Leita í fréttum mbl.is

Allt femínistum að kenna

Sænsk kona fær hálfs árs fangelsi fyrir að beita fósturson sinn kynferðislegu ofbeldi, en hún kom með drenginn til Svíþjóðar 12 ára gamlan.

Hún eignaðist síðan barn með drengnum.

Ég fylgdist með þessu máli í sumar þegar það tröllreið sænskum fjölmiðlum og auðvitað er þetta skelfilegt ofbeldi á barni.

Þarna er dómurinn fáránlegur eins og þeir dómar sem við erum að sjá hér á landi og síðast í dag.

En það sem ég er að furða mig á er nálgunin á málið hjá nokkrum bloggurum en hún er eitthvað á þessa leið:

"Hvar eru femínistar?"  "Hvað ætla femínistar að segja við þessu?" "Nú þegja femínistar þunnu hljóði" (bloggað um þögn femínista cabout 5 mín. eftir að frétt birtist á vef) og fleira í þessum dúr.

Eru femínistar með dómsvald í Svíþjóð?

Heldur einhver að við femínistar séum talsmenn ofbeldis á börnum?

Hvaða bölvaða heimska veður uppi núorðið í bloggheimum?

Hér á blogginu er slatti af körlum og eitthvað af konum, í krossferð gegn jafnrétti, en það heitir að vera alfarið á móti femínisma en með jafnrétti, og er ekkert annað en yfirklór og kjaftæði.  Enginn vill viðurkenna upp á sig andstöðu við jafnrétti. Jafnréttisbaráttan, samkvæmt þessu fólki, má bara alls ekki vera óþægileg og trufla hið múr- og naglfasta valdabatterí.  Verst finnst mér að sjá konur taka þátt í þessu, það er jú á okkur sem misréttið bitnar hvað mest, þó í rauninni líði allir fyrir kynjamisrétti.  Sumir virðast ætla að það sé hægt að skrafa fram breytingar á stöðu kvenna svona í framhjáhlaupi, án þess að róta til nokkrum sköpuðum hlut.  Eins og jafnréttisbaráttan hafi nokkurn tíma skilað einhverju með kurteisislegri og fallegri bið.  Jösses hvað ég er fegin að það eru til konur sem hætta sér út á kantinn og spyrja óþægilegra spurninga þrátt fyrir að ákveðin öfl í samfélaginu fari á límingunum vegna þess.

Ofbeldi á börnum, kynferðislegt, líkamlegt og andlegt er ólíðandi, alltaf og allsstaðar.

Það er enginn ágreiningur um það, þannig að það hlýtur að vera hægt að taka umræðuna upp á aðeins hærra plan en að garga á ímyndaða andstæðinga í röðum femínista.

Oghananú.

 


mbl.is 29 ára kona eignaðist barn með 14 ára pilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Eggertsson

Tek eftir því að þú notar orðið "Jafnrétti" í merkingunni "kynjajafnrétti".

Kynjajafnrétti er jafnréttismál, en eitt af mörgum brýnum jafnréttismálum.

Gleymum ekki jafnréttiismálum allra þeirra sem beittir eru misrétti, hvort sem það er vegna kynferðis, litarháttar, trúarbragða, kynhneigðar, fötlunar....

p.s. Afhverju sætta konur sig við, sem aðhyllast feminisk fræði, að um þær sé notað karlkynsorð: "feministi"? Mér finnst það af svipuðum meiði og "ráðherra".

Viðar Eggertsson, 12.12.2007 kl. 02:11

2 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta er nú með því gáfulegra sem að þú hefur nú látið frá þér fara Jenný um þessi mál.  Miklu betra en þetta að lepja upp hörmúngina harðhráa frá Tómasardætrunum sem að hafa að mínu mati unnið þessum málstað heljarmikið tjón, með kjánalegu offorsi sínu.

Næ alveg að vera 80% sammála þér þarna. 

Steingrímur Helgason, 12.12.2007 kl. 02:28

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hm.. Steingrímur you have a way with words

Viðar: Ef ég ætla landleiðina til Ísafjarðar þá er mér sama hvort almenningsfarartækið sem kemur mér á áfangastað heitir rúta eða langferðabíll.  Það skiptir mig engu máli.  Sama er með notkun á orðinu femínisti.  Þegar að akútmálin í baráttunni hafa verið til lykta leidd skal ég taka umræðuna um hvort það sé sniðugt eða ekki að nota orðið femínisti eða eitthvað annað.  Eins og ástandið í jafnréttisbaráttunni er nú um stundir skiptir það ekki einu einasta máli.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.12.2007 kl. 02:35

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sammála því að þessi komment, sem þú minnist á eru afskaplega vanþroskuð og standa til vitnis greind þeirra er skrifa. Mér þykir samt leitt að á báða bóga er þessi barátta orðin svona Arsenal Liverpool rembingur. Konur vs Karlar.  Það er eitthvað rangt við þá nálgun. Ég held að allir vilji jafnrétti.  Feministar virðast hinsvegar óþolinmóðari á breytingarnar en fjöldinn og vilja þvinga á jöfnuði með lagasetningum og kvótum.  Ég held að með jöfnum og málefnalegum þrýstingi muni hlutirnir breytast til hins betra í þessum efnum.  Það verður að gefa þessum áfangasigrum aðlögunartíma. Annars er þetta bara í anda byltingarkommanna og nær aldrei að vera tekið alvarlega.

Finnst markmiðin og áherslurnar vera svolítið að týnast.  Baráttan er óskipulögð og upphrópanakennd.  Er það t.d. forgangsatriði að heyja vonlausa baráttu við klámiðnaðinn í stað þess að líta til launajöfnuðar og greina það ástand.

Bara vangaveltur. Mér heyrist nefnilega á þeim konum sem nærri mér standa að þessi barátta sjálfskipaðra málsvara feminista, sé ekki að falla í kramið hjá kynsystrunum og finnst þeim mörgum að um hreina athyglissýki sé að ræða og persónulegt framapot.

Ég er allavega á því að þið þurfið að fókusera þessa baráttu betur. Það er augljóst af viðbrögðunum. Það þýðir ekki að hunsa gagnrýni. 

Jón Steinar Ragnarsson, 12.12.2007 kl. 03:43

5 identicon

Já, sumir nota hvert tækifæri til að níðast á feministum. Hræðsla við ógnina miklu væntanlega skýringin. Skrítið að þegar karlmenn misnota börn kynferðislega, sem eru nú flestu tilfellin, þá talar enginn um feminista, hvað þá karlaveldi.

Sammála þér 110%

Linda (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 07:38

6 identicon

Ég er sammála Jóni Steinari, hef engu við það að bæta.

Árni Pálsson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 07:53

7 Smámynd: Bjartmar Oddur Þ Alexandersson

Ég vil bara benda á commentið hans Jóns Steinars. Ég er 100% sammála honum.

Bjartmar Oddur Þ Alexandersson, 12.12.2007 kl. 09:03

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég tek hér líka undir orð Jóns Steinars.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.12.2007 kl. 09:51

9 Smámynd: Víðir Ragnarsson

Kannski eru sum þessara kommenta til komin vegna þess að ansi margir eru hneykslaðir á því að geta ekki bloggað um nýfallin dóm um kynferðisafbrot kennarans hér á Íslandi.

Það kemur nefnilega óneitanlega þannig út eins og að þeir, hinir sömu sem vilja blogga um dóminn á kennaranum og almennt hneykslast hvað mest á dómum í kynferðismálum, vilji helst horfa í aðra átt ef kynferðisofbeldið er framið af konum. Svo langt gengur karlahatrið að sumir feministar hafa haldið því blákalt fram að konur fremji ekki kynferðisafbrot, eða nauðgi ekki.

Í mínum huga er sama hver fremur ofbeldið, það er alltaf jafn óhugnarlegt. Að sama skapi er sorglegt að sjá kommentin hjá "Heiðrúnu" og síðuritara "Sporðdrekanum" í bloggi um misnotkunina í Svíþjóð þar sem gert er grín af málinu.

Víðir Ragnarsson, 12.12.2007 kl. 10:22

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég er sammála mörgu hjá sumum ykkar, en ég verð nú bara að segja að dómgreinda-leysið

er á svo háu stigi

um þessi mál sem og önnur, svo ég tali nú ekki um óþvera orðaleppana sem notaðir eru, enda hefur

ófagurt orðalag ávallt verið kennt við, "vitgranna".

svo það er ekki von á góðu.

Þetta er að sjálfsögðu ófagurt mál í Svíþjóð, og þetta fyrirfinnst líka á voru fróni, en það er ekki feministum að kenna og ég tek undir með Jenný það hlýtur að vera hægt að taka þessi mál upp á hærra plan. Og hef ég margoft ritað um þetta mál, að vinna saman, við erum að vilja það sama. BASTA!!!

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.12.2007 kl. 11:30

11 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Einhvern veginn alltaf hálf einkennilegt að heyra af því að kona hafi nauðgað karlmanni. Er það ekki dáldið erfitt?

En með femínistana: Ég var að frétta að búið væri að sýna fram á að loftslagsbreytingarnar væru þeim að kenna líka :)

Þorsteinn Siglaugsson, 12.12.2007 kl. 11:37

12 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Góður pistill Jenný. Skil  reyndar ekki af hverju sumir vilja stilla þessu svona upp ....femínistar versus jafnréttissinnar, vill fólk ekki það sama? JAFNRÉTTI, sömu tækifæri í lífinu og sömu laun fyrir sömu vinnu. HALLÓ... hvað er að. Það er verið að rífast um sama hlutinn.

Það  kom mér mjög á óvart þegar ég álpaðist inn í bloggið, hvað mikið er hér af fólki sem tryllist ef það les eða heyrir orðið femínisti.... og mikið af fólki sem beitir ljótum og meiðandi orðum þegar þau verða uppiskroppa með  röksemdarfærslu, hallærislegur spælihúmor, þeir virðast hugsa sem svo.. ef ég get spælt viðkomandi þá hef ég rétt fyrir mér.

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.12.2007 kl. 11:49

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Óskar. þetta er slæm mynd af þér.

Ég setti inn komment við þessa færslu hjá Sporðdrekanum. Færslan er svo sem nógu ósmekkleg en í kommentakerfinu er enn einn vitgrannur einstaklingur að blanda feministum í málið. Gvöð hvað ég get orðið pirruð.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.12.2007 kl. 12:41

14 identicon

Þegar ég var að alast upp á 8. áratug síðustu aldar var "rauðsokka" notað sem niðurlægjandi orð yfir konur í jafnréttisbaráttu. Nú hafa fulltrúar sömu viðhorfa og þar lágu að baki tekið orðið "femínisti" og breytt því í sambærilegt skammaryrði. Stundum finnst manni enginn árangur hafa náðst í þessari jafnréttisbaráttu.   Áfram stelpur!

Bjarni Gunnarsson (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 12:49

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jóna: Kíki á sporðdrekann.

Hrafnhildur: Já það er merkileg þessi árátta að slást við heila hugmyndafræði með sóðaskap.  Ansi hreint ótrúlegt hvað sumum finnst sér ógnað.

Þorsteinn: Ætli hungur í heiminum verði ekki líka skrifaður á Sóleyju Tómasdóttur?

Hallgerður: Ég kannast ekki við að hafa látið neitt tefja mig.

Guðrún Emíla: Þeir eru margir "fuglarnir" á blogginu.

Dúa: Híhí, takk fyrir uppskrift.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.12.2007 kl. 12:53

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Bjarni: Segja má að það sé ákveðinn árangur falin í því að nú er orðið rauðsokka orðið "krúttlegt" og hætt að vera skammaryrði.  Því hefði ég seint trúað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.12.2007 kl. 12:53

17 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ég held að munurinn á þeim sem kalla sig þeir sem kalla sig annars vegar "jafnréttissinna" án þess að vilja ekki kenna sig við feminista og hins vegar "feministum" snúist aðallega um aðferðafræðina.

Ég viðurkenni fúslega að það er margt gott sem feministar hafa gert og er það vel. Hins vegar finnst mér koma alls konar vitleysa frá þeim og eyðileggja málstað þeirra. Þetta er að sjálfsögðu mitt mat og dæmir hver fyrir sig.

Mér finnst að "feministar" ættu að velja bardaga sína betur eins og Heiða María kemst vel að orði í pistli sínum.

Steinn Hafliðason, 12.12.2007 kl. 13:10

18 Smámynd: Steinn Hafliðason

Varðandi þessa frétt, þá er þetta bara sorglegt en ég fæ ekki séð hvað það kemur feministum við.

Steinn Hafliðason, 12.12.2007 kl. 13:11

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Steinn: Ertu að spyrja mig hvað þessi frétt kemur femínistum við?  Ef svo er bið ég þig að lesa færlsuna aftur þar sem ég skrifa um ótrúleg blogg um fréttina, þar sem spurt er hvað femíistar ætli að gera í málinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.12.2007 kl. 13:31

20 Smámynd: Einar Örn Guðmundsson

Ég er alveg sammála því að þessi frétt tengist feministum ekki á nokkurn hátt.

Annars er ég á því máli að róttækir feministar eru of uppteknir af því að skapa umræðu í þjóðfélaginu og hrósa hverjum öðrum fyrir það.

Því miður gengur þessi umræða útá hversu heimskir feministar eru og skilar sér ekki á jákvæðan máta fyrir þennan göfuga málstað sem jafnréttisbaráttan er.

Kannski er það stoltið í þessum róttæku feministum sem hindrar þá í að átta sig á því að ef þeir vilja breyta þjóðfélaginu þá verða þeir að telja þjóðfélaginu trú um að það þurfi að breyta einhverju. Að eyða púðri í að reyna að sannfæra fólk um að allir karlmenn séu nauðgarar og níðingar er ekki bara ranga leiðin til að gera þetta heldur vinnur svona viðhorf gegn jafnrétti og dregur úr trúverðugleika feminista almennt.

Sóley kom, sem dæmi, með blogg á sinni síðu þar sem fram koma póstkort um ranghugsanir nauðgara gagnvart sínum gjörðum. Færslan heitir "Póstkort karlahópsins" og svo endar hún á þessu kommenti: "Áfram strákar!!!"

Þetta er klassískt dæmi um róttækan feminista sem er að eyðileggja eigin málstað.

Þú vinnur aldrei fólk yfir á þitt band með því að tala niðrandi til þeirra, hvort sem þú ert feministi, jafnréttissinnaður eða á móti þessu öllu saman.

Einar Örn Guðmundsson, 12.12.2007 kl. 13:48

21 Smámynd: Steinn Hafliðason

Sæl Jenný,

Ég er að taka undir með þér að ég skil ekki hvað fólk er að gera feministum upp skoðun í þessari frétt.

Þetta er bara mjög sorglegur atburður og ég get ekki séð neinn mun á því hvort kynið misnotar börn. Ég hef ekki heyrt til þess að feministar lýti misjöfnum augum á misnotkun barna eftir því hvort það séu konur eða karlar sem eru gerendur.

Steinn Hafliðason, 12.12.2007 kl. 15:23

22 Smámynd: Einar Örn Guðmundsson

Vinkona mín var reyndar að benda mér á að þessi póstkortafærsla er allt annars eðlis. Sóley er víst þarna að hrósa karlahóps feminista og hvetja þá áfram. Ég hafði reyndar lesið öfugt annarstaðar, en svona getur maður lesið vitlaust út úr bloggi hjá fólki og misskilið.

Ég hélt líka að þessi manneskja væri hreinlega snarbrjáluð og er ánægður með að einn af sýnilegustu feministum landsins er ekki jafn kolbiluð og ég hélt :)

Einar Örn Guðmundsson, 12.12.2007 kl. 15:24

23 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Einar Örn: Rétt hjá þér, Sóley var bara að hvetja strákana í karlahópnum áfram, sem btw eru flottir náungar og hafa gert heilmikið t.d. varðandi nauðgunarmálin.

Steinn: Segðu, það er alveg fáránlegt að sjá hrópað á femínista vegna glæpa eins og þær séu einhver ábyrgðaraðili í málum. 

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.12.2007 kl. 18:54

24 Smámynd: halkatla

ég tek undir hvert orð hjá þér Jenný, þetta fólk sem er með femínista á heilanum er SORGLEGT! Hvað gæti verið skelfilegra en að hata eitthvað og sjá það samt í hverju horni?

halkatla, 12.12.2007 kl. 18:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985800

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.