Leita í fréttum mbl.is

Er ég geðveik?

Ég hef það sterklega á tilfinningunni á hverjum degi að það sé verið að ljúga að mér, blekkja mig.

Þetta er auðvitað sjúklegt ástand og geðdeildarhæft í eðlilegu árferði en í kreppunni er þetta að verða dagsform margra.

Hversu lengi getur maður gengið um og vantreyst öllum stjórnmálamönnum sem opna munninn?

Þá á ég við án þess að verða settur í klæðilegu treyjuna með hreyfihindrununum og lokuðu ermunum?

Þegar ég sá Ludde Lufseman í Kastljósinu kvöld fannst mér eins og þar hefði enn eitt leikritið verið sett á svið, að hann hefði jafnvel skrifað handritið sjálfur.

Hann vildi svo skemmtilega til að hann lauk verkefni sínu í dag, daginn eftir borgarafundinn þar sem fólk úaði ef minnst var á hann.  Fólk vildi hann úr landi.  "Illa fort".

Ég rak því tunguna út úr mér og ullaði á sjónvarpið.  Það heita þögul mótmæli á heimili.

Ég fékk póst í dag þar sem mér er tjáð að fólk sem hefur verið að hvetja til kosninga hafi verið hent út af Andlitsbók, heimasíðu þeirra lokað og bloggsíðum líka.

Var þetta hönnun Luddes?

Er það kannski langsótt eins og margar tilgátur hafa verið undanfarnar vikur en hafa síðan reynst vera réttar?

Á ég að trúa því að það sé verið að loka á fólk fyrir að halda úti skoðunum um að það vilji kosningar?

Hver gerir slíkt?

Mikið skelfing langar mig til að láta segja mér hverjum datt í hug að ganga svo langt?

Ég er farin að tvílæsa hurðum og gluggum eða kannski ég múri bara upp í fyrirkomulagið.

Enn er ég þó ekki farin að heyra raddir.

Ég er algjörlega bláedrú og hef ekki tekið paratabs einu sinni svo það er ekki af kemískum hvötum sem ég þjáist af þessari paranoju gagnvart stjórnvöldum.

Bara svo það sé bókfært.


mbl.is Ráðgjafinn heim til Noregs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hvað er Andlitsbók?

Brjánn Guðjónsson, 25.11.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Þröstur Unnar

Hann hætti í síðustu viku, sá Norski.

Þröstur Unnar, 25.11.2008 kl. 23:16

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Brjánn, það er Facebook.

Á ég að trúa þessu? Er búið að loka Andlitsbókarsíðunni? Hvað næst? Þú? Í járnum? Já, hafðu læst hjá þér og ekki opna fyrir neinum.

Guðríður Haraldsdóttir, 25.11.2008 kl. 23:16

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

það er búið að loka mbl bloggi þess sem stendur fyrir kjosa.is síðunni sem og nokkrum facebook síðum þeirra sem hafa kosið að nota yfirskriftina kjosa.is á síðunni sinni samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef séð um málið. Illt er ef satt er. Þetta var gert í morgun. Og maður heldur áfram að spyrja sig óþægilegra spurninga. Samt skiljanlegt að svona upplýsingar renni ekki ljúflega niður í maga almennings sem á eftir að fá enn fleiri sjokktreatment á næstunni. Það eru örugglega ekki öll kurl komin til grafar enn.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.11.2008 kl. 23:17

5 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Nei, þú ert ekki geðveik.

Lára Hanna Einarsdóttir, 25.11.2008 kl. 23:20

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Kannski eru þeir sem öllu stjórna hérna bara geðveikir..allavega eru áhrifin af stjórnunarstílnum á þjóðinni núna eitthvað að hafa erfið áhrif á fólkið. Nú fer ég að sofa og vona að mig dreymi ljúfa drauma. Dagarnir eru að verða hreinasta martröð.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 25.11.2008 kl. 23:28

7 identicon

Langbesta þýðingin á FaceBook er "Snjáldurskinna"

En fyrir utan það er ákaflega hæpið að einhver eða einhverjir hér á landi geti lokað Facebook síðum, fyrirtæki í USA láta yfirleitt dæma sig til slíkra hluta.

Jón (IP-tala skráð) 25.11.2008 kl. 23:43

8 identicon

Jamm og jæja. Ég er geðveik.  Og hef kynnst mörgu skemmtilegu geðveiku fólki, t.d. fólki sem tvílæsir hurðum sínum, sem er paranojað, o.s.frv. Það er bara þannig. Fékk einu sinni frábæra líkingu á geðveiki frá Auði Adxels iðjuþjálfa. Þar lýsti hún geðsjúkdómum þannig að samanborið við líkamleg veikindi s.s. kvefi allt uppí krabbamein, þannig væri það með geðsjúkdómana, þ.e. frá vægu þunglyndi og allt uppí geðklofa. Svo væri fólk statt alls staðar þarna inn á milli. Þannig að það er ekkert að óttast þó maður sé pínu geðveikur, bara að vita hvað er að hjálpar. SELAVIE. Svo, Jenný mín, þó þú tvílæsir hurðum, þá ertu kannski bara langt til vinstri á skalanum. Ekkert að óttast.

Nína S (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 00:19

9 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

We all live in a yellow submarine

Hólmdís Hjartardóttir, 26.11.2008 kl. 01:39

10 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Ekki held ég að þú sért geðveik, Jenný Anna.

Spurningin er hins vegar hvort við eigum ekki að fara að taka einhverja stóra belgi,

sem láta okkur sofa fram á þar-þar-þar- næsta vor ?

Hildur Helga Sigurðardóttir, 26.11.2008 kl. 03:23

11 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Þetta er ekki geðveiki mín kæra, þetta heita áhyggjur

Jónína Dúadóttir, 26.11.2008 kl. 08:00

12 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Jú ætli þetta flokkist ekki undir megaáhyggjur Jenný mín.  Kveðja inn í bjartan dag.

Ía Jóhannsdóttir, 26.11.2008 kl. 08:14

13 Smámynd: egvania

Jenný Anna svona til að fræða þig smávegis vegna ótta þíns um veikindi þín að geðrænum toga sem sagt geðveiki þá hefur það verið bannað í áratugi að nota svo kallaða klæðilega treyju með hreyfihindrunum og lokuðum ermum.

Kveðja til þín með ósk um góðan bata.

Ásgerður Einarsdóttir

egvania, 26.11.2008 kl. 08:52

14 Smámynd: Konráð Ragnarsson

Þetta er samsæri,Geir Harde sem er hálf norskur, að sagt er,hefur líklega verið þjálfaður sem ungur maður í Noregi eingöngu til að verða forsætisráðherra á Íslandi og markmiðið, jú ,setja landið á hausinn og þegar við værum sem mest lömuð mundi Noregur senda hernaðarráðgjafa til hans, til að leggja loka hönd á það að innlima Ísland Noregi!

Konráð Ragnarsson, 26.11.2008 kl. 09:23

15 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ha ha ha - við erum öll geðveik.  Við erum öll haldin vantrúar og stjórnvaldalygageðveikinni.  Ætli séu til spennitreyjur fyrir okkur öll

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 26.11.2008 kl. 09:36

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, sumir alveg grafalvarlegir yfir treyjunni.

Þið eruð ógeðslega fyndin og skemmtileg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.11.2008 kl. 09:37

17 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ludde Lufsemans! Arg... ég spring

Heiða B. Heiðars, 26.11.2008 kl. 10:33

18 Smámynd: egvania

 Jenný Anna ég er sko ekki alvarleg yfir þessum treyjum, ég held að Spaugstofumenn eigi til eitthvað af þeim en svo er ekkert má að sauma þær.

 En þetta með raflostið er alveg pottþétt en ekki er hægt að leggja inn pöntum heldur verðurðu metin að geðlækni.

Ásgerður

egvania, 26.11.2008 kl. 11:22

19 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei, þið eruð ekki geðveik, því það er verið að ljúga að okkur og blekkja, og þið eruð ekki ein um þessi viðhorf. Mörkin á milli "heilbrigðrar tortryggni" og "sjúklegrar vænisýki" liggja hvergi nema í þeirri tölfræði sem skilgreinir hvað teljist vera "eðlilegt" og hvað ekki, en sú markalína er ekki eitthvað náttúrulegt fyrirbæri heldur mannanna verk. Þegar fleiri þúsund manns safnast saman til að mótmæla ósannsögli og valdkúgun er frekar langsótt að afskrifa það sem einhvern skyndilegan sjúkleika. Það hlyti þá að vera einhverskonar vænisýkisfaraldur, en síðast þegar ég vissi eru geðsjúkdómar ekki smitandi og það þyrfti ansi stóra geðdeild undir allan hópinn ef það væri tilfellið. Er ekki raunhæfari skýring að skyndileg útbreiðsla tortryggni í garð stjórnvalda, eigi sér a.m.k. einhverja stoð í athöfnum þeirra og framkomu gagnvart lýðræðislegum stjórnarháttum?

Varðandi Facebook þá eru bein tengsl milli fjármögnunar þess og einstaklinga sem eiga rætur að rekja til CIA og sambærilegra aðila innan njósnageirans. "It's not paranoia when they really are watching you!" ;) Hér má finna stutta myndræna kynningu sem útskýrir þetta nokkuð vel.

Gefum engan afslátt af lýðræðinu, lengi lifi byltingin!

Guðmundur Ásgeirsson, 26.11.2008 kl. 12:02

20 identicon

Bofs, CIA? Facebook er gullnáma fyrir markaðfólk, fésbók þarf ekki CIA til að fjármagna sig, ríkið í usa á betri njósnagræjur en það. Samt ótrúlegt að fólk sé tilbúið að setja hvaða upplýsingar sem er um sig á netið, samanber Fésbók (ekki andlitsbók) eða bara bloggið. Svo er fólk hissa á því að það sé einhver að skoða þetta með einhverjum öðrum markmiðum en að skemmta sér eða koma sér í samband við nýja og gamla vini.

Bjöggi (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 17:35

21 Smámynd: egvania

Elskurnar mínar ef að þið eruð alvarlega haldin af geðrænum sjúkdómi það er að segja geðveiki þá mæli ég með Geðdeild FSA skrifa af reynslunni ? 

Geðrænum, lífrænum er það sama og geðveiki ?

Undir hvaða flokk geðveikinnar er lífrænan sjúkdóm að finna ?

Kveðja og ósk um ljúfa nótt ykkur til handa.

Ásgerður

Bjöggi minn við höfum bara gaman af og tökum hvort annað svona passlega alvarlega stundum.

egvania, 26.11.2008 kl. 22:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985766

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband