Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Annar og aðeins hlóðlátari "Gilzenegger"?

Samkvæmt frétt á visi.is er Geir Ólafsson að fá lögbann á viðtal sem Erpur Eyvindarson átti við hann, en um það segir Geir Ólafsson: "Það er ekki verið að setja bann á viðtalið sem slíkt. Ég ákvað að fara í viðtalið og allt í fínu með það en þeir voru að skrumskæla þetta með því að setja inn gamlar óþægilegar upptökur inn í viðtalið, upptökur sem ég er alls ekki stoltur af. Þar sem beinlínis er verið að gera lítið úr mér. Já, mér finnst það"

Nú var ég þess vafasama heiðurs aðnjótandi að sjá myndbandið þar Geir riðlast á uppblásinni dúkku og það gerir hann, að því er virðist, af mikilli eljusemi og vandar til verksins.

Sumir (Gilz) tala eins og meðal rotþró í sumarhita, aðrir sýna innræti sitt og viðhorf með leikrænum tilburðum.  Ég sé engan mun þar á.

Mér fíflinu, hefur alltaf fundist Geir Ólafsson sakleysislegur "wannabe", eiginlega bara eins og lítill drengur, en eftir að hafa séð hann á myndbandinu þá veit ég að eitthvað annað hefur verið uppi á teningnum. 

Geir kallar dúkkuofbeldið bernskubrek en það er þriggja ára.  Kommon, fullorðnast maður svona svakalega mikið á þremur árum?

Erpur segir að þetta séu hefðbundin vinnubrögð í sjónvarpi að klippa inn efni sem ber á góma - sé slíku efni til að dreifa. „Ef menn eru að juða á gúmmítuðru og það rætt sérstaklega ber að sýna umrætt atriði."

Þeir eru margir "Gilzeneggernar" þessa heims og alveg ástæða til að láta ekki sakleysislegt yfirbragð fólks blekkja sig hvað það varðar fremur en annað.

Og eftir þessu kemur ekkert andskotans falalalala.

 


Allt Agli og RÚV að kenna

Ég sit hér og næturblogga en það er alls ekki mér að kenna. (W00t) Og endilega ekki vera að fá neinar hugmyndir um að ég sé að aðhafast eitthvað sem ekki má, ef maður er alkahólisti eins og ég, eða ráðherra eins og Össur, því auðvitað er fullkomlega eðlileg ástæða fyrir því að ég og fleiri blogga á nóttunni og það allsgáð þið þarna í klukkulögreglunni.

Stundum þarf maður ró og næði til að hugsa og berja á lyklaborð og svo kemur það fyrir eins og núna að manni er haldið vakandi af heilu batteríi, með Egil Helgason í broddi fylkingar (skamm Egill).

Það er eitthvað að tæknimálunum þarna uppi í sjónvarpi.  S.l. sunnudag var ég með hana Jenný Unu Eriksdóttur og gat ekki verið að horfa á Silfrið og um leið og ég fékk tóm til, fór ég inn á RÚV til að horfa á þáttinn á netinu.  Nebb.  Gekk ekki nema til hálfs, það vantaði helming þáttarins, þannig að ég beið eftir endursýningu fram til miðnættis.  Öll vikan ónýt, ég draugsyfjuð og það er RÚV um að kenna.

Í dag var ég í stelpupartýi og gat ekki horft á þáttinn fyrir en seinni partinn.  Og hvað?  Jú, allir linkar á dagskrá óvirkir.  Og þess vegna var ég að horfa á endursýninguna á Bleika og Bláa þættinum hans Egils, með súperstelpunum þeim Katrínu Önnu, Drífu og Sóleyju Tómasar.  Það var reyndar vel þess virði því það var ekkert um taugaáföll og mannlega harma í settinu og þær fengu frið til að tala, sem er auðvitað dásamleg tilbreyting.

Ég tek mér því það Bessaleyfi að blóta eins og sjómaður, sparka í vegginn og hundskamma oháeffið og Egil Helgason.

Kommon ég er kona, ég lít á mig sem fórnarlamb.  Það stendur í stjórnarskránni.  Það er alltaf allt einhverjum öðrum að kenna.  Jeræt.

Cry me a river.

Farin að sofa, handónýt.

Laga, laga, laga.

Falalalalala


Stelpupartý og fleira skemmtilegt

Nú ég fór í stelpupartýið og mikið rosalega var það skemmtilegt.  Við töluðum hvor upp í aðra um klarlmenn og hversu ömurlega ógeðslegir þeir geta verið.

Reynum aftur; stelpupartýið var æðislegt og við töluðum um allt milli himins og jarðar, hlógum en grétum ekki.  Kolgríma bauð upp á æðislegar veitingar og Edda Agnars bakaði smákökur ofaní okkur. Niðurstaða: Operation: Björgum heiminum hefur verið sett í gang.  Meira um það síðar.

Svo fórum við Sara ásamt Jennýju Unu Eriksdóttur í Bónus að kaupa hangikjöt á tilboði.  Frusssssssssssssss.  Það sem kona getur verið sparin fyrir jólin, en það borgaði sig um ca. 2000 kall.

Lítil stelpa hafði stokkið frá móður sinni og við gengum fram á hana þar sem hún gekk um ganga í versluninni, pínulítið að gráta og kallaði á mömmuna sína.  Við redduðum málinu og Jenný Una sagði: " Amma, stúlkan hefur hlaupist á brott", halló þú tæplega þriggja ára barn, hvenær á að taka hrumaprófið í íslensku? 

Svo var borðaður góður matur, þrifið og svona á meðan Einar og Jenný Una lituðu eins og þau ættu lífið að leysa og fóru í gegnum jóladót.

Jenný Una kom fram og kvartaði yfir teiknihæfileikum Einars og hún sagði; amma, hann Einar á að teikna jólasvein en hann gerir alltaf grísW00t.

Nú eru þær mæðgur farnar að ná í pabbann, sem að sögn barns "er allta a spila trommurnar sínar í vinnunni".

Og áfram jólumst við..

Later

Falalalala


Og áfram heldur fjörið

Það er heldur betur jólalegt í Seljahverfinu núna þó það sé auðvitað viðurstyggilega kalt hér fyrir ofan snjólínu.  Ég fylgist að sjálfsögðu með nágrönnum mínum og dugnaði þeirra við að skreyta hús og hýbýli og ég get vottað að þeir eru fjári duglegir við það. 

Ég er að fara í stelpupartý, stelpupartý, stelpupartý!

Í dag ætla ég að taka mér frí frá jólaundirbúningi (W00t) og skella mér í smá stelpupartý, kaffi og kökur, ekki leiðinlegt.  Þið fáið skýrslu þegar ég kem heim.

Rauð jól!

Siggi Stormur og krúttfrömuður spáir rauðum jólum og segir að hlýnun jarðar megi að líkindum kenna um það.  Heyrirðu það,  Hannes Hólmsteinn?  Annars er mér slétt sama um litastatus jólanna, því ég er mestmegnis innanhúss.  Þá eru líka töluvert sterkar líkur á að hárið á manni verði ekki rafmagnað og viðbjóðslegt á jólunum.  Vó, lífið er hamingja.

Jólakveðjur á Gufunni!

Það er ekkert hátíðlegra til, að mínu mati, en jólakveðjurnar á Gufunni.  Ég verð alveg mössí, mössí, á Þorláksmessu þegar þær eru lesnar.  Þarna hafa þær verið svo lengi sem ég man eftir mér og Gerður G. Bjarklind sagði í viðtali fyrir einhverjum árum að þulirnir klæddu sig í sparifötin áður en þeir lesa.  Það skilar sér.  Jösses hvað þetta er skemmtilegt.

Er ekki eitthvað sem ég get bónað?

Bernskujólunum fylgir bónlykt.  Mikið skelfing langar mig til að bóna eitthvað.  Hvað er til ráða?  Engir bónvænir fletir á heimilinu.  Ég er í sorg.  Sorg, sorg, afgreitt og tékk.  Jólin eru nostalgía og endurtekningar, hvað get ég sagt.  Svona erettabara.

Nú, ég má ekki vera að þessari vitleysu, þarf að halda áfram í minni jólagleði.  Er ekki lífið dásamlegt?

Ég hendi mér í vegg, hoppa hæð mína og kveiki á kertum.

Og krakkar mínir, af því að ég er að fara í stelpupartý, stelpupartý, stelpupartý, þá skelli ég hér inn gamlaárspartýinu með Baggalút, frá því í fyrra.  Góða skemmtun.

Hér

 

 

 


Lukkudýrið Össur

Ég er alin upp hjá gömlu fólki, langömmu minni og syni hennar.  Þau kenndu mér margt.  Eitt af því sem þau lögðu mikla áherslu á var að forðast raupsemi og að hlakka ekki yfir óförum annarra.  Það hefur gengið misvel hjá mér sú tileinkun, en ég reyni eins og ég get að vera ekki montin, enda ekki svo merkileg heldur, að ég hafi nokkurn skapaðan hlut efni á því.  Þegar maður pælir í því, þá hefur enginn efni á að hreykja sér eitthvað svakalega, við gerum sumt vel, annað síður og allt þar á milli. 

Ég hef skilið það svo að ríkisstjórnin á hverjum tíma, sé ríkisstjórn þjóðarinnar, þegar búið er að setja hana saman.  Lýðræðisleg niðurstaða er fengin og svo skella einhverjir sér í bandalag, eins og gengur og meiningin er að stjórna landinu, öllu landinu, fyrir ökkur öll, hvar sem við stöndum í pólitík.

Það fer því ofsalega í taugarnar á mér þegar ég er að lesa oflætispistla Össurs Skarpéðinssonar,ráðherra,  þar sem hann geysist yfir ritvöllin í háheilagri sjálfsupphafningu og monti og hagar sér eins og öflugur áróðursmeistari fyrir kosningar, svei mér þá. 

Össuri finnst hann burðarás þessarar ríkisstjórnar, hann er vinur allra og hefur gamanmál á hraðbergi.  Hann er stórkrútt ríkisstjórnarinnar, finnst honum sjálfum, þ.e. ef ég er almennilega læs á bók og blað.

Kosningunum er lokið Össur.  Nú ertu ráðherra allra Íslendinga.

Gerðuða komdu niður á jörðina.

Og Geir er pabbinn.

ARG


Af súlum, brúðkaupi og reyktjaldi

1

Búin í brúðkaupi, það var gaman, allir hressir, brúðhjónin flott, brúðurin reyndar unaðslega bjútífúl, enda systir mín.  Allir skemmtu sér vel, maturinn var góður, kaffi með ólíkindum gott og þeir sem drekka áfengi kvörtuðu ekki vegna bragðs eða styrkleika.  Persónulega get ég vottað að sódavatnið var hreinlega unaðslegt.

Það grét enginn.  Allir bara happí.

Ég skil ekki með súluna hennar Yoko, þ.e. af hverju hún er ekki látin loga a.m.k. fram á Þrettándann.  Ég meina að úti er sótsvart skammdegið og það verður til þess að stundum verður myrkur í sálinni hjá fólki og þá þarf að lýsa upp eins og mögulegt er.  Algjörlega svekkjandi. Láta loga bara, fram á vor.

  Svo strandaði Súlan á Suðurnesjum og ég er að pæla í hversu súludansstaðir hafa skemmt fyrir mér þetta ágæta orð sem "súla" er.  Ég verð alveg pirruð ef minnst er á súlu.  Sé allaf Geira Gold fyrir mér og það er vakandi martröð get ég sagt ykkur.

Á hótelinu þar sem veisla dagsins var, þurftum við svörtu sauðirnir í reykingaminnihlutanum að fara út að reykja og þar stóðum við og smókuðum í tjaldi.  Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað það er erfitt að halda kúlinu þegar maður stendur og norpar með síuna frosnar við varirnar, skjálfandi og nötrandi.

Þó ég segi sjálf frá þá var ég dropp dedd gjorgíus þegar ég hélt til veislu, í svörtum kjól og geggjuðum háhælum, máluð eins og múmía og "tjaldaði" til minni fegurstu framkomu.  Eftir tvær sígópásur var ég komin með bláar varir, króníska kjúklingahúð á lappirnar, og ég skjögraði um eins og flogaveikur flóðhestur um veislusalina.  Djö... sem það getur verið fargings kalt.

Annars bara góð..

later..

Falalalalala 

 


mbl.is Fjölmenni í Viðey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fíflablogg- Falalalalala

 1

Já, já, ég er á leiðinni í brúðkaup systur minnar.  Hennar Hilmu Aspar.  Ekki leiðinlegt enda ég og fleiri orðin úrkula vonar um að konan lígaliseraði synduga sambúð sína með föður barnanna.  Segi sonna. 

Hún er sum sé að marsera upp að altarinu á eftir og svo verður veisla þar sem allar mínar sex systur ásamt mér og fleirum munum hittast.

Jájá, alltaf gaman í brúðkaupum.

Ætti að vita það, hef gift mig með reglulegu millibili frá unga aldri. Whistling

Ég var spurð að því um daginn hvort ég væri ekki glöð með að vera kvenlegur Kristmann Guðmundsson, af manni sem les bloggið mitt.

Ég dæsti og sagði honum að taka með smá fyrirvara fíflafærslur á blogginu.

Róaði manninn svo og sagði honum að ég hefði bara undirgengist viðkomandi athöfn sinnum þrír.W00t

Honum létti fjandann ekkert.

Farin í jólabrúðkaup

Falalalala


Í hár saman?

Steingrímur Sævarr, fréttastjóri Stöðvar 2 er vægast sagt ekki hrifin af uppátækjasemi Vífils Atlasonar og félaga hans, varðandi mætingu "vitlauss" manns í fréttirnar hjá þeim.

Hann er samt ekki reiður út í Vífil og co. sem frömdu hrekkinn heldur er hann er hann bálillur út í Kastljósið fyrir að krefjast þess að viðmælendur  þeirra mæti ekki í báða fréttamiðlana.   

Auðvitað er ekki fallegt að villa á sér heimildir og koma í viðtöl undir fölsku flaggi.  Ég held að allir geti verið sammála um það, en ég sé ekki að það sé Kastljóssmönnum að kenna, að strákarnir hafi komist upp með svikin.

Þórhallur Gunnarsson segir það ekki sitt vandamál að Stöð 2 kanni ekki bakgrunn þeirra sem þeir taka viðtal við.  Rétt, amk er það ekki RÚV að kenna hlutirnir klikka hjá Steingrími og co.  Það er svo annað mál og leiðinlegra ef það þarf að fara að biðja fólk um kennitölu og skónúmer í hvert sinn sem hinn almenni maður ratar í sjónvarp.

Alla vega þá finnst mér að Steingrímur megi alveg láta þennan pirring þangað sem hann á heima, þ.e. á krakkavillingana sem frömdu skemmtiatriðið.  Vífill og vinur hans eru engin fórnarlömb RÚV, og hafa örugglega nógu breitt bak til að taka ábyrgð á hrekknum.

Ég er nú svo dúmm að þegar ég lá í hláturskasti yfir uppátækjasemi strákanna þá var ég að hlægja með þeim og alls ekki að Stöð 2 og vinnubrögðum þar á bæ.  Þannig held ég að hafi verið um flesta.

Allt tal um að vegið hafi verið að starfsheiðri þess manns sem tók viðtalið við vin Vífils, finnst mér nú bara dramatík og taugaveiklun.  Er fólk alveg búið að týna húmornum?

Sröð 2 týnið prímadonnuduttlungunum og setjið upp jólabrosið.

Hér má lesa nánar um þetta mál.


Hvert sendi ég reikninginn?

Ekki var ég fyrr búin að skrifa færsluna um hversu þakklát mér væri skammarnær að vera og allt það, þegar ég í minni heilögu sjálfsupphafningu stóð í eldhúsinu og bakaði smákökur fyrir jólin, handa minni fjölskyldu og búmm - það varð rafmagnslaust.

Kertin voru ekki innan seilingar, ég gekk á húsgagn eða tvö í trylltri leit minni að ljósmeti og ég hugsaði, andskotans, helvítis ári og fjári.  Þakklæti og auðmýkt höfðu vikið fyrir fleiri tonna pirringi.  Nú ég fann loksins kertin og svo var bara að setjast niður og bíða.  Þá rann það upp fyrir mér hversu rosalega maður er háður rafmagni.  Ísraelsmenn eru nefnilega að fara taka rafmagnið af Gazasvæðinu þ. 21. desember.  Nú, ég áttaði mig á því þarna í myrkrinu að ég gæti ekki einu sinni hringt í heimilissímann og gemsinn var einhversstaðar.  Ég upplifði mig fatlaða, aleina og mér fannst ég eiga ógurlega bágt og það finnst mér reyndar enn.

Kökurnar skemmilögðust, borðtölvan er í messi, hún vinnur svo hægt að ég verð sennilega að fara með hana og láta laga.  Ég er auðvitað heppin að eiga lappa, en það er aukaatriði og ekki segja að ég sé ofdekraður vesturlandabúi.  Púkinn í mér hefur tekið völdin.Devil

Hvert í andskotanum á ég að senda fargings reikninginn fyrir tölvuviðgerð?

Ha?

Jól hvað?

Falalalala hvað?


mbl.is Rafmagnslaust í Seljahverfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skammast mín

..og það ærlega fyrir að vera oft, um of upptekin af sjálfri mér og mínu míkróskópíska lífi á alheimsströndinni.  Í staðinn væri mér og fleirum skammarnær að þakka fyrir hvað við eigum og göngum oft að sem sjálfsögðum hlut.

Einkum og sér í lagi núna, finnst mér að ég megi aðeins hugsa minn gang og muna að:

Ég á yndislegar dætur og barnabörn

Ég á góðan mann og fína fyrrverandi

Ég á foreldra á lífi, helling af systrum og bróður

Ég á marga vini og þeir eru allir einstakir, hver og einn, á sinn hátt,

Ég á þak yfir höfuðið, mér er hlýtt, ég á mat og..

..allar líkur eru á því að þegar ég kveð þessa jarðvist þá verði ég ekki látin liggja þangað til að einhvern rámar í að ég sé til, svona eftir dúk og disk bara.

Mikið skelfilega er það nöturlegt að vita til þess að fólk sé svo eitt í lífinu að það geti verið látið í heila viku án þess að einhver líti til með því.

Þarf ekki að endurskoða vinnureglur þarna hjá ÖBÍ?

Ekki að það bæti úr einsemd eins eða neins, en samt.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband