Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

GESTUR VONAR

 

Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, fagnaði að sjálfsögðu sýknudóminum í dag yfir skjólstæðing sínum og segist vissulega hafa átt von á að hann yrði sýknaður.

 Mikið svakalega vildi ég að saksóknari hefði átt von á sömu útkomu og látið við sitja.  Þá væri ríkiskassinn mun feitari en hann er eftir þessa hringavitleysu Baugsmálsins fram og til baka í réttarkerfinu.

 


mbl.is Gestur: „Vissulega átti ég von á að hann yrði sýknaður“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í LAUGARDAGSHÖLL FYRIR 37 ÁRUM

1

Þar var ég gott fólk á tónleikunum margfrægu með Led Zeppilin.  Enn þann dag í dag og eftir allt sem ég síðan hef fengið að upplifa, er fátt sem hefur toppað þessa tónleika þarna um árið.  Ég hef reglulega hitt fólk gegnum lífið sem talar upp stemminguna í höllinni þetta kvöld í júní fyrir svo löngu síðan.

Ég veit ekki hvort mig myndi langa á þetta "reunion" með Zeppelin.  Það gæti skemmt upplifunina af orginalnum.

Ó já, stairway to heaven var það heilinn.


mbl.is Led Zeppelin að snúa aftur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SUMARRÓS FALLIN Í FYRRA HORF

p

Moggasérfræðingurinn i stjörnuspám, hún Sumarrós,  hefur haldið sér nokkuð á mottunni undanfarið, allavega hef ég ekki séð ástæðu til að blogga um hana nýlega og ég var eignlega búin að sleppa af henni hendinni.  Svo þegar ég var að vafra um netið í hægðum mínum (!) þá rakst ég á stjörnuspá dagsins fyrir Steingeitina og ég fékk nett áfall:

"Steingeit: Þegar þú umfaðmar sjálfstæði þitt, færðu einmitt alla þá hjálp sem þú þarfnast. Þú eykur vinsældir þínar með því að mæta á samkomu. Og skapið verður betra."

Nú er þetta farið að snúast um persónunjósnir hjá sumarstarfsmanninum.  Hvað er hann að læða því að mér að ég þurfi að fara á samkomu?  Er hann með eitthvað bókhald yfir mína AA-fundi og er ég ekki í góðum málum í minni edrúmennsku? Ha!

Ég má ekki vera svona neikvæð.  Ætli það sé ekki bara verið að benda mér á að drífa mig á trúarsamkomu, það ku gera skapið mun betra.

Arg.


EIN SVONA HM.. NEÐANMITTIS FÆRSLA

Ég er óheppin að sumu leyti.  T.d. er ég fædd of snemma.  Ég er alin upp á þeim tímum þegar blaðsíðu 82 í heilsufræðinni (kynfræðsluopnan) var sleppt, vegna þess að kennarinn ákvað að hann hefði ekki taugar í að fara í gegnum klámfenginn textann.  Allan veturinn biðum við spennt, yrði síðan tekin?  Ætli maður yrði spurður út úr?  Þurfa að segja tíðir og frjóvgun?  Skoða opinberlega þverskurðarmynd af kvenlegi?  Ég man ekki hvort opnan hafi innihaldið þverskurðarmynd af karlkyns legi ég meina tippi.  Þetta var sem sagt á þeim árum sem við stelpurnar hefðum látist á staðnum hefðum við þurft að segja smokkfiskur.

Fræðslan var ekki mikil eins og sjá má.  Hvað gerir fólk þá í blindu fáfræðinnar?  Jú það fer út í verklegar framkvæmdir og stundar rannsóknarmensku um leið.  Ég man eftir nokkrum 15 ára stelpum í Vesturbænum, óléttum, og skýringarnar á hvernig það hefði gerst gátu hljómað eitthvað á þessa leið: Ég vissi ekki að það væri hægt að verða óléttur í fyrsta skipti sem maður gerði það (dýrkeypt fræðsla það), eða þá þessi: Hann lofaði að passa sig (mynduð þið ekki lofa öllum andskotanum á þessu stigi máls?).  "Gætni" elskhugans skilaði sér í óléttu og ég man eftir þeim í Neskirkju þegar ég fermdist, þau voru fermingarsystkini mín og hún var 132 cm á hæð og breidd, hann var jafnlangur eða svona sirka.

Ég var heppin... svínheppin, ég get ekki kallað óléttuleysi mitt fram að nítján ára aldri neitt annað.  Það var ekki mér að þakka, né heldur meðreiðarsveinum mínumPinch að ég þurfti ekki að vafra um jöfn á hæð og breidd.

Skortur á umræðu um þetta neðanmittis (roðnukarl), fáfræði og fordómar hafa orðið til þess að ég mun aldrei getað staðið Ellý á sporði.  Ég á svo erfitt með orðfærið, en ég gæti klippt þetta allt út í pappa fyrir ykkur, vegna öflugrar reynslu minnar á þessu sviði.  Ekki hef ég neitt í hana Heiðu mína enda algjörlega ástæðulaust að reyna að feta í hennar spor (sko Heiðu) þar sem hún klobbar (þorrí, bloggar) brilljantlí og notar kyn-orð eins og mm-pillur.  Þetta útilokar mig algjörlega frá möguleikanum um að komast í 1. sæti Moggabloggs.  En hvað með það.  You can´t win them all.

Til dætra minna, systra og foreldra.  Ég sagði þegar ég byrjaði að blogga að ég myndi ljúga reglulega á blogginu.  Hafið það í huga.

Síjúgæs!


HM.. ÉG ER AÐ VELTA FYRIR MÉR...

 

....hversu þungan dóm viðkomandi maður hefði fengið, hefði múllinn verið blár eða grænn.

Hugs...


mbl.is Dæmdur í fangelsi fyrir að stela bleikum múl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÚR TAKTI VIÐ TÍMANN

 

Það er ótrúlegt að enn í dag skuli Bandaríkjamenn að vera að lífláta fólk.  Mér finnst það svo úr takti við allt sem almenn siðfræði boðar okkur.  Við eigum ekki að taka líf hvors annars og það er svo skelfilega óhugnanlegt að það skuli gert af ríkinu sem liður í refsingarbatteríi nánast heillar þjóðar.

Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvaði í dag aftöku morðingja, sem talinn er alvarlega vanheill á geði.  Maðurinn skaut tengdaforeldra sína til bana fyrir 15 árum.

Það toppar einhvernvegin ósómann að geðveikt fólk og þroskaheft skuli vera líflátið í þokkabót. 

Þeim vantar "dash" af mannúð þarna í bandaríska réttarkerfinu til að fullkomna uppskriftina að flottustu þjóð heimsins.

Hæstiréttur landsins er þó á réttri leið.

 


mbl.is Hæstiréttur Bandaríkjanna stöðvar aftöku geðsjúks manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FALLIÐ FRÁ ÁKÆRU

 

Fallið hefur verið frá hugsanlegri ákæru fyrir nauðgun á hendur M. Katsav, forseta Ísraels.  Katsav gerði sér lítið fyrir og gerði samkomulag við ríkissaksóknara landsins og viðurkennir að hann hafi sýnt konum kynferðislega áreitni og brotið gegn þeim á ýmsan hátt.

Þeir eru framúrstefnulegir í Ísrael.  Viðurkenndu glæpinn, við köllum hann eitthvað annað og þú mátt fara vinurinn.

Smart að hafa svona forseta.  Ef ég væri kona í nálægð þessa manns, þá stykki ég og væri fljót að því.


mbl.is Fallið frá nauðgunarákæru á hendur forseta Ísraels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EKKI VÍSBENDINGAR UM FÓLKSSMYGL..

..þar sem Norræna er notuð.  Einhvernveginn fannst mér að þetta hlyti að vera stormur í vatnsglasi.  Það er heldur ekki eins og við Íslendingar séum rosa líbó og fólk geti "laumast" hér inn í stórum stíl.  Miðað við útlendingapólitík nágrannalandana þá verður seint um okkur sagt að við séum slök á stefnunni.

Nú getur fólk slakað á, við erum ekki svo rosalega vinsæl.


mbl.is Ekki vísbendingar um að Norræna sé notuð til að að smygla fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

GLEYMDIST AÐ SENDA FUNDARBOÐ

Nú les ég um það í Mogganum bara, að Heksekonferansen í Vardö sé í startholunum.  Þetta er í annað skiptið á 342 árum sem gleymist að senda mér fundarboð.  Rosalega er ég ill.  Ég sem var að viðra rúmfötin úti á svölum, gerandi froskasmyrsl fyrir vinkonu mína sem langar að giftast og leitar ákaft að prinsi í álögum og í miðjum önnum sé ég þetta.

Rúmfötin eru skilin eftir úti á svölum, blaktandi í sumargolunni, froskafyrirkomulaginu frestað og ég er búin að bera tekkolíu á farartækið og flogin á vit systra minna.  Verð þó með fartölvuna og blogga á leiðinni.

Muhahahahahahaha..


mbl.is Galdrafárið rætt í Noregi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EIN ENN UM UPPLÝST VIÐHORF..

1 

..sumra bloggara til meðbræðra sinna.  Hér fyrir neðan ljóðið dásamlega um konur og innræti þeirra og núna þetta sem ég fann í kommentakerfinu hjá www.katlaa.blog.isen hún var að blogga um að hér leyndust glæpamenn frá Balkanlöndunum til að komast frá réttvísinni heima hjá sér.  Skiljanleg færslan hennar en kommentið frá honum Guðmundi snéri svo skemmtilega við í mér maganum.

 

"Lögreglan er úrræðalaus. Hér á landi er haugur af útlendingum sem er ekki á skrá einu sinni og hefur búið í skipum og tjöldum og í bílum víða um landið. Ég man eftir einu tilviki, þar sem Afríkumaður var sóttur í strætisvagn af því að hann og félagi hans borguðu sinn hvort upprúllaðan helming af strætómiða og neituðu að greiða meira - þegar lögreglan kom (og kom þeim á óvart) kom í ljós að þarna voru ólöglegir innflytjendur.

Lögreglan nennir ekki að sinna þessum málum - spyr t.d. aldrei starfsfólk á veitingahúsum um skilríki og kennitölu, þótt vitað sé að 70% starfsfólks á pöbbum eru ólöglegir starfsmenn án kennitölu - þetta vita held ég allir - nema lögreglan og útlendingaeftirlitið."

 

Mér varð illa við, ég segi það satt vegna AFRÍKUMANNANNA MEÐ STRÆTÓMIÐANA.  Ég vissi ekki að svona þungavirktarglæpamenn væru hér á ferð.  Er það nema von að maðurinn sjái ástæðu til að nefna þetta sérstaklega.  Haugurinn af útlendingum fer sífellt stækkandi, greinilega, voða vandamál.  Og hvað er að löggunni?  Hvernig dettur þeim í hug að hanga inni á veitingahúsum, étandi og drekkandi kaffi og spyrja starfsfólkið ekki einu sinni um skilríki þegar það ber í þá góðgætið.  Aumingjar. 

Ég er á bloggvaktinni.  Ég er heimahangandi húsmóðir nú um stundir og ég hef nægan tíma.  Held áfram að gefa ykkur, inn með skeið, allan þann vísdóm sem má finna á blogginu, af og til.

Síjúgæs!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 2985768

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.