Færsluflokkur: Sjónvarp
Mánudagur, 1. desember 2008
Eins og mér sé ekki sama?
Jú, alveg kúl á tauginni.
Haggast ekki.
Dettur ekki í hug að fagna þessum fréttum neitt sérstaklega.
Ónei.
![]() |
VG stærsti flokkurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Mánudagur, 1. desember 2008
Óánægja á RÚV
Ég er hrygg yfir niðurskurðinum á RÚV.
Mér finnst að útvarpsstjóri hefði mátt skera sjálfan sig niður töluvert meira en um skitin 10%, maðurinn er með ofurlaun og hlunnindi sem eiga ekki að þekkjast hjá ríkisfyrirtækjum.
Verst finnst mér hvað niðurskurðaröxin er öflug í svæðisútvarpinu.
Þó ég sé ekki landsbyggðarmanneskja og hafi lítinn hag af svæðisútvarpi þá er auðvitað fyrir neðan allar hellur að vera að skera niður þessa litlu þjónustu sem landsbyggðin hefur.
Stundum er eins og höfuðborgarsvæðið sé upphaf og endir alls.
Er ekki hægt að skera niður í "séðogheyrtdeildinni sem mér sýnist hafa vaxið nokkuð frísklega í góðærinu"?
Svo var verið að segja upp tæknimanni sem unnið hefur til margra ára á stofnuninni.
Starfmenn RÚV eru bullandi ósáttir og ég styð þá heils hugar.
Merkilegt hvað topparnir eru alltaf ómissandi en fólkið á gólfinu er látið fjúka miskunnarlaust.
Arg.
![]() |
Starfsmenn Rúv boða til funda |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 30. nóvember 2008
Þolmörkin sprungin
Nú ætla Japanir að leyfa innflutning á íslensku hvalkjöti.
Takk kærlega eða þannig.
En af því íslensk stjórnvöld virðast hafa það efst á sínum gátlista að gera okkur að óvinsælustu þjóð í heimi þá förum endilega í að veiða hvalkjöt. Bara drífum í því. Mig langar til að sjá hversu langt niður á vinsældarlistanum hægt er að komast.
En frá hvaladrápi og að allt öðru.
Ég verð ég að taka ofan og hneigja mig djúpt fyrir Agli Helga og Silfrinu hans.
Allt þetta stórmerkilega fólk sem hann kemur með á færibandi. Fólk sem talar tæpitungulaust og veit um hvað það er að fjalla. Það er talað á mannamáli og ég er svei mér þá farin að skilja eitt og annað sem áður hefur verið mér hulið. Eins og vílingar og dílingar með hlutabréf.
Ég nota oft stór orð þegar mér misbýður eitthvað en núna er svo komið að mér dettur ekkert lýsingarorð í hug sem lýsir tilfinningum mínum eftir nýjasta Silfrið.
Spillingin sem er að koma upp á yfirborðið er svo ótrúleg og að mig skortir hreinlega orð.
Bankarnir, sjávarútvegurinn, lífeyrissjóðirnir, verkalýðsforystan, ríkisstjórnin, krosstengslin í pólitík versus fjármálageiranum, hvar sem borið er niður.
Og af því ég þjáist af orðaskorti þá fer ég á lagerinn minn og tek eitt gatslitið og margnotað.
AFSAKIÐ Á MEÐAN ÉG ÆLI LIFUR OG LUNGUM!
Gætum við fjandinn hafi það sagt nei takk við björgunarleiðangri ríkisstjórnarinnar og fengið að kjósa á næsta ári, mér er í raun sama hvenær?
Ég treysti ekki ríkisstjórninni, ég treysti afar fáum stjórnmálamönnum, ég treysti ekki neinum af þeim sem sátu í gróðærisboðinu og sitja enn við veisluborðið.
Þetta fólk verður að taka út sína timburmenn.
Þetta gengur ekki lengur.
Kapíss?
Hér er Silfrið, ætti að vera skylduáhorf.
![]() |
Grænt ljós á íslenskt hvalkjöt? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 28. nóvember 2008
Af hverju valdi ég ekki Galapagoseyjar?
Aðgerðir kynntar eftir hlegi segir ríkisstjórnin.
Kannski kortéri fyrir þjóðfund?
Tek undir með Heiðu, látum okkur ekki vanta á þjóðfundinn.
Og ef ég heyri einu sinni enn ráðamenn og aðrar silkihúfur segja...
"Ég skil vel reiði almennings en"
( mér dettur ekki í hug að lyfta upp mínum hlupkennda rassi af mínum valdastól til að bregðast við þessari reiði, ónei, en ég skil hana ofboðslega vel... meiri aularnir).
Þá enda ég í rúminu og það til langdvalar.
Annars ætla ég að horfa á sjónvarpið.
Er alveg í því sko að refsa mér fyrir að hafa fæðst hérna. Sjónvarpsdagskrá RÚV gerir mér hluti.
Af hverju valdi ég ekki Galapagoseyjar til að fæðast á?
Segi svona.
Elska ykkur í milljón.
Örlítið seinna
![]() |
Aðgerðir kynntar eftir helgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 22:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Svo helvíti forhert
Það eru mörg ár síðan mér hefur fundist verkalýðsforustan á Íslandi bitastæð.
Mest megins eru þessir menn venjuleg jakkaföt á háum launum og í litlum tengslum við hinn vinnandi mann sem þeir þó eru umboðsmenn fyrir.
Það er kannski ekki pólitískt rétt að gefa skít í verkalýðsforkólfana en þeir geta eiginlega sjálfum sér um kennt.
Ég tel mig eiga nokkuð auðvelt með íslenskt mál, bæði lesa það og skilja en þegar t.d. Gylfi Arnbjörnsson talar þá er það eins og að hlusta á talandi lógaryþmatöflur. Ég sakna gömlu karlanna.
Gvendar Jaka, Sigurðar Guðnasonar (hann var nágranni minn í æsku), Aðalheiðar Bjarnfreðsdóttur og allra hinna kempnanna sem ég man eftir.
Reyndar finnst mér Guðmundur Bjarkarbabbi flottur karl og alveg með á nótunum.
Ögmundur er auðvitað þingmaður svo hann er ekki talinn með.
Að því sögðu þá gæti mér ekki staðið meira á sama hvað þessum ASÍ-köllum finnst. Líka þegar ég er þeim sammála. Þeir snerta einfaldlega ekki streng í hjartanu á mér.
Mér þykir það leiðinlegt eða þætti það leiðinlegt ef ég væri ekki svona helvíti forhert.
![]() |
Kosningar eru hættuspil |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Gullfossinn í Kaupþingi
Tvö núll fyrir Katrínu og plús í kladdann fyrir HR sem ætlar ekki að taka ræðuna hennar af heimasíðu, þrátt fyrir að einhverjir drengir sem eru samskipa Katrínu í lögfræðinni séu með ritskoðunartilburði.
Nóg um það.
En ég var að pæla í glerfossinum í anddyri Kaupþings.
Þið hafið væntanlega tekið eftir honum?
Hann nær hátt upp í loft og vatnið rennur stöðugt á tilkomumikinn hátt.
Það eru gjarnan tekin viðtöl við stóru bomburnar í viðskiptalífinu (fyrirgefið þetta ætti að vera í fortíð ) við þennan peningafoss.
Eftir hrun halda þeir áfram að mynda við fossinn. Þennan manngerða Gullfoss.
Mér finnst þetta minnismerki um horfna tíma um græðgina og oflætið algjör tímaskekkja.
Vinsamlegast myndið annarsstaðar í þessari höll, t.d. í salnum þar sem erlendu viðskiptin fóru fram en þar er allt tómt, hver kjaftur farinn.
Eða slökkvið að minnsta kosti á helvítis rennslinu.
Já, ég læt ýmislegt fara í taugarnar á mér þessa dagana.
Erða nema von?
![]() |
Ræða Katrínar ekki tekin út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 27. nóvember 2008
Fært til bókar
Ég hélt því fram í gær að Davíð myndi ekki mæta.
Það má vel vera að hann sé lasinn eða upptekinn, ég veit ekkert um það.
En þá sjaldan að ég hitti naglann á höfuðið finnst mér að ég verði að færa það til bókar.
Það er hér með gert!
![]() |
Davíð frestar komu sinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Er ég geðveik?
Ég hef það sterklega á tilfinningunni á hverjum degi að það sé verið að ljúga að mér, blekkja mig.
Þetta er auðvitað sjúklegt ástand og geðdeildarhæft í eðlilegu árferði en í kreppunni er þetta að verða dagsform margra.
Hversu lengi getur maður gengið um og vantreyst öllum stjórnmálamönnum sem opna munninn?
Þá á ég við án þess að verða settur í klæðilegu treyjuna með hreyfihindrununum og lokuðu ermunum?
Þegar ég sá Ludde Lufseman í Kastljósinu kvöld fannst mér eins og þar hefði enn eitt leikritið verið sett á svið, að hann hefði jafnvel skrifað handritið sjálfur.
Hann vildi svo skemmtilega til að hann lauk verkefni sínu í dag, daginn eftir borgarafundinn þar sem fólk úaði ef minnst var á hann. Fólk vildi hann úr landi. "Illa fort".
Ég rak því tunguna út úr mér og ullaði á sjónvarpið. Það heita þögul mótmæli á heimili.
Ég fékk póst í dag þar sem mér er tjáð að fólk sem hefur verið að hvetja til kosninga hafi verið hent út af Andlitsbók, heimasíðu þeirra lokað og bloggsíðum líka.
Var þetta hönnun Luddes?
Er það kannski langsótt eins og margar tilgátur hafa verið undanfarnar vikur en hafa síðan reynst vera réttar?
Á ég að trúa því að það sé verið að loka á fólk fyrir að halda úti skoðunum um að það vilji kosningar?
Hver gerir slíkt?
Mikið skelfing langar mig til að láta segja mér hverjum datt í hug að ganga svo langt?
Ég er farin að tvílæsa hurðum og gluggum eða kannski ég múri bara upp í fyrirkomulagið.
Enn er ég þó ekki farin að heyra raddir.
Ég er algjörlega bláedrú og hef ekki tekið paratabs einu sinni svo það er ekki af kemískum hvötum sem ég þjáist af þessari paranoju gagnvart stjórnvöldum.
Bara svo það sé bókfært.
![]() |
Ráðgjafinn heim til Noregs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Hinn vafasama gullmola dagsins hlýtur.....
Hvernig gerðist þetta?
Að Páll útvarpsstjóri fari fram með hótunum í garð G.Péturs Matthíassonar, vegna myndstúfsins sem hann á í fórum sér og ber geðprýði og auðmýkt forsætisráðherra þjóðarinnar fagurt vitni?
Gæti verið að hringt hafi verið frá skrifstofu forsætisráðuneytisins og Páli sett fyrir verkefni dagsins?
Að sauma að GPM?
Ég held það.
Þannig gerast hlutirnir á gamla og ónýta Íslandi. Þessu Íslandi sem engum viti bornum manni langar til að halda í lengur. Nema ef vera skyldi þeim öfáu mönnum sem hafa hag af.
Þjónkun embættismanna er gömul og greinilega ný saga.
Á nýja Íslandi sem verður gegnsætt, laust við foringjadýrkun og undirlægjuhátt verður skellihlegið að svona tilburðum valdsins eða réttara sagt það mun enginn reyna svona taktík einfaldlega vegna breytts hugafars á landinu.
Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að sjá þetta myndband.
Ég vildi gjarnan sjá fleiri ef til eru.
Svo gef ég Páli Magnússyni hinn vafasama gullmola dagsins fyrir þjónkun og undirlægjuhátt.
Sem er töluvert afrek hjá Páli á þessum dögum þar sem framboðið af geðluðrum er í sögulegu hámarki.
Svo legg ég gjarnan í púkkið fyrir lögfræðikostnaði ef einhver verður hjá G. Pétri Matthíassyni.
Ég heldi nú það eins og kerlingin sagði forðum um leið og hún sló sér á lær.
![]() |
Krafa um að viðtali við Geir verði skilað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 25. nóvember 2008
Djö... sem við erum flott
Auðvitað fer það ekki fram hjá nokkrum manni sem hefur augu og eyru í fullri funksjón að stór hluti þjóðarinnar vill fá að endurnýja umboð stjórnmálamanna til að fara með mál fólksins.
Málið er að það virðist ekki skipta nokkru máli. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að "bjarga" okkur frá sjálfum okkur hvort sem okkur líkar það betur eða ver.
Í gróðærinu fór ég oft hjá mér yfir að vera Íslendingur.
Ég fór hjá mér þegar nýinnfuttu bílabreiðurnar voru sýndar í sjónvarpinu. Þær teygðu úr sér við Sundahöfnina svo langt sem augað eygði.
Ég fór líka hjá mér þegar það kom í fréttum að Íslendingar hentu nýjum hlutum í gáma til að kaupa nýja. Rándýrir hlutir fóru í ruslið, dansinn í kringum gullkálfinn var í algleymingi.
Ég fór oft hjá mér þegar ég heyrði og las um sjálfhælni Íslendinga sem töluðu fyrir okkar hönd á erlendri grundu. Þegar þeir höfðu dregið þá ályktun að við værum best í heimi, klárust og með einhverja vitneskju um fjármál sem enginn annar í heiminum hefði.
Jabb, það var stundum erfitt að vera Íslendingur á þessum tíma. Gróðærið var í algleymingi þó það hafi sem betur fer aldrei náð tökum á undirritaðri nema þegar hún missti sig í fatabúðum en það hefur sögu um að gerast á öllum tímum. Í upp- og niðursveiflum. Ég biðs hér með afsökunar á því. Ér er nú hrædd um það ójá.
Stoltið yfir að vera Íslendingur lýsti því nær algjörlega með fjarveru sinni á þessum tíma. Reyndar hef ég aldrei verið sú sem grætur yfir þjóðsögnum, nema auðvitað þegar hann er rappaður og þá úr hlátri.
En á undanförnum vikum hefur áhugaleysi nú eða aumingjahrollur yfir þjóðerni mínu horfið smátt og smátt.
Nú er ég svo stolt af því að vera Íslendingur að ég tárast með reglulegu millibili.
Stoltið náði hámarki sínu í gærkvöldi á borgarafundinum. Það svall í brjósti mér svo ég verði smá væmin.
Íslendingar eru seinþreyttir til vandræða. Þeir stökkva ekki á næsta mótmælaskilti fyrir hvaða lítilræði sem er, en núna hafa þeir hrist af sér slenið, sleppa því sem þeir eru að gera og steðja á borgarafundi og mótmæli.
Það þarf kannski kreppu til að fólk sýni úr hverju það er gert. Á góðæristímum er meiri ástæða til að lúlla af sér óréttlæti.
Íslendingar eru amk. búnir að fá nóg og þeir sýna það með aðgerðum. Þeir mæta.
Í dag er ég stolt af þjóðerni mínu. Fyrst núna finnst mér að við eigum inni fyrir því.
Ég er hreinlega ástfangin af okkur almenningi.
Djö... sem við erum flott.
![]() |
Tæp 70% vilja flýta kosningum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr