Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

ÖSSUR ER SKEMMTILEGUR KARL...

22

..tilfinngaríkur og oft töluvert montinn.  Í dag hefur hann verið að springa úr monti.  Össur hefur ekki látið sig muna um að hrópa ókvæðisorð að "samherjunum" VG og þá einkum og sér í lagi að Steingrími J. sem hann segir hafa klúðrað möguleikanum á vinstri stjórn. Samt er það augljóst þegar maður sér Össur í fréttunum að hann er eins og köttur sem hefur komist í rjóma, hann getur ekki leynt því hvað hann er ánægður með þróun mála. Kolbrún Halldórsdóttir upplýsti í Íslandi i dag í kvöld að hún hefði fengið SMS frá Össuri á kosninganótt þar sem hann sagði hana hafa klúðrað möguleikanum á vinstri stjórn. 

Nú veit ég ekki hversu lengi þessar viðræður Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks hafa staðið, þær virðast  handsalaðar.  Haft er eftir Össuri í Mogganum:

Það sem við erum að gera núna felst m.a. í ákveðinni textavinnu og þó henni sé ekki lokið lít ég ekki svo á að það ríki nein óvissa um þetta,” sagði hann í samtali við blaðamann mbl.is nú í kvöld. „Það er mjög góður andi í þessum viðræðum og ég met það svo, sem nokkuð sjóaður stjórnmálamáður að okkur miði hratt og vel áleiðis enda er greinilegt að það er fullur vilji til að greiða úr þeim vandamálum sem upp koma,” sagði hann.

Hann segir líka að nú sé verið að sameina það besta úr báðum flokkum (the best of both worlds?).

Ég óska þeim velgengi við stjórnarmyndunarviðræðurnar og viðurkenni fúslega að mér finnst DS mun skárri kostur en ef Framsókn hefði setið áfram.  Ég hef litið á Samfylkinguna sem samherja og þess vegna finnst mér þetta ansi kaldar kveðjur frá Samfylkingu til VG.

Annars nenni ég þessu stjórnmálabloggi ekki mikið lengur.  Ætlaði að láta eiga sig að sinni en ég gat hreinlega ekki á mér setið þegar ég heyrði montröflið í Össuri.  Sorrygæs.

Dramb er falli næst!

 


MÉR LÍÐUR EKKI ÞANNIG!

22

Lífslíkur íslenskra kvenna eru 83 ár og ég má sem sagt reikna með því að lifa svo lengi ef frá eru taldir áhættuþættir eins og sykursýki og reykingar.  Hm.. í dag líður mér eins og ég sé ekki deginum yngri en 96!  Sko líkamlega því andinn er þokkalega ern miðað við aldur reynslu og fyrri störf.  Ég get einhvernvegin ekki ímyndað mér hvernig konu líður þegar hún er komin á níræðisaldur.  Ætli ég verði töffari?  Vaði um allt eins og bóhem með sígóið lafandi milli varanna.  Nebb ég ætla að vona ef ég lifi svo lengi að ég verði þokkalega hætt í tóbakinu. 

Mér finnst eins og gamalt fólk sé svo lítils metið í þjóðfélaginu, eins og það sé reiknað með að það eigi bara að bíða eftir að gefa upp andann.  Af hverju er alltaf verið að láta gamalt fólk föndra?  Er það eitthvað náttúrulögmál að öllum langi átómatiskt að föndra um leið og þeir eru komnir á löglegan ellialdur?  Eða músíkin sem er verið að spila fyrir fólkið.  Alltaf ættjarðarlög og aftur ættjarðarlög.  Ég er vissu að margir vildu heyra jazz, blues, Presley jafnvel og hvað með Paul Anka?  Ég ætla að vona að Herman Hermits verði ekki spilaðir non stop þegar ég verð á elliheimilinu eða sambýlinu.  No milk today eða I´m on an island með Kinks.  Gott einstaka sinnum til að komast í nostalgíuna en bara einstaka sinnum.  Ekki heldur tóma Bítla eða Stóns.  Í alvörunni það er eins og maður stökkbreytist yfir í hópsál um leið og ákveðnum aldri er náð.

Lífslíkur karlmanna er 79 ár.  Af hverju eru karlmenn með minni lífslíkur en konur?  Segið mér.


mbl.is Lífslíkur íslenskra kvenna 83 ár en íslenskra karla 79 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐ HANGA Á SNÚRUNNI GLAÐUR MEÐ SITT

22

 

Af og til heyri ég frásagnir af alkóhólistum sem hafa náð góðum tíma í edrúmennsku og hafa fallið. Ég sjálf lét líða góð 10 ár á milli minna tveggja meðferða.  Ég sagði af mér sem alkahólisti eftir fyrri meðferðina, var í þolanlegu standi í nokkur ár og endaði svo nærri dauða en lífi í meðferð í október í fyrra.  Í hvert skipti em ég heyri fréttir af ölkum sem falla er það áminning fyrir mig og hversu varlega maður þarf að stíga til jarðar.  Að allir alkar, hversu lengi sem þeir hafa verið alsgáðir eru jafn langt eða stutt frá fyrsta glasinu.  Ég verð alltaf hrygg þegar ég heyri af einhverjum vini mínum sem hefur skrikað fótur í edrúgöngunni.  Ekki hissa en hrygg, því eins og mætur maður sagði "hvað er eðlilegra en að alkahólisti detti í það?".  Ok, það má vera en það er samt sárt. 

Sem betur fer er maður ekki með lögsögu yfir neinum öðrum en sjálfum sér og það er, alla vega í mínu tilfelli, ærið verkefni.  Ég rek því nefið ekki ofan í annarra koppa og kirnur enda eins gott þar sem verkefnin mín í edrúmennskunni eru nægjanleg svo ekki sé nú meira sagt.

Ég á 2 daga í 7 mánaða edrúafmæli.  Í bráðum 7 mánuði hef ég dvalið á snúrunni stórkostlegu, í misjöfnu veðri reyndar, örsjaldan (kannski bara alveg í byrjun) hef ég barist við að halda mér þar vegna ágjafar en flesta dagana ef ég bærst í vindinum, ósköp þægilega í brakandi þurrk.  Ég plana ekki lengur en 7 klukkutíma í einu fram í tímann.  Það gefur mér leyfi til að fullyrða að ég muni fara edrú að sofa í kvöld.


DAGURINN Í DAG..

 

..verður spennandi og er reyndar þegar orðinn það.  Nú kl. 11 verður Stöð 2 í beinni frá fundi Geirs og Ólafs Ragnars á Bessastöðum.  Ég trúði vart mínum eigin augum þegar ég las um það.  Getur verið að fjölmiðlar fái að vera á fundinum???

Margir eru að blogga um alskyns samsæriskenningar.  Ég hef verið að lesa um kenninguna sem er geysivinsæl í dag, þe kenningin um að ríkisstjórn Geirs og ISG sé þegar handsöluð.  Ég vil ekki trúa því, það er ekki mín reynsla af ISG að hún sé mikið fyrir hin "reykfylltu bakherbergi".  En við sjáum nú til.

Svo er að sýna æðruleysi, bíða fagurlega, gæta sín á að ofanda ekki, huga að blóðþrýstingi, vera í láréttri stöðu til að minnka álag á líkamann og borða reglulega á meðan þessi ofurspenningur ríkir.  Ég ætla að gera það.


NÚ ER LAG!

 
Nú eru að hefjast stjórnarmyndunarviðræður.   Nú er lag að leggja áherslu á jafnréttismálin.  Feministafélag Íslands hefur sendt út eftirfarandi yfirlýsingu:
"Í tilefni af stjórnarmyndunarviðræðum skorar Femínistafélag Íslands á þá stjórnmálaflokka sem mynda með sér stjórnarsáttmála að leggja áherslu á jafnréttismál.

Grípa þarf til aðgerða og fylgja þeim eftir.  Samþykkja þarf ný lög um jafnan rétt og stöðu karla og kvenna, sporna gegn klámvæðingunni, kynbundnu ofbeldi og vændi, þ.m.t. að samþykkja sænsku leiðina. Það þarf að stórefla Jafnréttisstofu og veita fjármagni í málaflokkinn svo hægt sé að stuðla að framförum. Útrýma þarf kynbundnum launamun með virkum aðgerðum og jafna laun á milli hefðbundinna kvenna- og karlastarfa.

Femínistafélagið bendir á að Ísland er eftirbátur allra Norðurlandaþjóða hvað varðar jöfn kynjahlutföll á þingi. Lýðræði er ekki einkamál karla og nauðsynlegt að bæði kyn komi jafnt að ákvörðunartöku. Við skorum því á nýja ríkisstjórn að sýna jafnrétti í verki með því að hafa jöfn kynjahlutföll í ráðherraliði. Einnig er mikilvægt að viðurkenna og nýta betur þá þekkingu og fræði sem til eru í jafnréttismálum kynjanna."
´
Heyr, heyr segi ég nú bara.  Yfirlýsingin segir allt sem segja þarf.

HÚS-LÆKNIR LÖÐRANDI Í LÝSI

22

Ég horfði á Hús-lækninn en gleymdi að minna bloggvinkonur mínar á yfirvofandi komu hans á heimili víðs vegar á landinu.  Annars finnst mér karlmörðurinn alls ekki sexý svo langt því frá heldur dáist ég að því hvað hann er mikill ruddi og að hann sé látinn komast upp með það,  en í Ameríku alvörunnar væri búið að "súa" af honum rassinn. En stelpurnar vinkonur mínar halda ekki vatni vegna karaktersins og þjást illa af hinu svokallaða "badboysyndrome" sem er útbreitt meðal kvenna, nokkurs konar stökkbreytt móðureðli, löngun til að ala upp óalandi og óferjandi götustráka á fullorðinsaldri.  Ég er þó alveg sátt við að þær glápi á kvekindið í sjónkanum því á meðan fara þær ekki á stjá eftir alvöru mannflökum.

Svo kom lýsisauglýsing og gjöreyðilagði þennan annars þolanlega dag.  Ég get ekki horft á lýsi, má ekki hugsa um það og ef ég hefði verið fædd svona 4 árum fyrr þá hefði ég fengið lýsi neyddu í mig úr könnu á hverjum degi í Melaskóla.  Þá sæti ég ekki hér og bloggaði heldur væri ég ólæs og óskrifandi vegna þess að námsferli mínum hefði lokið eftir fyrsta daginn þá og þar.  Svo klígjugjörn er ég að lýsi fæst ekki geymt í mínum eðalísskáp og húsbandið lætur sér nægja töflur.  Mér finnst að svona auglýsingar ættu að vera tveggjalófa, þe með viðvörun fyrir viðkvæma.

Nú, stór dagur á morgun því þá byrja stjórnarmyndunarviðræðurnar formlega.  Forsetinn hlýtur að verða við Ósk Geirs H. Haarde að veita honum umboðið.  Þá getur maður farið á límingunum af spenningi yfir því hvernig það mál fer allt saman.

GúddnætgæsHeart


NEI HEYRÐU MIG SOLLA!

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, sagði í Kastljósi Sjónvarpsins í kvöld, að ljóst hafi legið fyrir, að Vinstrihreyfingunni-grænu framboði hugnaðist ekki að reyna að mynda vinstristjórn með Framsóknarflokknum.  Mér finnst þetta "vinarbragð" ISG gagnvart VG ekki par jólalegt það verð ég að segja.  Það hefur verið dagsljóst og marg oft komið fram að VG hafa ekki útilokað nokkurn kost.  Ef SF þarf að sættast við tilhugsunina að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokknum er vænlegast til árangurs að taka bara ábyrgð á því án þess að benda á sökudólga.  Svei mér þá er engu að treysta lengur?

 

 


AF STJÓRNARMYNDUN OG BARNI

22

Þetta er merkilegur og spennandi dagur.  Ríkisstjórn sem sumir telja farsæla en ég arfalélega hefur runnið sitt skeið á enda.  Geir nefnir til ástæðuna um nauman meirihluta.  Halló, halló það hefur verið ljóst síðan á sunnudagsmorgun og ekki miklir möguleikar á að meirihluti stjórnarinnar stækkaði við það að þeir töluðu saman.  Hver sem ástæðan er þá er þessu lokið og það er gott.

Geir og ISG hafa ákveðið að hefja formlegar stjórnarmyndunarviðræður á morgun.  Það er betri kostur en hin upphaflega vitleysa í Jóni og Geir.  Samt er ég ekki neitt rosa glöð, hefði viljað að Geir hefði byrjað á VG.  Ég er að hugsa um stóriðjuna og tekjulægstu hópana.  Samfylkingin ræddi mikið um biðlistana sem er gott og gengt en hvað með elli- og örorkuþega.  Mig minnir að Samfylkingin hafi talað um að eitthvað yrði gert í þeim efnum þegar svigrúm gæfist.  Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki í pólitík svona "frasawise" þá er það svigrúms- og stöðugleikafrasinn. 

Nú ég var með hana Jenny Unu Errriksdótturrr í nótt og við skemmtum okkur all-svakalega vel.  Jenny er alltaf að læra ný orð og orðasambönd.  Núna er "harrrrðbannað að killa og klípa", ekki að ég hafi verið með fyrirætlanir í þá átt hún bara tilkynnti mér það svona óforvarendis.  Svo er hún að fá hugmynd um tímann þessi elska.  Allt sem er leiðinlegt ætlar hún að gera á "ettir" eða á "morgun" en hún var á kaffihúsi í "gær" og risessan fór í sturtu úti í öllum fötunum í "fyrramálið" (lesist í gærmorgun) Svo segir hún "manstu amma" og "Jenny er feimin" en "alltaf kutteis" svo er hún komin upp á lag með að segja "amma Jenny fá ís, gerru ða" og amman engist í krúttkasti og langar að BORÐA barnið.  Jenny fór svo í afmæli suður með sjó.

Nú er að bíða frétta af nýhöfnum rómans Sjálfstæðisflokks og samfylkingar.  Biðlund, biðlund, æðruleysi og sjálfstjórnarfyrirkomulag.

Lofjúgæs!


ER EITTHVAÐ UM ÞETTA AÐ SEGJA...

..annað en Guði sé lof og áfram skal haldið.  Nú er það Samfylking.  Af hverju er ekki byrjað á VG?

 


mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG ER AÐ VERÐA ÆR..

...úr spennu (jákvæðu stressi sjá færslu fyrir neðan).  Ég náði í eftirfarandi á fréttavef RÚV:

"Stjórnarmyndun: Framsókn fundar

Þingflokkur Framsóknarflokksins situr nú á fundi og ræðir framhald ríkisstjórnarsamstarfsins við Sjálfstæðisflokkinn , „loft er lævi blandið" sagði varaformaður Framsóknarflokksins fyrir fundinn.

Óljóst er hvort stjórnarflokkarnir halda áfram samstarfi en Samfylkingin og Vinstri-hreyfingin grænt framboð eru tilbúin til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn."

"Loft lævi blandið" Jesúsamía, fáum við kannski DS- eða DVstjórn eftir allt saman.  Þetta á eftir að drepa mig krakkar.  Hver hefur taugar í svona?  Ekki hún ég.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband