Leita í fréttum mbl.is

Eins og að vera á staðnum

Brúðkaup aldarinnar, þá er ég ekki að tala um brúðkaup Ellenar og Eyþórs, sem eru auðvitað megakrútt og hafa verið trúlofuð síðan 1984, heldur hitt, þetta stóra, er orðið að framhaldssögu á visir.is.

Í hvert skipti sem ég fer inn á visi.is eru komnar viðbótarupplýsingar um atburðinn, þannig að nú líður mér nánast eins og ég þátttakandi í dæminu (já nú þegar).  Þetta er geysispennandi framhaldssaga.

Ég veit;

..að Jón Ásgeir var steggjaður á sveitasetri

..að það er komin tímabundin "viðbygging" við Listasafnið

..að brúðhjónin vilja ekki brúðargjafir heldur benda á að fólk styðji góðgerðarstarfsemi (flott hjá þeim)

..að Gus-Gus og Ný Dönsk muni spila fyrir gesti.

..að Páll Óskari hafi verið boðið að syngja en óvíst sé hvort hann muni geta það

..að Nubu, einhver rosa kokkur muni hafa yfirumsjón með veitingunum

..að Balti mágur muni verða veislustjóri

..að kjólinn hennar Ingibjargar er svartur (flott hjá henni) og hannaður af Karli Lagerfeldt.

Auðvitað er þetta rosalegur áhugi á þessum verðandi hjónum hjá visi.is, en allir vilja fá að fylgjast með.

Ég held reyndar að þessi tilteknu brúðhjón séu dálítið töff par, að þau séu ekki þyrlupallsfólk og Eltondjonnarar þegar kemur að veislum.

Ég get alveg glaðst fyrir þeirra hönd og geri það hér með,

en vísisfólk, rólegir á áhuganum.  Þið vitið örugglega meira um þessa veislu en brúðhjónin sjálf.

Svo óskar ritstjórn þessa fjölmiðils þessu ágæta fólki til hamingju þrátt fyrir að engum úr ritstjórninni hafi verið boðið í partíið og hún sé þar með hætt að versla í Hagkaupum og farin yfir í Nóatún.Whistling

Tatatata

Brake a leg.

Úje

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Er þetta ekki bara spurning um að reyna að svindla sér inn til að sjá öll herlegheitin með eigin augum í stað þess að láta mata sig á vísi.is ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 16.11.2007 kl. 16:01

2 Smámynd: halkatla

upptalningin á því sem við vitum nú þegar lét mig lyfta annarri augabrúninni aftur og aftur, þvílík spenna (það er einhver kækur sem kemur bara þegar ég er að lesa og spennan magnast ) og svo sprakk ég úr hlátri

"en vísisfólk, rólegir á áhuganum.  Þið vitið örugglega meira um þessa veislu en brúðhjónin sjálf."

takk þú ert best  (og ég les bara um þeta brúðkaup hjá þér þannig að plís, keep me informed - og þú og Sunna Dóra mætið sem paparazzar, ég efast ekki um það )

halkatla, 16.11.2007 kl. 17:04

3 Smámynd: Einar Indriðason

Þú veist að Nóatún er dýrari búð heldur en Hagkaup?  (Amk, það segir innkaupastrimillinn minn.)

Einar Indriðason, 16.11.2007 kl. 17:21

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veistu þá að Jón Ásgeir var kvæntu konu frá Ísafirði, og að sú kona var tengd frænda mínum, sem er sonur föðurbróður míns, og að lengi vel vildi hann ekki skilja vegna þess að það kostaði rosalega mikið.  Svo núna hlýtur ástin að hafa sigrað peningahyggjuna.  Hann meira að segja keypti íbúð handa fyrrverandi í London til að fjölskyldan gæti verið meira nálægt honum.  Hann er ekki hjartalaus karlanginn.  En Mammon hefur ef til ill haft betur í viðuregninni.....................................þangað til núna.  Er það ekki bara gott mál. P.S. ég hef þessar upplýsingar beint frá honum Pápa mínum heheheh

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2007 kl. 17:29

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ásthildur: Þetta er slúður

Einar: Nóatún er dýrari ég veit það, er tryggur Hagkaupari (nú eða Bónus) það verður alltaf að taka fíflafærslurnar mínar með fyrirvara.

AK: Þú fríkar út yfir slúðri.  Muhahaha

Eva: Loksins lífsmark og ertu til í að krassa partíið með mér?

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.11.2007 kl. 18:10

6 identicon

Jenný mín skoðun á þessu bruðkaupi er   og

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 18:26

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei þetta er frásögn aldraðs föður míns, hvert besti vinur var frændi, hvers kona var systir fyrrverandi konu Jóns Ásgeirs.  Svo þetta er ekki slúður, í versta falli misskilningur gamals mann hehehehe.....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2007 kl. 19:11

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Vona bara að þú haldir áfram á vaktinni hér eftir sem hingað til

Jónína Dúadóttir, 16.11.2007 kl. 19:32

9 identicon

Mér finnst að ætti að sjónvarpa beint!!

kámjáá (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 20:05

10 Smámynd: Hugarfluga

Æ, mér finnst þau bara sæt saman. Megi þau eiga góðan og blessaðan dag á morgun.

Hugarfluga, 16.11.2007 kl. 20:46

11 identicon

Er sammála Kisunni adna, sjónvarpa frá þessum viðburði. Líkt Ingibjörgu að hafa svartann kjól þar sem allt er nánast svart heima hjá henni. Hugsa að allar hárgreiðslu og snyrtistofur verði yfirfullar í fyrramálið og fram eftir degi, kannski við ættum að leggjast á glugga þeirra til að sjá greiðslur og snyrtingu kellnanna?

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 16.11.2007 kl. 20:49

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég finn enga þörf hjá mér til að hafa skoðun á þessu.

Tek undir það hjá þér Jenný að  visir.is má alveg kæla sig aðeins  

Marta B Helgadóttir, 16.11.2007 kl. 21:24

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mér finnst þau megakrútt. Og rosalega ánægð með þau að benda fólki á sjóðinn. Skilst að þetta sé sjóður til að koma upp íbúðum í London og Reykjavík fyrir fjölskyldur langveikra barna að búa í þegar barn þarf á aðgerð eða öðru að halda.

Jóna Á. Gísladóttir, 16.11.2007 kl. 23:26

14 Smámynd: halkatla

peningamenn þessa lands mega fara norður og niður fyrir mér en Jón Ásgeir er flottur og þessi sjóður sannar það nú að þau eru alveg ágætis fólk

Jenný, ég fríka út vegna þess að þú setur þetta svo útfríkunarvert upp  (hjartað tók ekki eitt aukaslag en hláturtaugarnar bærðust)

halkatla, 17.11.2007 kl. 16:33

15 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

AK: Hehe, góð

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.11.2007 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.