Færsluflokkur: Spil og leikir
Mánudagur, 30. júlí 2007
PIRRINGSBLOGG
Loksins þegar fjárans sumarstarfsmaðurinn spáir almennilega fyrir mér þá vantar mikilvægan hluta minna dásamlegu eiginleika í fj.. spána.
"Steingeit: Þú ert sérlega næmur, skilningsríkur og samúðarfullur við fólkið sem þú elskar - og líka við það sem þú þekkir varla. Það er þitt framlag til friðar á jörðu"
Ég viðurkenni að ég hef verið að bíða eftir viðurkenningu veraldarinnar á framlagi mínu til heimsfriðar, ásamt öðrum viðurkenningum sem ég á skilið. Loksins kom örlítil viðurkenning á því að ég er dásamleg manneskja. Betri en flestar aðrar. Fullkomin eiginlega. En af hverju í andskotanum stendur ekkert um hversu hógvær og lítillát ég er? Ha??
Æmabát2börst!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 10:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 28. júlí 2007
EINELTI SUMARLIÐA...
..og tilraunir hans til að brjóta mig niður ætla engan enda að taka. Á mánudaginn hringi ég í Styrmi ritstjóra og kvarta. Kvarta sáran yfir að ég, einn af Moggabloggurum, skuli ekki fá að lifa dag öðruvísi en asninn hann Sumarliði leggi mig í einelti. Dúa dásó, er hreinn jólasveinn við hliðina á fíbblinu.
Steingeit: Það er ógeðslegt að borða fulla skeið af salti. En hnífsoddur hér og þar gerir allan mat betri. Það sama á við um ábyrgð. Hún er fín í smáskömmtum.
Sko ég hellti ríflega fullri skeið af Maldúnsalti yfir flottu kartöflurnar sem ég sauð í kvöld. Það er of mikið ég veit það, ég játa og tek ÁBYRGÐ á mínu viðbjóðslega athæfi.
Ég er hætt að blogga (ekki láta ykkur dreyma um það).
Síjúgæs.
Föstudagur, 27. júlí 2007
NÚ HREINLEGA ER MÉR ALLRI LOKIÐ
Bloggvinir mínir eru svo ógisla fyndnir. Hún Huld (www.ringarinn.blog.is) sendi mér afturhiliðina á dansara dagsins.
Nú er hægt að njóta bæði að aftan og framan.
Ekkert "frontside only" kjaftæði.
Ælofðismen!
Föstudagur, 27. júlí 2007
ÞESSU STAL ÉG..
Í athugasemdakerfi hjá einhverjum bloggvini. Ég er í kasti. Hann er svo lífsglaður þessi að hann ætti að vera skylduinntaka fyrir augun á morgnanna.
Maðurinn er ákveðinn í að njóta lífsins.
Úje
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
AF VINDI, TRJÁM OG PÍNKULITLUM ÍSUM
Hún Jenny Una Erriksdóttirrr kom í heimsókn í gær. Ég stóð með hana í fanginu við eldhúsgluggann og við vorum að horfa á fallega tréð fyrir utan. Í þessu tré á vindurinn heima, allavega heldur Jenny Una því fram. Á undanförnum mánuðum höfum við mikið spekúlerað í hegðun vindsins og trésins. Þetta fór okkur nöfnunum á milli.
Jenny: Amma, vindurinn er að leika sér í trénu og hann er ekki reiður.
Amma: Já það er rétt elskan, hann ruggar trénu bara pínulítið.
Jenny: Vindurinn má ekki vera reiður við tréð og vera með læti, þá brotnar það og það kemur blóð.
Amma: Vindurinn er alveg rólegur núna og tréð meiðir sig ekki neitt.
Jenny: Ef tréð meiðir sig og það kemur blóð þá á amma að gefa plástur, stóóórrran plástur, alleins og Jenny (hún rekur fram pínulítinn putta með kisuplástri). Vindurinn er samt alleg góður, hann bara hlaupa heim til mömmusín stundum.
Amman: (orðin andaktug í framan vegna hins heimspekilega þenkjandi tveggja ára barns), já Jenny mín það verður að hjálpa trénu ef það meiðir sig.
Jenny: (amman sér barn næstum því glotta út í annað) ef það kemur blóð þá á tréð að fá ís. Jenny með plástur má Jenny fá "pínulítinn" ís? (barn veit að það eru ekki til pínulitlir ísar og ekki heldur risastórir) Geððuða amma mín?
Amman: Hm... og gefst alla leiðina upp.
Fimmtudagur, 26. júlí 2007
SKERÍ - SKERÍ
Það eru litlir menn, grænir á lit samt kínverskir, í sænskum þjóðbúningum út um allt í kringum mig. Þeir fylgja mér hvert fótspor, halda að ég sjái þá ekki og þeir njósna stöðugt um mig. Þeir taka upp símtölin mín, eru með kamerur hér í öllum hornum og það eru míkrafónar í gólfinu. Þeir ætla að ná mér og færa mig til dómara. Ég veit ekki alveg fyrir hvað en ég er viss um að ég verð dæmd fyrir landráð eða eitthvað. Þeir eru inni í tölvunni, þeir fokka upp blogginu mínu og þeir setja inn athugasemdir í mínu nafni. Ég er algjörlega ófær um að stoppa þessa menn.
Þegar ég sef þá hvísla þeir að mér allskonar ófögnuði til að gera mig hrædda þannig að ég hlýði þeim á endanum.
Þeir eru farnir að skrifa stjörnuspá Steingeitarinnar á Mogganum til að ná enn betur til mín.
Í dag segja þeir (uss ekki tala hátt, microphones you know):
"Steingeit: Þeir munu reyna að segja þér að þú hafir bara eitt tækifæri, en þau eru endalaus. Reyndu þitt besta, og lærðu af því fyrir næsta skipti."
Ég er svvvvvooooooooo hrædd.
Emægonnadæ?
Miðvikudagur, 25. júlí 2007
HÉLT AÐ ÞAÐ HEFÐI KOMIST UPP UM MIG..
.. þegar ég sá þessa frétt. Var með áhyggjur af því að mín síðustu fyllerí hefðu komist í blöðin. Hefði verið hallærislegt að fá bakreikning í fjölmiðlum, þegar maður er edrú og í góðum málum í bráðum ár.
Fattaði strax og ég sá kókflöskureikninginn að þetta gat ekki hafa verið ég.
Sjúkkitt.
Sóklínandsóber!
![]() |
Keypti drykki á barnum fyrir 13 milljónir kr. |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 25. júlí 2007
MEYJURNAR Í LÍFI MÍNU..
..eru nokkrar. Þær eiga það sameiginlegt að vera yndislega smámunasamar. Dúa vinkona mín, raðar súpum og sósum eftir stafrófsröð í eldhúskápinn. Notar litaspjald þegar hún raðar í fataskápana (ásamt, málbandi, halla- og dýptarmæli, auðvitað) og þegar það er glas í vaskinum, lengur en það tekur að þvo það upp, er hún á barmi taugaáfalls. Meyjur eru sagðar vera bestu bókhaldararnir.
Þrjár meyjur sem ég þekki, brjóta plastpokana sína saman, nákvæmlega svona:
Kannist þið við þetta krakkar?
Bítsmí.
Miðvikudagur, 25. júlí 2007
AÐ VERA Í RUSLINU
Ég veit ekki með ykkur en ég er stórbiluð oft á tíðum.
Hafið þið farið með ruslið út á morgnanna um leið og þið farið að heiman?
Kannist þið þá við að hafa mætt með ruslið í vinnuna?
Eða setið með útroðinn poka af matarleifum á biðstofu læknis?
Orðið fyrir aðkasti í strætó vegna þess að það er farið að slá í dýralíkin og lyktin er ógurleg?
Ef ekki þá eruð þið ekkert í námunda við hina stórundarlegu mig.
Lofjúgæs!
Þriðjudagur, 24. júlí 2007
NÚ VÆRI MÉR SKEMMT..
..ef það væri sannleikskorn í bölvaðri stjörnuspánni minni (Steinunn Ólína, ekki orð).
"Steingeit:Ef þú myndir aðeins lækka í sjálfum þér, geturðu betur skilið það sem gerist í kringum þig. Og líka að einhver er alltaf að hugsa um þig."
Ég hef varla sagt orð, upphátt í allan dag. Ég hef reyndar sagt heilmikið á blogginu í dag en það er fremur lágvært mal sem engan getur stuðað. Ég þarf að reyna að skilja betur umhverfi mitt segir Sumarliði, ég myndi nú ekki vera að segja öðrum hvað þeir eiga að gera ef ég væri hann því eins og allir vita fær hann ekki endurráðningu næsta sumar hjá Mogganum.
Sumarliði er defenately fullur!
Hver getur verið að hugsa um mig ALLTAF?
Ég get ekki ímyndað mér það.
ÆGIFÖPP
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr