Færsluflokkur: Sjónvarp
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Herðapúðahroðbjóðurinn
Ég er að þvo þvott (vélin sko), pússa glugga og svo hlusta ég á umræður um heilbrigðismál.
Ásta Möller er nærri því farin að gráta í ræðustól í þessum skrifuðum orðum.
En svo fór ég að lesa þessa frétt í bríaríi.
Og ég fór að hugsa um Júró, en ég elska að hata það fyrirbæri eins og ég hef sagt og skrifað ótölulega oft.
Í leiðinni mundi ég eftir skelfingarfréttum í Fréttablaðinu í morgun að djöfulsins herðapúðarnir eru að koma aftur.
Svo fór ég að skoða gömul Júró-myndbönd, ésús minn hvað ég hata herðapúða.
Ég átti dragtir, kápur og kjóla í miklu magni sem gerðu mig að lifandi vatteruðu herðatré.
Það sárgrætilegasta við það mál alltsaman er að mér fannst ég flott.
Kommon ég er 163 cm ef ég teygi all svakalega úr mér og ég var tæp fimmtíu kíló á tískutímabilinu.
Ég fór í blússu með herðapúðum.
Svo í jakka með herðapúðum.
Punkturinn yfir i-ið var svo frakki með herðapúðum.
Halló, hafið þið séð lifandi herðapúða gangandi um götur?
Ekki? Kætist, það er ekki til að syrgja enda ógleymanlegur viðbjóður.
Nú bíður þessi hroðbjóður í bakherbergjum tískuhönnuða og bíður spenntur eftir að setjast á axlirnar á manni á hausti komanda.
ARG.
Ísland anno 1985, maður gæti dáið.
![]() |
Elektra miklu vinsælli en Jóhanna? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Í losti
Ég er eiginlega máttlaus af skelfingu eftir að hafa horft á fréttir áðan.
Ég hélt satt að segja að það væri varla hægt að hreyfa við blóðinu í mér núorðið, svo vön er ég orðin vondum fréttum síðan í haust.
En það sem gæti verið okkar versta martröð, sko okkar sem viljum sjá ný vinnubrögð og nýtt Ísland rísa úr rústum græðgisvæðingarinnar, er ekki svo langt undan sýnist mér.
Ég fraus á staðnum, ég er ekki að ýkja börnin góð.
Davíð og Alfreð vina- og klíkufrömuður.is Þorsteinsson voru með fund í Seðlabankanum fyrir helgi.
Alfreð var spurður að því hvort þeir félagarnir væru verið að byggja brú samstarfs Framsóknar og Sjálfstæðisflokks eftir kosningar og svaraði Alfreð því til að menn væru alltaf í brúarsmíði.
Nú þarf hinn "nýi" Framsóknarflokkur að koma fram og sannfæra kjósendur um að þeir séu ekki leppur fyrir hið gamla og skelfilega kerfisbatterí Framsóknar sem var (er?).
Hvar er Sigmundur Davíð, hann kom, sá og gekk þokkalega meðan hann stóð við, en síðan er hann horfinn.
Er hann á vegum Alfreðs gamla guðföður og klækjarefs?
Alfreð Þorsteinsson er talinn höfundur af tveimur meirihlutum í borginni síðan í síðustu kosningum.
Þeim fyrsta með Binga og þessum seinni með Óskari.
Verri kerfiskarl er ekki til.
En betri fulltrúa fyrir gamla, ógegnsæja klíkusamfélagið er ekki hægt að fá.
Hann og Davíð saman:
Ekkert annað en helvítis eitur.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (31)
Sunnudagur, 15. febrúar 2009
Svona lala og lúlú
Í gærkvöldi var minn einlægi ásetningur að horfa ekki á Júró, ætlaði að passa mig á að eyða ekki kvöldinu í aulahrolli og svo vildi ég geta sagt með nokkuð góðri samvisku að ég hefði ekki heyrt flest lögin og væri því ekki umræðutæk.
En svo endaði ég inni í lok þáttarins. Nóg til að sjá einhvern sautjándajúníhroðbjóð með sportsokkastelpum og mér varð nær allri lokið. Ókei, mér gæti ekki staðið meira á sama, er að reyna að byggja upp spennu hérna.
Svo komst gleðimarsinn í úrslit.
Nú, nú, á að koma í veg fyrir að maður geti horft á Moskvuleikana (arg) og tékkað á tískunni. Ég get ekki horft á þennan Ingó and ðe lúlús gera okkur illt í Moskvu.
Þá kom þessi fallega stúlka, kom sá og sigraði.
Róleg, ég er ekkert að missa mig af hrifningu, en stúlkan söng vel, lagið var svona lala og þetta er ekki aulahrollvekja.
Þá datt mér í hug að þeir hefðu planað þetta svona hjá RÚV.
Láta þjóðhátíðarlagið komast í úrslit til þess eins að hræða úr manni líftóruna.
Allt sem á eftir kom hefði slegið í gegn. Jafnvel Geir Ólafsson hefði verið ættleiddur af mér persónulega eftir smalalag Ingós.
Þetta er nú einfaldlega svoleiðis.
En ekki taka mig alvarlega. Ég elska að hata júróvisjón.
Mér gæti ekki staðið meira á sama hver vinnur.
En ég óska þessari efnilegu söngkonu, henni Jóhönnu Guðrúnu til hamingju með Moskvuferðina.
Labbílei.
![]() |
Lagið Is it true til Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 13:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 13. febrúar 2009
Súmí
Það sem ég get látið hluti sem engu máli skipta pirra mig.
Ótrúlegt!
Eins og ég er fullkomin í hugsun og til orðs svo ég nú ekki tali um æðis.
Hér er maður í miðri kreppu sem ekki sér fyrir endann á og spillingin og viðbjóðurinn sem grasseraði bak við tjöldin er rétt að byrja að koma í ljós.
Ég og vinkona mín vorum að tala um það í dag að okkur skorti orð til að lýsa tilfinningum okkar, nú þegar hvert hneykslið rekur annað, Hvað á maður að segja?
Að maður sé hneykslaður?
Það lýsir því ekki einu sinni, kemst ekki nálægt því sem við erum að upplifa á hverjum degi.
Við urðum sammála um að þetta væri svona raðhneykslistilfinning sem tekur ekki enda.
Óslitin tilfinning undrunar og reiði sem yfirgefur ekki nokkra stund.
Og svo er ég að pirra mig yfir Júróvisjón.
Kannski er það heimilislegt og 2007 að gera það. Minnir á betri tíma, þegar maður gat leyft sér að vera ógeðisleiðinlegur út í nördana í Júró.
Ég man að ég bloggaði heilu bálkana um keppnina í fyrra t.d..
Nú eru allir lagahöfundarnir iðnaðarmenn, akademískir og hinsegin.
En hvað er að mér, ég hef horft tvisvar í ár og á ekki að vera að tjá mig.
Og þó, hvað eiga allir hinir Júróhatararnir að lesa ef ég gefst upp á keppnisfjandanum?
Eva María og Ragnhildur eru ágætar í sitt hvoru lagi.
En saman eru þær eins og gelgjur á sterum.
Og eru þá fá lýsingarorð til sögunnar nefnd.
Fyrirgefið en stund sannleikans er að renna upp.
Súmí.
![]() |
Systur í (Evróvisjón) anda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 13. febrúar 2009
Takk Geir
Sjónvarpið mitt sést nokkuð vel þegar maður situr undir sófaborðinu og horfir á það.
Því miður.
Þar eyddi ég stórum hluta tímans á meðan ég horfði á Geir á BBC í gærkvöldi.
En málið er að það er ekki hægt að eyða lífinu undir borði.
Nú veit ég hvernig tilfinning það er að verða að atlægi á alheimsvísu einnig.
Ég sem hélt að það væri ekki hægt að toppa vanlíðan mína yfir ástandinu á landsvísu.
Takk Geir.
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Hústaka á Hól
Hústökumennirnir á Hólnum sitja sem fastast.
Ennþá...
Annar ætlar að yfirgefa kastalann í júní, hinn kannski aldrei nokkurn tímann, að því er virðist.
En nú er það svo að þetta er ekki í þeirra höndum þó þeir haldi það, ásamt Flokknum sem ól annan og hefur sennilega tekið hinn í fóstur á seinni tímum.
Á morgun kemur nýr dagur (já ég veit það, forspárri en fjandinn sjálfur).
Þá verður nýr þingfundur og á morgun ætla ég að fylgjast með hvort frammíköllin og gelgjustælarnir í prófkjörskandídötum íhaldsins fara þverrandi.
Af því að það er fylgst með grannt með þeim sko, út um víðan völl skilst mér.
En að allt öðru.
Á morgun verður veður, já ég er að segja ykkur satt börnin mín södd og sæl.
Ekki þetta ískalda frostveður sem gerir hárið á manni rafmagnað, svíður í lungun og sprengir á manni varirnar, svo ég tali nú ekki um sprungnar neglur og kalsár á fótum.
Nei það verður rok og rigning.
Er það ekki dásamlegt?
I´m singin in the rain. Lalalalalalala.
![]() |
Vill að Eiríkur hætti strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 11. febrúar 2009
Fólkið í rykmekkinum
Nú spretta prófkjörskandídatarnir upp í Sjálfstæðisflokknum.
Samt hef ég takmarkaða trú á nýjum fronti flokksins.
Hann er svo jakkafataður út í gegn.
En ég fagna hverjum nýliða í stjórnmálinn, hvar í flokki sem þeir standa.
Þar sem ég í iðjuleysi mínu og meðfæddum skepnuskap stytti mér stundir við að fylgjast með þinginu þá verður mér margt til fróðleiks og skemmtunar og skelfingar reyndar líka, en hér verður ekki farið nánar út í þá sálma.
Hvað eftir annað þessa dagana koma menn (konur) í ræðupúlt þingsins, huldir torkennilegum mekki sem erfitt er að greina þá í gegnum en þegar skýrist í kringum þá vandast málið enn frekar.
Ég hef ekki séð þetta fólk fyrr og tel ég mig fylgjast ágætlega með.
Ég alveg við sjálfa mig: Vá hvað það er mikið af varamönnum inni fyrir íhaldið þessa dagana!
En það er ekki svo - langt því frá.
Mökkurinn mun vera rykmökkur af langri bekkjarsetu á þingstólum án mikillar útlimagleði og kroppslægra framkvæmdakippa.
Ástæðan fyrir að rokið er í ræðustól af elju og baráttuhug er ekki svo mikið málstaðarins vegna sýnist mér, heldur mun það vera prófkjörsbaráttan í Sjálfstæðisflokknum sem nú hefur færst inn á löggjafarsamkunduna.
Enda fullt af fólki eins og mér sem hefur tekið heilagt loforð af sjálfu sér um að láta ekkert fram hjá sér fara ef mögulegt er.
Glápir á þingið eins og væri um ofsalega spennumynd að ræða.
Nú hefur maður verið aðvaraður - þá er eins gott að vera vopnaður.
Ég ætla ekki að verða tekin á sænginni á kjördag. Það er nokkuð ljóst.
En þingmenn íhaldsins sem kvörtuðu stöðugt yfir málgleði stjórnarandstöðu og hafa gert s.l. 17 ár, eru nú á vaktinni.
Ekkert mál er svo smátt, svo ómerkilegt að þeir vilji ekki hafa um það orð.
Kosningar kalla fram hluti hjá fólki.
Alls konar hluti.
Súmítúðelásíbón!
![]() |
Býður sig fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 6. febrúar 2009
Slítum stjórnmálasambandi
Enn erum við að bjóða útlendingum upp á skemmtiatriði.
Nú í boði Seðlabankastjóra sem hunsuðu bréf forsætisráðherra þar til í dag að tveir þeirra lufsuðust til að svara.
Eiríkur og Ingimundur sendu forsætisráðherra, yfirmanni sínum bréf í dag.
Heimildir herma að amk. annar bankastjóranna hafi sagt í bréfinu að hann ætlaði sér að mæta á mánudaginn.
Hvað sem óskum forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar líður.
Konungurinn á Seðlabankahóli svarar engu, hefur amk. ekki gert enn..
Hans hátign Davíð Oddson mun sennilega hvorki svara né fara.
Það er bara eitt að gera gagnvart þessu ríki á hólnum sem virðist vera til algjörlega á eigin forsendum.
Við slítum stjórnmálasambandi við Seðlabankann.
Einfalt mál.
![]() |
Eiríkur og Ingimundur hafa svarað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Föstudagur, 6. febrúar 2009
Valdið í flokknum
Það hefði nú talist fréttaefni hefðu Sjálfstæðismenn EKKI gagnrýnt Seðlabankafrumvarp forsætisráðherra.
Það á að leggja niður stöður þriggja Seðlabankastjóra.
Ergó: Það á að koma Davíð frá völdum.
Kommon, Davíð er hið eiginlega vald í Sjálfstæðisflokknum.
Hann sat af sér ríkisstjórnina - pælið í því.
En eftirtektarverðastur fannst mér Pétur Blöndal.
Hann er nefnilega brímandi brjálaður úr heift.
Án þess að ég fari nánar út í það þá verð ég að segja að skapgerðarbrestir (sem og kostir) ganga greinilega í ættir.
Það er í ósigrinum sem fólks sýnir sitt rétta eðli greinilega.
Nú eða í lönguninni til að halda í valdið.
Það sýnir Sjálfstæðisflokkur svo ekki verður um villst þessa dagana.
![]() |
Hörð gagnrýni á seðlabankafrumvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 3. febrúar 2009
No way Hósei!
Sjálfstæðisflokkurinn getur ornað sér við þessa niðurstöður ef hann horfir fram hjá þeirri staðreynd að 40% svaranda eru óráðnir.
Svo má reikna með að margir hafi svarað að þeir myndu kjósa íhaldið, vegna samúðar nú eða aðdáunar á að þeir skyldu loks haska sér frá völdum í boði Samfylkingar.
En nóg um það.
Ég horfði á Sigurð Kára og Árna Pál í Kastljósinu.
Þar tókust á harðsnúin jakkaföt.
En ég varð svo hissa þegar ég horfði á SK.
Halló, hann var í tilfinningalegu uppnámi!
Það hef ég ekki séð áður ef frá er talið þegar bjóríbúðir var á dagskrá Alþingis.
Nú var hann kallinn sem ber hag almennings fyrir brjósti.
Hann var alveg: Það kemur ekki til greina að hækka skatta á fólkið í landinu. Ekki fleiri álögur á hinn hrjáða almenning. No way Hósei!
Hann tók mannúðarkallinn alveg listilega.
Það er ef maður er búinn að gleyma af hverju við erum þar sem við erum.
Einkavæðing banka, útrásarvíkingar með leyfisbréf á frítt spil frá stjórnvöldum, við á höfði nokkrar kynslóðir fram í tímann.
Í boði Sjálfstæðisflokks og Framsóknar aðallega.
Svo ef SK er sama þá vill ég heldur að einhver sem tók ekki þátt í að byggja undir og styðja við kerfið sem kom okkur á höfuðið, beri hagsmuni okkar fyrir brjósti og berjist fyrir þeim.
Að minnsta kosti minna og minnar fjölskyldu.
Annars var þetta dáldið krúttlegt.
Hann var verulega upset maðurinn.
Sigurður Kári á að beita sér í bjór- og léttvínsmálinu.
Það er akút mál fyrir menningarlega sinnaða drykkjumenn og konur.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur stærstur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr