Færsluflokkur: Sjónvarp
Sunnudagur, 17. maí 2009
Er það satt, eretta búið?
Miðað við hvað ég er lítið hrifin af Eurovision þá er það algjör hvalreki fyrir bloggarann í mér.
Ég hef bloggað um þessa "keppni" frá öllum mögulegum vinklum og sjónarhornum.
Stórskemmtilegt alveg.
Þetta er náttúrulega samkoma sem býður upp á ótrúlega fjölbreytt bloggefni.
Ég gladdist líka í forhertu hjarta mínu við að sjá Jóhönnu á Austurvelli og allt fólkið sem tók á móti henni, sólin, veðrið og gleðin var skemmtileg tilbreyting.
En af því ég er að kafna úr jákvæðni þá verður að neikvæðnijafna.
Ég og Sara dóttir mín hugsuðum (og sögðum, ekki mikið fyrir að brenna inni með hugsanir okkar við mæðgur) strax það sama: Vá, þvílíkur fólksfjöldi, hvar var allt þetta fólk í Búsáhaldabyltingunni?
Og ég er enn að velta því fyrir mér.
En...
Eftir að hafa hlustað á "Er það satt, eretta búið?" með Jóhönnu Guðrúnu "okkar" og "Farytale", með geistlega Alexander "þeirra", svo oft að ég get ekki talið það, ja þá myndi ég ekki gráta það að heyra hvorugt lagið aftur í þessu lífi og jafnvel því næsta.
Ekki miskilja mig, ég er hrifin af laginu hennar Jóhönnu og Norska lagið kom mér í gott skap, en það var fyrir ca. milljón skiptum síðan.
Sko, á milli þess sem er óhóflega mikið annars vegar og geðveikri ofspilun hins vegar, er hárfín lína (----------) .
Hér og í Noregi hefur verið böðlast yfir þessa línu.
Stopp, anda, stanga úr tönnum og fara að gera eitthvað annað.
Hefur einhver heyrt um meðalhófið?
Og gleymdi ég að segja ykkur að mér er illt í eyrunum?
Já, gleymdi ég því.
Okei, mér er hryllilega illt í eyrunum.
En af því að við nærriþví unnum Eruovision, veðrið er dásamlegt, Jóhanna Guðrún yndisleg og ég hef átt dásamlegan dag algjörlega fyrirhafnarlaust, þá hefur þessi dagur líka haft stóra þýðingu fyrir mig og minn kærleikshelming í jákvæðum skilningi.
(Nei, leyndó, ekki orð).
Ergó: 17. maí mun mér seint úr minni líða.
Og nú verður haldið munni um Eurovision þar til næst.
Og þetta er ekki loforð, þetta er hótun.
Is it true, is it over?
Jabb, algjörlega þangað til næst.
![]() |
Sérstök móttaka fyrir Jóhönnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 17. maí 2009
Gerðu gjaldþrota slæðukaupmenn kjólinn?
Við getum heldur betur montað okkur af að hafa orðið fyrst í undanúrslitunum.
Ég veit ekki hvað er með mig, veltandi mér upp úr minni hötuðu Eurovision.
Og ég er hér með hætt.
En í Svíþjóð eru menn ekki glaðir.
Ég veit ekki hvort þeir eru reiðari sjálfum sér eða Evrópu.
Þeir eru komnir með könnun á miðlunum.
Eigum við að hætta í Euro?
Þeir pirra sig líka á kjólnum hennar Jóhönnu.
Eru eitthvað að djóka með að það væru slæðukaupmenn sem væru farnir á hausinn og hefðu búið kjólinn til úr lagernum.
Að það væri eins gott að Ísland hafi ekki unnið. Við værum skítblönk.
Það kemst ekki hnífurinn á milli Svía og Íslendinga hvað varðar sært þjóðarstolt.
Bresku þulirnir höfðu móðgað Svíana illilega þegar þeir görguðu úr hlátri yfir aumingja Malenu.
Alveg: HVAÐ er þetta? Er þetta stökkbreyting á milli manns og konu?
Eða: Það gerir ekkert fyrir andlitið á þessari sænsku að fara upp á háu tónana.
Svíarnir eru eins og ég segi dálítið súrir yfir að lenda í 21. sæti.
Hvað um það.
Ég hata Eurovision.
![]() |
Ísland varð efst í undanúrslitunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 08:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Laugardagur, 16. maí 2009
Við unnum!
Við unnum!
Eða hefðum gert ef Noregur hefði sent Jan Teigen eða eitthvað annað nörd.
En aðalbaráttan var um annað sætið og við tókum það.
Gott mál, kominn tími á smá smurningu á þjóðarsálina.
Nú var þetta Norðurlandasigur en Danirnir hefðu betur sent Heru. Ha?
Nanafriggingsbúbú.
Svíþjóð; greyið Malena.
Finnland áttu að fá meira þeir voru skemmtilegir.
"And that includes the votes from the Iceland jury."
Ha?
![]() |
Ísland í 2. sæti í Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 16. maí 2009
Í villtu klobbaswingi.
Ég veit að áhugi á Júró er í hámarki og allir að pissa á sig úr spenningi.
Grillin verða tekin fram og fólk brennir dýraleifar eins og enginn sé þriðjudagurinn.
Til hamingju Ísland og ekki drekka ykkur rænulaus og missa af úrslitunum.
En þýska lagið hef ég séð. Það er swing, nokkuð laglegt bara.
En Þjóðverjar eru auðvitað á því eins og margir (með réttu), að lagið sé ekki aðal issjúið.
Lúkkið, fötin, og dansararnir (aulahrollur) geta haft úrslitaáhrif.
Vitið þið að miðað við vægast sagt martraðakennda tónlistarsmíð í þessari "keppni" þá skil ég vel að sumir skuli grípa til örþrifaráða.
(Já Jóhanna er flottust og Norsarinn líka).
Þýska júrónefndin (eða eitthvað) hefur fengið burlesque drottninguna Ditu von Teese til að sveifla píkunni í takt við lagið.
Það er pottþétt leið til að fá fólk (lesist menn) til að hætta að hlusta og byrja að horfa.
Dita er fræg fyrir að sýna hálfan klobba hér, hluta úr brjósti þar, rasskinn og rasskinn á stangli.
Munið þið eftir laglínunni úr frábæru lagi úr revíunni Búbónis?
"Og næfurþunnum náttkjólum hún klæðist - svo næstum sést þar allt í gegn"?
Þarna settu þeir bræður Jón Múli og Jónas Árnasynir ómeðvitað af stað skemmtilegan kynfærafeluleik.
Það sást næstum því en ekki alveg. Úje.
Ég legg til að í næsta Júró verði lögin öll á playbacki, söngvararnir líka og svo geta þeir mæmað úti í horni bara og við fáum inn atvinnuklobbadísir og sveina til að kitla atkvæðagreiðslufingurnar.
Þá fyrst stendur Júró undir nafni.
Enda hata ég Júróvisjón og ætla að horfa í kvöld.
Þetta er himnaríki þeirra sem elska að fá þykkan, gerðarlegan og langdreginn aulahroll.
Fullnæging hvað?
Hér er svo þýska lagið sem mér finnst bara ágætt en án Ditu perrarnir ykkar. Hún á heima í Ameríku og getur ekki verið að dingla sér til Þýskalands í einhverja undankeppni. Brjálað að gera í nektinni sko.
![]() |
Nektardansmær í Evróvisjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 10:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 15. maí 2009
Vindvélaheilkennið aftur
Eru vindvélarnar í Júróvisjón að koma sterkar inn í ár?
Mér fannst vel flestir keppendur (ekki okkar samt) standa í ofsaroki á sviðinu núna eins og ég bloggaði um í morgun.
En enginn, ég ítreka enginn, hefur verið meira svag fyrir vindvélum en Svíarnir.
Ég hef ekki tíma til að ná í mörg dæmi, er bissí sko, en skelli hér inn einu.
Samt eru Svíar alls ekki svona Títanik-standa-í-stafni-og-grenja-manneskjur, en það virðist einhver væmni heltaka þessar elskur þegar blásið er til Júróvisjón.
Guð var með hina sænsku Carolu í huga þegar hann hannaði vindvélina en hin trúaða Carola hefur barist öðrum fremur við manngerða veðurguði á Júrósviðum í gegnum tíðina. Svo rammt hefur kveðið að þessu að hún flutti óð til stormsins árið 1991 sem heitir bókstaflega; "í miðju stormsins" sem er hundleiðinlegt melódía, en þá bar svo við að vindmaskínan var lítið notuð. Hins vegar fékk klæðaburður Carólu og dansspor marga Júrónöttara til að teygja sig í sjálfsmorðskittið.
Ég þoli ekki leikmunaveðurfar.
Svo ógeðslega væmið og yfirborðskennt.
Hér er Carola í 14 vindstigum og stendur sig eins og hetja.
Það má sjá að konan hefur þokkalega trú á manngerðu roki.
Annars var ég að leita að rokvídeóinu með Eyfa þegar hann barðist hetjulega við að halda hárinu föstu við hið guði gerða statíf sem tókst að einhverju leyti en ekki öllu. (Forkeppnin áttatíuogeitthvað. Hverjum er ekki sama?)
Því næst þegar ég sá hann (löngu seinna reyndar) var hann orðinn mörgum hárum fátækari.
Vídóið með rokinu fannst því miður ekki.
En hér hins vegar paródía á Nínu hans Eyfa sem einhverjir Júrónöttarar í Noregi gerðu og er tær snilld.
Úje.
Later.
![]() |
Eurovision-keppandi skelkaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þriðjudagur, 12. maí 2009
Af hverju ekki Búlgaría? - Fjandans óréttlætið
Ég skil þetta ekki!
Búlgaría, mitt uppáhaldslag komst ekki áfram.
En Jóhanna flaug inn en náði einfaldlega ekki með tærnar þar sem þau höfðu hælana.
Hvað er að Evrópu?
Heyrði fólk ekki tærar og samstilltar raddir Rúmenanna?
Ég ætla að henda sjónvarpinu út um gluggann.
Ísland sökkaði.
Farið ekki að grenja, auðvitað komumst við áfram. Stúlkan söng eins og engill.
En lagið á undan okkar, Búlgaría. Ég hélt að ég myndi látast úr skömm fyrir þeirra hönd.
Einsogværiveriðaðsagasundurketti.kvikindinykkar.
![]() |
Ísland komið áfram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Þriðjudagur, 12. maí 2009
Og Noregur vinnur
Benny gamli Anderson horfir ekki á Eurovison.
Hann segir að keppnin hafi enga tónlistarlega þýðingu lengur en sé frábært sjónvarpsefni, ef maður nenni að sitja svo lengi.
Ég er algjörlega sammála honum. Eurovison er ágætt sjónvarpsefni ef maður hefur vit til að nota "mute"-takkann grimmt eins og t.d. ég geri.
En ég horfði í fyrra og ætla að horfa núna líka.
Af því að Jóhanna er falleg, með ágætis lag og kjólinn hennar er æði.
Ég las um það á DV að Sverrir Stormsker væri að klæmast á kjólnum hennar Jóhönnu.
Kallaði hann borðtuskur.
Vá, hver er miður sín yfir hvað Sverri Stormsker finnst um föt?
En varðandi Euro, þá hefur þetta lítið með sjálfa tónlistina að gera og hefur ekki gert lengi.
Þegar Abba unnu, Dana frá Írlandi og svona, þá urðu lögin algjörir hittarar.
Man einhver sem ekki er agljörlega klikkaður Eurovisionfan eftir lögunum sem hafa unnið undanfarin ár?
Ég þakka guði fyrir að ég man ekki rússneska hroðbjóðinn með skautaatriðinu sem vann í fyrra.
Eða þetta í hitteðfyrra, rútan frá Serbíu í jakkafötunum? Þvílíkar misþyrmingar á eyrnasetti mínu að minnsta kosti.
En Jóhanna og Svíþjóð fá hlustun.
Jóhanna af því að hún er íslensk og með flott lag.
Svíþjóð af því að ég elska það land og alla vini mína þar.
Jafnvel eitt til tvö önnur, hinum þagga ég persónulega niður í með mínu appírati.
Og Noregur vinnur keppnina.
Það veit ég með vissu, þið getið sleppt aðalkeppninni.
En Abba vann í denn.
![]() |
ABBA-stjarna horfir ekki á Evróvisjón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 17:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 10. maí 2009
Norræna staðreynd!
Samkvæmt þessu þá er Norræna staðreynd.
Fyrsta hreina vinstri stjórnin frá stofnun lýðveldisins.
Það hríslast um mig hamingjuhrollur.
(Það má svona í tilefni dagsins).
Ég er ofboðslega spennt.
Korter í blaðamannafund.
Úje.
![]() |
VG samþykkir sáttmálann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 15:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 9. maí 2009
Ég hata Eurovision!
Af því ég er yfirlýstur Eurovisonhatari sem elskar að hatast við fyrirbærið, þá fylgist ég með útundan mér, kíki á kjólinn hennar Jóhönnu, sem er bara flottur, hlusta eftir því hvað útlendingarnir segja um lagið og svona, hvernig veðbankarnir raða upp laginu, haldið þið að það sé, og nýt þess í leiðinni að krullast upp.
Hvað get ég sagt?
Ég er fífl.
Fyrir hverja keppni segja Íslendingarnir að nú skuli farið af stað með raunhæfar væntingar að leiðarljósi, minnugir Gleðibankavonbrigðanna. Þegar Ísland vann hér heima en tapaði stórt í keppninni.
En eftir því sem nær dregur byrja draumarnir, þjóðarstoltið og löngunin til að vinna að taka yfirhöndina.
Í morgun var skrifuð heil frétt í Fréttablaðið um að Andrew Loyd Webber væri yfir sig hrifin af laginu, teldi það aðalkeppinaut breska lagsins sem ég hef auðvitað ekki heyrt. (Hlusta bara á ákveðin lönd).
Það má lesa um að á æfingunum hafi ekki verið klappað fyrir þeim sem voru á sviðinu en fyrir Jóhönnu Guðrúnu var risið úr sætum og klappað um leið og hún lét sjá sig.
Ómæ, svo verða vonbrigðin svo sár þegar við töpum.
Fyrir mér er þetta leikur.
Eurovision er upp að nítíuprósentum algjört moð, ég meina hver setur rússneska lagið frá því í fyrra á geislann og hlustar sér til ánægju? Það hlýtur að vera öflug sjálfspyntingahvöt sem fær fólk til þess.
Svo hlýtur hver maður að sjá að það er ekki hægt að keppa í músík.
Eða listum yfir höfuð ef út í það er farið.
Halló!
En ég held samt áfram að kíkja með öðru, hatast við lágkúruna og óska Íslandi alls hins besta.
Ég meina, hvað annað getur maður gert?
Þó að maður beinlínis sé í langdrengnum andskotans aulahrolli og hendist um allt í verstu krömpunum?
La´de swinge!
![]() |
Bjóst við meiri móðursýki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 8. maí 2009
Svo þroskandi mannréttindamissir
Ég var búin að koma mér notalega fyrir í sófanum til að njóta kvöldsins og ég ætlaði svo sannarlega ekki að blogga meira í dag.
En eftir að hafa setið gapandi, nánast lömuð af undrun yfir umfjöllun Kastljóss um samning þann sem Arnar Laufdal gerir við keppendurna í fegurðarsamkeppni Íslands (og hefur gert til margra ára) þá bara get ég ekki látið það eiga sig að láta lyklaborðið taka fyrsta skammt af viðbrögðum.
Rök margra með fegurðarsamkeppnum í gegnum tíðina hafa verið hversu þroskandi svona keppnir séu.
Hversu frábært það sé að læra framkomu (eins og stúlkurnar séu slefandi bavíanar fyrir keppni og kunni ekki mannasiði og kúki og pissi þar sem þær standa), kynnast innbyrðis (jeræt, þarf keppni í fegurð til?) og allt þetta kjaftæði sem enginn stoð er fyrir í raunveruleikanum.
Málið er einfalt; Læri, rass, brjóst og falleg andlit selja, það er hinn raunverulegi útgangspunktur.
Meira að segja foreldrar sumra stúlknanna mæra keppnina í hástert, finnst þetta frábært tækifæri fyrir dæturnar.
Ég er nú reyndar á að þetta sé framlenging á egói okkar foreldranna þegar börnin okkar fá viðurkenningu fyrir sitthvað í lífinu en það er önnur saga.
Svo kemur í ljós að allar þessar stúlkur hafa gert leynilegan samning, sem foreldrarnir fá ekki einu sinni að sjá.
Þar afsala þær sér ýmsum réttindum, eins og að ráða yfir eigin útliti, líkamsþyng, já og háralit og litaraft verður að vera í formalíni óbreytt til þriggja ára eftir úrslitakvöld.
Þær afsala sér hluta tekna sinna til lengri tíma.
Þær afsala sér slysabótum ef þær meiða sig í keppni.
Þær afsala sér málfrelsi með því að mega ekki láta uppi efni samningsins.
Þær mega ekki einu sinni segja frá tillvist samnings og ef þær verða uppvísar að því að segja frá þessu lítilræði sem fjallar um niðurskurð á mannréttindum þeirra þá þurfa þær að borga 300.000 þúsund krónur að lágmarki til dólgsins ég meina fegurðarsamkeppnishaldarans.
Tíu stúlkur munu, í þessum skrifuðum orðum greiða Arnari Laufdal 30% af tekjum sínum vegna samningsins.
Og fleira og fleira.
Reyndar var þessi samningur eins og afkomandi Napóleons í oflæti hafi samið hann.
Að vera fegurðardrottning og snökta á sviðinu er að öðlast algjörlega nýja merkingu fyrir mér.
Ég vil ekki að það sé komið svona fram við íslenskar stúlkur og ég óska þess að ungar konur fari að sjá í gegnum þennan ljóta leik.
Já, en ég gleymdi það er víst svo svakalega gott og þroskandi að senda stúlkur í keppni um fegurð.
Þrælahald er svo dásamlega þroskandi - það vita allir.
Hvar er kviðristukittið mitt?
ARG.
Umfjöllunin um þennan ótrúlega samning.
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 21:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr