Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Sjónvarp

Atli Húnakonungur nútímans

 attila_the_hun

Ég hef sagt það áður og segi það enn að kreppan hefur gert manni hluti.

Bæði góða og slæma.

Jón Daníelsson var í Silfrinu og var nokkuð bjartsýnn á að nú færi ástandið hér að lagast.

Ég hlustaði og ég skildi en trúði ekki.

Það er nefnilega það vonda sem kreppan hefur gert mér að ég gef lítið fyrir alls kyns yfirlýsingar sérfræðinga.

Tek öllu með gífurlega miklum fyrirvara.

Þetta á einkum við sérfræðinga eins og þá sem kenna sig við hagfræði vegna þess að skoðanir þeirra á hvað beri að gera og hvernig mál standa, skarast eilíflega.

Það er vont að treysta engu(m)...

Nú eða fáu(m).

Illugi Gunnarsson er að ég held ágætis maður og í betri kantinum miðað við þann flokk sem hann tilheyrir.

En sorrí Illugi, ég fæ beisíklí óbragð í munninn þegar þið Sjálfstæðismenn byrjið að gagnrýna stjórnvöld af því mér finnst að þið hafið hreinlega ekki efni á því.

Þið eruð svo bullandi sekir maður minn.

Allir aðrir (ókei, ekki Framsókn) geta gagnrýnt sig bláa í framan og ég skal hlusta.

En ekki sjálfur hrunflokkurinn.

Samt má Illugi eiga það að hann er málefnalegur í sínum málflutningi oftast nær.

En að missa traust á öllu og öllum er vont fyrir sálina.

Það getum við þakkað bévuðum stjórnvöldum sem hönnuðu umhverfið fyrir banka og útrásir ásamt útrásardólgunum sem gáfu Atla Húnakonungi ekkert eftir í yfirferð sinni um akurinn, só tú spík.

Súmítúðekor.


mbl.is Jón Daníelsson: Bjartsýnni en áður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haustfréttir frá menningarheimilinu í 101

Undirrituð hefur aldrei á Ljósanótt Reykjanesbæjar farið.

Fremur en aðrar svona bæjarhátíðir.

Er í raun ekkert spennt fyrir svona fyrirkomulögum en Ljósanóttin er mér kær.

Af hverju spyrð þú og missir augabrúnir upp á enni.

Jú, Ljósanótt er merkið sem ég gef mér um að formlegt haust sé hafið.

Ég elska haustið.

Litina, lyktina, skerpuna sem kemur í lungun þegar ég anda að mér haustloftinu.

Fyrir suma eru réttir og sláturgerð merki um haust, en ég þekki ekki sláturfólk.  Það er of blóðugt og villimannslegt fyrir mína fínhekluðu sál og blúndulagt sinnið.

Silfrið byrjar aftur í dag eftir sumarfrí (sem er allt of langt).  Það er líka merki um að haustið sé komið.

Sumarið er fínt, en haust og vetur er minn tími.

Á sumrin þarf maður nefnilega að hafa afsökun til að vera ekki að fara eitthvað, gera eitthvað.

Það eru bókstaflega allir eilíflega farandi eða rétt ókomnir til þess eins að rjúka aftur af stað á sumrin.

Fólk eins og ég situr heima á svipinn eins og hertur handavinnupoki og fer í felur með að það vill bara sitja inni og lesa.  Okei, úti á svölum í besta falli.

Nú get ég kveikt á kertum og lesið eins og enginn sé morgundagurinn og verið góð með það.

Er að lesa tvær bækur núna börnin mín á galeiðunni.

kalstjarnan

Önnur er "Undir kalstjörnu" og hún er ótrúlega falleg og ljót, ljúf og sár, beitt og blíð,  kom út 1979 að mig minnir en er núna komin í kilju.

Alltaf sama sagan

Hin er nýja smásagnasafnið hans Þórarins Eldjárns, "Alltaf sama sagan" en hann er einn af mínum uppáhalds.

Þórarinn Eldjárn hefur einn svakalegan galla.  Galla sem ekki er hægt að horfa framhjá.  Honum er gjörsamlega fyrirmunað að valda manni vonbrigðum.

Bibb og búbb.

Skál í haustpartíinu frá menningarheimili mínu í 101.


mbl.is Ljósadýrð í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álfarnir voru bankamenn

Hvernig er hægt að taka þjóð alvarlega sem lætur taka viðtal við sig um álfa í umfjöllun um efnahagshrunið?

Það er kona í þessu myndbandi sem fer alveg með mig.

Hún bendir á stokka og steina og bendir á hreyfingu í grasinu og sýnir svo álfadúkku til að sýna stærð þessara "lífvera".

Krúttlegt en það eru líka þjóðsögurnar og ævintýrin og fín til heimabrúks.

En annars er þetta fínn þáttur hjá ástralska 60 minutes.

Fín viðtöl við fólk, líka sjómanninn sem varð að bankamanni.

Ef við gætum nú sleppt þessu víkinga- og álfakjaftæði alltaf hreint þá gætum við svei mér þá verið tekin í fullorðinna manna  tölu.

Ég varð svo hrygg þegar ég sá þetta klipp sem fylgir fréttinni.

Mikið skelfing erum við búin að vera.

En þá er að bretta upp ermar.

Köllum álfana til hjálpar.

Annar sjómaður sem talað var við var algjörlega að mínu skapi.

Aðspurður hvort hann tryði á tilvist álfa svaraði hann á þá leið að þeir álfar sem hann vissu um hefðu allir verið bankamenn.

Spot on.


mbl.is „Uppskrift að stórslysi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimurinn vs þeir!

Ég hef aldrei skrifað eitt orð um Lýð Guðmundsson og skrifa ávallt undir nafni þannig að ég tek ekki til mín rausið í manninum í Kastljósinu í kvöld.

Bloggheimar eru ömurlegir - búhú, fjölmiðlar líka - búhú - skilanefndirnar vilja koma fyrirtækinu í þrot - búhúhúhú.

Rosalega er heimurinn vondur við Existu.  Þetta er lögreglumál.

Ég get ekki tekið fleiri svona viðtölum eins og við Lýð í kvöld og svo við Hreiðar Má fyrr í vikunni geðheilsu minnar vegna.

Það hreinlega drepur í mér trúna á manneskjuna að horfa á þessa menn kenna öðrum um eigið klúður.

Þeir koma í Armanigallanum í sjónvarpið og eru með friggings attitjúd.  Fólk kann ekki að meta þá, enginn skilur að þeir hafa ekkert gert af sér.

Heimurinn vs þeir. 

Þetta eru menn í svo litlum tengslum við íslenskan raunveruleika að ég efast um að þeir nái nokkurn tímann að sjá fyrir sér afleiðingarnar af öllu bankasukkinu.

En ég gat ekki annað en hlegið geðveikislega (spurning um það eða skella í mig arsenikki) þegar ég sá í fréttum í kvöld að stjórn Exista hafi verið endurkjörin og varamaður var sjálfkjörinn en hann er Róbert Tjengis.

Hver þarf leikhús eða bíómyndir?

Við lifum í ógeðslega súrrealísku leikriti sem ætlar engan enda að taka.

Robert Tjengis, eruð þið ekki að fokking kidda mig?

Eru ekki fleiri stórþjófar á lausu það sár vantar fólk um allt íslenska fjármálakerfið?

Garg.

Fréttin.


mbl.is Fengum langmesta höggið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Urrdanbíttann!

Æi, ég veit það ekki, er orðin svolítið leið á þessu málningarfári.

Ég held nefnilega að stór hluti fólks, sem er annt um hluti og hús fái samúð með útrásardólgunum.

Það vil ég síst sjá gerast.

Kannski er þetta orðið gott.

Ég bíð hins vegar eftir frystingu eigna.

Hvar í heiminum sem þær eru faldar.

Eins og t.d. allir Icesavepeningarnir.

Urrrrrrrrrdanbíttann!


mbl.is Málningu úðað yfir bíl Björgólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæpsamlegur tónlistarsmekkur

Þegar ég sá að lögreglan í Aserbaídsjan hafi yfirheyrt þá 43 sem kusu nágrannaríkið Armeníu í Evróvisjón í vor þá skildi ég það fullkomlega.

Alveg: Vei, yfirvöldin í Aserbaídsjan hötuðu lagið jafn mikið og ég (minnir mig, búin að gleyma).

Auðvitað þarf að rannsaka svona tónlistarsmekk sem er ekkert annað en glæpsamlegur.

En ekki var það svo gott að löggan væri að leita uppi fólkið með glataða tónlistarsmekkinn til að skamma það.

Nei, þeir voru að yfirheyra þá af allt öðrum ástæðum.

En ég fagna því að nú skuli loksins berast alvöru fréttir.

Ég meina það er ekki fyrir nokkurn mann að fá yfir sig allan þennan óþarfa um Icesave, stórþjófnaði úr bönkum, Tortólubófa og slík smámál svo ég tali nú ekki um Straums-bónusa alla daga.

Hverjum er ekki sama?Whistling

En talandi um Tortólu.

Sá þess mynd inni hjá Láru Hönnu.

Þessi er mynd nr. 2 í samkeppninni um myndir ársins.

Hin var af Dabba djúsí á Austurvelli um daginn.

siggi_og_hrei_ar

Vá, hvað þessi mynd nær málinu algjörlega.

Og góðan daginn villingarnir ykkar og ég hvet alla sem vettlingi geta valdið til að mæta klukkan 12 niður í Austurstræti 16 (skilanefnd Landsbankans) til að sýna þessu liði að við fylgjumst með þeim!


mbl.is Lögreglan rannsakar Evróvisjón atkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöð 2 hin íslenska gula pressa?

Ekki ætla ég að blogga um morðmál.

En ég tengi á fréttina vegna þess að mér er svo nóg boðið eftir að hafa horft á umfjöllun Stöðvar 2 um þetta sorglega mál að mér finnst að ég verði að blogga um það.

Fólk sem ég hef talað við á ekki orð.

Þarna fór skólasjónvarpið yfir öll mörk í auvirðilegri "fréttamennsku" með nærmyndum af blóði og viðtali við nágranna þess grunaða.

Sá lýsti í smáatriðum áverkum á þeim látna.

Hvað á þetta að þýða?

Eru þetta kjánar sem reka fréttastofu Stöðvar 2?

Er þeim ekkert heilagt?

Reyndar hafa fréttirnar hjá þeim dalað að því marki að hér á bæ eru þær kallaðar upphitunarfréttir.

Ergó: Yfirborðskennd umfjöllun um atburði og svo þessi gulupressu fréttamennska sem gerði endanlega út um mitt áhorf á stöðina.

Enda ekki af miklu að missa.

Ég vildi að Heimir Már Pétursson myndi skella sér á annan miðil.  Einfaldlega of góður fyrir þessa málamyndafréttastofu.

Sá sem hleypti þessu í loftið má skammast sín og það niður í tær.

Hér er innslagið.  Ekki að ég mæli með því.


mbl.is Úrskurðaður í gæsluvarðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki fyrir viðkvæmar sálir!

Ég veit ekki hversu oft síðan í október s.l. ég hef gargað í himininn um að nú sé komið nóg.

Venjulega gerist þetta þegar nýjar fréttir berast af ótrúlegri spillingu og siðleysi sem hér ríkti fram að falli og gerir greinilega enn.

Samt heldur maður áfram að fá nóg, aftur og aftur.  Þetta endar með lasleika.

En eftir að hafa horft á umfjöllun Kastljóss í kvöld þar sem tengsl manna í skilanefndunum eru rakin er mér algjörlega nóg boðið.

Ég á ekki nógu stór orð til að lýsa líðan minni og reiði.

Allar upphrópanir, öll lýsingarorð sem ég á til ná ekki að koma því á framfæri hversu misboðið mér er.

Skilanefndirnar eru eins og ættarmót náinnar fjölskyldu.

Sem liggja í tjaldi hvor hjá öðrum.

Fyrrverandi starfsmenn bankanna fara beint í skilanefndir þeirra.

Svo veita þeir vinnu til eigin lögfræðistofa eða til ættingja og vina.

Þegar þeim er vikið frá þá eru þeir ráðnir samstundis aftur.

Að tala um að senda manni fokkmerkið!

Vitið þið að okkur er ekki við bjargandi á þessu landi ef þessu fer fram deginum lengur.

Forstjóri FME segir að þetta sé löglegt sí eða svo.  Mikið rosalega er búið að verja margan ógeðslegan mástaðinn með að hanga í því hvað sé löglegt og þar með leyfilegt.

Það er nefnilega ekki hægt að setja siðferðisvitund í lög.

Það erum við skattborgarar sem borguðum himinháar launagreiðslur skilanefndarmanna og undirverktaka þeirra alveg fram í apríl.

Það má vera að fólk fjölmenni til að mótmæla Icesave, gott mál, en staðreyndin er samt sú að við sem þjóð berum þar vissa ábyrgð vegna þess að heimskulegir ráðamenn létu glæpamennina ekki gera dótturfélag úr ræningjafélögunum heldur gáfu út fjárhagslegan dauðadóm á okkur almenning.

En við þurfum ekki að hafa skilanefndirnar svona.  Við komum þeim frá hvað sem öllu kjaftæði líður um að viðsemjendur þeirra vilji ekki skipta þeim út. 

Fari þeir þá og veri.  Þetta er einfaldlega ótækt.

Nú vil ég þramma út á göturnar.

Ég er til í að verða verulega óviðkunnanleg í fasi.

Ég skal ekki láta mig vanta.

Bölvaðir bankadólgarnir eru nefnilega enn að raka inn seðlum.

Af bankahræjunum.

Nú bið ég ykkur að afsaka mig á meðan ég garga mig hása og...

klæði mig í herklæðin.

Og kæri Steingrímur J. fjármálaráðherra.

Ég hef lengst af treyst þér fremur öðrum stjórnmálamönnum.  Þér og Ögmundi reyndar.

Þetta getur þú ekki boðið okkur upp á.

Þarna er farið yfir öll mörk.

Vinsamlegast gerðu eitthvað og það strax.

Umfjöllun Kastljóss

Farið með æðruleysisbænina áður en þið horfið.

Varúð, varúð, varúð, ekki fyrir viðkvæmar sálir.


Undarlegt PR

Almættinu, Óðni, Þór og Tý sé lof fyrir konu eins og Evu Joly.

Ekki veitir af á meðan blaðafulltrúi Jóhönnu er á þessari línu.

Vá, var hann ráðinn til að reyta fylgið af Samfó og koma okkur í enn meira klandur úti í hinum stóra?

Maður spyr sig.


mbl.is Joly tókst það sem öðrum tekst ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfram Ömmi

Takk Ögmundur fyrir að vilja aflétta bankaleynd af öllum fjármálastofnunum, ekki bara Kaupþingi.

Svo er bara að rumpa þessu af í vikunni.

Svo við getum fengið að vita alla söguna.

Söguna sem skrifar sig sjálf á hverjum degi með hjálp góðra fréttamanna eins og Kristins Hrafnssonar.

Áfram Ömmi.


mbl.is Vill aflétta bankaleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2987142

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband