Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

ALLIR Á LEIÐ ÚR BORGINNI

1

Tvisvar sinnum á ári á ég Reykjavík nánast ein.  Það er um þessa helgi og svo um verslunarmannahelgina.  Ok, það eru auðvitað nokkrir á ferli, en þeir eru svo viðráðanlega margir eitthvað.  Það besta við þessar helgar er að geta farið ofaní bæ og lagt undir sig eins og eitt stykki kaffihús, auðvitað er í lagi fyrir aðra að vera með, bara að þeir haldi sig í hæfilegri fjarlægð (segi sonna).

Nú stefnir umferðin út úr höfuðboginni,  allir á leið í sveitina.  Á morgun förum við Sara og Jenny í víðáttugleði niður í miðbæ sömu borgar.

Síjúgæs!


mbl.is Mikil umferð frá höfuðborginni, en gengur vel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG FRÍKA ÚT

 

Nú hefur sprengja númer tvö fundist í London.  Ég er að fara yfirum.  Ég ítreka dagskipunina frá því morgun.  María Greta komdu heim með fjölskylduna.

Jeræt eins og það þýði eitthvað.

Tala við þig um helgina ljósið mitt og farðu varlega.

Móðir á barmi taugaáfalls.


mbl.is Önnur sprengja fannst í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SMÁ SNÚRA

50

Þar sem ég hangi á snúrunni í þessu blíðskaparveðri og blakti rólega í blænum, datt mér í hug að snúrublogga aðeins.  Ég veit að fólk fær áhyggjur ef ég snúrublogga ekki reglulega, getur orðið hrætt um að ég sé dottin í það eða eitthvað (ekkert eitthvað, þetta er að duga eða drepast dæmi). 

Ég las viðtal við "my main man" Þórarinn Tyrfingsson í Fréttablaðinu í morgunn, þar sem hann er að tala um sterk verkjalyf sem óvirkir alkar eða fíklar (sami grautur í sömu skál) neyðast stundum til að taka við sjúkdómsmeðferðir inni á spítölum.  Það getur reynst hættulegt að taka lyf sem hafa áhrif á miðtaugakerfið og það ber auðvitað að forðast í lengstu lög.

Ég hætti við að fara í magaspeglun í fyrra, fljótlega eftir ég kom úr meðferð, vegna þess að ég fæ róandi í svoleiðis rannsókn, enda afspyrnu ósamvinnuþýður sjúklingur þegar kemur að því að það á að troða einhverri slöngu ofan í magann á mér.  Ég hætti sum sé við og sem betur fer eru magabólgurnar á brott.  Ég var nefnilega skelfingu lostin við tilhugsunina um að fá eitthvað undir tunguna og verða dópuð.  Vissi ekki hvað það myndi gera mér.  Ég þurfti sem betur fer ekki að komast að því fullkeyptu.  Ef ég þyrfti nauðsynlega að fara í magaspeglun núna myndi ég láta gossa ódeyfð af því ég er orðin svo svakalega þroskuð.  Þegar maður hefur verið hálf dauður úr alkahólisma þá er ég, amk., skelfingu lostin við að setja eitthvað í mig sem getur komið af stað grjóthruni í hausnum á mér.

En eins og Þórarinn réttilega segir í viðtalinu, þá er þetta spurning um hugafar þess sem lyfin þarf að þiggja.  Það er alltaf spurningin um hugarfarið.

Brakandi edrú kona á snúru í góðviðrinu og útsýnið er hreint stórkostlegt.


ÚPPS..

 

Ég er líka skíthrædd við hamingjuna.  Sendi stuðningskveðjur til þjáningarsystkina minna á Hólmavík.  Verð hjá ykkur í huganum.  (Eina leiðin, hef aldrei orðið svo fræg að koma á Hólmavík).

 


mbl.is Óttaleg hamingja á Hólmavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STOKKHÓLMUR OG KÖBEN Í HÁR SAMAN

1

 Nú eru Svíar og Danir komnir í hár saman vegna þess að Stokkhólmur hefur undanfarin 2 ár verið kynntur sem höfuðborg Skandinavíu.  Danirnir eru auðvitað ekki ánægðir með það, enda mikill heimsborgarabragar á Kaupinhavn og það get ég sem fyrrverandi íbúi í tvígang og sem dvalargestur borgarinnar, margoft, vitnað um.

Ég bjó í Svíþjóð og ól þar upp stelpurnar mínar og lít á landið sem mitt annað heimili.  En halló mina älskade svenskar, farið í raunveruleikatékk.  Stokkhólum-Köben, ekki samanburðarhæft.  Híhí.

Strangt til tekið erum við ekki í Skandinavíu en eigum að hafa eitthvað um þetta að segja.

Hvað um Þórshöfn í Færeyjum, geta ekki allir lifað með því?


mbl.is Skandínavískur pirringur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MARIA GRETA EINARSDÓTTIR...

02

..nú hlustar þú á mömmu þína, ferð samstundis að pakka niður og svo takið þið Robbi fyrstu flugvél heim með barnabarnið mitt!  Hlýða mömmusín.  Arg.

Ég verð brjáluð á þessum stöðugu og yfirvofandi hryðjuverkaárásum.  Þetta er að gerast í London, bara hinu megin við hæðina, í túnfætinum hjá okkur.  Ég verð svo hrædd um Maysuna og fjölskyldu.

Allavega eru þeir duglegir í London að koma í veg fyrir viðbjóðinn.

Ég er að springa.


mbl.is Komið í veg fyrir hryðjuverkaárás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SMÁ ÁMINNING..

1

.. til þín Banderas karlinn.  Auðvitað er gott að heyra að þú munir aldrei yfirgefa wæfið, þótt allt sé forgengilegt í heiminum og yfirlýsingar eins og "aldrei" og "alltaf" séu svolítið hæpnar en þú meinar örgla vel.  Ertu nokkuð í vörn strákur?  Búin að vera hlaupa eitthvað útundan þér ha?  Minni þig bara á að vera ekki of yfirlýsingaglaður darling.  Þú gleymir nefnilega alveg að reikna með að Mellí gæti yfirgefið þig, að minnsta kosti svona tæknilega séð. 

Sjáið þið fegurð mannsins?  Alveg gæti ég stráfallið fyrir þessum, þe ef hann héldi á leikfangabangsa en ekki þessu morðtóli.  Já leikfangabangsa eða dúkku.

Lofjúgæs!


mbl.is Banderas ætlar aldrei að yfirgefa eiginkonuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VONT VERSNAR

 

Ég hef ekki getað hugsað mér að setja mig inn í viðurstyggilegt drápið á litla hundinum Lúkas.  Get hvort sem er ekki skilið hvaða grimmd það er sem nær svona tökum á fólki og ég verð satt að segja svo döpur að ég get varla hugsað mér að dvelja við svona atburði.

En vont versnar.  Nú eru sömu hvatir á ferð hjá fólki sem er að morðhóta ungum manni sem á að hafa staðið að þessum voðaverknaði.  Ég veit ekkert um það hvort þetta er einu sinni réttur maður, það virðist ekki skipta máli.  Þarna er einfaldlega sama grimmdin að baki og við hundsdrápið. 

Ég held að hver og einn mætti líta sjálfum sér nær.  Nógu slæmt er þetta mál alltsaman þó það haldi ekki áfram að vinda upp á sig.


mbl.is Morðhótunum rignir yfir ungan mann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

BLOGGVINATILTEKT..

1

...fór fram að venju en nú vildi svo undarlega til að ég tímdi ekki að henda út einum einasta manni (fyrir utan tvo sem eru löngu hættir að blogga).  Allt í einu er ég bara komin með fullkomna bloggvini. Alltaf er að bætast í hópinn enda ég vinsæl kona.  Reynum aftur, það eru alltaf að bætast við í bloggheima, flottir bloggarar og ég fer ekki varhluta af því.

Ég náði að ræsa þessa á myndinni og tók af þeim mynd í morgunsárið og má sjá sólina glenna sig þarna fyrir aftan.  Þessir félagar mínir voru arfa hressir úti í Gróttu í morgun vegna bloggvináttunnar við mig og að það er að koma helgi.

Í næstu viku verður hins vegar hent.  Því get ég lofað (híhí).


GULA FÍFLIÐ OG FJÖLSKYLDUFRÉTTIR

1

Ég vaknaði við það í morgun (lesist nótt) að gula fíflið hafði smeygt sér inn í herbergið mitt og það linnti ekki látum fyrr en ég vaknaði.  Þrátt fyrir að vera vel varin frá sólinni með þar til gerðum gluggatjöldum er hún svo mögnuð þessa dagana að hún smýgur allsstaðar inn.  Ekki ætla ég að fara að tala illa um sólina, en kona þarf svefn.  Ég gafst upp, játaði mig sigraða og sit nú hér og get ekki annað.

3

Næsta vika verður skemmtileg hjá mér því þá fer Jenny Una Errriksdóttirrr í frí frá leikskólanum og þar sem pabbinn er að spila á trrrommurrrnarrrr langt í burtu og mamman er að vinna þá fæ ég heiðurinn og ánægjuna af félagskap þessarar litlu dömu.  Í gær komst hún í sælgæti stúlkan sem átti að nota í kökuskreytingu og á örkotshraða náði hún að innbyrgða svo mikið af böngsum og fleiri ullabjökkum að klukkan var að ganga ellefu þegar hún sofnaði.  Hún sagði mömmu sinni að hún hefði barrra verrrið að prrófa nammið og mamma ætti ekki að vera með læti af því hún og Jenny væru binkonur.  Sú stutta sagði mér í símann í gær að Franklín hefði hent í hana sandi enn einn ganginn en hann væri samt góður.  Franklin henti einu sinni sandi í Jenny en hún "typcastar" stundum strákana og hann Olav sem klóraði hana "alleg óvart" einu sinni og er hættur í skólanum er samt enn að, en hann er samt líka góður, þrátt fyrir að vera sekur um hverja einustu rispu sem Jenny fær í ötulum leik sínum á leikskólanum af og til. 

1

Nú fæ ég helling af myndum frá London eftir helgi líka af honum Oliver, Maysunni og Robba því Andrea bestavinkona Maysunnar er að fara til þeirra og er búin að lofa undirritaðri að liggja á myndavélartakkanum.  Þannig að allir eiga að geta skilið að þessi kona hér hefur ástæðu til að bíða spennt eftir að helgin líði. 

2

Ekki sef ég af mér biðina, það er eitt sem víst er því sú gula ætlar að vera hér allsráðandi um helgina, þannig að ég blogga bara í staðinn á milli þess sem ég ætla að njóta góða veðursins. 

Síjúgæs!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband