mig langar til að vita hver þessi Önnur er. Sú hlýtur að lifa spennandi lífi.
Úje einhvernveginn svona fór þetta fram.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.8.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr