Færsluflokkur: Spil og leikir
Mánudagur, 28. maí 2007
NÚ FRÍKA ÉG ÚT..ARG!!
Nú held ég að ég leggist fyrir og brjálist í rólegheitunum. Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir. Það er þó sérstaklega Tinky Winky sem liggur undir grun. Hann muni vera karlkyns og með handtösku! Guðminngóðuríhimnum! Það er stórhættulegt að sýna börnum karlkyns dúkku með handtösku. Það getur beinlínis haft geigvænleg áhrif á börn, gert þau að hommum og kannski lesbíum líka. Hversu örvita er hægt að vera? Þarna er umboðsmaður barna greinilega með vitsmunaprósentu langt undir stofuhita.
"Talið er að hinn breiði og fjólublái Tinky Winky sé karlkyns, en hann ber hinsvegar handtösku.Ég hef heyrt að þetta gæti verið leynileg vísun í samkynhneigð, segir Sowinska.!
Svona stór eru vandamálin í Póllandi í dag!
![]() |
Pólsk yfirvöld rannsaka hvort Stubbarnir séu samkynhneigðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 21:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 28. maí 2007
ÉG ER EKKI HISSA..
..ef þriðja myndin um sjóræningana í Karabíahafi slær í gegn. Hver vill ekki sjá glæsilegasta mannflak í heimi leika sjálfan sig? Ég sem villtur aðdáandi Keith get ekki beðið eftir að berja hana augum. Deep er svo sem enginn aukvisi heldur. Nú er að bíða eftir að myndin komi á vídeó, en þetta er ekki mynd sem ég nenni í bíó til að sjá, þrátt fyrir konunglega nærveru mannflaksins.
![]() |
Sjóræningjarnir stálu senunni í Norður-Ameríku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 28. maí 2007
ÞAÐ ÞURFTI VARLA AÐ SKRIFA UM ÞETTA FRÉTT!
Þetta er ekkifrétt. Þetta vita allir. Hillary varð alveg bálill þegar Bill vildi skilja þarna árið 1989, fannst hann leim og henni þótti engan veginn fýsilegt að verða einstæð móðir, og neitaði karli um skilnað. Þetta gerist reglulega hjá þeim hjónum þegar hann hleypur út undan sér. Hillary hélt að karlinn myndi róast í forsetaembættinu en eins og allir vita framdi hann þar dauðasynd með Monikku Lewinsky. Aumingja Hillary er búin að vera alveg KRUMPUÐ úr pirringi síðan.
Nú er stóra spurningin hvað kerla gerir ef hún kemst í Hvíta Húsið. Launar hún Bill lambið gráa?
![]() |
Bill vildi skilnað frá Hillary árið 1989 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 27. maí 2007
AÐ HITTA FRÆGA MENN OG LIFA ÞAÐ AF!
Inga-Lill vinkona mín var að segja mér frá því þegar hún hitti Ingrid Bergman, leikkonu, fyrir tilviljun í Srokkhólmi og þegar hún hitti Olof Palme og Astrid Lindgren í Norræna húsinu um árið. Það var reyndar þegar hún uppgötvaði að Ísland væri nafli alheimsins. Aldrei dreymdi hana um að hún ætti eftir að hitta þessar hetjur sínar "live" hvað þá hér lengst úti í Ballarhafi. Þetta samtal vatt svo upp á sig og við fórum að rifja upp allskonar svona uppákomur.
Einu sinni sem oftar var ég í London. Ég og systir mín vorum á Speak Easy klúbbnum og sáum Bowie og frú álengdar. Þar sem við vorum svo góðar með okkur og hefðum heldur gefið upp öndina heldur en fara að klessa okkur upp við ídólið, létum við sem ekkert væri. Fljótlega dreif að maður sem fór að spjalla við okkur. Hann var amerískur plebbi sem sagðist vera eitthvað í músík. Ók, ok, já, já. Við geispuðum. Hann spurði okkur hvort við vildum koma í partý í Haddon Hall, heim til Bowie hjónanna (sem hefði getað verið skemmtileg lífsreynsla). Við hlógum eins og fífl fannst plebbinn ótrúlega forstokkaður að ætlast til þess að við myndum trúa að hann hefði umboð til að bjóða í partý hjá goðinu. Þegar hann sagðist vinna fyrir "Almanbrothers" sem voru reyndar með tónleika í London daginn eftir, trylltumst við úr hlátri og svöruðum honum eins og hálfvitar. Hann gekk á braut, rosa sár eitthvað og við snérum okkur að öðru. Hálftíma seinna sáum við Bowiehjóninn, Greg Alman (minnir mig að hann hafi heitið) ásamt plebbanum á leiðinni út. Þar fór tækifærið að sjá goðin í nærmynd. Daginn eftir gengum við fram á Freddy Mercury í Oxford Street, hnigum báðar til jarðar í huganum en það var áður en við vissum að hann var hommi. Það er ekki hægt að vera skotin í hommum, möguleikarnir eru "next to none".
Meira seinna og þetta er hótun!
Sunnudagur, 27. maí 2007
HALLÓ BLOGGVINIR!
Þar sem ég er á fullu með gesti (rosa gaman) þá hef ég ekki getað sett inn færslu. Það gerir það að verkum að ég er að drepast úr bloggfráhvörfum. Ég veit líka að þið eruð miður ykkar af því þið saknið minna reglulegu þrjúhundruðogþrjátíu færslna sem ég er venjulega búin að setja inn um þetta leyti dags. Þess vegna sest ég nú niður með penna í hönd, þrátt fyrir að vera á svuntu, hrærandi í sósum og búandi til alls kyns gúmelaði og hripa þessar línur. Ég ætla bara að segja ykkur að ég kem alltaf aftur, aftur og aftur. Muhahahahahahaha!
Sunnudagur, 27. maí 2007
LÖNGU TÍMABÆR ÁSTARJÁTNING TIL SJÁLFRAR MÍN!
Ég fer ekki að sofa fyrir en ég er búin að monta mig smá af því hversu dugleg ég er búin að vera í dag og kvöld. Algjör ofurhúsmóðir ef ég á að segja eins og er. Það stendur mikið til á morgun þegar Inga-Lill kemur frá Svíþjóð. Hún hefur komið til Íslands all oft en það eru orðin mörg ár síðan við hittumst hér. Hún er ástfangin af Esjunni og getur ekki beðið eftir að sameinast henni að nýju. Nóg um það. Ég er búin að þrífa allt hátt og lágt. Ekki kusk á mínum húsmóðurhvítflibba. Móðir mín yrði stolt af ef hún droppaði í heimsókn (sem ekki er líklegt að hún geri svona upp úr miðnættinu). Ég bakaði þrjár sortir og lagði í sultu (eða sultar maður sultu arg.. man ekki) en ég er að sjálfsögðu að ljúga hvorutveggja til að imponera á bloggvinina. Rúllugardínan lýsir heiftarlega með fjarveru sinni auðvitað en það er ekki hægt að öðlast alla hluti "på befallning".
Ég fór í Smáralind og verslaði fyrir tugi þúsunda (eða því sem næst) enda stórt matarboð á mánudaginn þar sem allar stelpurnar mínar með mökum ásamt börnum verða hér í mat og Inga-Lill að sjálfsögðu líka.
Ég veit ekki hvort ég að segja frá því hér en ég er hreint ótrúlega seinheppin stundum. Í öllum hamaganginum við þrifin steig ég bókstaflega ofan í skúringafötuna og varð blaut upp að hné. Ég blótaði ekki mikið. Húsbandið hló sig ekki alveg máttlausan. Það er merkilegt hvað ég hef oft lent í því um ævina að kunna ekki fótum mínum forráð. En nú orðið er þetta forráðaleysi öllu hættuminna en það hefur stundum verið í lífinu fyrir meðferð og í þetta skipti var það í orðins örgustu.
Gúddnætgæs!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 26. maí 2007
BÉVÍTANS SUMARSTARFSMAÐURINN...
..á Mogganum, þessi illkvittni með framandi íslenskukunnáttu heldur því blákalt fram í stjörnuspá dagsins að ég sé feit. Rosalega getur fólk verið illa innrætt. Hann hefur örgla frétt af því að ég er alltaf að telja grömm og sollis og er nú að launa mér fyrir að vera að hnýta í sig reglulega. Hér er þessi andstyggilega stjörnuspá. Þarna er nú ekki verið að skafa utan af hlutunum Ha? Ég tala við Styrmi á þriðjudaginn. Það er á hreinu. Arg...
Steingeit: Þú ert ótrúlega úrræðagóður. Fáðu innblástur innan frá í stað þess að biðja um hjálp. Það myndi bara hægja á þínum mikilfenglega skriðþunga.
Boðskapurinn í þessum tveimur línum er alls ekki flókinn er það? Nebb smá djúpur svona og hefur mikið spádómsgildi. Ég ætla að leggjast yfir línurnar (bæði kílóawise og öðruwise) og kem til baka þegar spekin hefur skilað sér í minn arma heila.
Síjúgæs!
Föstudagur, 25. maí 2007
AFTUR AÐ NAUÐGUNARLEIK
Hinum nýja heilbrigðisráðherra Guðlaugi Þór Þórðarsyni er ofboðið vegna japanska þrívíddartölvuleiksins RapeLay sem ég og fleiri blogguðum um í gær. Þetta er haft eftir heilbrigðisráðherra:
"Guðlaugur Þór sá fréttina á sínum fyrsta starfsdegi í ráðherrastól í gær og er hann þeirrar skoðunar að banna eigi fyrirbærið. Mér brá afskaplega mikið þegar ég sá þessa frétt og finnst gersamlega fráleitt að svona lagað skuli þrífast á Netinu," sagði Guðlaugur Þór nokkrum andartökum eftir að hann tók við lyklavöldum í heilbrigðisráðuneytinu, þegar Morgunblaðið innti hann eftir viðbrögðum hans. Þetta tekur auðvitað engu tali, enda eins ömurlegt og hugsast má. Ég er ekki mikið fyrir boð og bönn, en ég á ekki nógu sterk orð til að lýsa vanþóknun minni á þessu. Svona efni ætti alfarið að banna."
Það eru greinilega ekki bara VG sem telja að koma verði böndum yfir svona óþverra á netinu þar sem börnin okkar og unglingar hafa greiðan aðgang að efninu.
Svavar Lútersson eigandi torrent.is reiknar ekki með að leikurinn verði fjarlægður nema það komi í ljós að leikurinn sé ólöglegur. Það er gamla spurningin um siðferði. Ætli sumir eigi aldrei erfitt með svefn?
Kona spyr sig!
![]() |
"Afar ósmekklegur leikur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 25. maí 2007
DÝRASMYGL
Einhver maður var handtekinn í Kaíró fyrir að ætla að smygla 700 lifandi snákum til Sádí-Arabíu. Það er nokkuð langt í burtu þannig að ég geri mér ekki grillur út af því. Auðvitað er þetta alvarlegt mál þegar verið er að smygla dýrum á milli landa. Ég er eins og komið hefur fram hér á blogginu mínu, rosalega hrædd við skordýr, köngulær t.d. eru skelfilegastar að mínu mati. Þótt þær séu hættulausar og mikið minni en ég. Það eru lappirnar sko og hvernig þær hlaupa sem geta ært mig að viðbjóði og hræðslu. Þegar ég var við nám í Gautaborg labbaði ég einu sinni inn á kaffihús sem oftar og var að lesa Göteborgs Posten. Á forsíðunni var mynd af Tarantúllu. Spikfeitri, kafloðinni og kvikindið var með attitjúd. Í greininni stóð að hún hefði "stokkið" frá lögreglu þegar hann var með hana á leið inn á lögreglustöð en henni hafði verið smyglað til Svíþjóðar. Lögreglustöðin var bara steinsnar þaðan sem ég var. Lappirnar á mér hentust upp á vegg ég urlaðist í sætinu, reyndi að gera mig ósýnilega og þá rann það upp fyrir mér að ég væri hvergi óhult. Ég komst heim við illan leik og það tók mig marga daga að hætta að svipast um eftir kvikindinu. Auðvitað er þetta geðveiki en eru fóbíur ekki brjálsemi af verstu sort? Þess vegna er ég að hugsa um alla dýrasafnarana sem smygla svona dýrum til landsins. Snákar, köngulær og fleiri ófreskjur. Jafnvel konan með viðhorfið í þvottahúsinu gæti verið sek um dýrasmygl. Hverjum á ég að treysta? Get ég farið í heimsóknir? Getur verið að það sé kominn tími á Bio-feedback meðferð, þe að horfast í augu við hræðsluna? Ónei ég fer til sálfræðings. Þar mun ég ekki þurfa að halda á óttaelementinu með lappirnar óteljandi, grimmdarglampa í augum og illkvittnislegt glott út í annað munnvikið.
Sofið rótt krakkar
![]() |
Ætlaði með 700 snáka um borð í flugvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 00:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 24. maí 2007
FIMMTUDAGSKVÖLD
Hún Jenny Una Errriksdóttirrr kom hér óforvarandis þar sem hún er með hita og getur ekki farið í skólann á morgun. Við erum búnar að vera mjög uppteknar. Höfum lesið mikið og áðan þegar Jenny var að fara að sofa og við vorum að klára Einarrr Áskel þá sagði Jenny mér að það væri drrreki sem borðaði ömmurr og hann værrri á leiðinni. Amman spurði hver ætti þá að passa Jenny og sú stutta svaraði því til að hún myndi hrrringja í Einarrr í vinnuna og biðja hann um að koma heim. Barn er ekki að gera veður út af því þótt eitt stykki amma verði snædd af drekanum ógurlega.
Ég er að bíða eftir Húsa lækninum geðvonda . Þegar ég hef borið hann augum fer ég einn bloggrúnt og svo beint í bólið. Ég ætla að reyna að ná því að sofa eins og saklaust barnið við hliðina á mér.
Síjúgæs!
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.8.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 114
- Frá upphafi: 2988333
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 112
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr