Leita í fréttum mbl.is

Og þegiði svo!

Stundum eru gerðar rannsóknir þar sem niðurstaðan er mér verulega að skapi.  Svokallaðar draumaniðurstöður sem slá á klisjur og blása út í hafsauga viðteknum skoðunum í þjóðfélaginu. 

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar athugunar á 149 rannsóknum á mörg þúsund manns, er það mýta og ekkert annað en að konur séu málgefnara kynið.

Ha.. þar kom að því að þetta fór fjandans til.

Að vísu tala karlmenn bara lítið eitt meira en konur að meðaltali, en ég er sátt við það.

Ef marka má alla brandarana um mágleði kvenna og að karlmenn láti varla frá sér setningu öðru vísi en að hún sé djúphugsuð og upplýst, þá slær þessi rannsókn heldur betur á það kjaftæði og rugl.

Karlmenn tala meira í boðhætti en konur.

Dæmi: Hoppa! Hlaupa!, Gera!, Skera!, Hlýða! og Smíða!

Konur munu hinsvegar vera meira í tenglsatali og ég ímynda mér að þá sér verið að meina umræður um líðan og svoleiðis.  Konur eru sérfræðingar í að taka út ástand og stemmingu.  Er það nema von.

Ég er auðvitað að taka þetta út fyrir rammann hérna með smá heimatilbúnum túlkunum, en þetta er skemmtileg pæling.

Auðvitað er þessi mýta um málglaðar konur tilkomin vegna þess að það hefur alltaf verið til staðar tilhneigingin til að þagga niður í konum.  Sussa á þær, gera lítið úr því sem þær hafa fram að færa og láta sem skoðanir þeirra séu fánýtt hjal.

Nú er búið að sýna fram á, það sem við vitum reyndar flestar stelpurnar, þ.e. að körlum þyki líka voða gaman að hlusta á sjálfa sig. Ætli þeir séu jafn meðvitaðir um það?

Later, morgunbænirnar bíða.

Guð blessi ykkur til sjávar og sveitaHalo

Úhújeija!


mbl.is Rannsókn: Karlar eru málgefnari en konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvurslags málgleði er þetta kona. Á ekkert að leggja sig.?

Þröstur Unnar, 26.11.2007 kl. 09:16

2 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Amen

Jónína Dúadóttir, 26.11.2007 kl. 09:17

3 identicon

Eina sem eftir er að drepa for gúdd er þessi óþolandi lífseiga mýta "konur eru konum verstar" Þegar hún er farin getum við þá ekki nokkurn veginn sagt að fullnaðarsigur í drápi á mýtum um konur hafi náðst??

Knús til þín - og svo er það "nú andar suðrið sæla" á morgun 

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 09:45

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

"Rannsóknir" eru líklega konum verstar ... hehehehe, góðan dag, skvísan mín.

Guðríður Haraldsdóttir, 26.11.2007 kl. 10:14

5 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Karlmenn tala meira í boðhætti en konur.

Dæmi: Hoppa! Hlaupa!, Gera!, Skera!, Hlýða! og Smíða!

Jóna Á. Gísladóttir, 26.11.2007 kl. 10:21

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Haleluja!!!

Huld S. Ringsted, 26.11.2007 kl. 10:28

7 Smámynd: Ragnheiður

Jæja, þurfti að rannsaka þetta? Þeir gátu nú bara spurt mig , kallinn minn talar miklu meira en ég ,bæði í síma og venjulega.

Ragnheiður , 26.11.2007 kl. 10:40

8 Smámynd: Sunna Dóra Möller

..ég tala aldrei neitt, þögul sem gröfin! Ef ég opna munninn, í þau fáu skipti, þá er það fádæma speki sem þrýtur af mínum vörum !

Farin að skrifa spekiorð....tjusss.....

Sunna Dóra Möller, 26.11.2007 kl. 11:10

9 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 12:13

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Þetta erum við konur búnar að vita lengi, það hlustaði bara enginn á okkur. En miðað við þessa niðurstöðu - er þá ekki farið að slá í Hellisbúann?  

Lára Hanna Einarsdóttir, 26.11.2007 kl. 12:39

11 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Voðalega talið þið krakkar mínir, jösses, maður er með verki í eyrunum.  Haha, þið eruð ótrúlega skemmtilegt "krád".

Er farin að tala í síma og hef ekki tíma. Lalalala

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2007 kl. 12:45

12 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ég er alveg sammála. Aldrei hlustar neinn á mig... nema þegar ég segi eitthvað óþægilegt og þá vill enginn tala við mig ...nema auðvitað skemmtilega fólkið sem er sammála mér .

En jú, mýtur eru að sjálfsögðu asnalegar. 

Laufey Ólafsdóttir, 26.11.2007 kl. 16:36

13 identicon

Það er nú lágmark að koma með dæmið rétt ef að þú ætlar að koma með það á annað borð.   Boðháttur af orðinu hoppa er hoppaðu,  hlaupa er hlauptu og gera er gerðu. 

Gylfi (IP-tala skráð) 26.11.2007 kl. 16:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2985786

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband