Færsluflokkur: Sjónvarp
Laugardagur, 7. mars 2009
Sisterhúddið
Alþjóðlegi baráttudagur kvenna er á morgun. Vá hvað tíminn flýgur, maður varla búin að snúa sér við og þá er komið ár!
Það eru spennandi tónleikar í Þjóðmenningarhúsinu á morgun kl. 17,00 og þar verða konur í öllum hlutverkum.
Skemmtilegt.
En..
Það var ekki eins skemmtilegt að horfa á bíómynd gærkvöldsins á RÚV.
Mynd um konur gerð af konum og ég hélt að þarna væri töff mynd um hipp og kúl konur.
Halló, það hefði átt að standa sem viðvörun að þetta væri mynd upp á 19 klúta og mörg eggvopn.
Mig langaði satt best að segja að myrða einhvern, myndin var svo klisjukennd. Hefði jafnvel reynt að beita einhverju á einhvern til að fremja eitthvað með eggvopninu. Úff.
Nafnið á myndinni var það eina sem sló í gegn hjá mér:
"Divine secrets of the Ya Ya sisterhood".
Sandra Bullock og meðleikkonur hennar voru beint upp úr klisjupottinum.
Móðir hatar dóttur en elskar hana samt og vice versa.
Ég gæti gargað.
Af hverju er alltaf verið að halda að manni þessari ranghugmynd um skelfilega erfið samskipiti mæðra og dætra?
Ég keypti þetta kjaftæði fyrir mörgum árum og borgaði tugþúsundir króna hjá sálfræðingi til þess eins að komast að því sem mig hafði alltaf grunað, að mamma mín er frábær.
Stelpurnar mínar þurfa vonandi ekki að leggja í mikil fjárútlát til að komast að því að ég er æðisleg. Sú staðreynd ÆTTI að minnsta kosti að garga í andlitið á þeim.
Ekki horfa á svona myndir stelpur.
Þarna er ekki verið að spegla líf alvöru kvenna.
Nú nema sisterhúddið auðvitað, það er til.
Ég er í mörgum sisterhúddum.
Og elska hvert einasta eitt.
Súmí.
![]() |
Konur í öllum hlutverkum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 17:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Fjölmiðlar - yddið blýantana
Ég er að fara að sofa.
En áður en ég geri það þá verð ég að koma því á framfæri hversu undrandi og hneyksluð ég er á því að enginn hafi haft rænu á að athuga sannleiksgildi yfirlýsinga Björgúlfs Thors á s.l. ári, varðandi flýtimeðferð á dótturfélagavæðingu bankans í Bretlandi.
Nú hefur sjálfstætt starfandi blaðamaður athugað málið og Bretar kannast ekki við málið!
Ekki miði, ekki nóta fyrirliggjandi um málið. Allt eintómt kjaftæði í BT.
Erum við algjört þróunarríki í upplýsingaöflun?
Eða trúum við öllu sem við okkur er sagt?
Rosaleg siðblinda er í manninum ef hann hefur komið í sjónvarp og logið eins og sprúttsali.
Sem hann gerði. Ekkert ef þar á ferð.
Fjölmiðlar - yddið blýantana, svona á ekki að gerast.
Það ríður á að hverjum steini sé velt við (kannast einhver við þennan?).
Fjandinn hafi það - ekki gleyma að sukkbarónarnir settu okkur á hausinn.
Í boði þáverandi ríkisstjórnar.
Og hinnar á undan henni.
Góða nótt.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 1. mars 2009
Fór í alkóhólistann
Jájá Dagur, gott hjá þér farðu í varaformanninn.
En ég ætla ekki að blogga um það.
Heldur þetta tískufyrirbrigði í talsmáta sem nú tröllríður öllu.
Ég er að játa það fyrir ykkur (arg, enn einn ósiðurinn).
Dagur ætlar í varaformanninn!
Jón Baldvin í formanninn!
Samkvæmt þessu þá fór Helga dóttir mín í lögfræðinginn.
Maysan mín í framkvæmdastjórann.
Saran sú yngsta dembdi sér í nemandann..
og ég rek lestina og fór í alkóhólistann.
Svo má benda á að Jóna vinkona mín fór í rithöfundinn og húsbandið í tónlistarmanninn.
Mikið djöfull sem þetta fer í taugarnar á mér.
Halló, má ekki bara vera hallærislegur og segja að Dagur hárfagri bjóði sig fram í embætti varaformanns?
Farin í Enroninn sem fer að byrja í sjónvarpinu.
Og um kvöldmatarleytið fór ég í hrygginn.
Er að fara í kaffið núna.
Ég er að segja ykkur þetta. (Veggur).
Vilduð þið vinsamlegast doka á meðan ég fer og drekki mér í baðvaskinum?
![]() |
Dagur í varaformanninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 25. febrúar 2009
Gott á okkur
Nú er klappliðið í bloggheimum að gera Davíð Oddsson að fórnarlambi.
Hann var svo sterkur í viðtalinu, svo sannfærandi, svo sannur.
Sínum augum lítur hver silfrið.
Með hvaða gleraugum er fólk að horfa sem sér eitthvað traust við framkomu Davíðs Oddsonar?
Og hvaða andskotans þörf fyrir "sterka leiðtoga" er að þjá íslensku þjóðina?
Eitthvað gamalt undirkastelsisheilkenni að trufla okkur, þráin eftir kóngi.
Landið er á höfðinu, hvað er að fólki? Sleikurinn við vöndinn er aldrei langt undan hjá þessari þjóð.
Ég er orðin hundleið á því að Davíð Oddsson skuli sitja og sitja og að enginn virðist geta gert nokkuð í því.
Við hvað er fólk hrætt?
Ef þjóðin getur ekki með mótmælum komið því til skila!
Ef ríkisstjórnin getur ekki komið því til skila!
Ef alþingi getur ekki komið því til skila (í boði Framsóknar)!
Af hverju hendum við okkur ekki á hnén og tilbiðjum Davíð.
Þá fær sá hluti almennings sem vill láta "sterka einræðisherra" stjórna sér helvítis kikk út úr því.
Við hin höldum svo áfram að röfla.
Davíð stjórnar hér greinilega öllu hvort sem er.
Við erum aumingjar og undirlægjur Íslendingar, amk. stór hluti þjóðar og þings.
Gott á okkur.
![]() |
Fjármagnsflutningar Kaupþings höfðu mikil áhrif á Bretana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Notist eftir þörfum
Raunveruleikafirring, heift, reiði, hroki, geðvonska, pirringur, forstokkun, sjálfsvorkunn, sjálfsdýrkun, skortur á sjálfsgagnrýni, hefnigirni, sjálfsupphafning, ofsóknaræði, blinda, ónæmi á aðstæður, mont og frelsarakomplex.
Er að reyna að lýsa því sem ég sá í Kastljósi kvöldsins.
Ofanskráð orð má nota eftir þörfum, eitt eða öll.
Mér er nákvæmlega sama.
Ég er hér til að þjóna.
En svona eftir á að hyggja, andskotinn að maður væri ekki búinn að fatta það að Jésús væri í Seðlabankanum.
Mér hreinlega dauðbrá þegar þetta rann upp fyrir mér í miðju viðtali.
![]() |
Davíð í Kastljósviðtali |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Þriðjudagur, 24. febrúar 2009
Á hann sítrónutré?
Ég er ekki með kjöt í dag, guð minn góður og fastan að byrja.
Ekki kjöt fyrr en á páskum!
Jeræt, eins og ég fari eftir fyrirkomulögum í matargerð.
En ég ætla að segja ykkur eitt alveg stórmerkilegt.
Ég flakka stundum um allar rásirnar í sjónvarpinu mínu svona í bríaríi.
Þar er ein stöð, bresk, sem fjallar um matargerð.
Ég sverða í hvert einasta skipti sem ég lendi á þessari stöð þá er maður að kreista sítrónusafa í eitthvað jukk í skál.
Nei, þetta er ekki endursýning, haldið þið að ég sé fífl?
Í dag var það pæj.
Í fyrradag vodkadrykkur með sítrónusafa (nei, ég er ekki farin að drekka, bláedrú í fínum málum).
Fyrir helgi var það friggings kjúklingur með sítrónuhjúp.
Ætli maðurinn eigi sítrónutré?
![]() |
Kjötkveðjuhátíð að ljúka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 22. febrúar 2009
"Mr. Brown; what the fuck happened?"
Framsóknarkrakkarnir finna til sín þessa dagana.
Eru búnir að vera á sjálfshátíð undanfarið, enda held ég að þeir fái valdtengdar raðfullnægingar yfir að hafa líf stjórnarinnar í hendi sér, sælusvipurinn á þeim sumum ber þess glöggt vitni.
Nú kölluðu þeir ríkisstjórnarflokkana til sín á teppið til að skerpa á stöðu sinni.
Við erum hérna krakkar og ekki láta ykkur detta í hug að þið komist í gegn með Seðlabankafrumvarpið né önnur góð mál, sem við lofuðum að styrkja að uppfylltum skilyrðum, nema að þið gerið svona og svona og svona og svona eins og við viljum og hlýðið okkur svona almennt og yfirleitt eins og barðir hundar takk fyrir takk.
Það er eins gott að muna að pólitík hefur hjá sumum ekkert með hag lands og þjóðar að gera nema á glansprenti kosningabæklinganna og í ræðustólum samfélagsins.
Fyrst og síðast hefur þetta með það að gera að hygla sjálfum sér, flokk og stuðningsmönnum.
Almenningur er aðeins aðgöngumiði að því marki. Þess vegna eru sett á svið heilu andskotans leikritin til að blekkja.
Í dag gerðist eitthvað með mig.
Ég gjörsamlega fríkaði út, hélt að stóri skjálfti væri genginn yfir hjá mér, en hann stóð frá hruni og fram á s.l. föstudag hvar ég tók eftir að ég væri manneskja sem þyrfti að slaka á þrátt fyrir kreppu.
Ég gerði það sem mér finnst skemmtilegast, var innan um börn.
Eftir Silfrið reið yfir skjálfti númer 2, kreppan saumar að kærleiks eins og öðrum heimilum og verður alltaf áþreifanlegri með hverri vikunni sem líður.
Silfrið ýtti við mér, minnti mig á að enn er verið að möndla við afturenda blásaklauss fólks.
Sko, ef einhver lyftir ekki fjandans símtólinu og hringir í Brown og krefur svara, af hverju er á okkur hryðjuverkalöggjöf þá geri ég það sjálf.
"Mr. Brown, what the fuck happened"?
Annars vill ég byltingu, ég vil ekki koma smákóngum á egóflippi til valda, nú vill ég réttlæti. Heyrðið þið það?
Frá og með deginum í dag fer ég í gallann, næ mér í mín búsáhöld og arka af stað.
Vei þeim sem reynir að stöðva mig.
Helvítis fokking fokk
![]() |
Framsókn kynnir hugmyndir sínar í efnahagsmálum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt 23.2.2009 kl. 20:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 22. febrúar 2009
Bandsjóðandi reið
Ég er gargandi ill eftir að hafa hlustað á Atla Gísla í Silfrinu.
Hann talar nefnilega mannamál og ég skil nú betur en áður hversu illa við höfum verið rænd af auðmönnum í boði stjórnvalda auðvitað.
Atli talar um að það eigi að setja þennan hóp (ca. 40-30 manns) á válista og bankarnir (okkar) eigi ekki að skipta við þá.
Halló - er það ekki þegar inni í myndinni?
Það hélt fíflið ég.
Í þau skipti sem maður hefur verið of seinn að borga, farið yfir á kortinu eða gert annað andbankalegt í fjármálunum sínum í gegn um árin hefur maður svo sannarlega verið látinn borga og blæða.
Og hafa mínar syndir ekki miklum sköpum skipt fyrir aðra en "yours truly".
Ég er ekki að kvarta - finnst sjálfsagt að fólk sé lamið til fjármálahlýðni með refsingum, dráttarvöxtum og öðrum bankafærum aðgerðum, svo fremi að sanngjarnar séu.
Maður skyldi ætla að þetta næði yfir alla viðskiptavini bankanna. Sömu reglur fyrir JJonna og Júlíus
En af hverju í andskotanum er ekkert að gerast í þessum málum?
Hvernig væri að frysta eigur þessara manna?
Ójá, hvernig læt ég? Það væri mannréttindabrot offkors.
Djöfuls kjaftæði, það er búið að fremja mannréttindabrot á okkur almenningi og við eigum að borga og brosa.
Við borgum ekki - ég sverða, nema að þetta lið sem var svo hálaunað vegna mikillar ábyrgðar í starfi (góður) druslist með eigur sínar hingað og lágmarki skaðann.
Ég er bandsjóðandi reið get ég sagt ykkur.
![]() |
Útrásarvíkingana á válista |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 21. febrúar 2009
Flottasti blaðamaðurinn "okkar"
Stundum hitta verðlaun í mark.
Svo fáfengileg sem þau oft eru þá finnst mér að þessi verðlaun hljóti að vera eftirsóknarverð.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir er frábær blaðamaður, hún á þetta svo sannarlega skilið.
Mér finnst ég eiga smá í henni af því hún er á Mogganum.
Það er auðvitað eitthvað að mér, tel mig yfirleitt ekki eiga neitt sameiginlegt með þeim miðli.
Múha.
Ég man þegar Steingrímur Sævarr rak Þóru Kristínu.
Þá varð ég hissa.
Mikið má Stöð 2 snæða hjarta og önnur innyfli vegna þeirrar ákvörðunar.
Ég er hins vegar að gæta tveggja afkomenda minna.
Jenný Una og Hrafn Óli eru í pössun af því foreldrar þeirra eru á "ballett", að sögn Jennýjar.
Ballett mun vera ball.
Vér óskum þeim góðrar skemmtunar.
Ég er hins vegar úrvinda - hvernig gat ég verið með þrjú hérna í denn?
Úff, amman og afinn farin til kojs.
Til hamingju aftur Þóra Kristín.
![]() |
Þóra Kristín blaðamaður ársins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt 22.2.2009 kl. 07:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 19. febrúar 2009
Þeir geysast fram gúbbarnir í flokknum eina
Heiða vinkona mín er greinilega að hugsa á svipuðum nótum og ég.
Pétur Blöndal ætlar að gefa kost á sér í prófkjöri fyrir FLOKKINN!
Skrýtið, ég heyrði hann nefnilega tala á Alþingi um hversu ömurlega vanþakklát starf þingmannsdjobbið væri, þegar verið var að ræða eftirlaunaafnámið í fyrradag.
Hann talaði um allt umtalið á bloggsíðum.
Um umtalið úti í bæ.
Djöfuls skítadjobb fannst honum þó hann segði það ekki nákvæmlega svona.
Sama sinnis er Kristinn H. Gunnarsson, óánægjuþingmaður í Frjálslynda.
Þar sem ég hef legið yfir þinginu eftir stjórnarskiptin þá hef ég fylgst með KHG og hann er alltaf ósammála.
Hann þarf örugglega að leita eins og brjálæðingur á hverjum morgni eftir nýjum flötum á hverju máli sem tekið er fyrir í þinginu til að finna eitthvað til að setja út á.
Ég hafði samúð með Kristni þegar þeir voru að veitast að honum í Frjálslynda en nú býð ég eftir að hann tilkynni að hann gefi ekki kost á sér meir.
Af því þetta er ömurlegt starf, illa launað og vanþakklátt.
Annars ætti KHG að fara í Sjálfstæðisflokkinn eins og hinn órólegi þingmaður Frjálslyndra, Jón Magnússon gerði í gær.
Mér sýnist KHG vera smávegis á sjálfstæðissíðuna.
Jájá, eins og mér finnst og rétt er (Hildur Helga, ég sagði þér að ég myndi nota þennan).
Later!
![]() |
Pétur Blöndal sækist eftir 2. sæti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr