Færsluflokkur: Fjármál
Sunnudagur, 19. apríl 2009
Engin dömubindaauglýsing í sjónmáli
Frábært, peningar sem liggja steinþegjandi inni á banka.
Verst að þjóðin fær þá ekki inn á reikninginn.
Annars hef ég ekki nokkurt andskotans vit á neinu lengur.
Það er svo mikið af "sérfræðingum" sem vita hvað eigi að gera okkur til bjargar, en því miður kannski, þá eru þeir ekki þar sem ákvarðanirnar eru teknar.
Ég hef ákveðið að nota brjóstvitið héðan í frá.
Fyrirgefið en helbláir Sjálfstæðismenn sem vilja ganga í ESB segja mér ekkert um eitt eða neitt.
Ég hreinlega treysti ekki Sjálfstæðismönnum.
Á laugardaginn kemur þá steðjum við að kjörborði.
Ég ætla að kjósa VG og er búin að gera það upp við mig svo fremi sem ekkert stórkostlegt gerist.
Ég held að það sé ekki hægt að kjósa yfir sig kraftaverk í stöðunni, betri heim, fiðluspil, dömubindaauglýsingalíf, blóm og stórsteikur.
Því eru Sjálfstæðismenn ásamt Framsókn búnir að klúðra svo fokking big time að það er ekki til neins að láta sig dreyma.
Valið hjá mér snýst ekki um neina útópíu, ég tel mig vita nokkurn veginn hvað býður, ég kýs einfaldlega þá sem ég treysti best til að vera heiðarlegir og raunsæir og þá sem ég tel að muni forgangsraða þannig að við venjulega fólkið verðum ekki notuð sem fallbyssufóður í fremstu víglínu afleiðinga efnahagshrunsins.
Borgarahreyfingin er auðvitað möguleiki líka, en ég ætla að hafa þetta svona.
Já og talandi um Framsókn.
Það þarf ekki spádómsgáfu til að sjá að þá dreymir um heitar samvistir með Sjálfstæðisflokknum.
Í öllum þáttum sem frambjóðendur koma saman þá eru þeir ofan í kokinu hver á öðrum, jánkandi og jáandi.
Það var frábært að horfa á Sjóð 9 og Birkir Jón á Borgarafundinum síðasta (minnir mig). Birkir Jón jánkaði svo brjálæðislega öllu sem Sjóðurinn sagði að ég var skíthrædd um að hann yrði höfðinu fátækari ef þátturinn yrði mikið lengri.
En við erum Zimbabwe norðursins börnin góð.
Úthrópaðir ómerkingar án þess að hafa lyft litlafingri til að orsaka orðstírinn.
Endilega ekki biðja um meira af sama á laugardaginn.
![]() |
Óvænt fé í íslenskum banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Styrkjamál eru smámál
Þrátt fyrir ömurlega hegðun helvítis fjölmiðlana gagnvart Sjálfstæðisflokknum og sér í lagi Guðlaugi Þór, þá bætir flokkurinn við sig milli kannana.
Gott mál, fólk sér í gegnum þessar ofsóknir fjölmiðla á hendur vesalings flokk og frambjóðenda.
Guðlaugi Þór finnst ekki að styrkjamálið hafi skaðað flokkinn.
Enda dettur ekki viti borinni manneskju slík vitleysa í hug.
Þetta með styrkina er smámál.
Bara krúttleg fjáröflun sem gekk svona andskot vel.
Hættið svo þessu böggi.
Segi ég sko ekki þingmaðurinn.
![]() |
Guðlaugur telur málið ekki skaða flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Sannleikurinn er sagna bestur
Ég varð dálítið hissa þegar ég sá að Guðlaugur Þór ætlaði að fara fram á það við Ríkisendurskoðun að þeir skoðuðu störf hans hjá Orkuveitu Reykjavíkur.
Ég hélt að það væri ekki hægt að panta rannsóknir hingað og þangað að eigin geðþótta.
Svo sættist ég á að Guðlaugur Þór vissi þetta betur en ég, enda í djobbinu, ég ekki.
Fólk hefur auðvitað verið að gera krúttlegt grín að þessu, eins og maður sem ég les en kýs að nafngreina ekki (fyrsti stafur Illugi Jökulsson) en hann ætlar að biðja Ríkisendurskoðun um að rannsaka greiðslur sem hann fékk sem blaðburðardrengur 1970. Dúllan hann Illugi.
Auðvitað er sorglegt þegar öll spjót beinast að mönnum en hver verður víst að liggja eins og hann býr um sig, þannig er nú það.
Ég og vel flestir hafa fundið sig í þeirri aðstöðu.
En hvað á það að þýða að menntaður maður eins og Guðlaugur Þór, alvanur pólitíkus, skuli koma fram með svona beiðni?
Hann hlýtur að vita að maður pantar ekki svona rannsóknir bara sisvona af því manni dettur það í hug eða hvað?
Maður spyr sig.
Þetta er orðin einn alherjar farsi sem virðist engan endi ætla að fá.
Er ekki hægt að einfalda hlutina og segja bara gamla góða sannleikann?
Ég mæli með því.
![]() |
Ríkisendurskoðun hefur ekki heimild |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Ávísun á vandræði
Það eru innan við tvær vikur til kosninga.
Ástandið er vægast sagt óhefðbundið og undarlegt.
Þingið starfar ennþá. Hvað verður um stjórnarskrármálið?
Á Sjálftökuflokkurinn að hafa þar sigur yfir vilja stórs hluta almennings, um breytingu á stjórnarskrá og stjórnlagaþing?
Ég vill ekki trúa því.
Skítabomban sem féll um stóru styrkina fyrir páska er enn að senda frá sér ólykt og ekkert lát á.
Ég veit ekki með ykkur, en ég er löngu hætt að skilja hver sagðist hafa sagt hvað við hvern og gert hvað og látið annað ógert, hvenær og hvernig (hér kem ég upp til að anda).
BB hinn nýi formaður íhaldsins ætti nú að fara að fá þetta á hreint í eitt skipti fyrir öll.
Við erum mörg sem höfum ekki smekk fyrir löngum sápuóperum.
Hvernig sem þessu máli er snúið, þá er það svo vont fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ég finn nærri því til með þeim.
Svo er ég enn á því að það sé út úr korti að fyrirtæki séu yfirleitt að halda stjórnmálaflokkum gangandi.
Það er ávísun á vandræði og hagsmunaárekstra.
Svo ég tali nú ekki um mútur.
Jabb, þingið hefst í dag.
Heldur fjörið áfram?
![]() |
Var í beinu sambandi við bankastjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Mánudagur, 13. apríl 2009
Í heví hópefli á Tortóla
Auðjöfrarnir sjást ekki á götum Reykjarvíkur, er haft eftir heimildarmanni, í samtali við breska dagblaðið Daily Telegraph en í dag eru þeir með umfjöllun um rannsókn á íslenska bankahruninu.
Já, víst er að nú er hún Snorrabúð stekkur.
Nú sést enginn Bjöggi eldri á röltinu í Austurstræti til að skoða lendur sínar og rabba við þegnana.
Nú eru engar uppákomur við Fríkirkjuveg 11 (sem ég heimta að verði fært aftur í hendur Reykvíkinga).
Nú er ekki hægt að rekast á Jón Ásgeir á djamminu. Ónei, ónei.
Ég held að þeir séu allir á Tortóla strákarnir.
Í heví hópefli.
![]() |
Auðjöfrar landsins sjást ekki á götum Reykjavíkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 11. apríl 2009
Guð fyrirgefi mér
Bjarni Ben er á því að allar upplýsingar um "styrkjamálið" séu komnar fram og þá er hægt að pakka málinu saman finnst honum.
Allt á borðinu.
Bíddu, bíddu, bíddu.
Ekki alveg svona snöggur karlinn.
Steinþór og Þorsteinn, sem fáir kannast við, eru svona nánast utan úr bæ, ókei, annar í stjórn FL og hinn starfsmaður Landsbankans öfluðu styrkjanna eftir hvatningu Gulla Þórs.
(Bara venjulegir Sjálfstæðismenn eins og það er kallað af formanni flokksins).
Þessir menn eru göldróttir!
Svona upphæðir fær ekki hver sem er út á sitt heiðvirða andlit, blá augu eða blautlegar varir.
Og það án þess að nokkuð komi í staðinn.
Eða hvað?
Ég er klökk hérna.
Ég hef verið að hneykslast á þessum félögum, FL-Group og Landsbanka.
Fyrir sukkið og svínaríið offkors.
Og allan tímann voru þeir í bullandi góðgerðarstarfsemi.
Guð fyrirgefi mér.
![]() |
Söfnuðu fé fyrir flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 10. apríl 2009
Hvað er í bókunum?
Gott hjá Samfylkingu að opna bókhaldið, enda ekkert annað að gera í stöðunni Fólk er búið að fá nóg af allri spillingunni og leyndarmálunum.
Upphæðin sem Samfó fékk var 36 milljónir.
Slagar ekki upp í Sjálfstæðisflokkinn en samt eru þetta miklir peningar.
Finnst engum nema mér að það sé ankanalegt að flokkar skuli reka sig á fyrirtækjastyrkjum?
VG hefur verið með opið bókhald frá byrjunn og þeirra stærsti styrkur 2006 var ein milla frá Samvinnutryggingum.
Þeir hafa ekki mikið að skammast sín fyrir VG og ég er stolt af þeim.
En hvað með Framsókn?
Ég kalla þá hugrakka, jafnvel fífldjarfa að þora að segja kjósendum á þessum tíma að þeir ætli ekki að opna bókhaldið fyrir 2006.
Skynja þeir ekki tímann, óróann og þá sérstaklega núna eftir að Sjálfstæðisflokkurinn varð uppvís að styrkjahneykslinu?
Er þeim ekkert sérstaklega í mun að draga til sín kjósendur? Kannski að það sé málið.
Allir aðrir flokkar láta vaða og leggja allt á borðið, Framsókn þarf að halda trúnað við fyrirtækin sem gefa þeim peninga. Vá, skrýtinn forgangur.
Nú fyrst verð ég forvitin.
Hvað er þarna sem ekki má sjá?
Hm.....
![]() |
Samfylking opnar bókhaldið 2006 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Föstudagur, 10. apríl 2009
Límsetuþráhyggja
Peði fórnað.
Bakari hengdur fyrir smið.
Bakaríinu skellt í lás, bakari hengdur.
Smiður glottir út í annað, bullandi sekur.
Heldur þessi flokkur að fólk sé hálfvitar?
Þeir hefðu allt eins getað hring í Jóa á hjólinu bara og beðið hann um að taka ábyrgðina á málinu.
Ég held að Sjálfstæðisflokknum sé ekki við bjargandi.
Þvílík límsetuþráhyggja.
![]() |
Andri hættir störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Það er þetta með hænuna
Ætli það sé vegna páskana sem ég losna ekki við söguna um "litlu gulu hænuna" úr höfðinu á mér?
Varla er það Guðlaugur Þór sem beinir hugsunum mínum á þá braut haldið þið?
Ég veit það ekki en það er "ekki ég" alla leið í flokknum þessa dagana.
Ekki kjaftur komið nálægt þessu.
Nema fyrrverandi formaður sem vegna alvarlegra veikinda er horfinn úr pólitík.
Segið mig vantrúarmanneskju en mér finnst þetta ekki hljóma trúlega.
Bara alls ekki.
![]() |
Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Fyrir hvað var verið að borga?
Það þurfti efnahagshrun heillar þjóðar til að innviðir flokksins eina færu að bresta.
Að hið rétta andlit Sjálfstæðisflokksins kæmi í ljós.
Ég bloggaði um það í gær að spillingin væri rétt að byrja að koma upp á yfirborðið.
Því miður hafði ég rétt fyrir mér.
Fyrst komu þessi algjörlega siðlausu styrkir (lesist mútur) fram í dagsljósið.
Í dag kemur í ljós að Guðlaugur Þór hafði milligöngu um peningana.
Hvers lags forarpyttur er þessi flokkur eiginlega?
Nú stendur eftir spurningin um fyrir hvað var verið að borga?
Eitthvað var það svo mikið er víst.
P.s. Höfundur þessa frábæru merkja er bloggvinur minn hann Guðsteinn Haukur og mér leiðist ekki þetta frábæra framtak hans.
![]() |
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fjármál | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2987754
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr