Færsluflokkur: Sjónvarp
Mánudagur, 24. nóvember 2008
Höfum hátt svo það heyrist!
Það er sorglegra en tárum taki að stjórnarandstaðan komi með tillögu um vantraust á ríkisstjórnanna, segir Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Árna Páli var stórlega misboðið, það var verið að trufla bráðnauðsynlega vinnu við björgunarstörf með þessum plebbalega lýðræðisgjörningi.
Það er skömm að þessu sagði Árni Páll og hann var gráti nær vegna þessara heimskulegu barnaláta í stjórnarandstöðunni.
Og hann barði margoft í borðið og ræðustólinn hristist af sömu vandlætingunni og þingmaðurinn.
Djöfullinn sjálfur, maður sofnaði þó ekki yfir asnalegum reiðilestri Árna Páls þó með ólíkindum væri og bæri lýðræðisást þingmannsins ekki mjög fagurt vitni.
Af hinum ræðum stjórnarmanna, bæði ráðherra og þingmanna varð mér ljóst að þetta fólk annaðhvort vill ekki eða er ófært um að skynja að þetta snýst ekki um það, stöðu þess, stóla, bíla eða launaseðla.
Það snýst ekki um flokka, hægri eða vinstri, upp eða niður. Þetta snýst um vilja fólks í þessu landi og rétt þess til að fá að tala með atkvæðinu sínu nú þegar meirihlutinn hefur ekkert traust á stjórninni lengur.
Stjórnarandstaðan er að hlýða kalli fólksins og fara fram á vantraustyfirlýsingu og beiðni um kosningar með þeirri lýðræðislegu aðferð sem í boði er.
Hún er að sinna hlutverki sínu.
Og fyrirgefið meðan ég bregð mér frá og æli þegar ég hugsa um helvítis montið og hrokann í iðnaðarráðherra, sem lét að því liggja að það væri eðlilegt að vera ungur og reiður, hehehe, hann var það sko sjálfur, en auðvitað ekki lengur því hann er fyrir löngu kominn á ríkisspenann og ekki á þeim buxunum að sleppa tökunum meðan kostur er.
Niðurstaða: Það er eins gott að við almenningur færumst nú í aukana. Ríkisstjórn Íslands er ekki að hlusta.
Höfum hátt svo það heyrist!
Allir í Háskólabíó kl. 20.00 í kvöld.
![]() |
Stöðva þurfti þingfund |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt 25.11.2008 kl. 00:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Sunnudagur, 23. nóvember 2008
..og ég klökkna oft á dag
Það er svo hressandi að horfa á Silfur Egils þessar vikurnar.
Það blæs mér von í brjóst að heyra frá öllu þessu "óþekkta" fólki sem hann hefur boðið í þáttinn undanfarið því þar kveður við nýjan tón.
Þarna kemur fólk sem er ekki hrætt við að tjá skoðun sína og það gagnrýnir hikstalaust. Fólk sem ekki er múlbundið í pólitískum flokkum.
Fólk sem hefur lagt heilmikla vinnu í að rannsaka mál og leita svara við þeim fjölmörgu spurningum sem brenna á almenningi í þessu landi og stjórnvöld skirrast við að svara.
Það er af sem áður var.
Svei mér þá að það liggur við að ég klökkni oft á dag núorðið. Sennilega vegna þess að áfallið og óvissan gerir mig meyra.
En eftir þennan þátt Egils þá hugsaði ég með mér að það væri svo sannarlega von um breytta og betri tíma með allt þetta frábæra fólk í grasrótinni. Fólk sem ég er viss um að gæti haft áhrif til hins betra við að byggja upp nýtt Ísland.
Þegar búið er að sparka gömlu gildunum og talsmönnum þeirra svona nánast út í hafsauga.
Mikið rosalega er það hressandi að heyra frá nýju fólki.
Takk fyrir góðan þátt og nú veit ég að við megum engan tíma missa.
Það er svo margt ljótt í gangi bak við tjöldin.
Kosningar takk.
![]() |
Stjórnmálakreppa ríkir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Föstudagur, 21. nóvember 2008
Viðvarandi heyrnarleysi?
Það læddi sér örlítil von í brjóstið á mér í gær vegna þess að Þórunn og Björgvin gáfu upp þá skoðun sína að það ætti að kjósa næsta vor.
Steinunn Valdís talar um uppstokkun í pólitíkinni en skilgreinir það ekki nánar. Ég túlka það hins vegar á þann hátt að hún sé að daðra við kosningar.
Mörður Árna skrifaði þennan pistil á nýja netmiðilin smugan.is sem ég hvet alla til að lesa.
Ég trúði því í augnablik að það færi að draga til tíðinda.
En nú hefur ISG slegið á það með þessum skilaboðum. Kosningar koma ekki til greina.
Skortur á hlustun virðist há forystumönnum ríkisstjórnarinnar.
Þeir daufheyrast aftur og aftur við kalli þjóðarinnar.
Um kosningar..
Um afsögn Seðlabankastjóra svo ég taki tvö lítil dæmi.
Á morgun verður mótmælafundur nr. 7 á Austurvelli.
Ég held að hann nái hæstu hæðum í mætingu.
Hversu margir þurfa að stíga fram og kalla á breytingar og ábyrgð þeirra sem keyrðu okkur í kaf?
Er það ekki misbeiting á lýðræðinu að bregðast í engu við kröfum fólksins?
Að sitja sama hvað?
Ég er löngu hætt að botna í þessu fyrirkomulagi öllu en eitt er víst. Almenningur má ekki gefast upp. Með hægðinni hefst það.
Hér er svo stórmerkilegt viðtal við danskan blaðamann sem rannsakaði eignarhald nokkurra útrásarfyrirtækja.
Hann segir að við séum stórustu pissudúkkur í heimi.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 20. nóvember 2008
Kosningar eru hættulegar
Mikið varð ég standandi hlessa þegar ég sá Kastljósið áðan og sá "fíflið og dónann" taka viðtalið við forsætisráðherrann.
Geir hefur væntanlega tekið Helga Seljan í sátt.
Burtséð frá því þá er ráðherrann kominn með nýja taktík til að ýta hugmyndinni um kosningar út af borðinu.
Það er hættulegt að kjósa á næsta ári.
Það er hættulegt fyrir efnahagsstefnuna, trúverðugleika Íslands þar sem ástandið er svo viðkvæmt og pólitískur órói gæti sent allt út í fjandans hafsauga.
Geir er alveg hrifin af lýðræði og sonna, en kosningar eru ekki tímabærar, segir hann, gætu hreinlega komið öllu í kalda kol.
Lýðræði er vesen og kosningar enn meira vesen vegna þess að Geir veit auðvitað jafn vel og ég að Sjálfstæðisflokkurinn fengi sögulega rasskellingu í þessum kosningum ef af yrði.
17 ár er alltof langur tími fyrir sama flokkinn við völd.
Skipta um, þó fyrr hefði verið.
Kjósum fjandinn hafi það.
B.t.w. Geir þekki Baldur Guðlaugsson og hefur ekki ástæðu til að ætla að hann hafi verið að innherjast.
Fyrst svo er þá getum við borgararnir slappað af - Geir segir að þetta sé ók.
Aular.
![]() |
Ekki stefna aðgerðunum í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 20:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 19. nóvember 2008
Þetta er ekki revía
Áfram heldur ríkisstjórnarfarsinn.
ISG vil hafa einn faglegan og öflugan stjórnanda yfir Seðló og Fjármálaeftirliti við sameiningu. Sá öflugi stjórnandi á ekki að heita Davíð Oddsson.
Og Geir syngur sinn venjulega söng: Alls ekki gefið að Davíð víki.
Við vitum að Geir er með ofverndunarþreifarana á lofti þegar Davíð er annars vegar.
Við vitum líka að Samfó vilja Davíð burt.
Hversu lengi ætla ríkisstjórnarflokkarnir að halda áfram að syngja þennan söng?
Davíð burt - nei Davíð kjurt?
Á meðan kastar viðkomandi ofverndaða og ofvaxna dekurbarnið sprengjum út í loftið úr þessum eða hinum ræðustólnum. Hann veit að hann er ósnertanlegur.
Og að öðru þessu tengdu.
Mér finnst Sölvi hjá Íslandi í dag verða öflugri með hverjum deginum. Maðurinn er orðinn helvíti góður í að ganga á eftir svörum hjá liðinu með leyndarmálin.
Það er því ekki við hann að sakast að Björn Bjarnason lét eins og kjáni í þættinum áðan þegar Sölvi reyndi að fá svör við ýmsu sem á okkur brennur, eins og t.d. hvað það væri sem Davíð vissi um setningu hryðjuverkalaganna sem þjóðinni væri hulið.
Svo varð ráðherrann voða gingsenglegur í talhraða og hundskammaði Sölva fyrir að vera að heimta að ráðamenn kölluðu eftir svörum frá Bretum um hvers vegna á okkur hefðu verið sett hryðjuverkalög.
Blaðamenn eiga að fara á blaðamannafundi úti í Bretlandi og veiða þetta upp úr Brown og Darling. Nema hvað? Sami andskotans hrokinn og yfirlætið og í hinu liðinu.
Hvernig dettur einhverjum í hug að ríkisstjórn Íslands eigi að vera að vasast í upplýsingaöflun í útlöndum yfir svona smáræði eins og setningu hryðjuverkalaga á heila þjóð.
En nei, því miður þið sem lesið hér, þetta er ekki úr nýrri revíu í Borgarleikhúsinu.
Þetta er andskotans Ísland í dag.
En takk Sölvi fyrir að reyna.
![]() |
Hugmynd forsætisráðherra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 20:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Að láta blekkjast, aftur og aftur
Samfylkingin fundaði í tvo tíma um Davíðsvandræðin en viðurkennir það samt ekki, það voru hjól atvinnulífsins sem voru til umræðu.
Össur segir ekkert. Ég hélt að hann myndi hjóla í málið.
Ég er á því að það sé eitthvað stórkostlega mikið að mér og þeim sem láta blekkjast aftur og aftur.
Ég sverða, ég hélt að það myndi eitthvað koma út úr þessum fundi í kvöld.
Hélt að Davíð hefði með ræðu sinni farið endanlega yfir mörkin.
En nei, ekki aldeilis.
Ætlar enginn í ríkisstjórninni að krefja Davíð svara varðandi það sem hann segist vita, þ.e. hvað varð til þess að hryðjuverkalögin voru sett á Ísland?
Það liggja allir ráðherrar undir grun þangað til þetta hefur verið upplýst.
Hvað er í gangi, hvernig stendur á því að það er ekki hróflað við Seðlabankastjóra sama hvað hann gerir?
Hvaða tangarhald hefur hann á ríkisstjórninni?
![]() |
Fundi Samfylkingar lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 18. nóvember 2008
Frussssssssss
Mér líður stundum eins og það séu þetta fimm - sex ríkisstjórnir í landinu. Svona fjölríkisstjórn.
Allt eftir því við hvern er talað hverju sinni.
En nú gæti Össur skorað feitt, hann neitar ábyrgð á Davíð, segir hann á ábyrgð forustu ríkisstjórnarinnar.
Vill ekki lengur taka þátt í sjúklegri varnarpólitík íhaldsins á Davíð.
Annars er það hlægilegt um leið og það er hræðilega sorglegt og dýrkeypt hvernig Davíð öslar áfram eins og krakkaandskoti sem aldrei hlýðir.
Hann veit að pabbi elskar strákinn sinn og finnst hann alltaf krúttlegur, líka þegar hann brýtur og bramlar og hann þarf að borga brúsann. Gússí, gússí elsku drengurinn segir hann væminn í andlitinu.
Sko, fyrst Össur er búinn að fá nóg af Davíð og reynir ekki að fela það eins og í meðfylgjandi myndbandi má sjá þá er stjórnin tæknilega fallin. Hún á þá bara eftir að aktjúalísera fallið, segja nó mor þið vitið.
En í alvöru.
Eftir nýjasta útspil Seðlabankastjóra þar sem hann gasprar eins og mófó líkt og í Kastljósinu forðum þá hljóta jafnvel klíkubræður hans að sjá að hann er beinlínis hættulegur í ræðustól.
Er hann á fjallagrösum eða hvað? Gingseng? Hvað vera?
En samkvæmt Sigmundi Erni þá er mögulegt að málið sé að leysast.
![]() |
Davíð á ábyrgð forystu ríkisstjórnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 17:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Ég vildi vera verðurathugunarkona eða vitavarða
Ég held að ég sé antisósjal.
Með árunum stend ég mig að því að vera alveg ferlega leiðinleg þegar sjálfshátíðir eru annars vegar.
Edduverðlaunaafhendingin er sjónvarpsefni sem mér leiðist svakalega.
Óskarsverðlaunin reyndar líka.
Fyrirgefið en ég fæ nákvæmlega ekkert út úr svona jippói.
En Egill Helga vann þrjár Eddur og það sá ég. Hann átti alveg inni fyrir því.
Og minn annars rólegi eiginmaður hringdi töluvert mörg símtöl til að kjósa Egil sem sjónvarpsmann ársins eða eitthvað svoleiðis.
Annars fékk sú frábæra kona Elísabet Ronaldsdóttir Edduna og ég get svarið það, það var þess virði að verða vitni að því. Enda bara snillingur hún Beta.
Svo fór ég annað að sýsla.
En ástæðan fyrir því að ég er að opinbera í mér vitavarðarelementið eða Hveravallagenið er sú að ég vil ekki hafa kreppufærslu efsta þegar ég fer og legg mig.
Ég ætti í raun að vera veðurathugunarkona á Hveravöllum þ.e. væri það jobb enn við líði. Hitta ekki kjaft mánuðum saman. Stundum líður mér bara þannig.
Eða liggja í vita út við endamörk heimsins þar sem vindurinn hvín og það brakar og brestur í vitanum og bara bækur á bækur ofan að lesa.
Einn mínus við vitann. Ég er svo lofthrædd.
Ég tek það næst besta, ég pirra mig á Eddunni.
Meinið er að ég er ekki einu sinni pirruð af því ég skipti um stöð og sagði bæbæ Edduverðlaun.
Annars er Ísland svo lítið þjóðfélag að það er alltaf sami hópurinn á svona verðlaunahátíðum.
Maður er alveg: Já hann hefur fitnað síðan í fyrra. Hún er í sama kjólnum og þegar hún vann í fyrra. Þessi er búin að eiga, hún var ólétt í fyrra. Lítur vel út. Jösses.
Ekki að þetta sé eitthvað séríslenskt fyrirbrigði. Í Ameríku er þetta alltaf sama liðið kjósandi hvert annað hægri - vinstri.
Hvað um það til hamingju Egill.
Nokkuð gott mál segi ég verandi áhangandi þátta mannsins, svona oftast að minnsta kosti.
En Betan hún var flottust. Beisíklí komst enginn með tærnar þar sem stúlkan hefur hælana.
Djö.. hætt þessu tuði - farin að hallast.
![]() |
Brúðguminn hlaut sjö Edduverðlaun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Ný jakkaföt - sami gítarleikari
Sjálfstæðisflokkurinn er tímaskekkja og Framsóknarflokkurinn líka.
Það er ekki í eðli þeirra að breytast, skipta um menn eða málefni.
Íhaldssamari flokkar eru ekki til á þessu landi.
Svo eru báðir flokkarnir eins og stofnanir, stofnanir sem engum tilgangi þjóna nema eigin hagsmunum.
Ég er auðvitað ekki að tala um þessa tuttuguogeitthvað sem kusu Framsókn síðast og heldur ekki sofandi sauðina sem kusu íhaldið.
Það voru allir í djúpum gróðærissvefni. Það var búið að ljúga fólk fullt, við vorum best, klárust, fallegust og sterkust.
Við vorum peningaséní.
Hér myndu menn hópast frá öllum heimshornum til að læra "The Icelandic way".
Fyrir mér er enginn munur á Framsókn og Sjálfstæðisflokki.
En nú ríður á fyrir þessar stofnanir að jazza upp ímyndina.
Hvað gera þeir þá?
Jú þeir flýta landsfundinum og ætla að endurskoða seigfljótandi afstöðu sína til Evrópusambandsaðildar.
Af því það er svo inn í dag.
Og nú eiga fyrrverandi og mögulega væntanlegir kjósendur (god forbid) að falla í stafi.
Þeim á að létta og hugsa; lengi er von á einum. Þeir eru að ná þessu, þeir skynja kall tímans.
Ég segi ykkur, látið ekki blekkjast. Það er verið að stinga dúsu upp í fólk.
Ég held að það hafi verið Bjöggi Halldórs sem bað um nýjan gítarleikara í bandið sitt, fékk hann og Bjöggi sagði eitthvað á þessa leið; Ný jakkaföt, sami gítarleikari.
Þannig er það með þessa landsfundi.
Nýir sokkar sama táfýlan.
Arg.
![]() |
Formannsslagur í Framsókn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 15. nóvember 2008
Afsakið á meðan ég drekki mér í baðinu
Ég fer að trúa því sem einhver sagði um daginn að í hvert skipti sem Geir Haarde opnar munninn þá segi hann ósatt.
Nú segir Geir að "þeir" óttist ekki kosningar og hafi aldrei gert. "Þeir" munu vera hann og flokkurinn.
Afsakið á meðan ég drekki mér í baðinu og sker mig á háls.
Þvílík djöfuls lygi. Íhaldið er skjálfandi á beinunum vegna mögulegra kosninga.
Þeir eru skelfingu lostnir við hugsunina um að Samfylkingin hlaupi úr skaftinu og kosið verði á ný.
Auðvitað vita "þeir" að væri kosið nú eða fljótlega væri Sjálfstæðiflokkurinn enginn föðurflokkur, hryggstykkið í íslenskri pólitík eins og var þegar kjósendur kusu hann á átópælot.
Þ.e. án þess að velta fyrir sér fyrir hvað flokkurinn stæði.
Hrutu í friggings kjörklefanum.
Það er ótrúlegt hvað þessir pólitíkusar dagsins í dag eru gjörsamlega blindir á púls samfélagsins.
Að þeir kjósi að hafa að engu reiði almennings og sitja sem fastast.
Ég er eiginlega sammála Andra Snæ, að það sé flott að enginn vilji lána okkur við þessar aðstæður.
Ekkert hafi breyst. Allir sitja sem fastast.
Það hvarflar ekki að nokkrum manni að segja af sér.
Hysja upp um sig og segja fyrirgefið ég brást.
Nema Bjarni Harðar en hann hefur svo sem ekkert gert af sér svona kreppuwæs. Hann hefur meira verið að ofsenda svona Valgerðarvæs.
Segið af ykkur og við viljum kosningar á nýju ári.
![]() |
Óttumst ekki kosningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2987753
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr