Leita í fréttum mbl.is

Höfum hátt svo það heyrist!

Það er sorglegra en tárum taki að stjórnarandstaðan komi með tillögu um vantraust á ríkisstjórnanna, segir Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.

Árna Páli var stórlega misboðið, það var verið að trufla bráðnauðsynlega vinnu við björgunarstörf með þessum plebbalega lýðræðisgjörningi.

Það er skömm að þessu sagði Árni Páll og hann var gráti nær vegna þessara heimskulegu barnaláta í stjórnarandstöðunni.

Og hann barði margoft í borðið og ræðustólinn hristist af sömu vandlætingunni og þingmaðurinn.

Djöfullinn sjálfur, maður sofnaði þó ekki yfir asnalegum reiðilestri Árna Páls þó með ólíkindum væri og bæri lýðræðisást þingmannsins ekki mjög fagurt vitni.

Af hinum ræðum stjórnarmanna, bæði ráðherra og þingmanna varð mér ljóst að þetta fólk annaðhvort vill ekki eða er ófært um að skynja að þetta snýst ekki um það, stöðu þess, stóla, bíla eða launaseðla.

Það snýst ekki um flokka, hægri eða vinstri, upp eða niður.  Þetta snýst um vilja fólks í þessu landi og rétt þess til að fá að tala með atkvæðinu sínu nú þegar meirihlutinn hefur ekkert traust á stjórninni lengur.

Stjórnarandstaðan er að hlýða kalli fólksins og fara fram á vantraustyfirlýsingu og beiðni um kosningar með þeirri lýðræðislegu aðferð sem í boði er.

Hún er að sinna hlutverki sínu.

Og fyrirgefið meðan ég bregð mér frá og æli þegar ég hugsa um helvítis montið og hrokann í iðnaðarráðherra, sem lét að því liggja að það væri eðlilegt að vera ungur og reiður, hehehe, hann var það sko sjálfur, en auðvitað ekki lengur því hann er fyrir löngu kominn á ríkisspenann og ekki á þeim buxunum að sleppa tökunum meðan kostur er.

Niðurstaða: Það er eins gott að við almenningur færumst nú í aukana.  Ríkisstjórn Íslands er ekki að hlusta.

Höfum hátt svo það heyrist!

Allir í Háskólabíó kl. 20.00 í kvöld.


mbl.is Stöðva þurfti þingfund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hef nú verið að hlusta og það má nú segja að það heyrir hver það sem hann vill, ég heyri allt annað en þú, en sjálfsagt er það vegna minnar reynslu af málum. Það upplifir hver hlutina á sinn hátt.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.11.2008 kl. 17:51

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Mikið svakalega er þetta góður pistill hjá þér.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.11.2008 kl. 17:51

3 identicon

Þessi ríkisstjórn hefur ekki lengur umboð í hugum fólks vegna breyttra aðstæðna, þess vegna vilja svona margir kosningar núna. Eðlilegt kannski að reynt sé að kenna stjórnarandstöðunni um og valdagræðgi hennar .... Svo spáði völvan mín náttúrlega stjórnarslitum í blaðinu fyrir bráðum ári, eins ótrúlegt og mér fannst það þá ... af eintómri eigingirni fyrir hönd Vikunnar þyrfti það eiginlega að rætast, eins og það sem hún sagði um borgarstjórnina ... sigur Obama, sigur Manchester United og fleira

Fékkstu ekki innanhússmoggabréfið frá mér? Langar að senda þér svolítið og vantar heimilisfang.

Gurrí (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 18:10

4 Smámynd:

Já, Ásdís, hún Jenný er nú sjálfsagt mjög reynslulaus kona  En ég held nú að hún hafi talsvert rétt fyrir sér

, 24.11.2008 kl. 18:16

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skítadreyfari dagsins er reyndar samgöngumálaráðherra, sem núna í þessu dreyfði óhróðri og skít yfir alla stjórnarandstöðuna.  Annars sammála öllu þvi sem þú segir mín kæra,

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2008 kl. 18:16

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí: Ég var búinn að svara þér í skilaboðakerfinu.

Ásdís: Ég skil þig ekki.  Þykir það leiðinlegt.

Dagný: Góð.

Ásthildur: Missti af karlinum.

Greta: Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.11.2008 kl. 18:20

7 identicon

..og svo tékkneska leiðin.

Út á göturnar með pottlokin og spilum almennilega hljómkviðu svo þeir verði að flýja.  Byrja á fjármáleftirlitinu, taka svo ráðuneytin og svo framvegis.  

Svæla liðið út.  

101 (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 18:25

8 Smámynd: Kreppa Alkadóttir.

Gott mál að stjórnarandstaðan fékk ekki vilja sínum framgengt enda talar hún EKKI fyrir þjóðina heldur örfáa íslendinga, þú hefur kannski ekki tekið eftir en 6000 þúsund íslendingar er ekki þjóðin öll óg því er stjórnarandstaðan ekki að tala fyrir mig.

Eina lausn VG er að breyta okkur í komma veiii eigum við bara að loka okkur af svo allir fari bara að vinna í fiski, gerast bændur eða rækta grænmeti frábær framtíðarsýn það.

Kreppa Alkadóttir., 24.11.2008 kl. 19:25

9 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Skoðanakannanir hafa sýnt að aðeins rúm 30% fylgja ríkisstjórninni að málum. Ég myndi segja að þjóðin væri búin að lýsa vantrausti á þessa stjórn.

Helga Magnúsdóttir, 24.11.2008 kl. 20:17

10 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Kreppa, ég hef aldrei áður heyrt að við Íslendingar séum 6 milljónir.

alfar.jpgVá!

Hvar eru þessar 5 milljónir og tæplega 700 þúsund? 

Í álfheimum, kannski? Hrauninu í Hafnarfirði og víðar?

Synd að þessir leyndardómsfullu Íslendingar skuli ekki vera á kjörskrá. Þeir myndu örugglega kjósa náttúruvænsta flokkinn. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.11.2008 kl. 20:51

11 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Reyndar sagði Kreppa víst að þessar 6 milljónir væru ekki einu sinni þjóðin öll - þeim mun betra. Látum huldufólkið og tröllin og jólasveinana (þá sem búa í fjöllunum) kjósa líka, þá verður þjóðinni borgið.

Greta Björg Úlfsdóttir, 24.11.2008 kl. 20:56

12 identicon

frábært að snúa út úr því sem kreppa segir þið vitið alveg hvað hún meinti,

mér fannst ríkisstjórnin ekki líta verr út á þessum borgarafundi en fólkið sem spurði spurninganna eða fundahaldarinn,

mér finnst það óraunsæi að heimta kosningar, ég sé ekki að aðrir flokkar séu betur til þess hæfari að stýra þjóðinni út úr þessum hremmingum

br (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 22:45

13 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Þú veist nú hvað ég er dum í hoveded þegar kemur að pólitík. Ég hugsa hlutina oft ekki til enda o.sfrv. En ég tel ekki tímabært að ganga til kosninga. Ég held að sú kosning myndi ekki gefa raunsanna mynd af því sem fólk raunverulega vill. Ekki núna.

Held að fólk sé of æst í að ''fá bara eitthvað annað'' / ''allt annað en ''þetta.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.11.2008 kl. 23:31

14 identicon

Hlustaði hvorki né horfði á umræðurnar á Alþingi í dag. Hins vegar átti Borgarafundurinn í Háskólabíói hug minn allan í rúma tvo tíma í kvöld. Það sem borið var á borð fyrir þjóðina af hálfu ríkisstjórnarinnar voru frasar og loforð um að - jú, við ætlum að gera eitthvað - Fulltrúar ríkisstjórnarinnar voru slappir, sátu eins og slytti, virtust ekki í neinum takti við þjóðina, því fulltrúar meirihluta þjóðarinnar troðfylltu Háskólabíó. Afneitun ríkisstjórnarinnar, t.d. ISG að þetta væri ekki þjóðin, var alger. Hvar eru öll kosningaloforð Samfylkingarinnar? Hvers vegna trúir ríkisstjórnin því að ekki sé hægt að ganga til kosninga? Hvað þarf til að opna augu þeirra? Mér fannst niðurlægjandi að sjá hvernig þessir kjörnu ráðamenn þjóðarinnar brugðust  við spurningum þjóðarinnar. Þetta er máttlaust fólk, máttlausar eru raddir þeirra,. Þetta er þreytt fólk. Og lætur eins og eitthvert drottningarlið að "hlusta" á raddir lýðsins, staðráðið í að taka ekkert mark á þeim röddum. Skömm að þessu.

NínaS (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:33

15 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Berglind, við vitum líka alveg hvað þjóðin meinar með því að mótmæla, þó svo ríkisstjórnin snúi út úr því á alla vegu til að reyna að réttlæta sig og sínar gjörðir - eða réttara sagt það sem hún gerir ekki.

Er nóg í þínum huga að ríkisstjórnin líti vel út (hvað sem þú átt við með því, hvort hún sé vel greidd og þokkalega til fara, eða hvort hún tali af viti og verði sér ekki til meiri skammar en orðið er)? Þarf hún ekki að leggja eitthvað bitastætt til málanna og segja þjóðinni skilmerkilega frá því hvernig hún hyggst taka á málum, til dæmis því að hafa óhæfan mann í stjórn Seðlabankans, sem samkvæmt kvöldfréttum Rúv-sjónvarps hefur komið breskum stjórnvöldum nánast til að hrópa húrra með ræðu sinni á fundi viðskiparáðs?

Eða átt þú við að þér hafi fundist fundarstjórinn og fólkið í salnum líta rytjulegt ogheimskulega út og/eða að þér hafi fundist það sljótt og máttlaust í fyrirspurnum? Því það má vera sljótt og máttlaust ef það er verr á sig komið (lítur verr út) en ríkisstjórnin. Eða var það ekki það sem þú meintir með því að ríkisstjórnin (öllu heldur nokkrir af ráðherrum hennar) hafi ekki litið verr út en þetta fólk?

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.11.2008 kl. 00:24

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kreppa: Vertu úti.  Þú ert svo þreytandi nafnlaus og rífandi kjaft.

Það virðist útbreyddur misskilningur að það hafi eitthvað með stjórnarandstöðuna að gera p.c. að vilja kosningar. Þeir leggja fram vantraustið og þeim það er eðlilegasti hlutir í heimi eftir þessar hamfarir.

Síðan á að kjósa. 

Það kemur svo í ljós þegar talið hefur verið upp úr kjörkössunum hverjir setjast við stjórnvölinn.

Kannski sömu flokkar (god forbid) en þá hafa þeir fengið til þess endurnýjað umboð.

Það mætti halda að sumum hér væri illa við lýðræðisleg vinnubrögð.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.11.2008 kl. 00:38

17 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Greta Björg Úlfsdóttir, 25.11.2008 kl. 00:51

18 identicon

Kommon Jenný, þú sérð það nú væntanlega sjálf að VG vill bara fá kosningar af því að flokkurinn er að koma vel út úr skoðanakönnunum þessa dagana. Þessi vantrauststillaga snýst um tækifærismennsku Steingríms Joð og ekkert annað!

AB (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 01:03

19 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

AB: Ég sé ekkert um það að það sé eini tilgangur VG.  Bara alls ekki.

Og þó svo væri þá hlýtur að vera í lagi að láta reyna á hvar fólk fylkir sér.
Annars er ég á því og vel flestir orðið að ég held, að við kjósum fólk ekki flokka, enda er andófið gagnvart ríkisstjórninni og kerfinu yfirhöfuð þvert á flokkslínur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 25.11.2008 kl. 01:08

20 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir enn einn góðan pistilinn Jenný Anna ! Ég hafði því miður ekki möguleika á að heyra umræðuna á alþingi í dag, en ég heyrði ávæning af seinni hluta umræðnanna. - Sama er að segja um Borgarafundinn í kvöld,  þar heyrði ég síðustu 15-20 mínúturnar. - Þetta var flottur fundur. - Og mér er sagt af fólki sem þarna var, að færri hafi komist að en vildu, troðfullt hús og svo troðfullt í forsalnum niðri, að það þyrfti stærri hús næst. - 

 Mér er líka sagt að Ingibjörg Sólrún hafi talað skýrt og skorinort, hún hafi talað hreint út og kallað hlutina sínum réttu nöfnum, og er ég s.s. ekki hissa, því þannig vinnur Ingibjörg Sólrún,  af hreinskilni og virðingu fyrir mönnum og málefnum,  það er hennar aðall. - Það eru ekki margir í pólitíkinni í dag sem geta státað af slíku. 

En nú er búið að opna umræðu og skoðanaskipti á milli pólitíkusa og fólksins í landinu og það er bara af hinu góða. -

Og nú þarf að standa vaktina allir sem einn, og mæta á næsta fund með úttekt á vinnu ríkisvaldsins, niðurstöður, og nýjar spurningar. -

Því nú ríður á að fylgja eftir þeim skilaboðum sem send voru út í dag og í kvöld. - Skilaboð um :

 Að þjóðin  fylgist með !

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 25.11.2008 kl. 01:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 2985788

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband