Leita í fréttum mbl.is

TIL HAMINGJU ILLUGI

Rúmlega 2500 manns strikuðu yfir Björn Bjarnason sem var í 2 sæti í R-suður.  Það bendir því allt til að Björn færist niður um eitt sæti og Illugi Gunnarsson taki 2 sæti listans.  Ég ætla ekki að fara að tjá mig sérstaklega um Björn Bjarnason en Illugi hinsvegar, er einn af mínum uppáhalds sjálfstæðismönnum ásamt Þorgerði Katrínu sem ég ber mikla virðingu fyrir.  Ég sem gallharður vinstri maður á kannski ekki að vera að hafa svona über-jákvæðar skoðanir á andstæðingunum í pólitík en svona er það nú samt.  Hvaða flokkur sem er gæti notað eins og einn Illuga.  Maðurinn er ákaflega þokkafullur svona pólitískt séð, málefnalegur og ég sé hann ekki fyrir mér í einhverjum ofsa og látum.  Þetta eru því ekki slæm skipti fyrir íhaldið.

18,1% sjálfstæðismanna strikuðu út nafn Björns Bjarnasonar.  Í fréttinni má einnig lesa útstrikanir hjá öðrum flokkum.

Svo fór nú það.


mbl.is Rúmlega 2500 strikuðu yfir nafn Björns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

já mér finnst þetta líka - gleypi allt í mig sem hann skrifar......

Mér finnst þau líka alltaf svo sæt saman hann og Katrín Jakobsdóttir, þegar þau eru í þessum umræðuþáttum í sjónvarpinu, sem mér finnst nú að ættu betur heima í útvarpi, en það er nú önnur saga! Þau eru svo geislandi skemmtileg

Hrönn Sigurðardóttir, 16.5.2007 kl. 13:26

2 identicon

Enn erum við andlega skyldar  Mér finnst Illugi alveg sérdeilis flottur pólitíkus og Þorgerður finnst mér gott dæmi um skeleggan pólitíkus sem líka nær að stjórna með hjartanu og það finnst mér alltaf heillandi blanda

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 13:30

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Afhverju útvarpi Hrönnsla?  Ég kem af fjöllum!

Anna mín "where have you been all my live?" eins og maðurinn sagði.  Hehe

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2007 kl. 13:33

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Af því að þessir umræðuþættir um pólitík í sjónvarpi eiga miklu betur heima í útvarpi. Ég segi fyrir mitt leyti að ég hef enga þörf fyrir að horfa á fólk á meðan það talar saman. Get alveg skilið inntakið í því sem þau segja bara með því að hlusta á þau.

Hrönn Sigurðardóttir, 16.5.2007 kl. 13:36

5 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég er lítill aðdáandi " Sjálftökuflokksins " og það breytist sennilega seint, Illugi aftur á móti hefur hrifið mig, virðist vera með hjartað á réttum stað, skynsamur og það sem mest er um vert, laus við öfgar og yfirlæti sem hrjáir margan íhaldsmanninn og konuna. Björn er risaeðla árið 2007 og ætti nú bara að fara að mála tindátasafnið sitt upp á nýtt og spila Risk þess á milli.

Georg P Sveinbjörnsson, 16.5.2007 kl. 13:42

6 identicon

Jahérna. Er þetta það eins sem vinstrikonan getur sagt um þessa aðför auðvaldsins að stjórnkerfinu? Getur verið að einhverjir séu farnir að safna sér milljónum til þess að getað auglýst útstrikanir á stjórnmálamönnum sem þeim mislíkar við? Er það svona sem framtíðarsýn þín er í stjórnmálum. Það að menn noti peningana sem kjörseðla? Ég á ekki til eitt orð yfir gagnrýnisleysi vinstrimanna um þessa alvarlegu ógn við lýðræðið. Ekki stuna frá ykkur um málið út frá aðferðafræðinni burt séð hvaða einstaklingar eiga í hlut! En auðvitað er Illugi flottur, hann hefur bara ekki eignast óvini enn! Þeir koma um leið og hann kemst til valda og þarf að taka ákvarðanir gegn einhverjum öflum í samfélaginu.

Jónína Benediktsdóttir (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 13:44

7 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Illugi er frábær, það er ekki spurning en....

Benedikt Halldórsson, 16.5.2007 kl. 13:51

8 Smámynd: Solveig Pálmadóttir

Ég segi nú ekki annað en vonandi eignast Illugi ekki jafn slæga og hatursfulla óvini og Baugsfeðgar þegar hann kemst til valda...

Solveig Pálmadóttir, 16.5.2007 kl. 14:03

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mæltu manna heilust Solveig

Hrönn Sigurðardóttir, 16.5.2007 kl. 14:13

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Nei Jónína ég get sagt svo margt, margt fleira um þetta mál.  Við vinstri menn erum ekki samtaka um að þagga eitt eða annað í hel. Mér fannst auglýsing Jóhannesar ákaflega smekklaus og óhugnanleg ég held að flestum hljóti að vera þannig innanbrjósts.  "Goes without saying" eða þannig.

Ég ætla hins vegar ekki að fara út í þann drullupott sem Baugsmálið er.  Það verða aðrir að gera.  Flest allir eru löngu mettir þegar sú hringavitleysa öll á í hlut.

Heldurðu Jónína að fólk hafi virkilega látið Jóhannes í Bónus segja sér að strika yfir Björn?  Björn er umdeildur stjórnmálamaður og bara þess vegna kemur mér ekki á óvart að hann skuli strikaður út. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.5.2007 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2985742

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.