Leita í fréttum mbl.is

Jólagjöfin í ár

Ég stel og staðfæri af visi.is án þess að skammast mín hið minnsta.

Ég verð að fá demant í jólagjöf.  Stóran demant.  Ég var bara að uppgötva það núna þegar ég las fréttina, að mig dauðvantar svona grjót, svona fingurgrjót.  Við erum ekkert sérstaklega rík, ég og húsbandið en það þarf enginn að vita það, og alls ekki ef ég geng um með hnullung á mínum nettu lyklaborðsáhöldum.

Almúginn í heiminum hefur verið að reisa ágreining við að við ríka fólkið verslum s.k. blóðdemanta til að skreyta okkur með, en kommon, það er ekki hægt að sjá það á skartinu hvaðan það kemur. Ég þarf engar andskotans endurminngar skráðar með mínum skartgripum.  Ég missi a.m.k. engan svefn yfir því.

Ég hinsvegar, kem ekki til með að sofa dúr nema ég fái undirskrifað loforð, helst núna yfir kvöldmatnum, frá mínum heittelskaða, að ég fái svona hlunk í pakka á fæðingarhátíð frelsarans.  Ég ætla klárlega að draga stóra og feita línu á milli mín og einhverra nóboddía, sem ganga um með  ördemanta á fingrunum.  Það skal sjást og það greinilega hvar skilur á milli mín og massans.

Gullsmiðir eru alveg undir það búnir að afgreiða stærri demanta en oft áður.  Auðvitað.  Þeir vita eins og ég og allir aðrir, að demantar ársins í fyrra voru litlir, alveg eins og þyrlupallarnir í London eru nú smáir og plebbalegir í minningunni og í samanburði við tísku dagsins í dag.  Nú eru það stórir demantar, meðal flugvellir fyrir áramótapartíin, einkaflugvélar í jólapakkana og ferð til tunglsins í morgungjöf fyrir brúðir ársins.  Þetta er það sem blívur í gjafabransanum.  Ekkert minna.

Ég er farin að skoða alvöru katalóga.  Ég ætla að velja mér demant.

Ég er hörð eins og demantur.

Alveg dedd á því hvað ég vil.

Vilji minn er lög.

Ójá.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Jenný mín ert svona demantsjúk ég líka .

Kristín Katla Árnadóttir, 23.10.2007 kl. 17:15

2 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Ég líka...við bara veðsetjum íbúðina meira, seljum bílinn, látum börnin vinna....vegna þess að ég vil vera með og fá stóran demant líka....nenni ekki að bíða fram að jólum, vil fá´ann strax !

Dæmonds ar a görls best frend

Sunna Dóra Möller, 23.10.2007 kl. 17:21

3 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Hann er sko flottur þessi

Katrín Ósk Adamsdóttir, 23.10.2007 kl. 17:35

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Þetta hefur mig alltaf grunað! Hin dagsdaglega lopapeysupæja í´flókainniskónum og 40 ára mussunni, er klofin-í-hrðar-niður-Sála!

Hennar annað sjálf, þráir ekkert meir en glys og glaum, viltar samkvæmisnætur þar sem hún dansar frjáls og full unaðar, perlum, rúbínum og demöntum skreytt!

Þannig hafa nú mörg blómabörnin umturnast!

Magnús Geir Guðmundsson, 23.10.2007 kl. 17:37

5 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Hvað viltu stóran kélling? .... kaupann handa þér ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 23.10.2007 kl. 17:51

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ef þú kemur með símanúmerið hjá þínum heittelskaða þá getum við vinkonur þínar lagt hann í einelti með hótunum, og látum ekki af fyrr en hann fjárfestir í risagrjóti handa þér 

 Karate Chop 

Ásdís Sigurðardóttir, 23.10.2007 kl. 18:00

7 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Mér finnst lágmark að kaupa handa barnabörnunum. Ég er þegar farin að gera drög að því að stúlkurnar mínar fái demant á tærnar og drengurinn í eyrun, drengir eru orðnir dýrari í rekstri en stúlkurnar afþví þeir þurfa tvo í sitthvort eyrað. Þetta geriir því sex barnahringir þótt barnabörnin séu bara fimm. Ég er að leita út um allt í Kaupmannahöfn af hagstæðum demantasala, en þeir eru orðnir ansi margir hér um slóðir vegna vinsælda demantsins.

Edda Agnarsdóttir, 23.10.2007 kl. 18:52

8 Smámynd: Ragnheiður

Mig langar ekki í svona grjót..neibb no way...égmeinaða...bara alls ekki...

Sama hvort það er blóð eða hinsegin....

Búin að lesa allt sem þú hefur skrifað í dag og þú færð baráttukveðjur og knús og allt sem kona þarf í vafasömum aðstæðum, notist allt eftir þörfum.

Ragnheiður , 23.10.2007 kl. 19:02

9 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hér sérðu klippu af mér að syngja um staðreyndir og jólagjöfina í ár

Jóna Á. Gísladóttir, 23.10.2007 kl. 19:07

10 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Ó Jenný! Ég bilast úr hlátri! Þoli þetta ekki, maður fær þessa helvítis demanta um hver einustu jól og bara komið nóg. Gott samt að fá einn stóran núna. Hvað í áranum er annars morgungjöf????  

Laufey Ólafsdóttir, 23.10.2007 kl. 19:25

11 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

OOOooooooh please, not that shalllllooooooowwwwwww.

Ingi Geir Hreinsson, 23.10.2007 kl. 20:09

12 identicon

Er ekki næsta skref að fara með húsbandinu og ná í myndina Blood Diamond á næstu leigu svona til að fá blóðið beint í æð ´sskan?

Ef þráin eftir grjótinu er enn til staðar eftir þá söguskoðun er líklega næsta skref að nota bloggheima til að hrinda af stað söfnun til að hjálpa húsbandinu þínu að uppfylla óskir bloggarans sem allir elska. Söfnunin gæti heitið: Demantshringur á hrjáðan fingur (næstumífúlustualvörukarl)

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 21:41

13 Smámynd: Hugarfluga

Ég er hræðilega glysgjörn og viðurkenni það fúslega að mér finnst algjörlega geggjað að fá demantsskartgripi. Langar mest samt í demantseyrnalokka núna ... aþþí ég er principessa. Já, og hring. Og hálsmen. Ekkert fleira, takk. Nema armband. Hætt. Búin. Bíp.

Hugarfluga, 23.10.2007 kl. 21:51

14 Smámynd: halkatla

hahah þú ert æði

halkatla, 23.10.2007 kl. 21:53

15 identicon

hahahahahahahahaha.Bara yndisleg

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 23.10.2007 kl. 22:41

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk börnin góð.  Vér erum nú þegar í jólahugleiðingum, enda bara 62 dagar til jólaog ég ekki farin að baka.

KK: Ég er ekki demantasjúk honey, hef aldrei verið og vill bara að jólapakkarnir innihaldi eina tegund af pökkum. BÆKUR.  Allt annað sem mig vantar sé ég um sjálf.

SD: Ertu að meina að þú sért ekki með krakkana í vinnu, eru þau ekki að verða 9 ára gömul?

Magnús Geir: Ég veit að þér er "misvel! við mig en það kemur kannski til að því að þú þekkir mig ekki rassg.. fyrir utan að ég fór á Zeppelintónleikana í denn. Í raun er ég merkjasnobb í fötum, en af hippatímanum hangir inni hugmyndafræðin um að við eigum að skipta með okkur því sem máli skiptir.  Svo fremi að það kosti mig ekki mikið.  Hef ekki í lopapeysu komið síðan ég fór að ráða mér sjálf.

Ragga mín: Takk fyrir baráttukveðjurnar, mér sýnist ég þurfa á  þeim að halda.

Jóna mín heittelskaða: Vissi sko hvaða myndband beið mín ÁÐUR en ég tékkaði á því.  Svona vel þekki ég þig góða.  Muha

Eva: Keyptu fyrir mig Pradadrakt (pils)í svörtu stærð small og málið er dautt

Ásdís: Ekki safna gefa Jennslunni ferð til Galapagos!

Laufey: Dem, dem, dem, ekki friður fyrir fokkings demöntum alltaf hreint.

Ingi Geir: Haaaaaaaaaa... heyri ekki rassg.. það er eitthvert holhljóð hérna inni

Anna mín: Takk fyrir fallega hugmynd og svo syngur ég put a wedding band on my swollen finger, because you hit me last night

Fluva: Hér með mun ég láta dementana í jólapökkunum renna til þín þetta árið.  Þú ert prinþeþþa og þarftá.  Færðá.

Takk annars fyrir skemmtileg komment.  Þið eruð demantar!

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.10.2007 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband