Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Föstudagur, 14. desember 2007
Í dag..
..voru teknar af mér ljósmyndir, ég er ekki búin að sjá þær en ég myndast yfirleitt skelfilega illa. Ég er þó að vona að óræður og dreyminn svipurinn ásamt týpugleraugunum (eru ekki týpugleraugu skv. vinkonum mínum) skili sér þannig að ég slái í gegn.
..talaði ég lengi um líf mitt fyrir meðferð, fór í gegnum erfiða hluti og fannst það ekki baun erfitt. Ég skildi svo ekkert í því fyrr en mér var bent á það nú undir kvöld, að ég var algjörlega búin á því. Tekur greinilega töluvert á taugarnar.
..talaði ég við ca 500 fyrirtæki sem eiga að vera ábyrg á tölvunni minni sem bilaði í nótt. Sko borðtölvunni. Hver vísar á annan og annar á hinn. Einbjörn, Tvíbjörn og Þríbjörn. Gripurinn er í ábyrgð og verður það vonandi þegar Litlu Gulu Hænurnar s/f eru búnar að finna út hver ber ábyrgðina.
..var ég með Jenný Unu í pössun meðan mamman og pabbinn fóru í IKEA. Jenný var glöð og hress þrátt fyrir að vera "pínulítið lasin" og þegar ég var að vasast inni á baði, kom hún og sagði mér að ég ætti að þvo hendurnar "skrass" því löggan segði það. Ég þvoði hendurnar. Hún var hjá lækni í gær og í stað þess að vera glöð og kát í skoðuninni eins og venjulega, var hún pírípú og sagði við læknirinn að þær væru ekki vinkonur. Læknir miður sín.
Nú er vika í að Maysan mín og fjölskylda komi frá London og þá geta jólin hafist.
Á meðan jólast ég bara og geri allt vitlaust í stórmörkuðunum.
Úje og falalalalalala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 13. desember 2007
Hann Jens er svo mikill dúllurass!!
Hann Jens Guð er alveg hryllilega fyndinn og mikið krútt stundum.
Um daginn skrifaði hann færslu um að gervibrúnkan á Birgittu Haukdal, í Laugardagslögunum, væri léleg, gul jafnvel, en Jens flytur inn Banaboat vörurnar og þar er auðvitað að finna besta brúnkukremið, að mati bloggarans.
Nú, Birgitta slær Jens við í húmor og sendi karlinum jólakort og sagði honum í leiðinni hvað brúnkukremið sem Jens var svona óánægður með héti.
Nú slær Jens sér upp á jólakveðjunni, en fréttin er mest lesna fréttin á netmogganum í dag og Jens er auðvitað hinn ánægðasti og góður með sig bara. Platan hennar Birgittu hefur tekið sölukipp og Jens þakkar sjálfum sér það, auðvitað.
Allir græða, líka við sem lesum.
Jösses hvað ég elska hina geggjuðu bloggheima. Never a dull moment.
Jens er dúllurass vikunnar.
Ég í krúttkasti og jólaskapi
Later
Falalalalala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Fimmtudagur, 13. desember 2007
Hefði getað verið ég
Samkvæmt einlægri trú minni á hrakfallalögmálið gæti þetta hafa hent mig. Ætti í raun að hafa hent mig miðað við reynslu og fyrri störf. En það kviknaði ekki í mér á skurðborðinu heldur sænskri konu sem var verið að skera upp við gyllinæð.
Hversu glatað er það að lenda í að það kvikni í rassinum á manni?
Nógu aumingjalegt hlýtur það að vera að þurfa yfirleitt að láta þennan líkamspart undir hnífinn, hvað þá heldur að láta kveikja í honum, þar sem maður liggjur ósjálfbjarga og steinsofandi.
Auðvitað er þetta hræðilega sorglegt fyrir aumingja konuna en af því að ég þekki nú smá til þegar spítalahúmor er annars vegnar, þá get ég sveiað mér upp á að þetta verður lengi í minnum haft.
Falalalala
![]() |
Eldur kviknaði í sjúklingi á skurðarborði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fimmtudagur, 13. desember 2007
Er að r... karlinum
Tækifærin til að ná fram hefndum í lífinu eru að verða fleiri og fleiri með aukinni netvæðingu og aðgangi fólks að fjölmiðlum.
Er það gott?
Mér finnst þetta bara sorgleg lesning og það væri óskandi að fólk gæti leyst málin sín án þess að meiða með þessum hætti.
Ég hélt að símtöl væru skönnuð.
Að fólk þyrfti að gefa upp nafn og erindi.
Auðvitað er samt alltaf hægt að komast fram hjá því ef viljinn er fyrir hendi.
Úff, vandræðalegt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Fimmtudagur, 13. desember 2007
"Blame it on the weather?"
Nóttin hefur verið dramatísk, eins og sjá má af lestri frétta nú í morgunsárið. Allt hefur fokið sem fokið getur, meira að segja ískápur hóf sig til flugs.
Ég er ekki veðurhrædd kona, er í essinu mínu þegar stormurinn rífur og slítur, en í nótt stóð mér ekki á sama. Ég er reyndar nánast ósofin eftir ósköpin.
Hér er ekki rúðukvikindi brotið, grillið á svölunum stendur eins og það sé múr-og naglfast en þegar inn er komið hefur nú eitt og annað gerst.
Það kviknar ekki á tölvuskjánum á borðtölvunni. Bara svartur skjár og ekkert gerist. Ég reif upp símann og ætlaði að hringja í Söru og Helgu til að athuga status á fólki en heimasíminn er dauður. Sko síminn, ekki línan. Hverslags rusl hef ég keypt eiginlega? Smá rok og rafmagnstækin eru minnið eitt?
Ég þoli ekki breytingar sem ég hef ekki beðið um sjálf. Vil þær ekki og sumir hlutir eiga ekki að bila. Þar er síminn fremstur í flokki og fljótlega á eftir ljósum og hita, kemur borðtölvan, sem mér finnst vera níunda skilningarvitið og órjúfanlegur hluti af mér. Af hverju heldur fólk að ég druslist með viðkomandi borðtölvu með mér í búðina, til læknis, í veislur og víðar? Ó, ætli það sé þess vegna sem ég er nánast hætt að fara út úr húsi? Kvikindið er svo þungt og erfitt í meðförum. (Þetta var skrifað til þeirra sem hafa miklar áhyggjur af veru minni og sumra annarra við tölvuna).
Án gríns, þá er ég ekki ánægð með að byrja daginn svona. Ég sit hér við eldhúsborðið og mér líður eins og ég hafi lent í náttúruhamförum.
Ísskápurinn stendur föstum fótum, hefur ekkert hrærst, allt er eins og það á að vera á yfirborðinu, en aldrei skyldi trúa því sem bara augað sér.
Hér er sum sé allt í fokki.
Skreytum hús með grænum greinum..
Falalalala
Og í dag ætla ég að ganga einu skrefi lengra en ég þori en ætla ég að setja ykkur inn í það elskurnar mínar?
Kommer ikke til grene eins og maður sagði.
Later.
![]() |
Annríki í nótt vegna veðurs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fimmtudagur, 13. desember 2007
Grimmt stríð um börn
Ég á svo erfitt með að þola þessi útlensku nöfn á barnaleikfangamarkaðnum. Fólk er líka eins og amerískir suðurríkjabúar þegar þeir rúlla nöfnunum "Djösstfohhkiddds" eða Tojsarrröss" á tungunni og ég krullast upp. Fyrirgefið á meðan ég fæ grænar um allan líkamann.
Má ég þá heldur biðja um krúttlega hreiminn hennar Bjarkar Guðmundsdóttur, þegar hún talar ensku stundum.
Fólk er eitthvað svo into it þegar það ber nöfnin fram. Alveg; vanir menn vönduð vinna. Eins og allir íslendingar séu fæddir og uppaldir í Ameríku inni í mollinu ofan í dótakassa, svei mér þá.
Nú burtséð frá þessu sem ég leyfi mér að láta fara í mínar nettu taugar þá er að fara af stað grimmur bardagi um börnin, eða réttara sagt pyngju foreldranna, milli leikfangarisanna.
Annars hélt ég að markaðurinn væri mettaður eftir æðið sem brast á þegar "Tojsarrröss" opnaði í haust, þegar búðin var tæmd á einni helgi. En líklega "vantar" íslenskum börnum bráðnauðsynlega fleiri leikföng til að geta verið hamingjusöm.
En ég er heppin, mig vantar gjöfina hans Olivers míns og Jennýjar og auðvitað tek ég mér hlaupastöðu, set húsbandið í eina búðina og mig í hina, gemsann á loft og svo hringjumst við á og berum saman verð og hlaupum og kaupum, rífum og slítum.
Ædóntþeinksó. Ég rölti þetta í hægðum mínum og kaupi í rólegheitunum, það er ekki verið að selja rjúpur þarna eða ekkað.
Falalalalalala
![]() |
Boðar verðstríð á leikfangamarkaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Miðvikudagur, 12. desember 2007
Ofmæli mánaðarins, vikunnar og dagsins
Ég er í kasti, stundum verða ótrúlegustu hlutir manni að gleði. Ég fer að halda að það þurfi ekki mikið til að kæta mig, enda afskaplega einföld sál, þegar grannt er skoðað (jeræt).
Í uppvextinum man ég ekki eftir þeirri sunnudagssteik sem ekki var borin fram með Orabaunum og/eða blönduðu grænmeti frá þeim. "Blandaða" grænmetið samanstóð af grænum og gulrótum. Fjandanum bragðlausara auðvitað.
Matreiðsluaðferðin er einföld. Annaðhvort hellirðu vatninu af baununum og skellir þeim í skál og svo á borð eða að þú hitar viðkomandi baunaráðstefnu í litlum potti og setur síðan á borð. Ekkert flóknara en það.
Ég elska Orabaunir vegna þess að þær hafa fylgt mér svo lengi, traddinn er tekinn fram yfir bragð. Það væri hægt að kaupa ferskar ertur sem eru nú öllu hollari og bragðbetri afurð ef ást á baunum væri að drífa mig áfram hérna.
En nei, Orabaunir eru mér jafn nauðsynlegar og jólahangikjöt, jólakveðjur í útvarpi og aðrir lífsnauðsynlegir jólastemmningsgjafar. Þess vegna eru ekki jól án Ora.
En.. og þetta er stór en!
Ora auglýsa grimmt fyrir þessi jól, um að þeir hafi fylgt íslenskum hátíðamat í 50 ár og ladídadída og svo toppa þeir sig algjörlega með þessari hógværu fullyrðingu:
ORA - ÁSTRÍÐA Í MATARGERÐ
Ég er í öflugu krúttkasti hérna.
Jamie Oliver snædd þú hjarta, ástríðan er öll í Ora.
Falalalalala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Miðvikudagur, 12. desember 2007
Þá er að steinþegja bara
Sendiráð Bandaríkjanna segir okkur að bandarísk yfirvöld tjái sig ekki um einstök mál en allir þeir sem telji sig ekki hafa hlotið réttláta meðferð við landamæraeftirlit í USA geta borið fram kvörtun á vefsíðu heimavarnarráðuneytisins.
Halló, hversu leim er hægt að vera?
Við hræðum úr fólki líftóruna, hlekkjum það, sveltum og brjótum önnur mannréttindi á því og svo getur það farið inn á netið þegar heim er komið (þ.e. ef það fer ekki Guantanamo bara) og lagt inn kvörtun.
Afsakið á meðan ég hendi mér í gólf.
Þetta er kannski alvanaleg meðferð á fólki í landi frelsis og réttlætis en ég ætla rétt að vona að íslensk stjórnvöld taki sig saman í andlitinu og komi því alvarlega til skila að svona verði ekki komið fram við okkar fólk. Það ættu reyndar allar þjóðir að gera, sem eiga fólk sem lendir í martröð líkri þeirri sem hún Erla lenti í.
Ég get ekki einu sinni hugsað hugsunina til enda, hvers kyns skelfing það hlýtur að vera að lenda í þessum hremmingum.
Ég vona svo sannarlega að stjórnvöld geri eitthvað í málinu til að bæta Erlu meðferðina og koma skýrum skilaboðum á framfæri við "vinaþjóðina" um að svona meðferð á fólki verði ekki liðin.
Sendiráðið er með skýr skilaboð, ekkert múður og farið á vefinn.
Á ekki að steinþegja bara og þakka fyrir að komast lifandi frá landi sælunnar?
ARG
![]() |
Tjáir sig ekki um einstök mál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Miðvikudagur, 12. desember 2007
Eins og fótanuddtækið
Ég er viss um að áður en jólin ganga í garð hefur hver einasti kjaftur á Íslandi, sem getur haldið á peningaveski, keypt sinnum einn eða tveir af Harðskafa hans Arnaldar Indriðasonar. Bókin er að ná þrjátíu þúsund eintökum.
Ég keypti þessa bók í gær og gaf hana dóttur minni sem átti afmæli. Ætli ég eigi ekki eftir að kaupa hana einu sinni enn áður en yfir líkur?
Íslendingar eru brjálaðir í sakamálasögur nú um stundir og þeir sem geta skrifað meira en nafnið sitt fara nú jafnvel að setjast við skriftir og sjóða saman eina bók ala Arnaldur í sumarbústaðnum í sumar. Muhahahaha
Arnaldur er flottur. Svo er Ragnhildur Sverrisdóttir, bloggvinkona, með eina raunveruleika glæpasögu, þ.e. Pólstjörnuna. Rammtatatamm.
Bíbí, mín óskabók, er komin í annað sæti.
Fjör er farið að færast í leikinn. Hver selur mest í ár?
Hvað er búið að kaupa af bókum krakkar?
Ég spyr, ég spyr.
Falalalala
![]() |
Allt stefnir í Íslandsmetssölu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Miðvikudagur, 12. desember 2007
Tillögur
"Fram kom í fréttum Útvarpsins, að læknir verði ekki lengur í neyðarsjúkrabíl Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu nái sparnaðartillögur Landspítalans fram að ganga. Yfirstjórn Landspítalans hefur tilkynnt þeim læknum sem manna neyðarbílinn svokallaða að störf þeirra varði lögð niður þann 15. janúar í sparnaðarskyni. "
Því skyldum við stoppa hér?
Höfum skurðstofulækna á vakt annan hvorn dag.
Hjartasérfræðinga á móti skurðlæknunum.
Hjúkrunarfræðinga á annarri hvorri deild.
Grasalækningar á þriðjudögum.
Miðla á sunnudögum.
Og hvaðeina, til að spara í heilbrigðiskerfinu.
Heimskulegar uppástungur hjá mér og algjörlega ómálefnalegar?
Örugglega, en hvað með lífslíkur þeirra sem þurfa að eiga líf sitt undir neyðarbílnum?
Er það ekki skelfilegur raunveruleiki sem bíður þeirra?
Nó falalalala on ðis von.
![]() |
Neyðarbíll verði án læknis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr