Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

JÁKVÆTT STRESS - JÁJÁ

SteingeitSteingeit: Þú ert stressaður og notaður orkuna á jákvæðan hátt. Ef þú hringir símtölin sem hafa fengið að bíða, og ræðst á bréfabunkann á borðinu, finnurðu eitthvað óvænt.

Getur stress verið jákvætt?  Sumir halda því fram að þeir vinni best undir pressu.  Það er nokkuð til í því en það er fjandanum óhollara að vera stressaður.  Af því ég er svo trúuð á Moggastjörnuspána þá reyni ég að stressa mig upp og nota síðan orkuna í að þvo upp og taka til á lóðinni.  Símtölin sem hafa fengið að bíða - sjáum nú til - nebb ekki eitt einasta símtal á bið.  Það er vegna þess að ég er svo síminn að ég nota hvert tækifæri til að hanga með símann á eyranu.  Komin með legusár á eyrað eins og einhver sagði.  Bréfabunkinn næstur, jabb verð að ráðast á hann.  Bréfabunki hvar ertu?? Ég leitaði af mér allan grun, enginn bréfabunki.

Heyrðu Moggatetur hver er eiginlega í spánni og btw er þetta spá?  Eru þetta ekki heilræði?  Það er að segja ef maður er stressaður, á eftir að hringja milljón símtöl og vinna í bréfabunkanum.  Bíddu við það stendur ekkert um ímeil, hm.. ég er með fleiri hundruð og fimmtíu sollis sem ég þarf að svara.  Þolinmæði er dyggð.  Ég bíð eftir að Mogginn setji þau í stjörnuspána.


MÁ VERA..

...að kona geti látið sig dreyma?  Í fréttinni stendur að vaxandi vantrú sé á framhald  ríkisstjórnarsamstarfsins innan beggja flokkanna.  Ástæðan er talin vera að ekkert hafi gerst í viðræðum formanna flokkanna.

Það skyldi þó ekki vera möguleiki á að það glitti í einhverja þá ríkisstjórn sem hæfir betur útkomu í kosningunum um síðustu helgi?  Ég þori varla að trúa því.  Nú er bara að krossa fingur og vona að eitthvað það gerist sem amk. bendir til að lýðræðislegar kosningar og skýr skilaboð kjósenda myndbirtast í myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Úllala!


mbl.is Vaxandi vantrú á framhald stjórnarsamstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÍTÍUÞÚSUNDIR SÁLNA....

22

...eða uþb. hafa heimsótt síðuna mína (okokok ég veit hver og einn oftar en einu sinni en það er flottara að segja 90 þús. sálir).  Ég er búin að blogga í tvo og hálfan mánuð.  Þvílíkur hópur af fólki.  Ég er hreint ógeðisvinsæl.

Hehe

LofjúgæsHeart


DÚNDUR DAGUR ÞEGAR HANN BYRJAÐI..

...upp úr hádegi eða svo, þar sem ég einhverra hluta vegna svaf eins og unglingur fram að því.  Eftir að hafa náð úr mér skelfingunni, bloggað um hana og horft á hádegisviðtalið við Steingrím J. sem er krútt dauðans í pólitískum skilningi fór ég að líta í kringum mig eftir verkefnum.  Þau blöstu við mér hvert sem ég leit.  Ég tók mér hálftíma í að forgangsraða og annan hálftíma í að forgangsraða forgangsröðuninni svo hófst ég handa.  Ég gerði eftirfarandi stórvirki:

1. Skrifaði á miða og sendi húsbandið í búðina af því ég var sjálf of busy.

2. Þurrkaði af eldhúsborðinu.

3. Þvoði 2 bolla og einn disk (djúúúpan)

4. Fór út á svalir og hugsaði.

5. Færði stólana aðeins til í stofunni (þrjá að tölu)

6. Reykti 16 sígarettur (eða uþb) úti á svölum.

7. Raðaði einu skópari í ganginum.

8. Opnaði tvö umslög sem komu í póstinum.

9. Beið á skeiðklukkunni eftir að Jenny Una Errriksdóttir kæmi í gistingu til okkar.

Ég veit að þið verðið þreytt bara á því að lesa um annir mínar í dag.  Ég legg því ekki meira á ykkur en tilkynni ykkur hér með að við Jenny Una erum búnar að skemmta okkur stórkostlega og við forgangsröðuðum ekki neinu.


VAFASAMUR KLÁMSIGUR

Merki Google.

Bandarískur ríkisáfrýjunardómstóll hefur snúið við úrskurði þar sem komið var í veg fyrir að birtar yrðu litlar útgáfur af myndum sem tilheyra klámsíðum er fólk leitar að myndum í Google leitarvélinni.

"Perfect 10, sem gefur bæði út klámtímarit og heldur úti vefsíðu, fór í mál við Google í nóvember árið 2004.                                                                     

Síðar fór klámfyrirtækið einnig í mál við Amazon.com.

Google segir að það sé leyfilegt að birta smámyndirnar og dómstóllinn komst að sömu niðurstöðu."

Ég get nú ekki sagt að mér finnist þetta miklar gleðifréttir og ég er hissa að Google-fyrirtækið sem gengur svona rosalega vel skuli vera að klína á sig þessum svarta blett.

Ég skipti um leitarvél. Það er á hreinu.


mbl.is Google leyfilegt að birta smámyndir klámsíðna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MOSÓ-ALLT AÐ VERÐA VITLAUST

Ég hef nú ekki sett mig inn mikið inn í deilurnar um Álafosskvosina en nú finnst mér að þetta mál sé komið í þvílíkt tjón.  Það virðist algjört stjórnleysi ráða gjörðum fólks þarna uppfrá.  Ég sá einhvern talsmann Varmársamtakanna rífa niður grindverk af mikilli heift í sjónvarpinu í fyrradag og það gustaði aldeilis af manninum. 

Nú er búið að skemma vinnuvélar.  Það getur auðvitað verið hver sem er sem það hefur gert.  Varmársamtökin hafa allavega fullyrt að þeir hafi ekki átt hlut að máli.  Ég er sammála þeim að eina lausnin í málinu felist í íbúakosningu.  Annars verður engin friður um málið.

Slakið á gott fólk. 


mbl.is Skemmdarverk unnin á vinnuvélum í Helgafellshverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG SOFNAÐI Á VAKTINNI

Ég sofnaði aftur í morgun án þess að ætla mér það og vaknaði skelfingu lostin.  Jesúsminnáhimnum hugsaði ég og svitinn spratt út á mér og eldsúla ein mikil hentist upp hrygglengjuna.  Augun voru blóðhlaupin og voru á hraðferð út úr augntóftunum.  Hjartað hamaðist í hálsinum og mér var ómögulegt að koma upp hljóði.  Ég dróst á síðustu blóðdropunum að tölvunni og loggaði mig inn á mbl.is.  Guðisélofogdýrð ekkert stórvægilegt hafði gerst meðan ég sofnaði á bloggvaktinni.  Himnarnir höfðu ekki opnast, fjöllin voru ekki hrunin og jörðin var ennþá laus við ummerki af því að hafa sprungið.  Ég tók þetta sem skilaboð að handan.  Þetta var aðvörun til mín að halda mér vakandi.  Ég gladdist yfir því að hafa ekki sofið af mér "suppræs" aldarinnar þegar íhald og framsókn framlengja líftíma sinn til næstu 4 ára (sem nú virðast heil eilífð).  Ég verð líklega vakandi þegar þau undur og stórmerki gerast.

Ég er búin að laga mér rótsterkt kaffi.  Ég ætla að vaka á verðinum.  Fyrirfram aðvöruð, fyrirfram vopnuð.


TIL HAMINGJU ILLUGI

Rúmlega 2500 manns strikuðu yfir Björn Bjarnason sem var í 2 sæti í R-suður.  Það bendir því allt til að Björn færist niður um eitt sæti og Illugi Gunnarsson taki 2 sæti listans.  Ég ætla ekki að fara að tjá mig sérstaklega um Björn Bjarnason en Illugi hinsvegar, er einn af mínum uppáhalds sjálfstæðismönnum ásamt Þorgerði Katrínu sem ég ber mikla virðingu fyrir.  Ég sem gallharður vinstri maður á kannski ekki að vera að hafa svona über-jákvæðar skoðanir á andstæðingunum í pólitík en svona er það nú samt.  Hvaða flokkur sem er gæti notað eins og einn Illuga.  Maðurinn er ákaflega þokkafullur svona pólitískt séð, málefnalegur og ég sé hann ekki fyrir mér í einhverjum ofsa og látum.  Þetta eru því ekki slæm skipti fyrir íhaldið.

18,1% sjálfstæðismanna strikuðu út nafn Björns Bjarnasonar.  Í fréttinni má einnig lesa útstrikanir hjá öðrum flokkum.

Svo fór nú það.


mbl.is Rúmlega 2500 strikuðu yfir nafn Björns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VEIT DENNI EITTHVAÐ?

22

Ég var á röltinu um bloggheima núna í morgunsárið.  Þar eru margir að velta fyrir sér alls konar stjórnamyndunarplottum sem von er þar sem við erum skilin eftir í lausu lofti og fáum í raun ekkert að vita.  Skemmtileg viðtöl við Geir og Jón á báðum sjónvarpsstöðunum þar sem þeir ítrekað svara engu.  Spurning um að láta þá ekki í friði karlana í staðinn fyrir að eyða hellings tíma í að horfa á þá svara engu með pókerandlitin sín upp á þrjár og þurrk.

Fréttablaðið gerði könnun með úrtaki upp á 800 manns um hvaða ríkisstjórnarblanda hugnaðist fólki best.  35% vilja sjá Samfylkingu og Sjálfstæðisflokk í stjórn.  14% vilja VG og íhaldið.  Ég er ein af þeim.  Úr því að draumar um vinstri stjórn virðast brostnir þá sýnist mér þetta ágætur kostur.

Skúbbarinn Denni í Íslandi í dag heyrir ýmislegt og bloggaði um eftirfarandi:

"Upplýst var í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld að viðræður eru í gangi milli Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna um ríkisstjórnarmyndun.

Samkvæmt heimildum Íslands í dag eru viðræðurnar, sem hafa farið aaaaafar leynt, vel á veg komnar og skýrist á næstu klukkustundum hvort þær halda áfram eða þeim verði slitið.

Heimildarmenn Íslands í dag, sem eru úr röðum beggja stjórnmálaflokka, segja að opinberlega verði þessu neitað, enda setur það stjórnarmyndunarviðræður við Framsóknarflokk í uppnám."

Jahá merkilegt ef rétt reynist.  Þetta á sem sagt að skýrast mjög fljótlega hvort meintar viðræður haldi áfram eða þeim verði slitið.  Nú bíð ég spennt.  Hvað er í gangi á bak við tjöldin?


MAÐURINN MEÐ HENDURNAR FYRIR MUNNINUM!

2222555

Svei mér þá ef kanditatinn í bankastjórastöðu alþjóðabankans, hinn hrokafulli og sérgóði Paul Wolfowitz er ekki bara hræddur um að sannleikurinn sleppi út um munninn.  Hann snarheldur fyrir munngáttina.  Ætli sannleikurinn sé svona slæmur hjá Páli?

600

Nú er bara að bíða og sjá hvort þeir ráða karlinn þrátt fyrir hávær mótmæli víðs vegar að úr heiminum.  En Bush vill fá hann en hinir viljekkisjáann.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2987751

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband