Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Föstudagur, 30. nóvember 2007
Kom, sá og sigraði!
Gurrí Har bloggvinkona okkar allra, kom sá og sigraði í Útsvarinu. Hún og aðstoðarmenn hennar (DJÓK) tóku Hafnarfjarðargengið með miklum yfirburðum.
Okokok, reyni aftur. Þau unnu með nokkurra stiga mun, Skagamennirnir og takast á við Ísafjörð. Þar sem Ólína bloggvinkona okkar allra, er innanborðs.
Allsstaðar eru þessir bloggarar. Það er ekki svo þáttur sýndur í sjónvarpi, að stjórnendur og a.m.k. einn þátttakandi séu ekki ofurbloggarar og því sem næst.
Annars finnst mér Útsvarið ekki skemmtilegt, nema ef vera skyldi látbragðsleikurinn. En í kvöld stóð ég með mínu fólki, ekki það að ég hafi nokkurn skapaðan hlut með Akranes að gera, nema fyrir ágæta vini mína sem þar búa.
Annars rétt held ég haus vegna ógeðispestarinnar sem hrjáir mig og það er beinlínis sársaukafullt að reyna að Haffa Kaman. En ég reyni, það verður að virða mér til vorkunnar.
Á morgun ætla ég að jólast, þó ég þurfi að gera það úr sjúkrarúminu, hálfdauð úr sótthita.
Á sunnudag bökum við heima hjá frumburði og trylltar mannætur munu ekki aftra mér frá því að mæta. Jafnvel þó það kosti mig lífið.
Dramadrottning hvað?
Skreytum hús með greinum grænum, falalalala.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 30. nóvember 2007
Búhú-færsla
Þessi dagur ætti með réttu að vera föstudagurinn 13. eða eitthvað.
Það er enginn endir á hörmungum mínum í þessu lífi.
Ég er veik, er með hita og beinverki og hausverkurinn við gagnaugun er ólýsanlega skemmtilegt afbrigði af þessari tegund fyrirkomulags.
Djö.. sem ég á bágt.
Mér er kallt, ég er bitur og beisk.
Hvað hef ég gert heiminum?
Farin að lúlla.
Blóm og kransar.
Cry me a river hvað?
Annars bara góð.
Úje
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Föstudagur, 30. nóvember 2007
Jólagjöfin sem toppar allt þetta árið
Það getur verið að ég sé haldin ofsóknarbrjálæði á háu stigi, það verður þá bara svo að vera.
Lífeyrissjóðirnir sem boðuðu skerðingu í sumar höfnuðu tilboði Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hún gerði þeim, til að komast hjá skerðingu örorkulífeyris. Hér.
Hefur tíminn ekki verið nægur til að gera og skera?
Getur verið að það sé illkvittni að láta þetta koma til framkvæmda þann 1. desember, þegar sárast svíður undan tómri buddu? Árinn sjálfur, því vil ég ekki trúa..
..eða er þetta almennt skilningsleysi á aðstæðum þeirra sem þiggja bæturnar?
Hefði það ekki verið almenn kurteisi að taka beiðni Félagsmálaráðherra fagnandi, a.m.k. meðan málin væru skoðuð nánar?
Hver á eiginlega þessa lífeyrissjóði, er það ekki fólkið sem hefur borgað í þá?
Ísland best í heimi, minn afturendi.
Ójá.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 30. nóvember 2007
Vottorð, sull og mall
Hvað er nú að sulla og malla á bak við tjöldin í borginni?
Af hverju er verið að krefja Ólaf F. Magnússon, verðandi forseta borgarstjórnar, um vottorð til að færa sönnur á að hann sé heill heilsu?
Heldur fólk að Ólafur gangi með smitandi sjúkdóm?
Nú er eitthvað í gerjun í borgarmálunum og mér líkar það ekki.
Auðvitað sé ég eftir henni Margréti, málið snýst ekki um hana.
Það eru þessi vinnubrögð sem mér finnst lykta af einhverju miður fallegu.
Skýringa óskað.
Ég veit að það er heimild fyrir þessu, þ.e. að borgarstarfsmenn sýni vottorð eftir langvarandi veikindi þegar þeir koma aftur til vinnu, en það eru þess ekki fordæmi að þessa hafi verið krafist af kjörnum fulltrúa.
Iss.
Ólafur F. látinn skila vottorði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 30. nóvember 2007
Ögn meira af húsgagnablæti míns heittelskaða
Þetta er sjálfstætt framhald af spíttsófarúmssögunni frá í gær. Þegar ég er byrjuð að ljóstra upp um miður skemmtilega eiginleika húsbands varðandi geymsluþörf á húsgögnum, þá verð ég að slá botninn í þetta með þeirri nýjustu.
Við fengum nýjan sófa um síðustu helgi. Fyrir var svart leðurflykki, sem tók alltof mikið pláss, hann var rifinn og lúinn og baráttan við að fá samþykki fyrir nýjum var búin að vera löng og blóðug.
Sara var mætt og við biðum eftir sófanum sem btw. kom frá Dúu vinkonu minni, sem gefur sófa í jólagjöf í ár, á línuna, eða þannig. Húsband hafði sæst á skiptin með því að fá samþykki fyrir að fá gamla hlunkinn inn í herbergið þar sem hann geymir hljóðfærin sín og upptökugræjurnar.
Við Sara glottum. Það var ekki séns í helv... að sófinn kæmist í gegnum hurð. Ekki frekar en úlfaldi í gegnum nálarauga. En við gleymdum að taka einbeitta húsgagnaást eiginmannsins með í jöfnuna. Þá ást skyldi aldrei vanmeta.
Hann þjösnaðist og hamaðist á sófaræksninu og við Sara horfðum á hvor aðra glottandi. Af og til sagði Sara: Face it, Einar, hann fer ekki í gegn.
Tveim tímum síðar var sófinn kominn upp við vegg í herberginu, veggurinn hélt og húsbandið þurfti að leggja sig, búinn á því en ákflega sáttur og glaður.
Núna stendur sófinn í herberginu og steinheldur kjafti.
Við Sara þegjum líka.
Ójá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 29. nóvember 2007
Vitnisburður í Laugardalnum
Það er sjaldan sem ég fer að gráta yfir fréttatengdu efni. Þegar ég horfi á Kastljós og aðra slíka þætti (lesist hinn fréttatengda þáttinn), þá upplifi ég oft svona "yppaöxlum tilfinningu", verð stundum pirruð, hrífst með á köflum og stundum finnst mér efnið bara ekki áhugavert, svona eins og í lífinu.
En núna í kvölder mér allri lokið. Við Íslendingar erum þrjúhundruð þúsund, rétt ríflega. Eitt meðalúthverfi í útlöndum, nánast, við erum minna en sandkorn á strönd heimsins. Samt eru á þessari stundu tveir af samlöndum okkar að kúldrast í tjaldi í Laugardalnum. Veikir einstaklingar sem eru búnir að búa í tjaldi síðan í sumar.
Hvernig getur þetta verið svona?
Ekki segja sjálfskaparvíti, ég gef dauðann og djöfulinn í svoleiðis snakk. Við berum ábyrgð hvort á öðru og hvert einasta okkar skiptir máli. Líka þeir sem eru á götunni og ég veit að þeim fer ört fjölgandi.
Er það svona sem velmegunin mótar okkur sem einstaklinga?
Að við gefum fjandann í þá sem standa höllum fæti?
Að þetta sé látið viðgangast mánuðum saman og enginn sjái ástæðu til að gera eitthvað í því?
Hjónin vilja vera saman, þess vegna fara þau ekki í gistiskýlin, og ég skil það vel. Þau hafa bara hvort annað og það er ljótt að skilja að fólk.
Upp með úrræðin fyrir þessi hjón og svo hvern einasta einn af okkar minnstu bræðrum og systrum.
Annars erum við ekkert annað en hræsnarar uppfull af tvöfeldni.
Er þessi búseta fólksins í Laugardalnum vitnisburður um samkennd okkar með náunganum?
Ég neita að trúa því.
Bendi á færslu um sama efni hjá Hallgerði bloggvinkonu minni.
Auðvitað er hinn kvenlegi Hrói Höttur okkar hér í bloggheimum hún Heiða búin að fara og gera eitthvað í málinu. Ekki verið að sitja við orðin tóm á þeim bænum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (47)
Fimmtudagur, 29. nóvember 2007
Eru karlmenn hálfvitar?
Ég hef Hagkaupsmenn sterklega grunaða um að ganga út frá því að karlmenn séu vanþroska eða í besta falli, ofvaxin börn. A.m.k. þeir sem versla í Hagkaupum.
Það er leikherbergi fyrir karlmenn í nýju Hagkaupsversluninni. Með sjónvarpi, enska boltanum og svo stendur til að setja upp Playstation tölvu líka fyrir þá, litlu gúkkulaðirassarófurnar á meðan konurnar versla.
Konurnar versla nefnilega og karlmennirnir dæsa. Karlmennirnir borga og brosa. Konan veður áfram og hendir ofaní innkaupavagninn, karlinn stendur kríthvítur í framan og reynir að leggja saman í huganum, þannig að brakar í heilabúinu.
Það er tragikomískt að sjá fyrirtæki gera út á mýtur um kynin, mýtur sem eiga sér litla eða enga stoð í raunveruleikanum.
Jú konum finnst mörgum gaman að versla og sumum mönnum finnst það leiðinlegt. Samt þekki ég enga karlmenn á eðlilegum aldri sem ekki taka fulla ábyrgð á heimilisinnkaupum, þó þeir séu ekki að praktísera einhverja ástríðu eða að fá raðfullnægingar yfir hilluúrvalinu þegar þeir rúlla sér í gegnum matvörubúðina. Stundum skiptir fólk líka með sér verkum, konan verslar, karlinn sér þá um að elda eða öfugt. Það heitir verkaskipting og hefur verið lengi við líði.
Jesús hvað þetta er mikil karlfyrirlitning.
Kikkmíæmöstbídríming.
P.s. Ég ætla að planta mér í leikherbergið um helgina og hía á sökkerana sem fatta ekki djókið með herbergið. Úje.
Pabbar í pössun í Hagkaupum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (170)
Fimmtudagur, 29. nóvember 2007
Spíttsófarúmið
Við, þ.e. ég og húsband, eigum forláta hjónarúm. Hehemm, það er nú kannski að ýkja smá, en þetta rúm hefur fylgt okkur nærri frá byrjun búskaps og mun sennilega gera um ófyrirsjáanlega framtíð af ýmsum ástæðum sem brátt munu ljósar.
Við þurftum að kaupa okkur rúm þegar við slógum saman reytum okkar, og það þurfti að gerast í hvelli. Við keyptum fyrstu hjónasængina sem við sáum og var í heilu lagi, þ.e. eftir smáauglýsingu. Rúmið er af svokallaðri spíttsófalínu, en það eru húsgögnin sem voru í tísku 197ogeittvað og hafa hlotið nafn sitt frá sukkpartíum þess tíma. Ég gæti trúað að það hafi verið keypt í Trésmiðjunni Víði. Munið þið eftir auglýsingunni; allt frá hatti ofan í skó, Herradeild P.Ó? Já það var á þeim tíma.
Þetta er samt framúrstefnuleg beðja, því hún er ekki úr tekki, heldur eik. Rúminu fylgdi "rekkverk" upp á miðja veggi með hillum og ljósum, algjört diskórúm.
Húsbandið elskar spíttsófarúmið. Ég þurfti að stofna hjónabandinu í hættu til að fá að rífa niður rekkverkið með ljósunum og því stöffi, fannst ekki kúl að fá það í hausinn einhverja nóttina. Hef ég sagt ykkur að ég á íhaldsaman eiginmann? Nei ég held ekki.
Svo hafa árin liðið. Aldrei er tíbabært að skutla út partýgræjunni, honum finnst svo gott að sofa í því. Dætur mínar hafa gargað örvæntingafullum röddum; mamma, viljið þið henda ógeðisrúminu á haf út!! Margoft.
Á þessu ári sem senn er á enda, hef ég unnið markvisst að pr-starfsemi fyrir nýju rúmi. Ég hef kvartað um svefnleysi, um bakverki, um liðverki og uppskorið eftirfarandi svör í réttri röð: Farðu að sofa á eðlilegum tíma, sofðu á hlið-baki-magaogþálagastetta og berðu á þig ólífuolíu. En ég er öflug kona þegar ég tek mig til og það var farið að hilla undir uppgjöf hjá mínum manni. Hann var farinn að horfa á mig tómum augum, kinka kolli þegar ég hélt eldheitar söluræður og hann var að koma til. Guði sé lof.
Í morgun áður en hann fór í vinnuna og var að kíkja í blöðin, kallaði hann allt í einu upp, barnslega glaður: Jenfo, sjáðu, þetta rúm hérna er alveg eins og okkar nema stránýtt. Ég vil það. Á myndinni var nútíma útfærsla á spíttsófarúminu, rekkverkið náði upp á miðja veggi, nema það voru líka græjur í þessu og gott ef það var ekki girðing allt í kringum helvítis beðjuna.
Ég gafst upp og því sit ég hér og hamra á lyklaborðið meðan hann sefur alsæll í plebbarúminu og ég veit, ég finn það á mér, að ég hef endanlega tapað baráttunni um rúmið.
Dæs og úje.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Miðvikudagur, 28. nóvember 2007
Amerísk krumla laganna?
Mig rak í rogastans, þegar ég sá þessa frétt á visi.is.
Þar segir að Aron Pálmi hafi verið stöðvaður á götu af manni frá sendiráðinu sem afhenti honum nafnspjald sitt. Starfsmaðurinn mun hafa haft í hótunum við Aron Pálma og sagt að ef hann stigi fæti inn í bandaríska sendiráðið, yrði hann handtekinn.
Aron Pálmi hefur haft samband við Utanríkisráðuneytið.
Bandaríska sendiráðið harðneitar en visir hefur nafnspjald mannsins í fórum sínum og það er staðfest að hann vinnur hjá sendiráðinu.
Ég ætla rétt að vona að málið verði rannsakað.
Að Ameríka sé ekki að ofsækja Íslendinga.
Þá er þetta alvarlegt mál.
Varla á að láta þetta órannsakað?
Eða hvað?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 28. nóvember 2007
Að giftast fyrrverandi á bak við núverandi
Ég á varla orð yfir að þessi smá misskilningur með brúðkaupsmyndirnar hafi valdið því að fjölmiðlar á Norðurlöndum velta sér nú upp úr þessum skelfilega atburði. Að brúðkaupsmyndir Geirs og Tönju Engely hafi lent hjá fyrrverandi kærustu Geira.
Maður miðar auðvitað út frá eigin reynslu. Ég hef, eins og flestir vita, átt fjöldann allan af eiginmönnum () og er því sérfræðingur í eftirhjónabandssamskiptum. Ég hef verið svo heppin með eiginmenn, að ekki einasta hefði ég bara skoðað myndirnar og dáðst að þáverandi með sinni nýju, ég hefði boðist til að vera svaramaður eða leiða hina nýju brúði upp að altarinu líka, hefði ég átt þess kost. Reyndar hef ég aldrei verið beðin, hvernig ætli að standi á því? Það getur varla verið svona mikil hamingja í gangi að vera laus við mig. Nei, nei, getur ekki verið.
Ég hélt að á upplýstum tímum með hárri skilnaðartíðni (hm) þá þætti svona ruglingur ekki að vera eitthvað á Richter. Ég hefði skilið fréttina ef núverandi hefði fengið myndir af eiginmanni að giftast fyrrverandi. Það hefði þó verið bragð að því.
En því er ekki að heilsa. (Hugmynd einhver?)
Bætmí.
Úje.
Fyrrum kærasta fékk brúðkaupsmyndirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 12
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 75
- Frá upphafi: 2987143
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 74
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr