Færsluflokkur: Sjónvarp
Mánudagur, 4. maí 2009
Kastljósið og heimilin
Ég var að horfa á Kastljósið.
Ég skil ekki hann Gylfa, mér finnst hann algjörlega heillum horfinn eftir að hann varð ráðherra, og mér fannst þetta sérstaklega áberandi núna.
Það breytir ekki því að hann sem ráðherra fer auðvitað ekki að taka undir með fólki að það hætti að standa við skuldbindingar sínar.
En hann er orðinn eitthvað svo mikill.. ja, ráðherra ala íhaldsmódelið.
Mér finnst líka ábyrgðarhluti að hvetja fólk til að greiða ekki af lánunum sínum, hver sem það gerir, en það endar auðvitað með ósköpum fyrir alla, bæði menn og þjóð.
Fyrir utan, að það er skelfilega erfitt andlega að standa í slíku, hvað sem hver segir eða því trúi ég að minnsta kosti.
Ég er svolítið höll undir lögfræðinginn og manninn frá Hagsmunasamtökum heimilana sem komu í Kastljósið, báðir skýrir og frómir menn sem töluðu þannig að það skildist.
En halló, þetta viðtal við mann sem er hættur að borga var kannski ekki hið týpíska neyðardæmi, þó ég sé ekki að gera lítið úr slæmri stöðu mannsins, en hann varð atvinnulaus núna um mánaðarmótin.
Hann hætti að borga í september, hann er enn með tvo bíla.
Ég ætla að leyfa mér að benda á að það er fólk sem er bíllaust, atvinnulaust síðan í hruni og hefur þurft að lifa af lágum atvinnuleysisbótum frá því í haust.
Ég vil heyra frá því fólki.
Enn og aftur tek ég fram að ég er ekki að gera lítið úr neinum, það eru bara enn verri dæmi sem kannski myndu frekar opna augu þeirra sem með fjármál ríkisins fara.
Það er nefnilega svo skelfilegt ástand víða um landið, það má m.a. sjá á auknum tilkynningum til barnaverndarnefnda.
Á hvaða leið erum við eiginlega?
![]() |
Furða sig á ummælum ráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 3. maí 2009
Ég er glötuð!
Þetta vorið hef ég hagað mér algjörlega út úr korti með margt.
Vígin falla hvert af öðru, prinsippunum mínum hent á gólfið og þar hef ég hoppað á þeim og sparkað þeim út í horn, eins og um úldnar borðtuskur væri að ræða.
Þetta er skelfilegt!
Það prinsipp sem minnst er heilagast, þetta með að hata Júróvisjón í verki og horfa ekki á neitt sem tengist því er kolfallið. Algjörlega farið í vaskinn!
Ég gæti tekið "stjórnmálamanninn" á þetta og hent ábyrgðinni á þrálát veikindi sem hafa verið að hrjá mig undanfarið og því haldið mér meira og minna innilokaðri á menningarheimili mínu hér í hjarta borgarinnar, en ég ætla ekki að gera það.
Þetta varðaði bara svona.
En mikill rosalegur urmull af glataðri músík er í þessari keppni.
Algjör ráðstefna fyrir hæfileikalausa lagasmiði.
En það eru undantekningar.
Plebbinn ég féll fyrir Noregi.
Og Jóhönnu Guðrúnu.
Svo horfði ég á sænska panelinn (í þættinum þar sem Eiríkur Hauks sat til skamms tíma og gaf álit sitt), og þar voru menn yfir sig hrifnir af okkar framlagi með Jóhönnu Guðrúnu.
Nema ein kerling, en hún var mjög óaðlaðandi manneskja () hinir fimm féllu í stafi.
Ætli við vinnum?
Nei, en það mun Noregur gera, ekki spurning.
Úff, bara að mér fari að batna, þetta er að eyðileggja töffaraímynd mína algjörlega.
Later og góðan daginn.
![]() |
Íslandi spáð góðu gengi í Moskvu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 27. apríl 2009
Komist yfir þetta
Stundum finnst mér að íslenskir fjölmiðlamenn ættu að vera í Sálarrannsóknarfélaginu.
Þeir lesa út úr orðum fólks alls kyns meiningar, virðast sjá og vita meira en sá sem talar.
Svo myndu sumir þeirra smellpassa sem túlkar hjá hinum Sameinuðu Þjóðum.
Nei, ég er að grínast með túlkadjobbið.
Það myndi bresta á með styrjöldum út um allt ef túlkunin yrði eitthvað í líkingu við það sem við erum að sjá þessa dagana.
En samt er ég nokkuð ánægð með íslenska fjölmiðlunga, þeir eru ekki slæmir, en eiga þessa dulrænu hæfileika sameiginlega á stundum.
Fyrir mér var Steingrímur að gagnrýna einhliða málflutning.
Það geggjaða við þetta er að fjölmiðlamennirnir eru ekki í tiltakanlegri fýlu.
Það eru þeir sem telja sig til elítunnar sem eru alveg ferlega sárir.
Ef þið voruð í vafa um hverjir það eru sem tilheyra elítunni að eigin mati lesið þá bloggin þeirra.
Þau eru öll einhvern veginn svona:
"Ég er elítan og veit ekkert."
"Munur að teljast til elítuuuuunnnar!"
eða..
"Ó, ég vissi ekki að ég væri í elítunni þó ég hafi vit á Evrópusambandinu, sooorrrí."
Get over it!
Rosalega er mikið af misskildum snillingum á sjálfshátíð á þessu litla landi.
Grátið mér stórfljót fyrir hádegi og þegið svo.
![]() |
Elítan vill í ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Stígið varlega til jarðar
Í dag fyrir utan heimili Jóhönnu Sigurðardóttur, sögðu hún og Steingrímur að viðræður gengju vel.
Í sjónvarpinu, fréttunum nánar tiltekið, var málið orðið svaka erfitt samkvæmt Jóhönnu.
Hvað er í gangi?
Til ykkar formanna vinstri flokkanna.
Ykkur hefur verið falið skýrt umboð frá þjóðinni að halda áfram vinstri stjórninni.
Í fyrsta skipti frá stofnun lýðveldisins fá vinstri flokkarnir öruggan þingmeirihluta.
Fyrir mér er það ófyrirgefanlegt ef þið glutrið því niður og hunsið skýran vilja þjóðarinnar.
Stígið því varlega til jarðar.
Vegna þess að nú er mikið í húfi.
![]() |
Evrópumálin erfiðust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 26. apríl 2009
Búin á því
Jæja, þá eru kosningar að baki og hægt að fara að einbeita sér að lífinu.
Annars vakti ég fram á morgun, ekki gott fyrir óvirka alka og nú er ég með vökutimburmenn.
Frussss
Ég er ánægð. Til hamingju vinstri menn, þetta er okkar sigur.
Til hamingju Borgarahreyfing, þið eigið þennan sigur líka.
Skrítið, eftir að hafa verið vakin og sofin yfir pólitík s.l. mánuði er ég eins og sprungin blaðra.
Nú þurfa Samfylking og VG að setjast niður og koma sér saman. Ég reikna með að báðir flokkar séu meðvitaðir um væntingarnar sem þjóðin gerir til þeirra.
Það sem ég er þó mest í skýjunum yfir eftir úrslitin er að konur eru nú 43% af þingliði.
Annars ætla ég að horfa á Silfrið.
Og leggja mig.
Ésús hvað ég er búin á því.
![]() |
Nýtt Alþingi Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 25. apríl 2009
Amenið
Örþreytt eftir góðan og annasaman dag í gær settist ég niður og horfði á formannaþáttinn á RÚV.
Mér fannst hann þokkalega málefnalegur.
Mín upplifun:
Sigmundur Davíð: Eins og unglingurinn í skóginum, rammvilltur og kominn út í horn með ábyrgðarlausar yfirlýsingar sínar um yfirvofandi hrun og auðvitað gat hann ekki útskýrt hvað hann átti við.
Þessi maður á ekki erindi í pólitík strax. Örvæntingarfullur og til í að gera hvað sem er fyrir atkvæði. En við hverju er að búast frá flokki sem gerir lista yfir mögulega andstæðinga?
Ástþór: Ég er glettilega oft sammála Ástþóri, hann er bara svo flippaður og stjórnlaus. Hver veit.. kannski mun hans tími koma.
Bjarni Ben: Vel máli farinn. Búinn að tapa og jafnframt búinn að sætta sig við það.
Þór Saari: Hefur margt áhugavert til málanna að leggja. En halló, að troða fingrunum í eyrun? Mér er sem ég sæi viðbrögðin ef t.d. Steingrímur J. leyfði sér það. Læra mannasiði. Eftir eyrnaatriðið hætti ég að hlusta. Tapaði áhuganum.
Jóhanna: Jóhanna á stóran sess í hjartanu á mér. Hún er alvöru jafnaðarmaður. Hún er núna tilbeðin í Samfylkingunni (eins og Þór Saari í O) og ég er viss um að hún hefur ekki beðið um það, né heldur trúi ég því að hún kæri sig um það. Dýrkun er vond í pólitík. En áfram Jóhanna! Flott kona, flottar áherslur.
Steingrímur J: Steingrímur er búinn að tóna sig niður, verður að gera það auðvitað, kominn í ríkisstjórn. Sakna svolítið hins æsta hugsjónamanns. En hvað um það, rökfastari maður er ekki til í íslenskri pólitík og svo er hann talsmaður mannúðar og réttlætis. Með svoleiðis málaflokka er erfitt að klikka, meira segja þó viðkomandi væri með horn og hala, spúandi eldi og brennisteini.
Panellinn hjá Agli mátti missa sig, vegna þessarar konu, Stefaníu, sem réri lífróður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í málfutningi sínum, eða þannig sló það mig. Mér kemur ekkert við pólitískar skoðanir eða áherslur álitsgjafa. Þeir eiga að álitsgefa. Halló.
Ég óska ykkur öllum sem rekist hér inn, hvar í flokki sem þið standið, gleðilegs kosningadags.
Notið atkvæðisréttinn, það er okkar lýðræðislega verkfæri.
Ekki kjósa út í loftið.
Svo gleðst ég yfir hverju nýju atkvæði greitt VG.
Svo vona ég innilega að O komi manni að. Manni sko, ekki heilagri veru.
Later.
![]() |
Lokaorð formanna til kjósenda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 10:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Geldingur frá Svíþjóð?
Ég er líka hommi innan við beinið.
Líka kall á kassa sem predikar á hornum.
Hattarinn í Lísu í Undra og ólesið handrit sem hefur gleymst ofaní skúffu.
Og margt fleira.
En ég var að hlusta á sænska júrólagið, jájá, hata júróvisjón. Só? Farið ekki að grenja. Þið getið farið í mál við mig, ég er svona, eitt í dag og annað á morgun.
En lagið hefur svo furðuleg áhrif á mig.
Þekkt sópransöngkona syngur og það ótrúlega vel.
Röddin minnir mig á geldingarödd, ekki skrýtið.
Og mér líður eins og ég hafi hafnað í sukkpartíi á 18. öld í Frakklandi.
Ótrúlega heillandi fjandi.
Dæmið sjálf.
![]() |
Hommi inn við beinið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Hvað er málið?
Guðlaugur Þór reyndi að réttlæta milljónastyrkina sína af miklum móð á borgarafundi RÚV í gærkvöldi.
T.d. benti hann á að "umhverfið" hafi verið allt öðruvísi þegar hann tók á móti skömminni árið 2006.
Þá vitum við það, þetta er árinu að kenna.
En að kjarna málsins.
Bæði Guðlaugur Þór, Össur og Steinunn Valdís, hafa lýst yfir vilja til að opna prófkjörsbókhaldið.
En bara ef allir aðrir gera það líka.
Ég er auðvitað ekki með neina sérfræðikunnáttu á bókhaldssiði flokkanna en sem jóna út í bæ þá skil ég ekki alveg þessa hjarðhugsun.
Ég skal sýna þér ef þú sýnir mér.
Minnir mig á læknisleiki barnæskunnar.
Fyrir mér er málið einfalt. Það er vont að liggja undir ámæli vegna hárra styrkja frá fyrirtækjum sem og einstaklingum.
Spurningin um hvað hafi átt að koma í staðinn vaknar hjá fólki og alls kyns fabúlasjónir fylgja í kjölfarið.
Af hverju ætti það að skipta Guðlaug Þór einhverju máli hvað Fiddi frambjóðandi hefur sett í bókhaldið hjá sér?
Er ekki aðalmálið að sýna fram á að viðkomandi sé með allt sitt á þurru án þess að kalla til heilu fylkingarnar til að gera slíkt hið sama?
Hvað er málið?
P.s. Og í lokin. Það er ekki Sjálfstæðisflokknum til framdráttar að vera með óuppdregið klapplið á tíunda glasi með framíköll í sal eins og gerðist í gærkvöldi. Eigið þið ekkert betra stuðningslið en þetta?
![]() |
Segir 40 aðila hafa styrkt sig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Upprisa holdsins, loftborar og fáviska
Ég er eiginlega búin að vera kjaftstopp í kvöld eftir borgarafundinn í Suðurkjördæmi.
Svo margt setti mig út af laginu.
Björgvin upprisinn!
Hvað á nú þetta að þýða? Upprisa holdsins og eilíft líf hjá Bjögga nýliðnum banka- og viðskiptamálaráðherra. Maðurinn sagði af sér korteri fyrir stjórnarslit íhalds og Samfylkingar, fer svo í andlegt meikóver og er bara mættur með attitjúd, Evrópuáráttu og saklaus af öllu eins og nýfætt lamb. Geislabaugurinn kingum hausinn á honum olli ofbirtu í augum mínum. Þetta er nú meiri leikaraskapurinn.
Grétar Mar!
Ég verð að viðurkenna að þeir eru eins og salt jarðar Guðjón Arnar og Grétar Mar. Dáldið krúttlegir og svona, en myndi ég hleypa Grétari Mar út í íslenska náttúru? Nei, hann myndi vaða í að rífa upp hvern runna, hvert lyng, bora og andskotast út í eitt til að leita að atvinnutækifærum. Maðurinn ber enga virðingu fyrir náttúrunni. Ég sé Grétar fyrir mér með hjálm og loftbor ef ég loka augunum. Ég á eftir að verða andvaka í nótt. Læsið manninn niðri í káetu, þar á hann heima.
Ragnheiður Elín!
Halló kona góð, "vændi elsta atvinnugreinin og svona". Í hvaða skóla gekkst þú? Atvinnugrein? Ég er ekki hissa á þið Sjálfstæðismenn viljið styðja við refsilaust vændi, sjálfur atvinnurekendaflokkurinn. Misskilinn stuðningur við "atvinnulífið"? Kannski mun einhver góðhjartaður maður eða kona leiðrétta þennan víðtæka misskilning hjá þingkonunni svo hún verði sér ekki aftur til skammar.
Vændi er ekki spurning um atvinnugrein. Vændi er spurning um kúgun, misbeitingu valds og flokkast undir kynbundið ofbeldi (já og drengir og karlar geta fallið undir þá skilgreiningu, að sjálfsögðu).
Að svona steypa skuli koma frá konu sem á að teljast upplýst er með ólíkindum.
Svo er eins og ekkert mál sé nógu merkilegt að Sjálfstæðisflokkurinn geti lagt sig niður við það nema að það heyri undir "fyrirtækin og heimilin í landinu" eins og það heitir svo fallega hjá íhaldinu þessa dagana. Var Sjálfstæðisflokkurinn með skilyrt framboð. Heimili og fyrirtæki og ekkert þar fyrir utan? Mar spyr sig.
Meira seinna.
Það læddist að mér illur grunur í kvöld, fannst eins og Samfó og Sjálfstæðis væru komnir á bullandi lóðarí. Getur það verið?
Vont að geta engum treyst.
Ég með aðsóknarkennd?
Ónei, gullin mín.
Algjörlega fokking kúl eins og agúrka.
![]() |
Evrópustefnan verði á hreinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 16. apríl 2009
Styrkjamál eru smámál
Þrátt fyrir ömurlega hegðun helvítis fjölmiðlana gagnvart Sjálfstæðisflokknum og sér í lagi Guðlaugi Þór, þá bætir flokkurinn við sig milli kannana.
Gott mál, fólk sér í gegnum þessar ofsóknir fjölmiðla á hendur vesalings flokk og frambjóðenda.
Guðlaugi Þór finnst ekki að styrkjamálið hafi skaðað flokkinn.
Enda dettur ekki viti borinni manneskju slík vitleysa í hug.
Þetta með styrkina er smámál.
Bara krúttleg fjáröflun sem gekk svona andskot vel.
Hættið svo þessu böggi.
Segi ég sko ekki þingmaðurinn.
![]() |
Guðlaugur telur málið ekki skaða flokkinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr