Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Sömu þreyttu frasarnir

Þann dag sem Samtök atvinnulífsins koma í fjölmiðla og segja að það SÉ svigrúm fyrir almennar launahækkanir, mun ég gefa það litla sem ég á af veraldlegum eigum og gerast kaþólsk.  Nunna sko.

Þessi söngur sem er yfirleitt orðaður á sama hátt, frá orði til orðs, eða "ekki er svigrúm fyrir almennar launahækkanir" er þreytandi svo ekki sé meira sagt.  Og í honum er holur hljómur.

Það er til nóg af peningum, en það kemur kannski til af því að stór hópur fólks lifir undir fátækramörkum, ég veit það ekki.  En á þetta mas á ekki að hlusta, en mér hefur heyrst undanfarið að aðilar launþega, syngi sama söng.

Þetta er falskur söngur og lítt sannfærandi.

Það er hægt að gera allan fjárann ef viljinn er fyrir hendi.

Er ekki tímabært að hysja upp um sig þið jakkafatakarlar?

Hljómandi málmur og hvellandi bjalla hvað? 


mbl.is Almennar launahækkanir ekki réttlætanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bleikt eða blátt - mikið mál?

Jafnvel mér getur blöskrað stundum, málaföndrið á Alþingismönnum og dund þeirra við hin minni mál og þá er ég ekki að tala um starfsheitamálið hennar Steinunnar Valdísar, það er þarft og gott.

En nú á ég smá erfitt með að fá ekki vægan pirringshroll.

Hvað er hún flokkssystir mín, Kolbrún Halldórsdóttir, að spyrja Gulla heilbrigðis, um hvenær bleikt og blátt hefðin í klæðaburði nýfæddra hafi skapast? 

Af hverju hringir hún ekki upp í HÍ eða eitthvað?

Nú myndi ég setja fátæktina í fyrirrúm, húsnæðismálin, matarverðið, óréttlætið gagnvart öryrkjum og öldruðum, ástandið í heilbrigðismálum og fleiri smámál í forgang og fara svo í litapælingar ásamt stefnum og straumum á fæðingardeildartískunni.

Ég veit að svona mál eins og viðteknar venjur og hefðir þarf að endurskoða og ræða, ekki misskilja mig, en það er ekki alveg rétti tíminn fyrir svoleiðis akkúrat núna.

Stundum fæ ég þá tilfinningu að góður hluti Alþingismanna, hafi ekki grænan grun um líf hins almenna manns í lífsbaráttunni.  Mér finnst vont þegar sú tilfinning gagntekur mig gagnvart fólki í mínum heittelskaða flokki.

En maður verður að vera trúr sjálfum sér er það ekki?

Ójá.


mbl.is Ekki meira blátt og bleikt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rólegur á græðginni Páll

 

Með því leiðinlegra sem ég veit, varðandi imbagláp, eru auglýsingar í miðju sjónvarpsefni.  Ég krullast upp og stemmingin, spennan, áhuginn eða aðrar tilfinningar, detta niður fyrir frostmark og ég nota undantekningalaust þöggunarhnappinn á bölvaðar auglýsingarnar. 

Eitt af því besta við RÚV hefur verið skortur á auglýsingahléum, þó það sé hægt og hægt að breytast.

Nú ætlar oháeffarinn á flotta bílnum að fá 3 millur að lágmarki fyrir mínútu hlé sem á að gera á Áramótaskaupinu, vinsælasta sjónvarpsefni allra tíma á Íslandi.

Andskotinn og helvítis bara, ég kæri mig ekki nokkurn skapaðan hlut um að láta trufla mitt gamlaárskvöld með auglýsingum.  Gamlaárskvöld er heilög hátíð á mínu heimili.

Er ekki hægt að halda græðginni í einhverju lágmarki á yfir þessa þrjá hátíðardaga eða svo?

En af því ég hef ekkert að segja um hvernig þeir ráða ráðum sínum í Efstaleiti þá er best að gefast alla leiðina upp og nú vil ég að þetta verði gert almennilega. 

Ég sé þ.a.l. ekkert því til fyrirstöðu að Páll selji líka auglýsingar í aftansönginn á aðfangadagskvöld.  Dómkirkjuprestur getur þá fengið sér kaffi eða skroppið á klósett meðan við hlustum á auglýsingar í boði Bónus eða Glitnis yfir rjúpunum á aðfangadagskvöld.

Ég bíð spennt eftir jólunum.  Auglýsingajólunum hans Palla.

Og enn og aftur fjárinn firnastór.


Eretta frétt spurði Bubbi

..þegar visir.is hafði sambandi við hann út af nýja og flotta 14 millu jeppanum sem hann var að fá sér um daginn.

Því er fljótsvarað kallinn minn.

Það er jafnmikil frétt þegar þú færð þér rennrireið eins og þegar þú ákveður að ætla að vera í smóking á nýárstónleikunum, að þú leigir einbýlishús í Gerðunum og að þú æfir í ræktinni sinnum tveir á dag.

Kommon, það er ekki hægt að velja hvenær maður ætlar að vera með og hvenær ekki.

Ekki í sviðsljósabransanum sko.

Keyrðu svo varlega ljósið mitt.

Stál og hnífur hvað?

Úje.


Alkajól

 

Jól og alkahólismi eru eitruð blanda.

Sem betur fer var ég ekki orðin fyllibytta þegar stelpurnar mínar voru litlar.

Ég hef sloppið fyrir horn í jólahaldinu undanfarin ár, þ.e. áður en ég fór í meðferð, en bara rétt svo.

Í hitteðfyrra, þ.e. síðustu jólin sem ég var virk, var ég svo heppin að fá lungna- og barkabólgu.  Ég lá hálfdauð í rúminu yfir jólin, sem kom sér ákaflega vel, því ég var orðin langt leidd af drykkju og hefði átt verulega erfitt með að standa mig í því hlutverki sem ég hef ásamkað mér á jólum.

Læknirinn var svo elskulegur að segja mér að ég gæti smitað og þar með var komin pottþétt afsökun fyrir lok, lok og læs.  Ískápurinn var auðvitað úttroðin af dýrindis hráefnum til matargerðar en hva, það var sett á bið.

Bið sem í raun varði þar til ég fór í meðferð á nýju ári, seint á nýju ári.

Það er ekki eins og maður hafi verið eitthvað jólaskraut, ónei.

Ekki par jólaleg hún Jenný Anna þarna í restina.

En í fyrra og núna gegnir öðru máli.

Þetta er snúra, já jólasnúra.

Falalalalalalala!


Ekki sama kona og kona

Ég er ekki hissa á að femínistar séu að sniðganga Silfrið, í sjálfu sér, en það er vont mál að í leiðinni fækkar þeim nauðsynlegu röddum kvenna sem þurfa að heyrast í þjóðmálaumræðunni.  Silfrið er eini þátturinn af þessum toga og hann hefur mikið áhorf.

Sigríður Andersen er ábyggilega ágætis kona, en hún er ekki sérlega jafnréttislega sinnuð konan, svo ég taki nú ekki dýpra í árinni.  Hún er nokkurs konar kvenkynsútgáfa af Hannesi Hólmstein.

Fjórar konur munu hafa hafnað þátttöku í Silfrinu s.l. sunnudag, þ.á.m. Katrín Anna Guðmundsdóttir sem bendir á að það sé ekki bara í klámumræðunni sem rödd femínista þarf að heyrast.

Annars er Egill fljótur að bregðast við þessari frétt eins og sjá má hér.

Hann er með svör á reiðum.  Bara allt löðrandi í konum í þættinum hans. Og örugglega nær allar femínistar, eins og hann hafi valið þær sérstaklega með tilliti til þess. Döh.

Það er nefnilega ekki sama kona og kona.

Það er rétt að Silfrið er karlaþáttur með karlastíl og hann er fínn sem slíkur.  Missi ekki af þætti, en það er ekki eins og það sé val um fleiri af sama toga.

RÚV skerpa sig.

Dem, dem, dem.


mbl.is Konur sniðganga Silfrið í mótmælaskyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

An occasional beer

 60

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að ég er óvirkur alki, og þannig vil ég hafa það.  Reglulega er ég spurð af fólki hvort ég telji að þessi eða hinn sé alki, það er hringt í mig vegna þess að aðstandendur hafa áhyggjur af einhverjum í fjölskyldunni og fólk vill bera áhyggjur sínar undir mig.  Ég skil það vel, en ég get ekki dæmt um hver er alkahólisti og hver ekki.  Það er ekki í mínu valdi, enda þó maður greinist með sjúkdóm, þá gerir það mann ekki að sérfræðing í greininni.  Yfirleitt vísa ég fólki á SÁÁ með sínar spurningar. 

Það sem skiptir máli er auðvitað alkinn sjálfur, hvort hann er búinn að ganga sína leið á enda og horfist í augu við ástandið sem blasir hvarvetna við, er búið að gera lengi og er öllum sjáanlegt nema honum.

Afneitunin er merkilegt og magnað fyrirbrigði.  Ég ætti að vita það.  Ári áður en ég fór í meðferð var ég lögð inn á sjúkrahús, dauðveik með ónýtt bris, þar sem ég var stödd í sumarfríi í fjarlægu landi.  Ein af dætrum mínum kom til að standa vaktina yfir móður sinni á móti eiginmanni.  Úff þetta er erfitt stöff.

Læknirinn var fljótur að reikna út vandamálið, brisið, ástand á mér og svona og þar sem hún, ásamt húsbandi og dóttur stóðu við sjúkrabeð hins forstokkaða alka, átti sér eftirfarandi samtal sér stað:

Læknir: You drink much?

Alkinn: No I can´t say I do, probably like most people (W00t)

Læknir: What do you drink?

Alkinn: A little red now and then and an occasional beer!!!! (Hvað segist um ca. 8 á dag?)

Heimspressan var því miður ekki á staðnum til að verða vitni að þessari stund sannleikans á Spáni, en hefði svipur dóttur minnar og manns náðst á mynd, hefði vantrúarsvipur þeirra verið algjörlega ekta.

Tek fram að mér fannst ég alls ekki vera að segja ósatt.  Það er hægt að búllsjitta sig að því marki að maður trúir bullinu í sjálfu sér, allt til að geta haldið áfram að drekka.

Þetta var erfitt en þema vikunnar hjá mér, er sjálfsblekkingin og mér er hollast að muna hvernig fyrir mér var komið.

Svo bið ég almættið í góðri samvinnu við sjálfa mig að halda mér edrú, einn dag í einu, svo ég meiði mína nánustu aldrei meir.

..og þá er það frá en þetta var snúra dagsins.


Svefntími Össurar enn á ný

Nú er Geir Haarde farinn að blanda sér í það, hvað Össur er órólegur á nóttunni. 

Hvert ungabarn gæti verið stolt af svefnvandamálunum sem Össur glímir við.

Það eru allir að drepast úr áhuga á nætursperringi ráðherrans.

Geir finnst að menn eigi að gæta sín þegar þeir tjá skoðanir sínar á netinu.

Einhvert íhald, maður að nafni Ingólfur segir eftirfarandi í sínum pistli:

"Það er með ólíkindum að ráðherra í ríkisstjórn sitji við tölvuna, á miðri nóttu tæplega allsgáður og skrifi svona um bæði pólitíska samverkamenn og andstæðinga. Það er ekki stórkallalegt að uppnefna fólk eins og Össur gerir þegar hann kallar Júlíus Vífil "Fífil. Held að þú Össur Skarphéðinsson ættir að einbeita þér að þeim verkefnum sem þér voru falin til eflingar landsbyggðinni nú í miðjum kvótaniðurskurðinum, frekar en að sitja á nóttinni og bulla á lyklaborði þegar þú átt að vera sofandi."

Össur, skammastín addna, þú átt að vera sofandi.  Það stendur í málefnasamningnum að ráðherrar skuli sofa á nóttunni.

Sjallarnir ættu að spara stóru orðin á meðan þeir eru með Pétur Blöndal í lausagöngu.

Pælið í því sem sá kóni segir, bláedrú og um hábjartan dag!!!

Ég ætla að láta Össur njóta vafans þar til annað kemur í ljós.

Sjálfstæðismenn eru að taka Lúkasinn á Össur, svei mér þá.

Úje.

 


mbl.is Gæti sín á stóryrðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þegiði svo!

Stundum eru gerðar rannsóknir þar sem niðurstaðan er mér verulega að skapi.  Svokallaðar draumaniðurstöður sem slá á klisjur og blása út í hafsauga viðteknum skoðunum í þjóðfélaginu. 

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar athugunar á 149 rannsóknum á mörg þúsund manns, er það mýta og ekkert annað en að konur séu málgefnara kynið.

Ha.. þar kom að því að þetta fór fjandans til.

Að vísu tala karlmenn bara lítið eitt meira en konur að meðaltali, en ég er sátt við það.

Ef marka má alla brandarana um mágleði kvenna og að karlmenn láti varla frá sér setningu öðru vísi en að hún sé djúphugsuð og upplýst, þá slær þessi rannsókn heldur betur á það kjaftæði og rugl.

Karlmenn tala meira í boðhætti en konur.

Dæmi: Hoppa! Hlaupa!, Gera!, Skera!, Hlýða! og Smíða!

Konur munu hinsvegar vera meira í tenglsatali og ég ímynda mér að þá sér verið að meina umræður um líðan og svoleiðis.  Konur eru sérfræðingar í að taka út ástand og stemmingu.  Er það nema von.

Ég er auðvitað að taka þetta út fyrir rammann hérna með smá heimatilbúnum túlkunum, en þetta er skemmtileg pæling.

Auðvitað er þessi mýta um málglaðar konur tilkomin vegna þess að það hefur alltaf verið til staðar tilhneigingin til að þagga niður í konum.  Sussa á þær, gera lítið úr því sem þær hafa fram að færa og láta sem skoðanir þeirra séu fánýtt hjal.

Nú er búið að sýna fram á, það sem við vitum reyndar flestar stelpurnar, þ.e. að körlum þyki líka voða gaman að hlusta á sjálfa sig. Ætli þeir séu jafn meðvitaðir um það?

Later, morgunbænirnar bíða.

Guð blessi ykkur til sjávar og sveitaHalo

Úhújeija!


mbl.is Rannsókn: Karlar eru málgefnari en konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Halló - ég er að blogga og það er nóóótt!

1 

Ákvað að taka Össur mér til fyrirmyndar og blogga áður en ég slengi mér til sængur, nú um hánótt.  Þar sem ég var í matarboði fyrr í kvöld og upptekin í allan dag, eyddi ég tímanum frá miðnætti þar til nú í að horfa á Silfrið og svo Evu Maríu tala við Ragnheiði Gröndal, sem er ein af mínum uppáhalds. 

Ég og Sara vorum í stelpumatarboði hjá frumburði, í flottu nýju íbúðinni.  Matur: Osta-og pestófylltar kjúklingabringur, kús-kús og saltat.  Ég styn af matarfrygð.  Íbúðin er æði, útsýnið yfir Vesturbæinn ólýsanlegt og ég skil núna hvers vegna dóttir mín rauk í lögfræði, fremur en fyrirhugað blaðamannanám.  Þorrí Helga mín, bara varð.

Oddný var frábær í Silfrinu, bar af eins og gull af eir.  Málmur hvað?  Reyndar var Silfrið gott í dag, og nú eru tvær bækur komnar á bókaóskalistann til viðbótar, þ.e. Guðni og saga Kleppsspítala.  Tékk, tékk.

Það er æðislegt að fylgjast með henni Ragnheiði Gröndal.  Þessi unga stelpa er svo þroskuð og flott og svo er hún tónlistarmaður af Guðs náð.  Pabbi hennar Jennýjar Unu, hann Erik, hefur spilað töluvert með henni og ég fylgst grannt með henni í gegnum hann, m.a.  Hún söng í brúðkaupinu þeirra og hreif alla með sér. Alveg er ég viss um að þessi frábæra listakona á eftir að ná hæstu hæðum.

 Ég set hér inn myndband með Ragnheiði, gjörsvovel.

Kl. er núna 2.17 að staðartíma, ég er edrú að blogga, auðvitað, vindurinn gnauðar og lífið er yndislegt.  En núna er ég farin að sofa og kem sterk inn í fyrramálið, við fyrsta hanagal.

Lovejúgæs.

Úje. 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2987142

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.