Leita í fréttum mbl.is

ÖSSUR ER SKEMMTILEGUR KARL...

22

..tilfinngaríkur og oft töluvert montinn.  Í dag hefur hann verið að springa úr monti.  Össur hefur ekki látið sig muna um að hrópa ókvæðisorð að "samherjunum" VG og þá einkum og sér í lagi að Steingrími J. sem hann segir hafa klúðrað möguleikanum á vinstri stjórn. Samt er það augljóst þegar maður sér Össur í fréttunum að hann er eins og köttur sem hefur komist í rjóma, hann getur ekki leynt því hvað hann er ánægður með þróun mála. Kolbrún Halldórsdóttir upplýsti í Íslandi i dag í kvöld að hún hefði fengið SMS frá Össuri á kosninganótt þar sem hann sagði hana hafa klúðrað möguleikanum á vinstri stjórn. 

Nú veit ég ekki hversu lengi þessar viðræður Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokks hafa staðið, þær virðast  handsalaðar.  Haft er eftir Össuri í Mogganum:

Það sem við erum að gera núna felst m.a. í ákveðinni textavinnu og þó henni sé ekki lokið lít ég ekki svo á að það ríki nein óvissa um þetta,” sagði hann í samtali við blaðamann mbl.is nú í kvöld. „Það er mjög góður andi í þessum viðræðum og ég met það svo, sem nokkuð sjóaður stjórnmálamáður að okkur miði hratt og vel áleiðis enda er greinilegt að það er fullur vilji til að greiða úr þeim vandamálum sem upp koma,” sagði hann.

Hann segir líka að nú sé verið að sameina það besta úr báðum flokkum (the best of both worlds?).

Ég óska þeim velgengi við stjórnarmyndunarviðræðurnar og viðurkenni fúslega að mér finnst DS mun skárri kostur en ef Framsókn hefði setið áfram.  Ég hef litið á Samfylkinguna sem samherja og þess vegna finnst mér þetta ansi kaldar kveðjur frá Samfylkingu til VG.

Annars nenni ég þessu stjórnmálabloggi ekki mikið lengur.  Ætlaði að láta eiga sig að sinni en ég gat hreinlega ekki á mér setið þegar ég heyrði montröflið í Össuri.  Sorrygæs.

Dramb er falli næst!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe ég vissi það Beta að ég hafi klúðrar þessu dem, dem og ég er að deyja úr hlátri yfir vitleysunni í sjálfri mér. Hahaha!

Hann hefur tilhneigingu til þess karlinn að standa í eldheitu ástarsambandi við sjálfan sig.  Ekki gott fyrir neinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2007 kl. 23:48

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég heyrði Össur segja á stjórnmálafundi fyrir fáeinum vikum, að hann væri kalinn á hjarta eftir eftir síðustu ríkisstjórn sem hann tók þátt í með Sjálfstæðisflokknum og var á honum að skilja að hann færi aldrei aftur í stjórn með þeim flokki.

Jóhannes Ragnarsson, 19.5.2007 kl. 00:04

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég upplifði hann líka svona í kosningabaráttunni Jóhannes, að hjarta slægi eldheitt til vinstri.  Allt sem hann sagði fór í þá átt.  Maðurinn er pólitískt kameljón.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2007 kl. 00:07

4 identicon

Mér fannst þessi frétt í Mogganum af Össuri óttaleg grobbfrétt. En svo í þokkabót á hann það til að vera hvatvís. Sú blanda á það til að tala af sér. Annars finn ég líka fyrir þessum bloggleiða gagnvart pólitíkinni en líklega klárar maður pakkann þangað til allt er frágengið. Eftir það verður það líklega bara tónlist og eitthvað fleira skemmtilegt

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 19.5.2007 kl. 00:11

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

No comment

Jóna Á. Gísladóttir, 19.5.2007 kl. 00:14

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tónlist, önnur list, sumarið, fuglarnir, ástin, fjármál heimilanna (segi sonna) og fleira skemmtilegt.  Af nógu er að taka Anna mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2007 kl. 00:14

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna!! Enn með samviskubit?

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2007 kl. 00:15

8 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Lofa ekki að hætta að blogga um pólitík, en ég finn samt fyrir sömu þörf fyrir að hugsa um eitthvað skemmtilegra (en hvernig pólitíkin hefur þrófast síðustu daga eða vikur). 

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.5.2007 kl. 00:46

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að ég hætti nú aldrei alveg að blogga um pólitík en hún er hluti af lífinu sjálfu en ég er orðin svona frekar mett eftir alla hringavitleysuna, brotin loforð, ónýt heiðursmannasamkomulög ásamt yfirspennu á síðustu metrunum Anna mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 19.5.2007 kl. 01:29

10 Smámynd: Andrés.si

Miðað við óveðirkendar mælingar er hann mjög góður karl þessi Össur. Alt annað um Sollu. 

Andrés.si, 19.5.2007 kl. 03:00

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Æ ég er svolítið sormædd þessa dagana, hefði viljað sá annað munstur og aðrar niðurstöður úr kosningu.  En ég fylgist bara með og vona það besta úr því sem komið er.  Allt verður að hafa sinn gang. En ég yrði ekki hissa þó við þyrftum að kjósa aftur eftir 2 ár. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.5.2007 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 2985864

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.