Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Nú ætla ég að blogga um jólatré - Varúð - Ekki fyrir viðkvæma

 

Nú blogga ég um jólatré.

Jólatré eru dásamleg.

Þau lykta vel og eru sígræn.

Fólk skreytir þau og kveikir síðan á þeim með ljósaseríum.

Seríurnar geta verið einlitar og marglitar, allt eftir smekk.

Svo er sett skraut á toppinn, sem oft er engill eða stjarna.

Ég keypti mér ógeðslega flott gervijólatré í fyrra (165 cm. s.s. stærri en ég sjálf).

Það gerði ég af því ég fann á mér að það yrði hörgull á jólatrjám í Evrópu í ár.

Hm.. Ef einhverjum finnst að sér vegið með þessari jólatrésfærslu, þá er ég magnaður bloggari.

35 dagar til jóla og

skreytum hús með greinum grænum (eða grænum greinum).

Falalalalala!


mbl.is Norðmenn flytja út jólatré til Þýskalands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálvitahúmor!

Frá því ég sá fréttina um konuna sem lifir eðlilegu lífi þrátt fyrir að vera aðeins með hálfan heila, hef ég beðið þolinmóð á meðan fréttabloggarar hafa sett fram skoðanir sínar á málefninu.

Og það má segja að ég hafi fundið á mér að þessi setning væri of góður biti fyrir "íslenska húmorista" sem finnst þetta brjálæðislega fyndin saga.

Kona með hálfan heila lifir eðlilegu lífi.

Mér datt í hug að ég myndi sjá fyrirsagnir í þessa veruna:

Teljast það fréttir?

Fullt af konum gera þetta!

Alþingismenn gleðjast!

Frjálslyndir flippa út!

og viti menn, nánast hver einasta var þarna og fleiri til.

Fyndið.

Íslenskur húmor í fúnksjón.

Ég hlæ, hahahahahaAngry

GMG - súmí!

Úje!


mbl.is Kona með hálfan heila lifir eðlilegu lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

8 ára og fullorðinn?

Getur 8 eða 9 ára barn verið fullorðið?  Þau börn sem ég hef þekkt á þessum aldri (og þau eru nokkuð mörg) eru saklaust smáfólk og ég sé ekki fyrir mér að þau gætu tengst kynferðisglæpum, þó líf mitt lægi við.

Ef nauðgun hefur átt sér stað þá verður að sjálfsögðu að taka drengina til meðferðar og enduruppeldis. 

Sæmilega siðaðar þjóðir fara ekki með börn eins og glæpamenn og auðvitað réttar maður ekki yfir smábörnum.

Það er svona álíka gáfulegt og að dæma konu til svipuhögga og fangelsisvistar vegna þess að henni var nauðgað, eins og gert var á dögunum, í Sádí.

Hvernig væri fyrir þessar þjóðir að fara að fullorðnast.


mbl.is 8 og 9 ára piltar í haldi grunaðir um aðild að nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gæludýr minn afturendi

Gússígússí, litli snákur, þú ert svo mikil dúlla, komdu og vefðu þér utan um hálsinn á mér anginn minn. 

Hvað er að?  Hvernig stendur á að fólk vill gera meindýr að gæludýrum?  Ég er brjálæðislega hrædd við slöngur, köngulær og svoleiðis óværu.  Ég vil t.d. geta treyst því að einhver nágranni minn á Reykjavíkursvæðinu, fái ekki þá "flippuðu" hugmynd að smygla fuglakönguló til landsins.  Baneitruðu helvíti.

Ef ég væri í harmóníu með snákum og loðnum og lófastórum fjölfætlum, þá myndi ég væntanlega búa í Amazon skóginum eða á öðrum þeim landsvæðum þar sem ég gæti gengið fram á ofannefndar dýrategundir.

Hafið þið séð feitan og pattaralegan Vesturbæing (köngulærnar spikfeitu þið vitið)?  Hún fer óðum stækkandi og finnst aðallega í Þingholtunum þrátt fyrir viðurnefni.  Þær hlussur eru nóg að díla við þó ekki komi til innfluttur hroði.

Skamm þú þarna Kristófer, hvað ef slangan hefði bitið einhvern, eða kyrkt?  Þá værir þú í vondum málum og slangan líka.

Það er bent á það í fréttinni að það eru til nákvæmar eftirlíkingar að snákum, úr taui. 

Notastu við það karlinn.

Nú svo er hægt að fylgja hótuninni eftir og flytja til Danmerkur, en hvers eiga Danir að gjalda?

Úje.


mbl.is Íhugar að flytja til Danmerkur vegna banns við snáknum á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að kafna úr frekju

Bandaríkjamenn eru að kafna úr frekju.  Þeir minna mig á ofdekrað barn sem tekur ekki tali, nema hvað börn hafa sjarma, þau eru krútt.

Ef eitthvað er ekki að skapi þessarra kjánaprika þá reyna þeir að snúa upp á hendur fólks og neyða það til hlýðni eins og í þessu tilfelli þar sem þeir þrýsta á flugvélaframleiðandann Boeing um að stunda ekki viðskipti við Iclenadair Group vegna Kúbuferða íslenska fyrirtækisins.

Með góðu eða illu skulu þeir hafa sitt fram.

Vonandi verður þeim ekki að ósk sinni.

Svo lýðræðiselskandi eitthvað Kanarnir.

Vá hvað þeir mega fara að skoða sinn gang.

Ójá.


mbl.is Finna að Kúbu-flugi íslenskra flugfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með Sóleyju á heilanum

 1

Ég hótaði sjálfri mér því um daginn að hætta að lesa bloggið hans Silfuregils.  Það kom til að því að mér finnst vont að vita skoðanir hans á femínisma, svo ég taki nú bara eitt dæmi.  Ég er nefnilega svo gamaldags að mér finnst fagmannlegra að stjórnendur umræðuþátta um pólitík haldi skoðunum sínum í bakgrunninum, a.m.k. á þeim fjölmiðli sem ég er skylduáskrifandi að.

Svo virðist sem Egill hafi fengið Sóleyju Tómasdóttur á heilann því í gær nefndi hann hana enn einu sinni á nafn í þættinum,  þegar hann lýsti yfir þeirri skoðun sinni að meirihlutinn í borginni væri nú feminískur. Það finnst Agli ekki gott.  Mikið djöfull er Sóley mögnuð.  Merkilegt að tilhugsunin um femínisma fái besta fólk til að flippa yfir og tapa skynseminni. 

Annars verð ég að játa, að eftir þáttinn í gær, sem ég reyndar horfði á í gærkvöldi á netinu, leið mér illa.  Ég er hrædd við þessa þróun sem orðið hefur þegar fólk ræðir nauðgunarmál.  Allt í einu eru þessi mál orðin beintengd kynþáttaumræðu.  Eins og nauðgunarmál snúist fyrst og fremst um hverrar þjóðar gerandinn er. 

Ef viðhorf Brynjars Níelssonar, hæstaréttarlögmanns, eru almenn viðhorf dómarastéttarinnar, þá er ekki von á miklum breytingum og allt í einu skil ég hvers vegna kynferðisglæpir endurspegla ekki skilning almennings á réttlæti.  Brynjar segir einfaldlega að svona hafi þetta alltaf verið og svo yppir hann öxlum og maður fær á tilfinninguna að allt sem hefur verið, verði alltaf.

Í kjölfar skelfilegrar nauðgunar um síðustu helgi, hafa umræður hér í bloggheimum snúist um kynþáttahyggju.  Í nafnlausum athugasemdum við þessar færslur (oftast nafnlausar, alls ekki alltaf) blómstrar ótti fólks við útlendinga.  Það er ekki fallegur vitnisburður um okkur Íslendinga, sem má lesa þar. 

Kynferðisglæpir eru vandamál í þjóðfélaginu án tillits til hver fremur þá.  Auðvitað þarf að skoða alla fleti á málinu, líka þá sem snúa að innflytjendum, en væri ekki vænlegra til árangurs að halda sig á málefnalegum nótum?  Líka þeir sem sjá um sjónvarpsefni hjá RÚV?

Er það nema von að manni sé brugðið.

Þessi Silfurþáttur var svona "eye-opener" ef þið skiljið hvað ég meina.

Og Atli Gíslason, er málefnalegur og æsingalaus maður, enda einn af flottari femínistum á Íslandi en þeir eru nokkuð margir og EKKI allir í VG og það mætti fólk hafa í huga.


Vá, allir svo hissa, svo svakalega hissa

1

Nú velta sér allir upp úr myndunum úr flotta brúðkaupi (það sem af er)-aldarinnar, hverjir voru, með hverjum og í hverju, og á visi.is er búið að birta myndir fyrir okkur almúgann.  Ég ætla ekki að blogga um brúðkaupið, Anna Karen búin að lesa nægju sína og ég er hætt í dægurmálunum í bili, enda ekki mikið fyrir þau svona venjulega.

En vá, allir svo hissa, Ögmundur Jónasson var í veislunni hjá kapítalistunum.  Fólk er alveg gapandi bara. 

Ögmundur er sko tengdur Bónus-Hagkaupsfjölskyldunni gegnum konu sína.

Og gott fólk, það er kominn tími á að átta sig á einu.

Vinstri-grænir, eru almennt ekki með svart-hvítt sjónvarp,

..í tréklossum og hippamussum,

..og ég held að þeir borði ekki njóla í hvert mál,

og gott ef ekki hver einasti kjaftur í VG er kominn með talsíma.

Hendið klisjunum og slakið á fordómunum.

Svei mér ef það er ekki bara venjulegt fólk í þessum stjórnmálasamtökum.

Það skyldi þó aldrei vera?

Ég

í sauðalitunum

Úje


Hamingjan

 

Ég hef leitað hamingjunnar í lífinu, eins og allir auðvitað og lengi vel eltist ég við hana út um allar koppagrundir og reyndi að ná í skottið á henni, alltaf fullviss að hún væri einhversstaðar rétt undan.  Alveg innan seilingar.  Á tímabili hélt ég í mínum alkahóldeyfða heila að hamingjuna væri ekki að finna, fyrir mig persónulega.  Að ég væri bömmer dauðans.  Þetta upplifði ég með dramatískum hætti fórnarlambsins og blóðsletturnar skvettust upp um alla mína andlegu sjálfsvorkunnarveggi.

En viti menn, það rann af mér og haldið ekki að hamingjan hafi haldið innreið sína, beint í hjartað á mér, á afskaplega kurteisilegan og fábrotinn máta? Ójá, ég tók ekki einu sinni eftir því að hún hafði sest að í boddíinu á mér.  Það sem ég varð hissa og þetta gerðist algjörlega án fyrirhafnar að minni hálfu.  Nú er ég reyndar frekar hógvær (okok, mátti reyna) en hún mætti allavega, hamingjan, og hefur setið þar síðan, mis hávær reyndar.

Dagurinn í dag hefur t.d. verið eintóm hamingja.  Ég hef bókstaflega verið hátt uppi á eigin safa.

Jenný Una Eriksdóttir hefur verið mikill aflgjafi hamingjunnar í dag.  Hún horfði á myndbandið með Björk (Triumph of the heart) og sagði: "Stúlkan (Björk) er mjög, mjög falleg".  Björk er sem sagt frekar barnaleg í útliti, ekki leiðinlegt.

Hún sagði mér líka að þegar hún hafi verið "pínuponsu mjög lítil" hafi hún sagt "kókófíll" en það heiti krrrókudíll en hákarlinn heitir ennþá jákarl og drekinn er enn greki, hversu lengi sem það nú verður.

Hamingjan felst líka í því að vakna edrú á morgnanna, að fólkinu manns líði vel og sé farsælt í leik og starfi.  Ég er heppin þar.  Ég varð líka mjög hamingjusöm þegar ég horfði á Benedikt Erlingsson rappa Gunnarshólma í RÚV á föstudaginn.  Maðurinn er villingur, snillingur. 

Þetta er að verða ein allsherjar Pollýanna hjá mér og það verður að hafa það, þetta má skoðast sem neikvæðnijöfnun.

Happísönndei.

Ójá.

 

 


Eltondjonnarar þegar allt kemur til alls?

Þar sem ég hef tekið að mér að halda henni Önnu Karen við efnið, varðandi brúðkaup aldarinnar, þá verð ég að setja hér inn eftirfarandi:

1. Brúðarkjólinn var hvítur (með svörtu sýndist mér) og slörið var svart og þetta var ógeðslega  fagur búningur.  Brúðurin var dropp-dedd gjorgíus.  Þá er það frá.

2. Ég var að heyra frá manni úr hringiðunni að George Michael, Robbie Williams og Bono væru að syngja í veislunni.  GMG ef það er rétt þá verð ég að éta ofan í mig það sem ég sagði í færslu hér fyrir neðan, að hjónin nýkrýndu væru ekki þyrlupallar og eltondjonnarar í veisluhöldum.

Ef rétt reynist, og að sjálfur Bono hafi fengist til að mæta, þá eru þau kraftaverkamenn (jebb you said it, money talks) og eru ekkert minna en elvisar og rokerfellers í partýhaldi.

Og megi þau verða hamingjusöm til æviloka.

Ánægð Anna Karen?Whistling

P.s. Sá að forsetinn mætti með okkar fögru forsetafrú.  Nú skora ég á einhvern sem ætlar að gifta sig bráðlega að bjóða forsetanum í veisluna.  Kannski er hægt að fá kallinn í brúðkaupsveislur í framtíðinni.  Ekki leiðinlegt.

Ég var nú með the pres í Alþýðubandalaginu í denn, við vorum reyndar ekki í sama "armi" og þekktumst því ekki (djók), ég get reynt að vera milligöngumaður.

Það er svo helvíti útrásarlegt að fá númer eitt í brúðkaupið, skírnina, afmælið og sunnudagskaffið.

Ég á afmæli 20. janúar og verð með kaffi og meððí, ég hringi snöggvast og panta hjónin.

Svo heimilislegt.

Úje.

P.s. Þetta blogg er fíflafærsla um dægurmál.  Ekki hefur verið kostað neinu til við gerð hennar, né hefur Hagkaup komið að kostun hennar, enginn á að þurfa að móðgast og mér líður vel og er alls ekki í þörf fyrir sérfræðiaðstoð.  Þetta skal tekið fram að gefnu tilefni.

Er ekki allt í lagi hjá okkur krökkunum, ha?


Er trúin gulls ígildi?

1

Ég hef ekki mikinn tolerans fyrir trúarofstækisfólki, það hefur margoft komið fram á mínu bloggi og á örugglega eftir að gera það aftur ef tilefni gefst til.

Ég var að þvælast á netinu áðan og rakst inn á síðuna hjá Agli Helga þar sem hann linkaði á þetta.

Ég vil ekki gera lítið úr trú fólks né langar mig að afneita öllu algjörlega, bara ef svo ólíklega vildi til að sumu slái inn.  Tek fram að ég er ekki trúlaus, bara svolítið með minn einka praxis í trúarmálunum.

Ef það er staðreynd að það er farið að vaxa gull úr höndum fólks, beint frá Guði almáttugum, vil ég benda honum á að heimurinn sveltur, börn deyja í milljónatali og fátækt er aðal óvinur mannsins.  Mér þætti sniðugt hjá almættinu að beina gullinu þangað sem þess er þörf, alveg sárlega þörf.

En fljótlega hlýtur þessi gullvöxtur í Vestmannaeyjum að komast í heimsfréttirnar.  Fólk hefur nú lagt mis mikið á sig til að ná í gull og ekki allt jafn fallegt.  Þarna er fundin afslöppuð leið til að ná sér í eðalmálminn.

Ég bíð spennt eftir framhaldinu og þangað til þá læt ég kraftaverkið njóta vafans.

Amen að eilífu.

Trúarnöttarinn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 4
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 73
  • Frá upphafi: 2987154

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 72
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.