Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Spil og leikir

FRÁ LANDI SKOTVOPNANNA

1

Það líður vart sá dagur núorðið að ekki séu fréttir af ótímabærum dauða fólks í USA sem fellur fyrir hendi morðingja með byssur.  Skemmst er þó að minnast fjöldamorðanna í Virginíu.  Í þetta sinn hefur karlmaður á sjötugsaldri verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að skjóta fimmtán ára nágranna sinn til bana. Sá ungi gerðist svo djarfur að stytta sér leið í tíma og ótíma yfir grasið hjá þeim með byssuna og þar sem þeim gamla þótti undurvænt um grasið sitt þá skaut hann piltinn.  Virðingin fyrir eignarétti ögn meiri en fyrir mannslífinu þarna á bæ.

Ég held að Bandaríkjamenn ættu að fara að endurskoða byssulögin hjá sér.  Tugir barna, t.d. deyja vegna voðaskota í landinu á ári hverju þar sem þau komast í byssur foreldrana,  bara svo eitt dæmi sé tekið. 

Iss...


mbl.is Skaut nágrannann til bana fyrir að ganga á grasinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

AÐ LÆSA FÓLK ÚTI!

1

Ég setti mér ákveðnar reglur um hverjir mættu kommentera hjá mér eftir að hafa þurft að loka á einn sem skráði hjá mér athugasemd með yfirgengilegu orðbragði.  Þetta var ekki flókið.  Andlits- og nafnlausir dónar eða leiðindapúkar fjúka út. Ómar R. Valdimarsson, fyrrverandi ofurbloggari og talsmaður þess "mæta" fyrirtækis Impreglio, lokaði t.d. á mig fyrir að vera ekki að hans skapi.  Það var áður en hann hætti að leyfa komment hjá sér.  Mér fannst það ekkert voðalega leiðinlegt, varð dálítið upp með mér reyndar, að fá ekki að vera með í hans geimi.

Í morgun fékk ég færslu um mig frá Svampi (samviska þín) sem er felukarakter með attitjúd.  Ég hef samt lesið hann af og til og stundum hefur honum með skrifum sínum tekist að fá mig til að brosa.  Hann gerir mig að umtalsefni vegna þess að ég lokaði á hann fyrir að setja broskarla inn í athugasemdakerfið mitt.  Það heldur hann sko. Svampur minn það voru ekki broskarlarnir heldur sú staðreynd að þú kemur ekki fram undir nafni.  Þeir sem kommentera reglulega hjá mér eru ekki hræddir við að skrá sig fyrir því sem þeir hafa að segja.  Ég á meira að segja nokkra bloggvini sem ekki skrifa undir nafni en þá þekki ég og veit að þeir hafa góða ástæðu til.

Merkilegt að það skuli sífellt verða fólki tilefni til hneykslunar ef konur (já konur) leyfa sér að loka á ákveðna aðila.  Þetta gerir margir karlar en það sér enginn ástæðu til að blása það út. Þar sem þessi bloggsíða er minn einkafjölmiðill þá loka ég miskunnarlaust á þá sem fara yfir þau mörk sem ég og ritstjórnin höfum sett okkur.

Ég vil þó taka fram að ég hef lokað á þrjár IP-tölur það eru nú öll ósköpin.

Þetta flökraði svona að mér í morgunsárið.


NAUÐGUNARÞJÁLFUN Á ÍSLENSKU VEFSVÆÐI!

 

Hægt er að nálgast tölvuleikinn RapeLay í gegnum íslenska vefsvæðið torrent.is.  Leikurinn gengur út á það aðalmarkmið þátttakenda er að þjálfa sig í nauðgunum.  Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Viðbjóðurinn er með ólíkindum. 

Í lýsingu á leiknum á vefsvæði torrent.is segir: "Leikmaðurinn bregður sér í hlutverk chikan [sem á japönsku þýðir öfuguggi] sem hefur það að sið að káfa á konum í yfirfullum neðanjarðarlestum. Framhaldsskólastúlka að nafni Aoi lætur handtaka chikan fyrir að misbjóða sér. Í framhaldinu hyggur chikan á hefndir með því nauðga öllum fjölskyldumeðlimum Aoi. Fyrsta fórnarlamb hans er Manaka, yngri systir Aoi, sem hann nauðgar á almenningssalerni. Næsta fórnarlamb hans er Yuuko, móðir Aoi, sem hann nauðgar í almenningsgarði. Þriðja fórnarlamb persónunnar er Aoi, þ.e. konan sem kærði hann til lögreglunnar. Hann nauðgar henni á hóteli eftir að hafa bundið hana niður. Þegar leikmaðurinn hefur fullkomnað þessi verkefni sín fær hann að nauðga þeim hvenær og hvar sem hann lystir. [...] Þetta stig nefnist þjálfun, en í því getur leikmaðurinn brotið konurnar þrjár á bak aftur á níu mismunandi vegu. Þetta merkir að þær munu ekki veita neina mótspyrnu gegn óskum leikmannsins um tilteknar kynlífsathafnir."

Ekkert hefur verið gefið upp hverjir standa að torrent.is.  Börn og unglingar eru mikið á netinu.  Þarna er íslenskt vefsvæði á ferðinni sem dreifir nauðgunarfræðslunni.  Netlögga eða ekki netlögga, er ekki kominn tími til að taka í taumana?


mbl.is Nauðgunarþjálfun á Netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RAPPORT ÚR ÞVOTTAHÚSI

Jæja ég verð að láta ykkur vita kæru vinir að enn ein þvottahúsferðin er að baki.  Í þvottahúsinu hitti ég konu eina sem var að rulla þvott (heitir það ekki að rulla?) æi svona stór maskína sem maður setur lök í og sollis, mikið notað um miðja síðustu öld og eitt slíkt apparat frá Þjóðminjasafninu er í mínu þvottahúsi.  Konan var svolítið snúin svona þegar hún sá mig, bauð mér samt góðan dag með nefið upp í heila.  Ég fór í klessu og spurði hvort það væri ekki allt gott að frétta?  Nei ég skyldi nú ekki ætla það, taldi hún,  þar sem það væru fleiri þúsundir manna (með þungri áherslu á fleiri þúsundir) sem teldu nú að þvottahúsið HENNAR (og mitt) væri gróðastía fyrir ryk og annan viðbjóð þar sem ég væri síljúgandi á kogginu.  Ég greip í maskínuna til að verja mig falli, þar sem mér brá svo svakalega.  Ég sagði henni að þetta hafi nú verið allt í gríni gert og allir vissu það, hún þyrfti nú ekki að taka það alvarlega.  Fuss og svei og konan sló sér á lær.  Þetta kogg væri nú eins og það væri.  Hæfileikalaust fólk með sýnisýki væri glennandi sig þar alla daga. Með það reif hún lakið upp með rótum úr rullunni, það slóst í fésið á mér og skellti mér til veggjar.  Hún strunsaði út og fór mikinn.

Æi var ég búin að segja ykkur að í þvottahúsinu voru 4 ógeðslegar rykrottur, 14 mýs (vegna óþrifa) og einhver slatti af eðlum.  Ég var mjög ánægð með dýralíf þvottahússins í dag því þar var ekki ein einasta könguló!  Óje!

Gúddnætgæs!


SMÁ SKILABOÐ!

Ég setti inn hérna þrjátíu og fimm ára gamalt lag með húsbandinu og Jónasi R. Jónssyni, sem tekið var upp í Tokyo þegar þeir félagar tóku þátt í Yamaha söngkeppninni.  Þar var fleira merkilegt fólk eins og tam. Abba.  Strákarnir fengu plötusamning og þetta var tekið upp með 60 manna strengjasveit og alles.  Húsbandið týndi sínu eintaki og þetta lag hefur aldrei hljómað hér á landi.  Segi ferðasöguna seinna en með ótrúlegum hætti komust við yfir eintak af plötunni.  Gjörið svo vel.


HVER ER PERSÓNAN HRÓLFUR??

Hrólfur Guðmundsson

Brjálaði bloggarinn hann Hrólfur Guðmundsson sem sennilega er ekki til í alvörunni ætlar að gefa út einhverja yfirlýsingu í kvöld.  Okkur grunar að hann ætli að skýra frá því hver hann er.  Hrólfur er merkilega samsettur karakter.  Hann er flottur á pennanum, fyndinn, skemmtilegur, asnalegur, ruddalegur, alki, vondur við mömmu sína, klámfenginn og allt það sem fólk getur verið þegar það er ekki í alvöru.  Ef hann er í alvöru hins vegar, þá ráðlegg ég honum að fara í meðferð (heyrirðu það skömmin þín hehe).  Fyrirbærið segist eiga heima í Fljótaselinu og búa hjá mömmu sinni sem er kennari.  Ef einhver veit deili á Hrólfi, þe hver hann er í raun og veru, vinsamlegast komið skilaboðum til mín hérna á bloggið. Ég ætla að nefnilega að flytja ef svo undarlega vill til að hann sé í persóna af holdi og blóði (segi sonna).

Hrólfur bloggar á www.hrolfur.blog.is


ÉG TEK TIL BAKA..

...fullyrðingu mína um að Jón framsóknar og Geir sjálfstæðis hafi verið að leika sér í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna strax eftir kosningar.  Í færslunni sagði ég að þeir væru löngu búnir að plana þetta allt (ég er svo vitlaus að ég ríf í hár mér) og að þetta væru málamyndaviðræður.  Nú, þetta voru málamyndaviðræður, ýmislegt var planað en ekki þetta.

JÓN VAR AÐ LEIKA VIÐ GEIR EN GEIR VAR AÐ LEIKA SÉR AÐ JÓNI.

Ég dreg auðmjúklegast til baka 30% af færslunni.

Annars er ég tiltölulega sátt bara.


SÍMINN BILAÐUR ALLAN DAGINN Í GÆR...

100

.. og ég hafði ekki hugmynd um það fyrr en um seinni partinn í gær.  Hér var ég og tjillaði í rólegheitum, bloggaði, hringdi úr bilaða símanum og spjallaði við nokkrar systra minna, talaði við Ingu-Lill í Svíþjóð og hugsaði ekkert út í þennan yndislega frið sem hafði ríkt allan daginn.  Um kvöldmatarleytið hringdi Sara mín í Gemsann og sagði mér að heimasíminn svaraði ekki!Ég fór í málið af minni alkunnu röggsemi, hringdi í Hive og svona og komst svo að því fullkeyptu.  Ekki var hægt að hringja í mig en mín megin var allt í lagi. Hvað er til ráða spurði ég mann á vakt.  Ekkert á þessum tíma við þurfum að athuga þetta á morgun sagði vinurinn.  Ég sá blátt af skelfingu.  Allt í einu var ekki vinnandi vegur að vera símalaus.  Ekki í eina mínútu (alveg búin að gleyma hvað mér leið vel í rólegheitunum).  Ég beygði mig fyrir staðreyndum.  Játaði mig sigraða.  Mannskömmin var tiltölulega sáttur við að síminn væri bilaður í aðra áttina.  Ekki samúðarorð frá pilti hjá Hive.  Iss hann hefur örgla verið SUMARSTARFSMAÐUR! 

Enn sit ég með bilaðan síma.  Á svona stundum sakna ég gamla Landsímans.  Nei annars, þetta er ekki SVO slæmt.  Eftir hádegi verður síminn kominn í lag.  Riiiiiiing!


SUMARAFLEYSINGAFÓLK ARG...

100

Þau eru mætt, litlu skrímslin, sumarafleysingafólkið ógurlega sem situr fyrir manni hvert sem maður fer og hvert sem maður hringir.  Þau eru ákveðin í að hindra framgang allra útréttinga.  Þau fóru á námskeið hjá Mannfyrirlitningafélaginu um hvernig mætti klúðra algjörlega öllu sem þau koma nálægt.  Sumarafleysingafólkið tekur hlutverk sitt alvarlega.  Það er komið til að fokka þér upp.

Með hverjum deginum sem líður eykst fjöldi sumarafleysinga fólks í hverjum krók og kima.  Allt gengur svo seint og illa fyrir sig.  Í dag hringdi ég í banka.  Þar var afleysing á síma.  Hvernig veit ég það?  Júbb ég beið í korter eftir Ingibjörgu Halldórsdóttur, þjónustufulltrúa og fékk að tala við Arndísi, sem kannaðist ekki við IH og gat EKKI hjálpað mér og bað mig að hringja aftur, það væri afleysing á símanum og hún héldi að IH þessi væri mögulega uppi á næstu hæð, var samt ekki viss, vars sko líka afleysing.  Ég reyndi aftur og aftur og einum og hálfum tíma síðar var búið að loka bankanum og ég búin að naga neglur upp að olnboga.  Arg...

Það sama er í gangi hér á Mogganum.  Hér er barn sem þýðir stjörnuspár úr ensku og skrifar íslenskustíla með slælegum árangri. Arg..

Í fyrra sumar beið ég eftir samtali við lækni á Heilsugæslunni.  Sú á símanum var afleysingamanneskja og hafði stillt símann á fundarherbergið!!! Hún fattaði mistökin þegar læknirinn var farinn heim.  Arg...

Annars er þessi pirringur mest í nösunum á mér en ég verð að segja að það hægist all verulega á allri þjónustu þegar nýtt fólk kemur inn.  Skiljanlega.  Stundum er maður bara ekki í stemmara fyrir umburðarlyndi.

Gúddnætgæs!


BLOGGMANÍA!

Suma daga er ég bloggóð.  Hreint manisk á blogginu af því mér liggur margt á hjarta og mér er nokk sama þó bloggvinir mínir, sem lesa telji sig þurfa að fara í gegnum alla pistla eyði heilu kvöldunum í það.  Nananabúbú barasta. Ég er bloggisti alla daga en bara mis mikill.  Stundum er ég með smá bloggleiða en einmitt þá þræla ég mér áfram því ein af ástæðunum fyrir þessu bloggi er að skrifa reglulega svo fingurnir flæði.  OMG (zordiskur frasi).  Að fingurnir flæði á endanum um lyklaborðið án fyrirstöðu eða svona allt að því.

Þegar ég er í bloggmaníu þá skutla ég alltaf út nokkrum bloggvinum.  Ég er keis ég veit það.  Það segir mér að manían er í gangi amk. einu sinni í viku.  Í dag flugu tveir.  En svo bætist alltaf í hópinn líka þannig að þetta er skemmtilegt.  Alltaf endurnýjun í gangi en mínir traustu bloggvinir sem ég er beinlínis háð fara að sjálfsögðu hvergi og þeir rétt skulu voga sér að henda mér út.  Ég elti þá uppi, ég elti þá uppi..ég el...... 

Ok. Þetta mun vera pistill nr. 33 í dag (who´s counting?).  Einhver kemur til með að segja að ég eigi mér ekki líf utan bloggheima.  Það er alveg hárréttDevil.  Kjaftæði... ég er heimavinnandi í augnablikinu, er löggiltur læknaritari og fyrrum einkaritari (það var áður en ég þroskaðist sko) þannig að þegar ég er komin með efni þá skelli ég því inn með hraða ljóssins. 

Höldum áfram að blogga í maníu öll saman.  Úje


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 114
  • Frá upphafi: 2988333

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 112
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband