Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2007

BANNAÐ INNAN SEXTÁN

1

Stúlkum undir 16 ára aldri ætti að vera óheimilt að taka þátt í fyrirsætustörfum á tískuvinnunni í London í september.  Þetta er niðurstaða rannsóknar sem breski tískuiðnaðurinn lét framkvæma.

Halló, hvernig væri að banna innan 20?  Það væri flott tilbreyting að sjá konur sýna föt fyrir konur, ekki smábörn sem ekki eru einu sinni búin að missa barnatennurnar.  Fyrir hverja er þessi ofuráhersla á smátelpur í tískuiðnaðinum?  Okkar kvenna sem kaupum vörurnar? 

Ég held ekki.

Fruuuuussssssssssssssss


mbl.is Ekki fyrir yngri en 16 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HALLÓ VAR FUGLINN Í BÚRINU??

 

Ég meina það hér er sagt frá að slökkviliðið hafi farið í tvö útköll með dælubíl í dag.  Í bæði skiptin var um eld út frá eldavélarhellu að ræða.  Á Gunnarsbraut í Rvk. kviknaði í fuglabúri en þvotti á Kleppsvegi

Ég VIL vita hvort fuglinn hafi verið í búrinu.  Ég meina lítið páfagaukskrútt.  Arg..


mbl.is Kviknaði í fuglabúri og þvotti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ARG, HREFNUVEIÐAR AÐ HEFJAST AFTUR

Rosaleg tregða er þetta.  Af hverju er þessum fáránlegu veiðum ekki hætt?  Það stendur í fréttinni að eftirspurn eftir kjötinu sé mikil, að mér skilst hér innanlands.  Góðan daginn, sé Íslendinga í anda úða í sig 34 stykkjum af Hrefnu.  Það eru einhverjir örfáir sérvitringar og svo Japanir sem borða þetta kjöt.

OMG við verðum að hugsa um "immidsið".


mbl.is Hrefnuveiðar hefjast aftur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AF RÚSSNESKRI VÆNDISKONU

1

Ég nappaði neðanskráðu af visir.is. Lögreglan er að vinna í máli konunnar og segist ekki geta sagt til um það enn hvort um mansal sé að ræða.

Ég hef mestan áhuga á að láta ná þeim sem gera konuna, sem og aðrar út og lifa af eymd þeirra.  Það virðist oftast vera nánast ómögulegt.

"Þegar vefsíða fylgdarþjónustunnar var skoðuð í morgun var Ornella ekki lengur á forsíðunni en þegar nánar var skoðað mátti finna upplýsingar um hana en ekki var hægt að bóka heimsókn í Reykjavík.

Þær upplýsingar fengust síðan hjá lögreglu höfuðborgarsvæðisins að málið hefði verið tekið til skoðunar vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi. Lögregla fór þegar til hennar á hótelið í gærkvöldi og kom hún síðan á lögreglustöð til skýrslutöku í morgun.

Vildi lögregla lítið tjá sig um málið að svo stöddu. Of snemmt væri að segja til um hvort það tengdist mansali.

Eiríkur Beck, öryggisstjóri Icelandair hótela, segir að mál sem þessi geti vissulega komið upp á hótelum hvar sem er. Nordica og önnur hótel Icelandair hafi viðbragðsáætlun og henni hafi verið fylgt eftir frétt Stöðvar 2. Konunni hefi verið vísað af hótelinu."



NÝJAR KARTÖFLUR

1

Ég er svo gömul (eða þannig) að ég man eftir kartöflueinokuninni margfrægu.  Þá voru kartöflur seldar í 5 kg. pappírspokum og þær voru vondar, trúið mér.  Amk. 30% af hverjum poka fóru í ruslið, fyrir nú utan að þær sem eftir voru og ég notaði til manneldis voru á mörkunum boðlegar.

Ég elska kartöflur og bý til allskonar kartöflurétti.  Nýjasta æðið hjá mér eru litlu aflöngu frönsku kartöflurnar (nei ekki franskar), pomme de terre, sem eru brjálæðislega góðar. Ég sýð þær eða set í ofnfast mót, með olíu, pipar, salat- eða rauðlauk þangað til meyrar í gegn og skelli þá smá Maldon yfir og þær eru tilbúnar á diskinn.

Ég er orðin svöng.

Bestar eru nýju kartöflurnar og mín er búin að fara í Hagkaup og kaupa slatta.  Nú verður kartöfluveisla krakkar mínir.

Bætmí!


mbl.is Fyrstu íslensku kartöflurnar teknar upp í Þykkvabæ í morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MUNIÐ ÞIÐ EFTIR...

1

..því um daginn, þegar fréttir komu í Mogganum um að rannsóknir hefðu sýnt að elsta barnið væri gáfaðra en þau yngri? Hélt það.

Vildi bara minna á að ég er elst.

Vá hvað ég er æðisleg.

Nananabúbú!

Flokkast undir sjálfsdýrkun.


UNG KONA KVÖDD

1

Hildur Sif Helgadóttir (www.hildursif.blog.is) lést í fyrradag úr sjúkdómi sínum eftir harða baráttu og mikil veikindi.  Ég þekkti ekki þessa konu en hef fylgst með henni hérna á blogginu og dáðst að dugnaði hennar og hugrekki í gegnum baráttu hennar við krabbameinið og hvernig henni tókst að takast á við þessar erfiðu aðstæður.

Það er svo ólýsanlega sorglegt þegar ungar manneskjur í blóma lífsins,  fara með þessum hætti.  Frá eiginmanni og ungum börnum, eins og í þessu tilfelli.  Það er svo úr takt við lífið og manni fallast hendur.

Ég sendi fjölskyldu Hildar og öðrum aðstandendum og vinum innilegar samúðarkveðjur.

 


SÁRT AÐ SJÁ

 

Ég horfði á viðtal við konuna frá Úkraníu sem fjármagnar píanónám dóttur sinnar með því að dansa á Goldfinger. Viðtalið má sjá á visir.is, Ísland í dag.  Þar var talað við dótturina einnig og það var verulega sárt að sjá þær báðar bresta í grát þegar stúlkan var spurð hvort hún vissi hvað mamma gerði.

Það var líka vont að sjá hversu ötullega konan reyndi að sannfæra fréttamanninn um að henni líkaði vinnan vel.  Áður en hún kom hingað var hún læknir í sjúkrabíl. 

Dóttirin sagði í lok viðtalsins að svona væri lífið þeirra núna og þær væru ekki að líta til baka.

Enginn skyldi reyna að telja fólki trú um að það felist hamingja og gleði í því að vinna fyrir sér með þessum hætti.  Í þessu viðtali fengum við að sjá sannleikann, grímulausan sannleikann.

 


LÚSUGT BYRGI

1

Þar sem óhreinindi eru inngróin, þar má oft finna lús.  Ég er ekki hissa á þessum fréttum.

Og nú klæjar mig brjálæðislega í hausinn.

Aumingja Mummi í Götusmiðjunni, fyrst var tekinn feill á honum og Guðmundi vonda (sem ég fæ ekki skilið) og svo þarf hann að þrífa eftir hann og félaga hans sem aftur leiðir til þess að hann getur ekki opnað á tilsettum tíma fyrir skjólstæðinga sína.

Síjúgæs!


mbl.is Skæð lús í fyrrum húsnæði Byrgisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKÚBB

1

Ég var í kvöldbíltúr áðan með húsbandinu og keyrði þá fram á Jodie Foster í Aðalstrætinu, ásamt tveimur börnum sínum og eldri konu.  Ég vissi ekki að hún væri hér.  Hví hefur engin sagt mér?  Ég fékk áfall, átti ekki beint von á að sjá eina af mínum uppáhaldsleikonum augliti til auglitis.

Hm... merkileg reynsla.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2987754

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.