Færsluflokkur: Fjármál
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Af altmuligmanninum
Vá hvað Geir altmuligmaður Haarde var öflugur formaður, forstætisráðherra, gjaldkeri, bókahaldari, sendill og fjáröflunarmaður árið 2006.
Ekki nóg með að hann hafi tekið við fimmtíuogfimm milljónum frá FL-Group og Landsbanka, kortéri áður en lög um fjárframlög til stjórnmálaflokka gengu í gildi. Nei hann lét ekki þar staðar numið.
Hann hefur gengið með bókhaldið í vasanum, skroppið í banka og skipt peningunum og lagt þá inn á reikning flokksins án þess að kjaftur yrði þess var.
Altíeinu margir peningar á reikningi flokks - púmm, pang. Gaman að því.
Öllu þessu stóð hann í meðan hann stjórnaði landinu.
Ég er nánast viss um að hann hefur haldið utan um félagaskrána líka.
Trúir fólk þessari útskýringu?
I don´t think so.
Íhaldið er farið að ljúga út í eitt.
Og ég, kæru vinir, er algjörlega raddlaus.
Kem ekki upp hljóði.
Jamm.
![]() |
Geir segist bera ábyrgðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Askja Pandóru ekki opin enn
Ég er komin með upp í kok, fyrir löngu, af spillingarfréttum.
Ekki að ég vilji hætta að fá þær, ekki misskilja mig.
Hvers lags fólk höfum við alið við Íslendingar?
Siðlausa peningamenn sem gera það sem þeim sýnist, án tillits til laga og reglna?
Þrátt fyrir að ekkert lát sé á fréttum af alls kyns sukki og svindli hef ég sterklega á tilfinningunni að askjan hennar Pandóru sé rétt að opnast.
Svo mikið meira á eftir að koma í ljós.
Er það nema von að maður sé hvekktur?
Nei, auðvitað ekki.
Ég vil gera þá stjórnmálamenn ábyrga sem gerðu þetta mögulegt.
Munið að þetta bitnar fyrst og síðast á okkur almenningi, ekki sukkbarónunum.
Munið það þegar þið steðjið á kjörstað.
![]() |
Fyrrum starfsmenn Askar Capital grunaðir um lögbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Mútur?
Fl Group veitti Sjálfstæðisflokknum 30 milljón króna styrk í desember 2006.
Skattrannsóknarstjóri hefur þennan styrk til rannsóknar en hann rannsakar nú bókhald FL Group.
Fengu fleiri flokkar svona glaðning?
Mútur?
Maður spyr sig.
![]() |
30 milljóna styrkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 3. apríl 2009
Eins öruggt og amenið í kirkjunni
Mér finnst Bjarni Harðarson flottur kall.
Hann er líka einn af örfáum sem hafa tekið ábyrgð á gjörðum sínum í pólitík og sagt af sér.
Hvað um það.
Það er eftirsjá að Bjarna Harðar. Þekki ekki til hinna í L-listanum.
Vonandi skellir hann sér með VG bara, nú eða Samfó.
En...
Haldið þið ekki að það komi maður í manns stað?
Látið mig vita það, þráfaldlega gift konan.
Já ég er að klæmast enda við hæfi, Súlugeiri er farinn í framboð með Ástþóri!
Vó, nú mega allir flokkar fara að skjálfa á beinunum.
Fyrir utan súlubúskapinn sem hann hlýtur að berjast fyrir af öllu afli, því það eru mannréttindi að fá að kaupa sig inn á konur og slefa yfir þeim, þá ætlar hann að berjast fyrir því að tónlistarhúsið verði gert að skemmtistað með spilavítum og svoleiðis.
Gott að einhver hugar að svona málum.
Tónlistarhús er auðvitað glatað. Listin sökkar nú nema ákveðin tegund "danslistar".
Reyndar eru skilin milli súludanslistar og klassísk balletts nánast engin, að minnsta kosti örfín.
Í klassískum er súlan lárétt í hinum lóðrétt. Hva!
Nú koma hinir flokkarnir til með að tapa hryllilega yfir til Ástþórs og Geira.
Það er eins örugg og amen í kirkjunni.
Átstór heldur örugglega áfram að draga til sín fleiri mektarmenn.
![]() |
Hættir við þingframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Íslensk þjóð kann sig ekki
Já sæll Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings.
Auðvitað kemur okkur ekkert við um þín persónulegu veð í þinni persónulegu sumarhöll.
Djöfuls frekja og hnýsni í þeim sem vilja velta sér upp úr strangheiðarlegum, gagnsæjum og lágmarks siðspilltum fjármálaferli þínum.
Segðu þeim að halda kjafti og hugsa um sínar eigin sumarhallir, þessum nörðum sem eru að bögga þig með eilífum spurningum.
Ég meina það, má maðurinn ekki eiga sér sín persónulegu fjármálaumsvif í friði?
Má hann ekki skulda VÍS 200 milljónir króna gegn veði í hálfbyggðri sumarhöll?
Ekkert að því.
Djöfuls hnýsni.
Láttu þá heyra það Sigurður minn.
Þessi íslenska þjóð kann sig ekki.
![]() |
200 milljóna veð í sveitasetri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 1. apríl 2009
Fyrirfram aðvaraður, fyrirfram vopnaður?
Ég dauðvorkenni þeim sem þurfa að finna upp aprílgabbið í ár.
Kommon, raunveruleikinn sem við höfum lifað og hrærst í síðan í október er lygasögu líkastur.
Í mínum villtustu martröðum hefði ég ekki náð upp í það sem við erum að upplifa Íslendingar á hverjum degi.
Ég gef mér að þessi "frétt" eigi að vera aprílgabb.
Amk. trúi ég ekki á ævintýraleg tilboð lengur.
Reyndar hef ég aldrei látið blekkjast af "kjötútsölunum" sem boðað hefur verið til á nánast hverju ári undanfarið hvar ljósmyndarar bíða á vettvangi til að taka mynd af þeim sem hafa stokkið af stað.
Ég veit ekki með ykkur en ég er orðinn hryllilega tortryggin yfir höfuð.
Tek öllu með fyrirvara núorðið.
Þessi kreppa og allar lygarnar og leikþættirnir í kringum hana hafa tekið frá mér þetta sem ég átti þó eftir af barnslegri einfeldni eða trúgirni.
Er ekki sagt einhvers staðar; fyrirfram aðvaraður, fyrirfram vopnaður?
Ég er að minnsta kosti brennd.
En þeir sem eiga að fá okkur til að trúa platfréttum í dag eiga alla mína samúð.
Því bókstaflega ekkert er nógu geggjað til að það toppi raunveruleika Íslands í nútímanum.
Ónei.
![]() |
Selja húsbúnað úr gömlu bönkunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Jabb
Sjálfstæðisflokknum verður flest að meini þessa dagana.
Verði þeim að góðu.
Jabb.
![]() |
Fleiri vilja Bjarna en Kristján |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Ekki leiðinlegt
Þegar ég sá að Ögmundur hefur ekki þegið ráðherralaunin frá því hann tók við embætti og ætlar ekki að gera á meðan stjórnin situr, þá bærðist lítil von í brjóstinu á mér.
Að kannski ættum við okkur viðreisnar von.
Það er til fullt af fólki sem er heiðarlegt og skoðunum sínum trútt.
Ekki leiðinlegt.
![]() |
Ögmundur fær ekki ráðherralaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 25. mars 2009
Síðasti sleikurinn gerði útslagið
Ég fer í kruðu og krampa þegar ég les/heyri frá Gylfa Arnbjörnssyni, forseta ASÍ.
Hvers vegna?
Jú, maðurinn virðist samsama sig frekar með atvinnurekendum en umbjóðendum sínum.
Hann getur óskapast yfir að almenningur hafi misst trú og traust á hinu og þessu.
Ég get hins vegar sagt honum að líta í eigin barm.
Eftir síðasta sleik við atvinnurekendur þar sem launahækkunum var frestað út af efnahagshruninu þá held ég að traust hins almenna manns á svo kallaðri verkalýðsforystu sé hrunið niður fyrir frostmark.
Samt eru gullmolar í verkalýðsforystunni.
Verkalýðsforingar sem enn sjá fólk af holdi og blóði þar sem forysta ASÍ sér dauðar tölur á blaði.
Einn þessara gullmola er t.d. hann Aðalsteinn á Húsavík.
Einn af þessum mönnum sem gefa mér vonina um að enn sé hægt að stokka upp og verða eins og fólk en ekki fífl.
En Gylfi og kó eiga nákvæmlega ekkert inni hjá almenningi þegar kemur að trausti.
Kerfiskallar sem eru á sæmilegum launum og lesa skýrslur og ræða hvor við annan eru eins langt frá fólkinu á gólfinu eins og hægt er að komast.
Það er að minnsta kosti mín skoðun.
Og fyrir mér er hún góð og gild.
Góðan daginn annars villingarnir ykkar.
![]() |
Verða að biðjast afsökunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 23. mars 2009
Of seint og hallærislegt
Æi dúllurússlínurassarnir í Valhöll.
Fengu framlag frá Neyðarlínunni 2007 og voru glaðir með það.
Sáu ekkert athugavert við það og hafa notið glaðir. Unnu kosningarnar og svona.
Svo komst það í miðlana, fólki varð óglatt, trúði ekki einu sinni Sjálfstæðisflokknum til að teygja sig í neyðina eftir peningum.
Og viti menn...
Þeir skiluðu framlaginu.
Of seint, of seint.
Og botnlaust hallærislegt yfirklór.
![]() |
Skilar framlagi Neyðarlínunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr