Leita í fréttum mbl.is

SMÁ SNÚRA SKO!

1

Eitt af því sem ég geri til að viðhalda góðum bata í edrúmennskunni er að gera ýmis verkefni.  Sumir kalla það sjálfskoðun.  Í dag var ég að fara í gegnum hvenær ég byrjaði að drekka og hvort ég hafi drukkið alkóhólíst strax í upphafi ferils.  Það var nú ekki, að ég held og ég ætla ekki nánar út í það að þessu sinni.

Ég var líka að rifja upp hvenær ég byrjaði að drekka og ég held að það hafi verið um 15 ára aldur eða aðeins fyrr.  Þá reikna ég ekki með fylleríissumrinu mikla þegar ég var níu ára.  Í júlí mánuði datt ég tvisvar í það inni í eldhúsi heima hjá mér.

A)  Þegar ég drakk bláberjasaftina hennar ömmu minnar, sem hafði gerjast og ég varð öll undarleg.

B)  Þegar ég borðaði rabbabarasultu gerða af sömu ömmu, sem líka hafði gerjast (óvart í þessu     tilfelli) og varð alveg jafn undrandi í það skiptið og gott ef ekki svolítið glöð bara.

Þetta eru þau einu skipti á minni lífsfæddri æfi sem áfengi hefur farið ÓVART ofan í undirritaða.

Skömm og svívirða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fá uppskriftirnar takk

Já já ég er farin

Dúa Dásó (IP-tala skráð) 10.7.2007 kl. 10:13

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Farðu að drífa þig út á völl kjéddling.  Smjúts þú færð uppskriftirnar þegar þú kemur heim.

Jenný Anna Baldursdóttir, 10.7.2007 kl. 10:18

3 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Þetta er hugarleikfimi

Eysteinn Skarphéðinsson, 10.7.2007 kl. 10:18

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 ÆI litla skottið að borða rabbarasultu sem var gerjast eða bláberjasaftina svona getur gerst Jenný litla

Kristín Katla Árnadóttir, 10.7.2007 kl. 10:22

5 Smámynd: Hreiðar Eiríksson

"Hóflega drukkið vín, gleður barnsins hjarta".

Hreiðar Eiríksson, 10.7.2007 kl. 10:56

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Einn gamall vinur minn datt fyrsta skiptið í það í sveitinni 8 ára gamall. Hann var í sveit hjá afa hans og ömmu og fór í réttirnar og þar voru allir karlar fullir og með pela og þeir buðu barninu sjúss og barnið var kurteist og sagði já takk. Seinna fór afinn að leita að drengnum og fann hann sofandi uppi á réttarvegg og fór með hann heim þar sem amman háttaði hann ofan í rúm angandi af vínlykt og gott ef hún ekki rúmbaðaði barnið og skammaði afann fyrir gæsluleysið!

Edda Agnarsdóttir, 10.7.2007 kl. 11:39

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Amma Elísabetar snilld

Jóna Á. Gísladóttir, 10.7.2007 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 54
  • Frá upphafi: 2985885

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 54
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.