Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Kynferðisafbrotamaður á línunni?

Grunur vaknaði um daginn á því að kynferðisafbrotamaður sem situr inni á Kvíabryggju hafi hringt og hóta fórnalambi sínu.

Hva, á Kvíabryggju er Gemsaleyfi á línuna eða frá 8-23.  Þá er auðvitað sá möguleiki fyrir hendi að hringja og hrella þá sem brotið hefur verið á.

Ég hélt satt best að segja að Kvíabryggja, sem er s.k. opið fangelsi væri fyrir alla aðra fanga en ofbeldisglæpamenn.  Mér hefði t.d. fundist flott að þarna fengju yngri afbrotamenn að vera, í staðinn fyrir að vera látnir inn á Hraun, innan um gamla refi í innbrotum og slíku.

Mál þessa kynferðisafbrotamanns var kannað eftir að þolandi sá sem fyrir símtalinu varð setti sig í samband við Fangelsismálastofnun vegna hótunarinnar.  Ekki þótti sannað að símtalið hafi komið frá hinum dæmda kynferðisafbrotamanni.

Er ekki lágmark að búa þannig um hnútana að ofbeldismenn sem sitja af sér sína málamyndadóma, í flestum tilfellum, séu ekki með Gemsa upp á vasann?  Mér finnst kannski í lagi að taka af þeim möguleikann að hringja út um allt svona rétt á meðan þeir sitja inni. 

Amk horfir það þannig við mér, ef ég set mig í spor þolendanna.

Arg.

 


mbl.is Afplána á Kvíabryggju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt femínistum að kenna

Sænsk kona fær hálfs árs fangelsi fyrir að beita fósturson sinn kynferðislegu ofbeldi, en hún kom með drenginn til Svíþjóðar 12 ára gamlan.

Hún eignaðist síðan barn með drengnum.

Ég fylgdist með þessu máli í sumar þegar það tröllreið sænskum fjölmiðlum og auðvitað er þetta skelfilegt ofbeldi á barni.

Þarna er dómurinn fáránlegur eins og þeir dómar sem við erum að sjá hér á landi og síðast í dag.

En það sem ég er að furða mig á er nálgunin á málið hjá nokkrum bloggurum en hún er eitthvað á þessa leið:

"Hvar eru femínistar?"  "Hvað ætla femínistar að segja við þessu?" "Nú þegja femínistar þunnu hljóði" (bloggað um þögn femínista cabout 5 mín. eftir að frétt birtist á vef) og fleira í þessum dúr.

Eru femínistar með dómsvald í Svíþjóð?

Heldur einhver að við femínistar séum talsmenn ofbeldis á börnum?

Hvaða bölvaða heimska veður uppi núorðið í bloggheimum?

Hér á blogginu er slatti af körlum og eitthvað af konum, í krossferð gegn jafnrétti, en það heitir að vera alfarið á móti femínisma en með jafnrétti, og er ekkert annað en yfirklór og kjaftæði.  Enginn vill viðurkenna upp á sig andstöðu við jafnrétti. Jafnréttisbaráttan, samkvæmt þessu fólki, má bara alls ekki vera óþægileg og trufla hið múr- og naglfasta valdabatterí.  Verst finnst mér að sjá konur taka þátt í þessu, það er jú á okkur sem misréttið bitnar hvað mest, þó í rauninni líði allir fyrir kynjamisrétti.  Sumir virðast ætla að það sé hægt að skrafa fram breytingar á stöðu kvenna svona í framhjáhlaupi, án þess að róta til nokkrum sköpuðum hlut.  Eins og jafnréttisbaráttan hafi nokkurn tíma skilað einhverju með kurteisislegri og fallegri bið.  Jösses hvað ég er fegin að það eru til konur sem hætta sér út á kantinn og spyrja óþægilegra spurninga þrátt fyrir að ákveðin öfl í samfélaginu fari á límingunum vegna þess.

Ofbeldi á börnum, kynferðislegt, líkamlegt og andlegt er ólíðandi, alltaf og allsstaðar.

Það er enginn ágreiningur um það, þannig að það hlýtur að vera hægt að taka umræðuna upp á aðeins hærra plan en að garga á ímyndaða andstæðinga í röðum femínista.

Oghananú.

 


mbl.is 29 ára kona eignaðist barn með 14 ára pilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skata í raspi með frönskum og sósu...

..eða djúpsteiktur blóðmör með chilisósu og kús-kús.

Það má halda áfram að láta sig dreyma..

Sviðakjammi með hrísgrjónum, eplum og bernaisesósu.

Bjúgnahamborgari með osti og fjallagrösum.

Gellur á spaghettibeðju.

Grjónagrautur með jarðaberjasultu og hákarlalýsi.

Ég held að ég myndi snæða allt ofantalið og meira til áður en ég fengi mér hangikjötssúpu sem inniheldur auk kjöts, rauðkál og grænar baunir í einni dásamlegri bendu.

Nú fer ég og æli.

Ég er ekki á leiðinni á Kaffi Óliver á aðventunni.

Falalalala


mbl.is Gussi fann upp hangikjötssúpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hægt að blogga um frétt - kannski bilað?

Er bilun á Moggablogginu?  Í fréttinni þar sem fjallað er um skilorðsbundinn 15 mánaða dóm yfir kennara sem var í kynferðissambandi við nemanda sinn, er möguleikinn að blogga um fréttina ekki fyrir hendi.

Er fólk hrætt um að tekinn verði Lúkasinn á kennarann?

Á dómarana (dómur fjölskipaður)?

Á þolandann?

Hvað finnst fólki um þessa röksemd héraðsdómarans?

"Manninum verði hins vegar virt til mikilla málsbóta, að gagnkvæmt ástarsamband hafi verið á milli hans og stúlkunnar og hann hafi lýst því, að fyrir sitt leyti hefði hann viljað halda því áfram og gera það opinbert. Því ákvað dómurinn að skilorðsbinda refsinguna að fullu."

Það kemur hvergi fram hversu gamall gerandinn er en fólk má ekki fara inn um vitlausar dyr á Íslandi án þess að það sé tekið fram hversu gamall sá hinn sami sé.  Hver er að vernda hvern hérna?

Þarna birtist pedófílahugmyndafræðin og Lólítuheilkennið skammlaust á prenti og sem röksemd fyrir vægari dómi.

Maðurinn átti í ástarsambandi við unglinginn.  Hva!

Eins og maðurinn sagði hérna um árið þegar hann var uppvís að sifjaspelli:

Telpurnar eru svo andskoti daðurgjarnar.

Hálfvitar.

 


Nú hló ég upphátt og það er Kára að þakka..

1 

..en það hélt ég að myndi seint gerast.

Það varð allt vitlaust á síðunni minni, þegar ég bloggaði um hm... rasistann  James Watson, sem hélt því fram fyrir skömmu, í viðtali, að hann hefði áhyggjur af framtíð Afríku því öll félagsleg stefna gagnvart Afríkubúum byggðist á því að þeir væru jafn skynsamir og hvítir menn þótt allar rannsóknir bentu til þess gagnstæða.

Nú hefur ÍE rannsakað erfðamengi þessa hvíta "afburðaamanns" og komist að því að hann er með svört genW00t og í viðtengdri frétt stendur: "Watson birti erfðamengi sitt opinberlega á netinu í byrjun ársins. Breska blaðið Independent  segir, að Íslensk erfðagreining  hafi nú rannsakað erfðamengið og komist að þeirri niðurstöðu, að 16% gena hans megi rekja til svarts forföður af afrískum uppruna. Þetta hlutfall er innan við 1% hjá þeim sem eru af hreinum evrópskum uppruna.„Hlutfallið er svipað og búast mætti við hjá þeim, sem á afa eða ömmu af afrískum uppruna," hefur blaðið eftir Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.  „Það kom mjög á óvart að sjá þessar niðurstöður hjá Jim."

Vóóóó, the man is a brother.  He´s a fucking brother. 

Jösses þetta er jólagjöfin í ár, nema auðvitað að hinir svörtu bræður vorir í baráttunni vilji ekki sjá karlskömmina í sínar raðir.

Ókei þá verður hann bara einn í jólaboðinu.  Leiðinlegt.

Falalalalala


mbl.is Nóbelsverðlaunahafi með svört gen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggarar með jólasveinahúfur

Jesús minn hvað það er orðið jólalegt í bloggheimum.  Annarhver bloggari er búinn að troða jólahúfu á hausinn á sér og það framkallar hvert krúttkastið á fætur öðru, hjá mér sko.  Fólkið er misfært á tækin og tólin sem notuð eru til að skella inn þessum höfuðfötum, sumstaðar lenda húfurnar á ská, yfir auga, fram á enni eða aftur á hnakka.  Arg svo sætt.

Svo vandast málin þegar umræðan harðnar.  Í athugasemdakerfum bloggheima, er verið að ræða alvarlega hluti stundum, og fólk alveg bálreitt og vill undirstrika meiningar sínar eins og t.d.: "Steinþegiðu hálfvitinn þinn" eða "Meira femínistabullið í þér kelling" eða "Þetta verður ekki þolað lengur".  Og höfundurinn grafalvarlegur á meðfylgjandi mynd með jólahúfu og hana ofan í augu eða aftur á hnakka.

Þá liggur maður í hlátri og kemst í þetta líka bráðskemmtilega jólaskap.

Takk jólasnúðarnir mínir.

Ég elska bloggara með jónsveinahúfur.

Falalalalala


Til hamingju Helga Björk Laxdal..

10

..frumburðurinn minn og súperkona.  Ég er svo skelfilega stolt af þér stóra stelpan mín.

Haldið þið að það sé?  Fyrir 37 árum, upp á dag, eignaðist ég hana Helgu Björk og mér finnst eins og það hafi verið í gær.  A.m.k. er þessi dagur mér ákaflega minnisstæður.

Helga Björk er eins og fleiri afkomendur okkar hippanna (ok 68 kynslóðarinnar), hryllilega ábyrg, dugleg og pottþétt ung kona.  Þessir krakkar urðu einhverskonar mótvægisjöfnun við flippaða foreldrana.  Ég held að Helga Björk hafi byrjað að ala móður sína upp, mjög fljótlega eftir að hún fór að ganga.

Helga Björk varð læs um fjögurra ára aldur, var á undan í skóla og lék sér að flestu sem hún kom nállægt, þrátt fyrir að hún þyrfti að sinna uppeldi foreldra sinna í meðfram skyldustörfum.

Segi sonna.

Helga er mamma hans Jökuls Bjarka, elsta barnabarnsins míns.

Hún er frábær og það er Klakinn líka.

Smjúts á þig dóttir góð og nú vil ég að þú bjóðir mér eitthvað almennilegt með kaffinu þegar ég kem í kvöld.

Love u

og falalalala

 


Er Stefán Friðrik, Friðrik Stefán eða hvað er í gangi hérna?

Það getur verið að ég sé farin að sjá tvöfalt, blóðþrýstingur of hár, eða þá að ég sé búin að jólast yfir mörkin.

En ég held bókhald yfir færslur frá Stebba Fr. sem hafa "athygli hefur vakið" eða "áhugavert þykir" sem byrjunarfrasa og núna áðan sá ég þetta.

Svo las ég þetta og þar fóru að renna á mig tvær grímur.

Er Stefán Friðrik með alteregó?

Er Friðrik Stefán alteregó Stefnáns Friðriks?

Ef Friðrik Stefán er að fokka í Stebba Fr. þá er ég ansi hrædd um að Stebbi sé ekki hrifin af því.

Held ekki að hann hafi húmor fyrir því.

Flalalala

 


Hvað bleikar og bláir vilja í jólagjöf!

1

Ég er ekki mjög æst í jólapakka, þó ég færi auðvitað í feita fýlu ef ég fengi enga, en jólagjafasöfnun handa sjálfri mér er ekki svona málefni sem ég myndi stofna þrýstihóp um.

En hvað langar mig í, í jólagjöf í ár?

Búin að svara þessu inni hjá Gurrí og svo hvað mig langar ekki í inni hjá Önnu, en mig langar í bækur.

Svo langar mig í gott heilsufar og hamingju mér og mínum til handa.

Mig langar í rjúpur, en það er ekki möst.

Húsbandinu langar ekki í neitt sérstakt nema rakspíra.  Hann er lítið æstur í gjafir, enda svarar hann því til þegar krakkarnir okkar eru að spyrja hann hvað hann vilji í jólagjöf, að hann óski sér hlýs faðmlags og kossa á kinn.  Hm..

Í Danmörku vilja konur upplifanir í jólagjöf, karlarnir vilja pakka.

Það er þvert á mínar jólagjafarannsóknir, það segi ég satt.

Sumar vinkonur mínar geta ekki á heilum sér tekið fái þær ekki eðalmálma í pakkann.  Sumar flott nærföt og aðrar vilja pelsa.  Flestar eru þær þó í bókadeildinni eins og ég.

Karlar hafa alltaf verið á hliðarlínunni í pakkadeildinni, að því er ég man best.  Verið svona nokk límónaði gagnvart jólagjöfum.  Kannski þekki ég bara svona nægjusama menn?

Annars eru þessar rannsóknir að gera mig enn ruglaðri en ég er fyrir.

Ærið ekki óstöðugan.

Úje.

Falalalalalala

 


mbl.is Karlar vilja pakka en konur upplifanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af lifrarpylsum og fataleppum

Tarammtammtata!

Það hefur fallið dómur í máli konu á sjötugsaldri sem gerðist sek um að stela tveimur bolum og einu pilsi í Markaðstorgi Kringlunnar, að verðmæti 1970 krónur.  Konan hlaut mánaðarlangt skilorðsbundið fangelsi fyrir athæfið.

Það eru engin smámál til þegar Héraðsdómur Reykjavíkur er annars vegar.  Bara svo það sé á hreinu.

Því í dag á að dómfesta "Stóra lifrarpylsumálið" í Héraðsdómi, þar sem heimilislaus maður er færður fyrir dóm vegna lifrarpylsukepps sem hann gerði tilraun til að næla sér í,  til matar.  Verslunareigandinn hefur ekki kært stuldinn, lifrarpylsan komst óétin í hillu verslunarinnar og hefur örugglega verið seld einhverjum velmegandi viðskiptavini til átu. 

En þjóð sem hefur sent sauða- og snærisþjófa til vistunar á Brimarhólm í fortíðinni, getur auðvitað ekki verið að gera lítið úr sér og sleppa lifrarpylsumanninum, enda mikið í húfi.

Á Íslandi eiga allir nefnilega nóg að borða.

Eða er það ekki?

P.s. Bendi á pistil Ólínu Þorvarðardóttur um lifrapylsumálið ógurlega en það má lesa hér.


mbl.is Skilorðsbundið fangelsi fyrir búðarhnupl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.