Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Dramakast dagsins..
..hefur þegar átt sér stað og ég, dramadrottningin sjálf blikna við hliðina á þessum blaðamanni 24 stunda. Í dálkinum "Heyrst hefur" stendur eftirfarandi:
"Nú þegar þjóðin hefur endurheimt Einar Ágúst Víðison af vígvelli ógæfunnar....."
Alltaf flott þegar fólk fer í meðferð, ég ætti að vita það alkinn sjálfur en...
..það er óþarfi að fara á límingunum blaðamaður góður.
Að tala um drama og leikræna tilburði..
GMG
Cry me a river
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Sænska leiðin
Fyrir Alþingi liggur frumvarp Kolbrúnar Halldórsdóttur (VG) sem felur í sér að kaup á vændi verði gerð refsiverð.
Meðflutningsmenn eru úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki. Sjálfstæðisflokkurinn hefur óbilandi á markaðslögmálunum, greinilega líka þegar lifandi fólk er söluvaran, ef marka má þetta.
Nú er að fylgjast með því hver framvindan verður.
Ég ætla að hafa það alveg á hreinu hverjir greiða atkvæði með og á móti, þegar að því kemur.
Ég vil bara minna á að vændi myndi ekki þrífast ef ekki væru kaupendurnir.
Bara svo það sé á hreinu.
Ójá.
![]() |
Ábyrgð á hendur kaupanda vændis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 17. nóvember 2007
Desember upp á gott og vont
Það er merkilegt hvað stundum raðast upp atburðir á vissa mánuði í lífi manns. Desember hefur alltaf verið mánuður mikilla atburða í lífi mínu, hvernig sem annars stendur á því.
Frumburðurinn minn hún Helga Björk er fædd í desember, systir mín litla hún Steinunn líka. Jenný Una Eriksdóttir á afmæli í milli jóla og nýárs og litli bróðir hennar sem er á leiðinni mun fæðast í desember. Mamma og tengdamamma eiga afmæli í desember. Ég gifti mig þá og flutti búferlum í sömu vikunni þannig að það eru greinilega ofvirknistjörnur á kreiki í þessum mánuði, þegar manni finnst alveg nóg að hamast í jólaundirbúningi og hátíðahaldi, svo ekki sé nú meira gert.
Ég er vetrarbarn, ég elska skammdegið, ljósin og hlýjuna innanhúss, það er svo mikið öryggi fólgið í því að krulla sér upp í einhverju horni og hlusta á vindana gnauða. Sumir segja að þetta sé bilun, ég kalla það heppni, því það væri þokkalegt að geta ekki þolað veturinn og eyða svo stórum hluta ævinnar hér úti í ballarhafi.
Ég bíð alltaf spennt eftir desember. Það er nostalgíumánuður. Hann minnir mig á ömmu mína sem ól mig upp, notalegheitin og ég finn bón- og bökunarlykt. I love it.
En undanfarin tíu ár kvíði ég sáran fyrir þessum mánuði, líka. Barnabarnið mitt hann Aron Örn, lést 4. desember tæplega 3. mánaða gamall og það er held ég, það versta sem ég hef upplifað á minni löngu og viðburðarríku æfi. Nei annars, ég held það ekki, ég veit það.
Nú hefði Aron orðið 10 ára. Ein vinkona mín á 10 ára strák, ég fylgist grant með honum (úr fjarlægð reyndar). Ég stend mig stundum að því að stara á litla drengi sem ég hitti á förnum vegi og velta fyrir mér aldri þeirra og stundum spyr ég foreldrana. Reyni að sjá fyrir mér hvernig Aron hefði litið út. María, mamma hans Arons hefur unnið af miklum þroska úr sínum missi og á nú litla yndið hann Oliver Einar, og hún, eins og hinar dætur mínar, eru hreint út sagt flottustu mömmur í heimi (fyrir utan mig sko)
En svona er lífið. Eintóm blanda af súru og sætu allt í einum hrærigraut. En ég fullyrði að það er hægt að hlakka til og kvíða fyrir á sömu stundu. Lífið er nefnilega aldrei svart eða hvítt.
Það er nokkuð til í því að tíminn lækni öll sár að lokum. A.m.k. dofnar sársaukinn með árunum, enda eins gott, annars myndum við ekki lifa af í sorginni sem okkur er flestum úthlutað, í mismiklu magni auðvitað.
Í dag hef ég verið að hugsa til yndislegrar vinkonu minnar hennar Röggu sem nú syrgir sárt hann Himma sinn, sem dó síðsumars, en hefði átt afmæli í dag. Þið mættuð gjarnan senda henni fallegar hugsanir.
Knús á ykkur í nóttinni og sofið vel elskurnar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Föstudagur, 16. nóvember 2007
Ekki sannfærandi, alls ekki sannfærandi..
..að Tom Cruise leiki Hugh Hefner í kvikmynd um ævi klámkonungsins.
Cruise er jafn karlmannlegur og amaba. Ekki snefil af maskúliniteti í þeim nýbaðaða og púðraða vísindakirkjutrúboða.
Hugh Hefner er hins vegar með dólgslegt útlit. Hann er perri á náttslopp. Svona karl sem myndi hræða úr manni líftóruna eftir að skyggna tekur á kvöldin, eða jafnvel um hábjartan daginn. Sem betur fer er ekki líklegt að ég eigi eftir að hitta hann, Guði sé lof. Manni verður óglatt að sjá þennan háaldraða karl nuddandi sér utan í barnungar stúlkur.
Hvað varðar Hefner, þá er hann gangandi sönnun þess að þeir sem Guðirnir elska deyi ungir.
Djö.. sem ég er pirruð út í þessa kalla af ólíkum ástæðum.
Af hverju er ekki gerð mynd um líf og starf Móður Theresu, Goldu Meir, Doris Lessing eða Nelson Mandela?
Fólk sem hefur LIFAÐ lífinu upp á gott og vont.
Ég er farin að lesa AA-bókina.
Guð gefi mér æðruleysi..
Pírípú
Úje
P.s. Að gefnu tilefni þá er þetta blogg og ekki meitlað í stein sem stefnuyfirlýsing ritsjórnar.
![]() |
Tom Cruise fer í sloppinn hans Hefners |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 16. nóvember 2007
Eins og að vera á staðnum
Brúðkaup aldarinnar, þá er ég ekki að tala um brúðkaup Ellenar og Eyþórs, sem eru auðvitað megakrútt og hafa verið trúlofuð síðan 1984, heldur hitt, þetta stóra, er orðið að framhaldssögu á visir.is.
Í hvert skipti sem ég fer inn á visi.is eru komnar viðbótarupplýsingar um atburðinn, þannig að nú líður mér nánast eins og ég þátttakandi í dæminu (já nú þegar). Þetta er geysispennandi framhaldssaga.
Ég veit;
..að Jón Ásgeir var steggjaður á sveitasetri
..að það er komin tímabundin "viðbygging" við Listasafnið
..að brúðhjónin vilja ekki brúðargjafir heldur benda á að fólk styðji góðgerðarstarfsemi (flott hjá þeim)
..að Gus-Gus og Ný Dönsk muni spila fyrir gesti.
..að Páll Óskari hafi verið boðið að syngja en óvíst sé hvort hann muni geta það
..að Nubu, einhver rosa kokkur muni hafa yfirumsjón með veitingunum
..að Balti mágur muni verða veislustjóri
..að kjólinn hennar Ingibjargar er svartur (flott hjá henni) og hannaður af Karli Lagerfeldt.
Auðvitað er þetta rosalegur áhugi á þessum verðandi hjónum hjá visi.is, en allir vilja fá að fylgjast með.
Ég held reyndar að þessi tilteknu brúðhjón séu dálítið töff par, að þau séu ekki þyrlupallsfólk og Eltondjonnarar þegar kemur að veislum.
Ég get alveg glaðst fyrir þeirra hönd og geri það hér með,
en vísisfólk, rólegir á áhuganum. Þið vitið örugglega meira um þessa veislu en brúðhjónin sjálf.
Svo óskar ritstjórn þessa fjölmiðils þessu ágæta fólki til hamingju þrátt fyrir að engum úr ritstjórninni hafi verið boðið í partíið og hún sé þar með hætt að versla í Hagkaupum og farin yfir í Nóatún.
Tatatata
Brake a leg.
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Föstudagur, 16. nóvember 2007
Himnaríki pervertanna
Það er vandræðalaust og léttur leikur að ná sér í þjónustu vændiskvenna, ef áhugi er fyrir hendi. Það virðist bara vera erfitt að hafa upp á því þegar koma á í veg fyrir það.
Það hlýtur að vera hreint yndislegt fyrir alla fylgismenn lögleiðingar vændis að geta misnotað sér bágindi þeirra sem selja líkama sinn.
Erlend nuddkona býður erótískt nudd og mjög góða þjónustu sem kostar 20 þúsund. Ef kúnninn vill meira, þá er það í boði en kostar auðvitað meiri peninga.
Vændi er löglegt frá því í vor.
Allir pervertar hljóta að gleðjast.
Hvernig er það með kallana sem kaupa þessa þjónustu? Snara þeir ekki út summum og kaupa sér vini líka? Það hlýtur að vera hægt að kaupa sér mannleg samskipti. Er það ekki?
Krípí.
Oj.
![]() |
Þeir sem áhuga hafa geta fundið vændi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Föstudagur, 16. nóvember 2007
Sem óvirkur alki
..finn ég til smá samkenndar með Britneyju Spears. Ég er ekki sérstaklega upptekin af henni, en mig stingur smá í hjartað hennar vegna og annarra sem eru á þessum glataða stað í lífinu. Mér er það nefilega svo sterkt í minni ennþá. Britney er alki/fíkill, algjörlega búin að missa tökin á lífi sínu og rembist eins og rjúpan við staurinn að halda í horfinu, en auðvitað, vegna stjórnleysisins, þá klikkar hún alltaf.
Nú er stelpan farin að sanka að sér lukkugripum í þeirri von að betur fari að ganga hjá sér.
Sem fyrrverandi fyllibytta og nú óvirkur alki, veit ég nákvæmlega hvað stúlkan er að fara. Fyrr hefðu fjöllin sprungið og himnarnir opnast, áður en ég hefði horfst í augu við að "óheppnin" sem elti mig, samskiptaörðugleikarnir sem ég átti í við mína nánustu og allur ballettinn, væri þessum bjórum og rauðvíni (sem ég rétt dreypti á, að mér fannst, maður er ekki i lagi) að kenna. Hvað þá heldur lyfjunum sem ég misnotaði.
Þá er auðvelt að taka bara ósýnilega ólukku sem eltir mann, bregður fyrir mann fæti og birtist í öllu sem mistekst, (því nánast allt sem maður tekur sér fyrir hendur þegar svo langt er komið fer fjandans til) og kenna henni um allan bömmerinn.
Þá er líka hægt að benda á ættingja, fólk í þjónustustörfum, sjónvarpsdagskrána, vísitölu neysluverðs,veðrið, aflann, Alþingi og almennt fuglalíf á Azoreyjum ástamt öllum þeim aragrúa idjóta, sem eru stöðugt að fokka upp tilverunni fyrir manni, og kenna þeim um ófarirnar.
Ég hef keypt steina, engla (sem mér þykir reyndar vænt um ennþá) tarotspil og hvaðeina, til að leggja traust mitt á. Ég þarf varla að taka það fram að ekkert virkaði. Hm... og á endanum fór ég í meðferð, en ég þurfti að vera hálfdauð til þess, auðvitað, maður fer ekki að viðurkenna sig með vandamál meðan nokkur von er til að geta kennt öðru og öðrum um.
Nú vona ég að Britneyjur þessa heims, fatti að gæfan er í þeim þeim sjálfum og aðeins með því að rífa sig upp á rassinum og horfast í augu við eyðilegginguna sem maður er búin að skapa sjálfum sér og öðrum og taka ábyrgð á því, fara hlutirnir að komast í eðlilegt horf.
En bara smátt og smátt, hægt og rólega.
Ég fer edrú að sofa núna (strax sko).
Þetta er snúra!
Úje
![]() |
Britney heldur að bölvun hvíli á sér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Þegar heimskulega er spurt..
..þá fæst asnalegt svar.
Banderas vill vera kona í einn dag, til að öðlast betri skilning á reynsluheimi kvenna.
Váá, hvað hann heldur að konur séu grunnar. Hann tekur þetta á einum eftirmiðdegi eða svo og öðlast með því vitneskjuna um konur og reynsluheiminn.
Ég, persónulega, er búin að vera kona síðan ég fæddist og veit ekki enn hvort ég er að koma eða fara, hvað varðar þennan umtalaða reynsluheim. Enda er hann alltaf að breytast. Aldrei eins, frá degi til dags.
Ég vil vera karlmaður í 20 mínútur og fá með því meirapróf á hið "sterka" kyn. Það er létt verk og löðurmannlegt, algjör tertubiti.
----
En aftur að alvörunni.
Samkeppniseftirlitið steðjaði í Bónus og Krónuna og tók slatta af skjölum og afrit úr tölvum.
Halló, halda þeir að þeir finni eitthvað? Bæði varð allt vitlaust þegar fyrrverandi starfsmenn komu fram með ásakanir um ólöglegt samráð og svo báðu báðir aðilar um heimsóknina. Líklegt að það finnst eitthvað misjafnt? Ekki að ég sé að gefa það í skyn að eitthvað sé ólöglegt á ferðinni, alls ekki, enda hef ég ekki hugmynd um það. Mér finnst einfaldlega ekki líklegt að það komi einhver sannleikur út úr svona fyrirkomulagi.
Þetta heitir að vera fyrirfram aðvaraður, fyrirfram vopnaður.
---
Mengella er Óli Birgir og nú spyr ég, hver í asskotanum er sá fír? Á maður að þekkja manninn?
Hef sjaldan lesið Mengellu, en ætti kannski að gera það mér til fróðleiks.
Jeræt.
Ædónþeinksó.
Góða nótt og úje.
![]() |
Banderas vildi vera kona ... í einn dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Burt með súlurnar!
Borgarráð fjallaði í dag að nýju um rekstrarleyfisumsóknir veitingastaðanna Bóhem, Club Óðal og Vegas en þessir staðir eru allir skilgreindir sem nektarstaðir.
Nú virðast öll gögn málsins fyrirliggjandi en umfjölluninni var frestað.
Ég legg til að borgarráð hætti að vafstra í kringum súluna eins og Geiri á Goldfinger og taki afstöðu.
Taki afstöðu gegn nektarstöðum, gegn misnotkun á konum, mansali og vændi.
Komasho.
![]() |
Enn frestað að afgreiða rekstarleyfisumsóknir nektarstaða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Magnafsláttur í Héraðsdómi Reykjavíkur?
2-1/2 árs fangelsi fær maður fyrir kynferðisbrot gegn sex ungum stúlkum á aldrinum 4-13 ára þegar brotin voru framin.
Ég verð svo sorgmædd, ætlar viðhorf dómstóla aldrei að breytast í þessum málaflokki?
Ég tek fram að ég hef enga ofurtrú á refsingum en það á að hafa afleiðingar að beita ofbeldi. Og það á svo sannarlega að hafa afleiðingar að meiða börn.
Dómar á Íslandi eru í engu samræmi við alvarleika brota, a.m.k. ekki í ofbeldismálum.
Þegar ég las þessa frétt þá hugsaði ég, þarna er magnafsláttur í gangi. Sex fyrir einn.
Vont mál.
![]() |
Dæmdur í 2½ árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn 6 stúlkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.4.): 6
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 2987746
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr