Færsluflokkur: Spil og leikir
Mánudagur, 23. júlí 2007
ÞAÐ ER AÐ ÆRA ÓSTÖÐUGAN....
VÓFF..
..að vera að linka á svona fréttir, þrátt fyrir að þessi sé afskaplega gleðileg. Á ekki að halda kertavöku í tilefni dagsins? Segi svona.
Rosalega sem fjölskylda Lúkasar er orðin feimin eitthvað. Ekkert viðtal í fréttunum eða neitt.
Kannski búið að segja allt sem segja þarf?
Demedifænó, demedifæker!
vóff, vóff.. bobsí-bobbs
![]() |
Lúkas kominn heim |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 23. júlí 2007
ÞVÍLÍK ENDEMIS VITLEYSA
Ég á ekki orð. Eru tryggingarfélögin að flippa? Norska tryggingafélagið TrygVesta hefur rannsakað tengsl stjörnumerkis ökummanna og tíðni umferðaróhappa. Steingeitin lendir oftar í umferðaróhöppum en önnur stjörnumerki.
Nú er komið að mér að senda stjörnuspám þessa heims fingurinn. Ég er steingeit, ég hef einu sinni lent í umferðaróhappi í umferðinni, það var þegar ég missti blölvað hjólið undan bílnum, sem varð svo til þess að ég hætti að keyra. Er alltaf á ferð og flugi, í bílum og strætó. Ég hef ekki brotið bein á minni annars löngu ævi. Umferðin ELSKAR mig. Er búin að gera fljótaskriftarathugun á steingeitum í umhverfi mínu og nei, þær eru heppnar í umferðinni. Af meðfæddri tortryggni ætla ég samt ekki út meira.
Svo marktækt eitthvað.
![]() |
Fæddur undir stjörnu umferðaóhappa? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 22. júlí 2007
SPEGILL.. FRAMHALD
Nú, nú, eftir ævintýri morgunsins með speglinum, var ég að vonum ansi þreytt og fór og lagði mig. Ég sofnaði þungum svefni.
Mig dreymdi risastór skæri í kanínubúning og bleikum converse-skóm sem hlógu geðveikislega og eltu mig um allt.
Nema hvað?
Sunnudagur, 22. júlí 2007
NERÐIR SÍÐASTIR Í RÖÐINNI
Auðvitað eru nerðirnir síðastir í röðinni. Hér og þar má sjá/heyra hjáróma raddir þeirra hrópa í fyrirsögnunum "KLUKK". Halló, klukkið er liðið undir lok. Við vorum að því fyrir fleiri dögum síðan. Tíminn líður hérna á netinu og nú erum við að byrja á "Í grænni lautu".
Þetta er eins og að bjóða gleðileg jól í febrúar og vera jólalegur í framan um leið.
Bítsmíðispípúljúnó.
Laugardagur, 21. júlí 2007
AFMÆLISBARN DAGSINS
Hann Jökull Bjarki elsta barnabarnið mitt á afmæli í dag, en hann fæddist árið 1994. Byltingarárið í lífi ömmu sinnar þegar hún snéri upp og niður á lífi sínu með góðra (misgóðra) manna og kvenna hjálp. Hann fæddist á yndislega fallegum júlídegi, íðilfagur og hefur haldið þeim sið síðan Jökullinn er duglegur, klár, grúskari og lestrarhestur og verðandi bassaleikari af guðs náð og er til fyrirmyndar eins og sönnum unglingi sæmir. Jökksinn, Klakinn eða Jökkli, eins og hann er kallaður, ýmist eða á víxl fer til Parísar og London með mömmu sinni í lok mánaðar í tilefni afmælis. Þar sem ég á enga nýlega mynd af drengnum (Helga Björk vinsamlega meila mynd af dreng) kemur hún inn seinna þegar frumburðurinn gefur sér tíma til að senda ömmunni eins og eitt almennilegt eintak af barnabarni numero uno.
Granny-J
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 20. júlí 2007
FJÖLDAHYSTERÍA BÚIN TIL
Rosalega er þetta Harry Potter fár farið að taka á sig óhugnanlegar myndir. Allir spila með í þessari markaðssetningu og nú búa hjálparlínur í Bretlandi sig undir að fá hringingar frá örvæntingarfullum aðdáendum HP-bókanna eftir að síðasta bókin kemur út í kvöld. Það er talin hætta á að lesendum bókarinnar finnst þeir hafa misst einhvern náinn þegar bókaflokknum lýkur.
Þetta er í besta falli brosleg múgsefjun í gangi allsstaðar í kringum okkur. Í versta falli óhemju sorgleg vegna allra þeirra sem eru að missa einhvern náinn á hverjum degi, eiga ekki að borða og búa við stöðugar stríðsógnir og sjúkdóma.
Þegar grannt er skoðað verður þessi ballett allur svo skeflilega kjánalegur.
![]() |
Breskar hjálparlínur búa sig undir hringingar frá örvæntingafullum Harry Potter lesendum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 20. júlí 2007
TOMMI TOGVAGN - KRÚTTSPRENGJA
Æi krúttið hann Pierce Brosnan ætlar að ljá Tomma Togvagni rödd sína. Oliver dúllan mín í Londres elskar Tomma. Það er ekki víst að hann verði eins hrifin af frasanum "ég heiti Tommi, Tommi Togvagn" úr munni Bondarans en það kemur í ljós.
Merkilegt hvað þessir jálkar fá alltaf skemmtileg verkefni.
Æmbívilderedandbítreid!
![]() |
Tommi Bond |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 19. júlí 2007
EKKERT KYNLÍF EN BEINT Á TOPPINN
Noh það munar ekki um það. Ellý verður að fara að vara sig. Einhversstaðar í heiminum, nánar tiltekið í Kína bloggar kínverska leikkonan og leikstjórinn Xu Jinglei og er heimsins mest lesni bloggari. Það hefur vakið sérstaka athygli að konunni hefur tekist að fanga athygli lesenda án þess að hún bloggi um kynlíf eða slúður.
Ellý nú verður þú að fara að söðla um. Það eru nokkur sæti enn á toppinn. Drífa sig. Hvernig væri að blogga um venjulegt fólk? Að tala, borða, vinna, sofa og lifa.
Súmí.
![]() |
Vinsælust án kynlífs og kjaftasagna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 18. júlí 2007
HEIMSPEKILEGT SAMTAL
Í morgun átti eftirfarandi samtal sér stað á meðan Jenny yfirvann óttann við villidýrið ryksuguna og fékk kennslu í því hvernig eldhúsgólf eru sogin, hvað ryksuga gerir við æti sitt og fleira í þeim dúr:
Jenny ekki hrædd við ryksugu, nehei en samt læti. Er ryksuga góð eins og jákarlabörnin, nuffnuffbörnin og kisubörnin?
Já elskan ryksugan er góð og hún borðar draslið á gólfinu.
Er bumban hennar héddna amma? (Barn bendir á höfuðstöðvar ryksugu) En amma ryksuga ekki borða meir hún alveg SVÖNG (smá ruglingur með svöng og södd. Hva? Bara krúttlegt).
Já Jenny mín þarna setur hún matinn sinn og það er rétt hjá þér gólfið er að verða fínt.
Jenny líka ryksuga smá himumeigin(hina hliðina á eldhúsinu). Amma, Jenny á ekki heima á Leifsgötu, neiei, Jenny heima í húsisín hjá mömmusín og pabbasín. Má Jenny fá ragnalakk? (Bara vaðið úr einu í annað).
Pabbinn kom svo og sótti Jennslubarnið og fór með hana í pylsu og kókómjólkurkaup, þar sem barnið vann til verðlauna fyrir að vera ekki öfugsnúið lengur þegar ryksugur eru annars vegar.
Yfir og út!
Miðvikudagur, 18. júlí 2007
HVAÐ MEÐ HALDARANA?
Ef ítalska heilbrigðisráðuneytið mælir með því að skrifstofur landsins aflétti hálsbindaskyldu karlmanna af umhverfisástæðum verða konur þá ekki látnar sleppa haldaranum af sömu ástæðu til að spara orku og stuðla að baráttunni gegn hlýnun jarðar.
Ég get svarið það.
![]() |
Hálsbindanotkun getur verið óumhverfisvæn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 2988087
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr