Leita í fréttum mbl.is

SÍMINN BILAÐUR ALLAN DAGINN Í GÆR...

100

.. og ég hafði ekki hugmynd um það fyrr en um seinni partinn í gær.  Hér var ég og tjillaði í rólegheitum, bloggaði, hringdi úr bilaða símanum og spjallaði við nokkrar systra minna, talaði við Ingu-Lill í Svíþjóð og hugsaði ekkert út í þennan yndislega frið sem hafði ríkt allan daginn.  Um kvöldmatarleytið hringdi Sara mín í Gemsann og sagði mér að heimasíminn svaraði ekki!Ég fór í málið af minni alkunnu röggsemi, hringdi í Hive og svona og komst svo að því fullkeyptu.  Ekki var hægt að hringja í mig en mín megin var allt í lagi. Hvað er til ráða spurði ég mann á vakt.  Ekkert á þessum tíma við þurfum að athuga þetta á morgun sagði vinurinn.  Ég sá blátt af skelfingu.  Allt í einu var ekki vinnandi vegur að vera símalaus.  Ekki í eina mínútu (alveg búin að gleyma hvað mér leið vel í rólegheitunum).  Ég beygði mig fyrir staðreyndum.  Játaði mig sigraða.  Mannskömmin var tiltölulega sáttur við að síminn væri bilaður í aðra áttina.  Ekki samúðarorð frá pilti hjá Hive.  Iss hann hefur örgla verið SUMARSTARFSMAÐUR! 

Enn sit ég með bilaðan síma.  Á svona stundum sakna ég gamla Landsímans.  Nei annars, þetta er ekki SVO slæmt.  Eftir hádegi verður síminn kominn í lag.  Riiiiiiing!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Skrýtið hvað maður verður háður þessu kvikindi (símanum), sérstaklega þegar hann bilar ...

Guðríður Haraldsdóttir, 23.5.2007 kl. 11:14

2 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Róaðu þig mað'r

Jóna Á. Gísladóttir, 23.5.2007 kl. 11:29

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hugsið ykkur ef ég hefði ekki getað hringt!!! OMG þá væri ég í spennitreyju.  Jóna róleg bara kellan.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 11:37

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Jenný þetta skeði hjá mér líka fyrir nokkru,  Systir mín lét mig vita  hún hringdi í gemsan minn  en ég gleymdi að slökkva á heimils símanum.  PS ég fékk frið á meðan he he

Kristín Katla Árnadóttir, 23.5.2007 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband