Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Jólagjöfin í ár? - Taka III

Ég held áfram á jólagjafavaktinni, fyrir okkur ríku og fögru.  Eitthvað skemmtilegt í þá áttina er í Mogganum á hverjum einasta degi.  Undir innlendum fréttum, en ég hefði haldið að svona umfjallanir myndu flokkast undir auglýsingar. 

Engin kona með sjálfsvirðingu notar krem sem kostar minna en 45.000. kr.  Það liggur í hlutarins eðli að við þau ríku og laglegu veljum það besta, alltaf.  Mér var að detta í hug að svona krem væri sniðugt í jólapakkann handa saumaklúbbsvinkonunum, bara lítið og smálegt fyrir jólin til að sýna hug sinn til stelpnanna og hyggja að húð þeirra í leiðinni.

Í fréttinni stendur: "Konur átta sig á því að þær eru með betri krem og meiri virkni í lúxuskremunum. Það er ekki bara skellt á þetta dýru verði, heldur eru rannsóknir á bak við kremin og dýr hráefni. Þær sem nota þessi krem vita að hverju þær ganga og velja þau því frekar," segir Kristín en tekur fram að margar haldi sig þó við ódýrari tegundir"

Þær sem halda sig enn við ódýrari tegundir geta ekki tilheyrt okkur þeim ríku og snoppufríðu, það er ég viss um, svo lágt leggjumst við ekki. 

Fíflagangi lokið og að alvöru lífsins.

Ég á smá erfitt með að fíflast með þetta, því þegar ég las "fréttina" þá kom mér í hug ABC-barnahjálp, af einhverjum orsökum, en á þeirra vegum á ég litla fósturdóttur, hana Dorothy í Uganda, og fyrir tæpar 4.000 krónur  á mánuði, fær hún mat, föt, læknisþjónustu og skólanám.  Þessi upphæð bjargar lífi þessarar litlu telpu, sem hefur misst báða foreldra úr Aids.

Það er alltaf spurning um forgang, er það ekki? 

Ég tek fram, vegna "upphrópenda forsjárhyggjuhræðslu" sem hafa verið að sauma að mér hér í athugasemdakerfinu og víðar, undanfarið, að ég vil ekki láta BANNA andlitskrem, heldur vil ég benda á þessa gengdarlausu neysluhyggju sem ríður röftum í þjóðfélaginu, á meðan heimurinn sveltur.

En í dag er ég glöð, edrú, einbeitt og hamingjusöm, þó ég þurfi að vera fastandi til kl. 15,30 í dag. 

Svona er ég mikill unaður á geði.

Ójá.


mbl.is Íslenskar konur nota 45 þúsund króna andlitskrem
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hugsa, og þá skotgengur þetta!

Ég hef verið að drepast úr eirðarleysi í dag.  Ég kvíði smávegis morgundeginum en ég er á leiðinni í rannsókn.

Nóg um það ég á ekki neitt bágt og þetta skotgengur.

En í stressi mínu henti ég mér með fjarstýringuna fyrir framan sjónvarpið.  Flett,flett,flett.

Skár 1, Næsta ofurmódel Ameríku á dagskrá.

Stúlka í myndatöku.

Maður segir, "hættu að analýsera sjálfa þig svona".

"Ekki hugsa og þá skotgengur þetta".

(Don´t think and everything will be fine).

Ekki að þetta komi mér á óvart þegar þessi bransi er annars vegar, en þessi grímulausa hreinskilni er fremur sjaldgæf.

Bara svona í tilefni kvennafrídagsins áður en nýr dagur rennur.

Baráttukveðjur,

Við þurfum á þeim að halda.

Ójá.


Stelpur, til hamingju með daginn..

v

..þó seint sé.  Er utan við mig þessa dagana, enda margt í farvatninu.

Hvað um það.  Ég man kvennafrídaginn 1975 í smáatriðum, eins og hann hafi verið í gær eða fyrradag, nánast.

Stemmingin á Lækjartorgi var ótrúlega mögnuð og mér fannst eins og að nú myndu hlutirnir gerast hratt og örugglega.

Ekki reyndist ég sannspá þar, en hellingur hefur gerst í jafnréttismálum síðan þá og það ber að geta þess sem gott er.

Ég er smá óróleg yfir viðhorfunum sem virðast ráðandi hjá ungu kynslóðinni varðandi jafnréttismál.

Ég vona annars að allar konur, hafi notið dagsins.

Ójá.


mbl.is Unga kynslóðin íhaldsöm og bakslag komið í valdahlutfall kynjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ástarlestin - Tjútjúfærsla

 

Nú er hægt að fara á stefnumót í hraðlest ef fólk er orðið leitt á hinni hefðbundnu stefnumótaleið.  Þýsku járnbrautirnar bjóða nú upp á ferðalög milli Nürnberg og München fyrir einhleypa.

Þú sem ert að pakka niður fyrir ferðina færð eftirfarandi pepp frá mér..

..ef það hefur ekki smollið hjá þér í bílnum, á veitingastaðnum, í partíinu, í vinnunni, í strætó, í leigubílnum eða flugvélinni:

Þá eru líkurnar á árangri milljónprósent litlar.

Sumum er bara ætlað að þjást.

Tjútjútrein!

Ef einhver ætlar að missa sig yfir þessum bjánagangi, þá er tekið á móti viðkomandi í herberginu til hægri þegar komið er inn, þar er slökun í gangi undir eftirliti fagaðila.

Annars er ég edrú og í góðum málum.Wizard

Ójá.

 


mbl.is Stefnumót í hraðlest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ten little niggers"

Bókin 10 litlir negrastrákar eða "Ten Little Niggers" eins og hún heitir á frummálinu, er að koma út aftur.  Stundum verð ég svo innilega hissa á því sem gerist í kringum mig, að ég veit varla hvert ég á að snúa mér.  Þessi bók sem er auðvitað afurð breska heimsveldisins og endurspeglar viðhorf þess til annarra kynþátta er tímaskekkja sem á auðvitað ekkert erindi inn á markað og það sem barnabók!!  Hinsvegar væri hún ágætis kennslugagn í hvernig forðast beri innrætingu smábarna á heiminum, en það er önnur saga.

Sumir segja; úff ég skil ekki hvað er athugavert við þessa bók, mér fannst hún svo "óggisla" skemmtileg þegar ég var lítil og svo teiknar MUGGUR myndirnar og ladídadída.  Vei þeim sem setti svona bók í  jólapakka til barna tengdum mér.

Annars hef ég trú á fólki og mér dettur ekki í hug að margir aðstandendur barna setji þessa ójólalegu bók undir jólatréð fyrir saklausar barnssálir að lesa.  Hvorki um þessi jól né þau sem á eftir fylgja.


Jólagjöfin í ár - Taka II

Jæja, þar sem ég hef tekið að mér, fyrir hönd okkar (ný)ríka og fallega fólksins að vera á jólagjafavaktinni (ekki er ráð nema í tíma sé tekið), stend auðvitað mína plikt í því.  Í gær benti ég á demantinn stóra sem tillaga að gjöf undir hvítagullsjólatréð og nú er komið að hinu nauðsynlega fjarskiptatæki.

Skv. Þorsteini Þorsteinssyni, vörustjóra hjá Hátækni, eiga margir tvo til þrjá síma og nota þá eftir verkefnum og klæðaburði og þessir lúxussímar seljast nú sem aldrei fyrr. 

Þessi Nokia sími er úr gulli og kostar um 170 þúsund krónur stykkið. "Sirocco-síminn er smíðaður úr 18 karata gulli og ryðfríu stáli. Skjárinn úr safírgleri og með honum fylgir gullitaður handfrjáls búnaður. Þá eru hringitónar í símanum eftir Brian Eno, en þeir eru að sjálfsögðu spilaðir á flygil."

Ég mæli sterklega með honum þessum, fyrir krakkana sko, einkum þau yngri, en auðvitað eru þeir hjá Nokia ekki að ætlast til að við fullorðna fólkið notum síma á útsöluverði, þar sem ekki einn einasta demant er að finna í appíratinu.

Svo má taka svona gullsíma og láta demantsskreyta hann þannig að hann fari yfir milljónina a.m.k. svo að hann sé nothæfur fyrir okkur, þau fögru og efnuðu.

En þarna er komin fram góð jólagjafahugmynd fyrir foreldrana til að gauka að afkomendunum, með öðrum og merkilegri gjöfum að sjálfsögðu.   Símar eru jú fylgihlutir, og nauðsynlegir sem slíkir, en fylgihlutir verða aldrei neitt aðalatriði, ef þið skiljið hvað ég meina.

Ég held áfram að fylgjast með fyrir okkur útvöldu.

Money makes the world go around!

Újejeje!


mbl.is Íslenskir auðmenn tala í 170 þúsund króna gullsíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég kveiki á kertum

eða myndi gera ef klukkan væri ekki orðin það sem hún er.

Ég myndi krulla mér saman í vöndul innan í teppi og hlusta á J.J.Cale ef klukkan væri ekki orðin það sem hún er.

Í staðinn ætla ég að kveikja mér í sígó, lesa smá blogg og fara svo að sofa í hausinn á mér.

Og músíkin verður veðurhamurinn fyrir utan gluggann.

Ég er í veðurfræðilegu himnaríki!

Ómíómæ!


mbl.is Varað við stormi í kvöld og nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í nafni hvaða guðs?

Allir eru að tala um þýðinguna á nýju biblíunni, orðalag, hvort bókin sé orð guðs sem greypt hafi verið í stein, eða hvort bókin sé skrifuð af mönnum.

Ég hallast að því að biblían sé skrifuð af mönnum og í henni megi finna tíðaranda og viðhorf og þess vegna megi poppa ritið örlítið upp, færa það nær fólki, svo lesandinn upplifi ekki að drottinn alsherjar, sé að tala niður til hans.

Sr. Hjörtur Magni er ágætis talsmaður nýrra viðhorfa í kirkjunni.  Ég tek fram að ég er ekki kirkjumanneskja, les sjaldan eða aldrei biblíuna og er eiginlega trúarlegur útigangsmaður.  En trú og kirkja er mörgum mikilvæg, fólki sárna breytingar á bibbu, eins og t.d. Gunnari í Krossinum og þess vegna skil ég að það sé skeggrætt líflega um hina nýju þýðingu hinnar s.k. helgu bókar.

Ég ætla ekki að fokkast neitt að ráði, meira, í stóra biblíumálinu, en þegar ég horfði á Geir Waage í Kastjósinu í kvöld (sjá link að ofan), þá hugsaði ég með mér að þessi umboðmaður guðs væri ekki að flytja fjöll í málflutningi, ekki steinvölu í attitjúdi og ekki sandkorn í virðingu fyrir manneskjunni.  Þegar hann fór að slá um sig með latneskri málfræði þá hugsaði ég með mér, að kannski ætti Geir Waage að vera með sína biblíu innan klausturveggja þar sem ekki sála lætur sjá sig nema upphafnir karakterar eins og hann sjálfur.

Ef svo ólíklega vill til að GW tali í nafni guðs almáttugs þá er guð ekki bara uppskrúfaður og fjarlægur venjulegu fólki, hann er húmorslaus líka.

Þá megiði eigann!

Guð sko og Geir í kaupbæti.

Bætmí.

Ójá.


Jólagjöfin í ár

Ég stel og staðfæri af visi.is án þess að skammast mín hið minnsta.

Ég verð að fá demant í jólagjöf.  Stóran demant.  Ég var bara að uppgötva það núna þegar ég las fréttina, að mig dauðvantar svona grjót, svona fingurgrjót.  Við erum ekkert sérstaklega rík, ég og húsbandið en það þarf enginn að vita það, og alls ekki ef ég geng um með hnullung á mínum nettu lyklaborðsáhöldum.

Almúginn í heiminum hefur verið að reisa ágreining við að við ríka fólkið verslum s.k. blóðdemanta til að skreyta okkur með, en kommon, það er ekki hægt að sjá það á skartinu hvaðan það kemur. Ég þarf engar andskotans endurminngar skráðar með mínum skartgripum.  Ég missi a.m.k. engan svefn yfir því.

Ég hinsvegar, kem ekki til með að sofa dúr nema ég fái undirskrifað loforð, helst núna yfir kvöldmatnum, frá mínum heittelskaða, að ég fái svona hlunk í pakka á fæðingarhátíð frelsarans.  Ég ætla klárlega að draga stóra og feita línu á milli mín og einhverra nóboddía, sem ganga um með  ördemanta á fingrunum.  Það skal sjást og það greinilega hvar skilur á milli mín og massans.

Gullsmiðir eru alveg undir það búnir að afgreiða stærri demanta en oft áður.  Auðvitað.  Þeir vita eins og ég og allir aðrir, að demantar ársins í fyrra voru litlir, alveg eins og þyrlupallarnir í London eru nú smáir og plebbalegir í minningunni og í samanburði við tísku dagsins í dag.  Nú eru það stórir demantar, meðal flugvellir fyrir áramótapartíin, einkaflugvélar í jólapakkana og ferð til tunglsins í morgungjöf fyrir brúðir ársins.  Þetta er það sem blívur í gjafabransanum.  Ekkert minna.

Ég er farin að skoða alvöru katalóga.  Ég ætla að velja mér demant.

Ég er hörð eins og demantur.

Alveg dedd á því hvað ég vil.

Vilji minn er lög.

Ójá.

 


Karlagrobb og sandkassaleikur

Ef rétt er eftir haft í þessari frétt Moggans, sem ég efast reyndar ekki um, þá er Össur Skarphéðinsson, full ánægður með sig, fyrir minn smekk.  Rosaleg þörf er í sumum körlum að blása sig út af monti og koma með yfirlýsingar um eigið ágæti, alveg óbeðnir jafnvel. 

Kommon Össur, þú ert ráðherra, ekki skemmtikraftur.

"Ég er hér sem fulltrúi ríkisstjórnarinnar og ég klára mig alveg einn," sagði Össur er blaðamaður mbl.is ræddi við hann í dag. „Það hefur enginn spurt eftir Bjarna og ég hef hvergi orðið þess áskynja að deilurnar um málefni Orkuveitu Reykjavíkur hafi haft nein áhrif á áhuga manna á samvinnu við Íslendinga varðandi þessi mál."

Flott ef spillingarmálið títtnefnda hefur ekki áhrif á áhuga manna til samvinnu við okkur.

En hefur virkilega enginn sagt við Össur: "Where is Bjarni"?

Horfa Indónesíubúar ekki á Sunnudagskvöld með Evu Maríu??? Ég á ekki orð.

Nafli alheimsins hvað?

Súmí!


mbl.is Össur: Það hefur enginn spurt eftir Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 2987153

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband