Færsluflokkur: Sjónvarp
Sunnudagur, 14. desember 2008
Spörk í allar áttir
"Menn eru metnir eftir því hvernig þeir bregðast við óheppni, ekki eftir því hvernig menn sóa heppni," segir AA Gill í langri grein sem breska blaðið Sunday Times birtir í dag um ástandið á Íslandi.
Þessi grein er frábær og nokkuð góð smurning á annars sært þjóðarstolt.
"Brown sparkaði í Íslendinga" segir hann einnig og þar er ég hundrað prósent sammála.
En spörk frá vandalausum getur maður þolað. Þau eru eins og hvert annað hundsbit. Maður rís á lappir og sækir sér plástur og bíður eftir að grói um heilt.
Þau eru hins vegar verri spörkin frá þeim sem standa manni nær, nú eða bara helvíti nálægt, eru t.d. samlandar manns.
Það er erfiðara að sætta sig við þær árásir og það er erfiðara að jafna sig á eftir.
Á hverjum sunnudegi undanfarnar vikur kemur fólk í Silfur Egils og segir manni hluti sem eru afskaplega afhjúpandi fyrir það kerfi sem við búum við þar sem klíku- og vinatengsl virðast ná út fyrir gröf og dauða.
Svo var Lúðvík Bergvins á Víkingsbátnum. Nafnið hans Lúðvíks poppar upp í sífellu þessa dagana. "What is?" spyr ég eins og skáldið forðum.
Ég varð bálreið og snortin til skiptis á meðan ég horfði á þáttinn.
Ég var auðvitað snortin yfir þessu góða og klára fólki sem (fyrirgefðu DV - kverúlöntum) sem kemur og leggur vitneskju sína á borðið.
Reið yfir því að spillingunni í stjórnsýslunni, já allsstaðar virðast engin takmörk sett.
Svo er hver kjaftur á því að þessi ríkisstjórn sé glötuð, að undanskildum Illuga Gunnars en hann er einn af þessum fáu sem enn hangir í aðdáendaklúbbnum.
Ég mun svo sannarlega versla við Jón Gerald opni hann lágvöruverslun á Íslandi. Mun ekki standa á mér, því lofa ég. (Svo fremi hann er sé ekki tengdur inn í eitthvað andskotans feðgaveldi).
En varðandi spörk frá þeim sem deila með mér þjóðerni og landi er bara eitt að segja.
Nú eru dagar reikningsskila.
Þetta er orðið helvíti gott.
Silfur dagsins niðurbútað hér hjá Láru Hönnu.
![]() |
Brown sparkaði í Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Miðvikudagur, 10. desember 2008
Björgvin; sorrí en ég trúi þér ekki
Jájá Bjöggi minn þú segir það.
Ég trúi samt ekki orði af því sem þú segir.
Það kemur ekki til af góðu.
Og þessi pistill er skyldulesning.
Ég gæti talið upp fleiri.
En ég læt þessar duga.
Mér líður eins og það siti heill þurs á öxlunum á mér.
![]() |
Kaupþing í Lúx ekki selt nema gögnin fáist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 10. desember 2008
Var túlkurinn á klóinu?
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra vissi ekki að KPMG hefði með höndum rannsókn á Glitni.
Fyrirgefið, við reynum aftur.
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra vissi að sjálfsögðu um að KPMG hefði með höndum rannsókn á Glitni.
Hann segir: Frétt Kastljóss um að ég hafi ekki vitað um þetta var galin.
Hann segir: Ég vissi en ég vissi ekki um hagsmunatengslin.
Við höldum áfram og reynum að skilja þetta aðeins betur.
Lúðvík sagði í gær að Björgvin hafi sagst ekki vita að KPMG hefði með höndum rannsókn á Glitni og að hann tryði honum.
Var Björgvin að segja Lúðvík ósatt?
Var Lúðvík að segja Kastljósi ósatt?
Eða tala þeir saman á sanskrít og var túlkurinn á klóinu?
Æi strákarnir eru svo mikil krútt og einlægir svo eftir er tekið.
![]() |
Björgvin vissi af rannsókn KPMG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 9. desember 2008
Kjaftstopp!
Björgvin vissi ekki fyrr en í gær að KPMG hefði verið fengið til að sinna verkefnum fyrir skilanefnd gamla Glitnis í kjölfar hrunsins. Tveir mánuðir liðnir og bankamálaráðherrann hamingjusamlega ómeðvitaður um hvað er í gangi á hans vakt.
Stundum verð jafnvel ég kjaftstopp.
Ég hugsa hins vegar alveg heilmikið og það ekki allt fallegt.
Dæmi:
Erum við stödd meðal ídjóta hérna sem valda ekki nokkrum sköpuðum hlut og það í bullandi krísu?
Er þessi ríkisstjórn og algjörlega vanhæf til verka? Þeir virðast ekki hafa yfirsýn né skilning á einu né neinu. Klúður, klúður, klúður.
Svo hugsa ég fleira öllu ljótara en held því fyrir mig.
Björgvin er bankamálaráðherra og hann hitti Davíð ekki í heilt ár.
Björgvin veit ekki hver sinnir endurskoðun á gamla Glitni, þarna eru til staðar bullandi vanhæfi vegna skyldleika og hagsmunatengsla.
Hafi hann vitað það þá er það enn verra.
Hvorki farið né verið hér kæri Björgvin. Þetta er óafsakanlegt á hvorn veginn sem er.
Til að bíta höfuðið af skömminni þá var Lúðvík Bergvinsson fyrir svörum í Kastljósinu og sýndi mér endanlega fram á að þessi ríkisstjórn veit ekkert í sinn fávísa haus.
Ég nærri því grenjaði hástöfum.
Fyrir hönd Lúlla vegna þess að hann var í alvarlegri tilvistarkreppu fyrir hönd flokksins sko.
En ég varð skíthrædd fyrir hönd þjóðarinnar. Hvað er í gangi eiginlega?
Og nú segi ég máttleysislega (og vonleysið í röddinni er algjört):
Krakkar segið af ykkur.
Íslenska þjóðin hefur ekki efni á að horfa á ykkur klúðra meiru.
Það færi betur á því að þetta fólk færi að sperra eyrun.
![]() |
Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt 10.12.2008 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Mánudagur, 8. desember 2008
Heima að baka vandræði?
Mér fannst fundurinn í kvöld hörkufínn.
Sko, vegna fundargesta og frummælendanna mínus verkalýðskall sem bara talar og talar og segir ekki neitt. Eitt stykki kerfiskall framleiddur í fjölda eintaka. Nauðsynlegur í hverja nefnd.
Annars var þarna margt ágætis fólk í panel.
Nema auðvitað kerfiskallinn og svo VR-mógúllinn sem er ekki par hrifinn af því að fá spurningar um launamálin sín. Hans fokkings einkamál bara.
En ég get sagt ykkur eitt, það er ekkert vonleysi í mér þó illa gangi að keyra ábyrgðarhugtakinu inn í höfuðið á ríkisstjórninni.
Það kemur.
Málið er að þetta frábæra fólk sem ég sé á Borgarafundunum fær mig til að trúa því að við almenningur getum flutt fjöll (og fólk úr stólum og út á gangstétt ef svo ber undir) ef við sameinumst um það.
Nú langar fólki að koma sér upp smá jólaskapi og ég skil það vel.
Haustið hefur verið hörmulegt við þurfum smá yl í sálina.
Svo kemur janúar og febrúar og þá verðum við komin með stóra breiðfylkingu úr grasrótinni.
Mark my words.
Og hún Ásta Rut sem talaði í kvöld var ótrúlega mögnuð í sinni ræðu.
Ég fékk gæsahúð.
Eftirfarandi alþingismenn mættu:
Álfheiður Ingadóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Þorleifur (man ekki hvers son) mættu frá VG ásamt Ögmundi sem var í panel.
Helgi Hjörvar frá Samfylkingu (ásamt viðskiptaráðherra í panel).
Formaður FF hann Guðjón Arnar mætti líka.
Sá engan frá Framsókn.
VG tóku mætinguna með vinstri.
Ha? Engin Sjálfstæðismaður spyrð þú?
Nei, mér þykir það leiðinlegt en þeir voru örugglega heima að baka vandræði.
Og mikið helvíti er ég reið yfir því að sjónvarp allra landsmanna getur ekki séð sóma sinn í að senda út fundinn fyrir fólk sem á ekki heimangengt.
Það er ekki eins og það sé daglegt brauð þetta ófremdarástand í þjóðfélaginu.
Þöggun?
God natt.
![]() |
Hiti í fólki í Háskólabíói |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 7. desember 2008
Ég er ekki hér, ég er ekki hér.
Ég er alveg rosalega þakklát fyrir að hafa verið með gesti og því misst af Össuri í Mannamáli því vísast hefði ég horft ef ekkert annað betra hefði verið í boði.
Ég er komin með svo rosalegt antípat á þessum illa séðu ráðherrum sem neyða návist sinni upp á okkur í gegnum sjónvarp og hafa ekkert að segja nema sama gamla sönginn: "Vér erum að bjarga ykkur gott fólk og svo ætlum við að byggja ykkur upp."
Við ykkur segi ég einn ganginn enn: Ekki bjarga mér og ekki byggja mig upp. Plís, byggið ykkur sumarbústað eða eitthvað.
Ég get ekki hlustað á fleiri viðtöl við ráðherra þessarar ríkisstjórnar þar sem þeir slá sig til riddara fyrir ekki neitt í þessum hildarleik sem skekur þjóðfélagið.
Só Össur þó þú hafir látið bóka að Davíð sé ekki á ábyrgð Samfylkingarinnar?
Davíð er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar hvort sem þér líkar það betur eða verr og það er ekkert sem þú getur gert kallinn til að firra þig þeirri ábyrgð nema að slíta þessu samstarfi, nú eða horfa á eftir Seðlabankastjóra út um útidyr bankans í síðasta sinn.
Þetta er eins og að standa fyrir framan einhvern og síendurtaka: "ég er ekki hér, ég er ekki hér". Það er hægt að segja svoleiðis þangað til maður er kominn með tungubólgu en ekkert breytir þeirri staðreynd að maður stendur þar sem maður stendur og hvergi andskotans annars staðar.
Össur er svona grínari. Ég sá það á Borgarafundinum hvernig hann sló öllu upp í létt sniðugheit í stað þess að sýna fólki að hann áttaði sig á alvöru málsins.
Hann reyndi að gera sig að krúttvöndli, tókst það kannski en mér var ekki skemmt.
Og munið þið manninn á fundinum sem hann ætlaði að steðja með upp í Seðló til að láta Davíð segja af sér? Enn eitt kjaftæðið raupið og fyrirhornreddingingar af því hann var kjaftstopp á fundinum.
Ég er svo þreytt á þessu liði sem heldur áfram að birtast manni bissí í vinnunni þrátt fyrir að það sé varla kjaftur á landinu sem vill hafa það við störf.
Stundum verð ég skelfingu lostin og það þyrmir yfir mig.
Hvað ef öll fyrirhöfn almennings við að segja skoðun sína eftir bankahrunið, mótmælafundir, borgarafundir, bloggskrif og allt hvað það heitir, skilar engu. NADA?
Að almenningur lognist út af örþreyttur og laskaður eftir skelfinguna sem hefur lostið okkur í hausinn og gefst upp á að mótmæla, andæfa, segja skoðun sína, vera vakandi?
Þá verður þetta málamyndalýðræði við líði áfram, flokkarnir halda áfram að skipa vina sína hér og svo þar og svo allsstaðar og allir eru of þreyttir til að veita viðnám.
En svo hressist ég öll við aftur því ég hef orðið vitni að vakningu meðal fólks, allskonar fólks.
Einhversstaðr fengum við nóg og það sem meira er við sjáum þetta kjánalega leikrit sem verið er að leika fyrir okkur á hverjum degi.
Ég að minnsta kosti sé í gegnum það og ef það væri ekki að gera barnabörnin mín skuldug upp á haus áratugi fram í tímann - ja þá myndi ég brosa illkvittnislega út í annað.
En það geri ég ekki.
Því mér er allt annað en hlátur í hug.
Burt með allan ballettinn.
Komasho.
Allir á Borgarafundinn í Háskólabíói annað kvöld.
Við erum rétt að byrja.
Nema hvað?
Og Össur karlinn er í besta falli jólasveinn - meðal jólasveina.
![]() |
Bókunin frá Össuri komin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 7. desember 2008
Kosningar á næsta ári ofkors
Rétt hjá VG auðvitað á að kjósa. Ég vil kosningar á næsta ári eins og flest hugsandi fólk.
Það eru bara nokkrar eftirlegukindur í áhangendaklúbb jakkafatanna í Seðló og Sjálfstæðis sem auðvitað hræðast kosningar eins og pestina enda ekki skrýtið allt þetta lið er trausti rúið.
Auðvitað hangir íhaldið í þeirri veiku von að minni kjósenda sé eins og gullfiskanna og það fenni yfir sporin þeirra í bankahruninu með vorinu.
Allt gleymt og allir glaðir með Sjálfstæðis.
En þannig er það ekki í þetta skipti.
Skellurinn er of stór, mistökin of mörg og leynimakkið of augljóst, spillingin hreinlega gargar á mann með nýjum dæmum dag hvern.
Samfylkingin á eftir að hljóta sömu örlög og félagar þeirra láti þeir ekki kjósa í vor.
Það er auðvitað undir þeim komið.
Annars var það gott innlegg hjá stjórnmálafræðingnum í Silfri Egils í dag sem gerði að umtalsefni að íslenskir stjórnmálamenn skildu ekki hugtakið pólitísk ábyrgð.
Sjaldan hafa sannari orð verið töluð.
En við almenningur erum ábyrg og munum taka ríkisstjórnina og aðra hennar pótintáta í verklega kennslu um hvað svona ábyrgð felur í sér, eða réttara sagt hvað það kostar að axla hana ekki.
Við munum gera það með atkvæðinu okkar óseiseijá.
Allir á Borgarafundinn á morgun í Háskólabíó auðvitað.
Þar verður verkalýðsforystan - ef forystu skyldi kalla.
Allir af stað.
Úje í baráttunni.
![]() |
Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Föstudagur, 5. desember 2008
Helvítis fjölmiðlamennirnir
Össur segir að það sé eitthvað rotið í Seðlabankanum.
Ég segi; Velkominn til raunheima Össur minn, en það þurfti engan stjarneðlisfræðing til að reikna þetta út, staðreyndin hangir svo gott sem á nefinu á þér.
Guðlaugur heilbrigðis kemur síðan og súmmerar upp kreppuna og hefur ekki fyrir að svara spurningum fjölmiðlamanna um nýjustu skandaliseringu Davíðs.
Hafið þið tekið eftir að þegar íhaldið er spurt hvað það ætlar að gera við risavaxna dekurdýrið í Seðló þá fara þeir alltaf að tala um eitthvað sem aðrir eru að gera sem má betur fara?
Hann segir einfaldlega að fjölmiðlamenn stjórni umræðunni og fókusinn sé kannski ekki réttur, nær væri fyrir þá að beina sjónum sínum að því sem máli skiptir, hvað sem það nú er..
Úff.. helvítis fjölmiðlamennirnir búnir að kollkeyra þessa vesalings þjóð.
Hugsa sér og allan tímann hélt ég að það væri við banka, embættismenn og stjórnvöld að sakast.
Sillí mí.
Ég lofa að passa mig í framtíðinni.
Fjölmiðlamenn skammist ykkar og takið pokann ykkar!
Djöfuls rugl, hvað dettur þeim í hug næst íhaldsráðherrunum til að réttlæta foringjann á Svörtu?
![]() |
Eitthvað rotið í Seðlabankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sjónvarp | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 3. desember 2008
Var í boði
Ég var að koma úr frábæru boði.
Mamma mín er áttræð í dag.
Anna Björg Jónsdóttir er langflottasta mamman í heiminum og hún er nýlega komin frá Köben hvar hún skemmti sér konunglega með þremur systra minna.
Ég á mína foreldra á lífi og mér finnst ég heppin kona.
Ég er stolt af foreldrum mínum, þau eru flott og eiga bara skilið það besta.
Bara svo það sé á hreinu.
Annars er ég að tjilla hérna heima.
Ætla að horfa á Kiljuna. Svo sé ég til hvern ég lem í hausinn með bloggfærslu.
Segi svonnnnnnnnnnna.
Þangað til seinna.
Ójá.
Þriðjudagur, 2. desember 2008
Vönduð vinna - vanar konur
Ég bloggaði einu sinni um þáttinn Gott Kvöld og síðan hef ég ekki horft.
Mér leið eins og boðflennu í einkapartíi en það er ekki að marka ég er komin af "séðogheyrt"aldrinum.
En ég virðist ekki ein um þessa skoðun, áhorfið hefur hrapað.
Fyrir mína parta vil ég sjá dýpri viðtöl við fólk og kannski væri lag að fara að finna nýja viðmælendur, í fleiri þáttum af svipuðu tagi.
Fólk sem hefur ekki lagt líf sitt á borðið fyrir íslensku þjóðina í tugum viðtala á ÖLLUM fjölmiðlum.
Það er nefnilega til fullt að skemmtilegu fólki sem sjaldan heyrist í alls staðar að úr lista- og menningargeiranum.
En að öðru..
Ofnamaðurinn sem ég pantaði mér í gær, af því árans ofninn eyðilagði hverja kökuuppskriftina á fætur annarri, kom sá og sigraði.
Hann tók rúman níuþúsundkall fyrir að hringja á dyrabjöllunni og annan níuþúsund til að gera við (eða fyrirtækið sem sendi hann).
Mér datt í hug að það væri hægt að tala við svona fólk, eins og ofnamanninn í sjónvarpinu.
Og þá er ég auðvitað ekki að meina það, heldur er ég að fokka í ykkur börnin góð.
En það var framið óvopnað rán í eldhúsinu hjá mér í morgun og ég blikkaði ekki auga.
Enda rænd í hvert einasta skipti sem ég fer út í búð að kaupa í matinn.
Vönduð innkaup vanar konur.
Úje
![]() |
Ört minnkandi áhorf á Gott kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr