Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Málamyndadómur
Maður réðst á fyrrverandi sambýliskonu sína með ofsafengnum hætti og að tilefnislausu.
Það kostar hann 5 mánuði í fangelsi.
Hann var líka dæmdur fyrir gripdeildir og hylmingu.
Sú staðreynd að 4 ára dóttir parsins horfði á árásina hefur ekki hrist neitt svakalega upp í dómurunum.
Þetta er ekki einu sinni klapp á kollinn í viðvörunarskyni.
Þessi dómur er svona "farðu að lúlla ljúflingur og ég skal vagga þér í svefninn" dómur.
Konan fær 300 þúsund krónur í miskabætur.
Þessi dómur er í boði Héraðsdóms Reykjavíkur.
Ég áfram á vaktinni.
![]() |
Réðist á fyrrum sambýliskonu sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Ryðgaðir varahlutir
Ragnar Bragason týndi tveimur Eddum á djamminu eftir afhendinguna.
Djö.. bömmer, afhverju sendi hann stelpurnar fjórar ekki heim í leigubíl eða eitthvað?
Það yrði saga til næsta bæjar ef einhver í Hollí týndi Óskari.
Annars held ég að þetta sé undirmeðvitundin að verki þarna hjá Ragnari.
Eddan er svo forljót að það er hægt að fá martröð út af minna.
Hvað þá að sitja uppi með fjögur kvikindi.
Eddan lítur út eins og rygðgaður bílavarahlutur.
Legg til að það verði gefin út Eddudiplóma.
Hver bjó þennan hroða til (sorrí listamaður)?
Bítsmí.
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Allt í lagi vinan
Ég hringdi út á vídeóleigu í gær og lét vita að ég myndi ekki taka mynd sem beið mín þar.
Þekki hvorki haus né sporð á einum einasta kjafti þar á bæ.
Ég lét sum sé vita að ég afþakkaði mynd.
Svarið sem ég fékk, frá konu á óræðum aldri var:
Allt í lagi vinan
ARG
Flestir vilja manni vel,
líka ókunnugt fólk, en plís, gerið mér greiða, allir sem ég á eftir að hitta við möguleg og ómöguleg tækifæri, (og hér er ég að tala um ókunnugt fólk, eða fólk sem ég þekki lítið sem ekkert), ekki segja við mig:
Elskan,
Vinan,
Góða,
Gæskan eða
Vinkona
Arg, það er svo hroðalega pirrandi, ég tætist í öreindir.
Að öðru..
Hilma litla systir mín er að fara að gifta sig í desember.
Það verður veisla aldarinnar (Jón Ásgeir snæddu hjarta, þér er ekki boðið)
þá ætla ég að Haffa Kaman.
Úje.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Mamma klípti mig!
Ég ætlaði að hitta skemmtilegar konur í kvöld, en það breyttist og ég fór hvergi.
Í staðinn fékk ég heimsóknir frá frumburði og Sörunni og auðvitað kom hún Jenný Una Eriksdóttir með mömmu sinni.
Við ætluðum að borða saman og gerðum reyndar, með aðeins öðruvísi formerkjum en upphaflega var áætlað.
Þegar Einar og Sara náðu í skottuna á leikskólann, kveinkaði hún sér þegar mamma hennar klæddi hana í úlpuna, og bar ekki fyrir sig höndina eftir að þau komu hingað heim.
Einar og Sara drifu sig á slysó með barnið sem var nokkuð ánægð með að fara til læknis. Henni finnst það mjög, gaman.
Þau biðu og biðu og loksins fékk frökenin að hitta lækni, sem skoðaði höndina og spurði Jenný Unu hvar meiddið væri. Jenný benti á stað fyrir neðan olnboga og sagði samvinnuþýð "Héddna". Læknirinn spurði aftur og núna hvað hefði komið fyrir og sú tveggja ára leit ásakandi augum á móður sína og sagði ákveðið "Mamma mín klípti mig". Söru var ekki skemmt, en Einar varð að snúa sér undan, því hann fékk kast yfir forstokkuðum svipi barnsins.
Nú Jenný fékk verðlaun og kom arfahress til baka, því eftir að læknirinn hafði skoðað handlegginn, gat hún skvett honum í allar áttir og kenndi sér einskis meins.
En eins og Einar sagði,
Það er aldrei of varlega farið.
Og hættu að fikta í mér amma, voru lokaorð þessarar tæplegu þriggja ára snúllu þegar ég knúsaði hana tryllingslega þegar hún var að fara heim.
En..
hún kemur í lúll á laufardaginn.
Ójá
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Brassi undir tréð fyrir strákana.
Ég hlýt að vera orðin gömul, þ.e. eldri en ég er og hallærislega þenkjandi í þokkabót.
Ég fæ ekki skilið hvernig stelpur fíla að liggja inni á snyrtistofum, í móðurætt og láta tæta af sér hárin á viðkvæmum stöðum. Úr því að smástelputrendið er orðið svona mikið möst, af hverju ekki að sjá um snyrtinguna prívat, inni á baði.
So far so good.
Nú er Brassi fyrir stráka orðið að tískufyrirbrigði.
Gæti orðið jólagjöfin í ár.
Það verður örtröð á læknavaktinni yfir jólin.
GMG hvað það hlýtur að vera sárt að láta reyta af sér punginn.
Og nú er ég komin algjörlega yfir mín eigin mörk um hvað mér finnst smekklegt að blogga um, en ég gat bara ekki staðist mátið.
Bjútíispein!
Obviously.
Úje.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Nauðgarar sitja áfram í gæsluvarðhaldi
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur, um að tveir karlmenn, sem grunaðir eru um að hafa nauðgað konu í miðbænum um s.l. helgi (sjá þessa færslu frá því í morgun) sitji í gæsluvarðhaldi til 19. nóvember.
Skelfing er gott að heyra að þeim er ekki sleppt lausum á þessu stigi málsins.
Mér finnst erfitt að segja það, en mér stendur orðið ógn af ofbeldisglæpum manna frá Balkanlöndunum, en þeir grunuðu munu vera frá Litháen.
Þeir sem þekkja mig, vita að ég berst gegn kynþáttahyggju með kjafti og klóm, en auðvitað eru þetta sláandi fréttir.
Samt er eins gott að muna það að Íslendingar fremja flest ofbeldisbrot hér á landi, bara svo einhver missi sig ekki út í rasisma.
Þetta er auðvitað vatn á millu rasistana sem víða er að finna á Íslandi, ekki hvað síst hér í bloggheimum (þó sjaldnast undir nafni).
Hvað um það, nauðgun er skelfilegur glæpur og ég vona að með þetta mál verði farið, svo sómi sé að.
![]() |
Gæsluvarðhald vegna nauðgunar staðfest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Og mér er ekki boðið!
Ég er ósátt, mjög ósátt.
Það er búið að steggja Jón Ásgeir og mér var ekki boðið.
Reyndar voru bara strákar þarna en samt. Ég er búin að versla við manninn í fjölda ára. En nananabúbú á hann, því það var enginn útlenskur og frægur í partíinu.
Hjörtur Magni ætlar að gifta brúðhjónin á laugardaginn og mér var ekki boðið. A.m.k. ekki ennþá.
Þetta er brúðkaup aldarinnar. Frusssssssssss, það eru 94 ár eftir af öldinni og ekki hægt að toppa.
Án gríns, þá las ég í 24 Stundum í gær allt um eignir og veldi Jóns Ásgeirs og fjölskyldu og miðað við þær upplýsingar, þá ætti brúðkaupið að verða eitthvað í líkingu við hollígongið þegar Díana giftist rolunni honum Karli pretaprins um árið, vansællar minningar. Allt annað er pjúra níska.
Annars er ég ekkert öfundsjúk. Ónei.
Ég er farin að reyna að ná græna litnum úr andlitinu á mér.
Ég þarf nefnilega að fara í Hagkaup og versla í matinn, hm.. nei höfum það Nóatún, á enginn eftir að gifta sig þar?
Síjúgæs!
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Hrottaleg nauðgun
Nú er verið að rannsaka nauðgun sem átti sér stað í miðbænum um helgina. Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. nóvember.
Nú eru ódámarnir tveir saman.
Þeir hafa báðir kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar.
Samtaka þar líka félagarnir.
118 nauðganir hafa verið kærðar á árinu.
"Þótt einungis hafi verið búið að kæra eina nauðgun í gær, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar, leituðu fimm konur til neyðarmóttöku nauðgana við bráðamótttöku Landspítalans um nýliðna helgi, að sögn Eyrúnar B. Jónsdóttur deildarstjóra. Fjórar þessara nauðgana urðu á höfuðborgarsvæðinu og ein úti á landi. Eyrún sagði að því miður kæmu oft upp nokkur nauðgunarmál um helgar því þessi tegund ofbeldis, líkt og annað ofbeldi, væri svo tengd skemmtanalífinu. Hún sagði að brotin væru ekki alltaf kærð strax og sagði óljóst nú hve mörg brotanna um nýliðna helgi yrðu kærð."
Þarf ekki að fara að taka til hér og þar?
Mér sýnist það.
ARG.
![]() |
Tveir grunaðir um hrottalega nauðgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Ruslblogg
Ég vaknaði í morgun, eins og vanalega, nema að þessu sinni fór ég öfugu megin fram úr rúminu.
Ég byrjaði á að draga fána að húni, syngja þjóðsönginn, hylla forsetann og ríkisstjórnina
Síðan fór ég með mínar hefðbundnu morgunbænir.
Mér leið nokkuð vel.
Dagur sykursjúkra er í dag og í tilefni dagsins batt ég bláa slaufu á insúlínsprautuna og sprautaði mig síðan með viðhöfn. Það var mjög hátíðlegt.
Ég hafði gleymt hálffullri sódavatnsflösku á borðinu í gærkvöldi.
Af minni alkunnu röggsemi, arkaði ég með viðkomandi flösku til tæmingar í eldhúsvask.
Ég rankaði við mér þegar ég var búin að tæma hana í ruslafötuna!!!
Það er eitthvað reglulega sjarmerandi við það að þrífa ruslaskáp fyrir dögun.
Án þeirrar reynslu hefur maður ekki lifað!!
Að þessu sögðu, geri ég aðra tilraun með start á degi.
Ég er farin að sofa.
Lífið er dásamlegt.
Úje.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Bloggtimburmenn
Í dag hringdi síminn, ring, ring, ring. Ég svaraði. Vinkona mín úr fortíðinni var í símanum.
Eftirfarandi samtal átti sér stað:
Hún: Þú varst að skálda þetta með hringinn er það ekki? (þessi færsla)
Moi: Nebb.
Hún: Jú, víst, þetta getur ekki hafa gerst því þú hentir hringnum á árshátíð Aðalverktaka á Hótel Sögu og ég var vitni að því.
Moi: Það var þá. Þetta var annar hringur og annað tilfelli.
Hún: Þú ert biluð, ég sver það, stórbiluð. Ætlarðu aldrei að fullorðnast?
Moi: Ég er löngu hætt að henda hringjum og yfirleitt öllu. Ég hendi ekki nokkrum sköpuðum hlut lengur.
Hún: Þú hefur ekki hent hringnum, ég trúi því ekki.
----
Ég er enn að velta því fyrir mér af hverju henni finnst það svona ótrúlegt.
Ég var 24 ára (eða u.þ.b.)
Ég var ung og ör og á þessum tíma voru orðin ekki nóg, aðgerðir þurftu að fylgja.
---
En hvað um það. Hringurinn flaug, en það má svosem geta þess að þessi eiginmaður fjárfesti í öðrum hring nokkru seinna.
Ég hef alltaf átt svo góða menn.
Amen og úje
P.s. Ég vildi ekki svekkja vinkonuna, né þá sem lesa, að hér er reglulega tekið skáldaleyfi. Ekki alltaf og aldrei að vita hvar. Ójá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr