Leita í fréttum mbl.is

Haustfréttir frá menningarheimilinu í 101

Undirrituð hefur aldrei á Ljósanótt Reykjanesbæjar farið.

Fremur en aðrar svona bæjarhátíðir.

Er í raun ekkert spennt fyrir svona fyrirkomulögum en Ljósanóttin er mér kær.

Af hverju spyrð þú og missir augabrúnir upp á enni.

Jú, Ljósanótt er merkið sem ég gef mér um að formlegt haust sé hafið.

Ég elska haustið.

Litina, lyktina, skerpuna sem kemur í lungun þegar ég anda að mér haustloftinu.

Fyrir suma eru réttir og sláturgerð merki um haust, en ég þekki ekki sláturfólk.  Það er of blóðugt og villimannslegt fyrir mína fínhekluðu sál og blúndulagt sinnið.

Silfrið byrjar aftur í dag eftir sumarfrí (sem er allt of langt).  Það er líka merki um að haustið sé komið.

Sumarið er fínt, en haust og vetur er minn tími.

Á sumrin þarf maður nefnilega að hafa afsökun til að vera ekki að fara eitthvað, gera eitthvað.

Það eru bókstaflega allir eilíflega farandi eða rétt ókomnir til þess eins að rjúka aftur af stað á sumrin.

Fólk eins og ég situr heima á svipinn eins og hertur handavinnupoki og fer í felur með að það vill bara sitja inni og lesa.  Okei, úti á svölum í besta falli.

Nú get ég kveikt á kertum og lesið eins og enginn sé morgundagurinn og verið góð með það.

Er að lesa tvær bækur núna börnin mín á galeiðunni.

kalstjarnan

Önnur er "Undir kalstjörnu" og hún er ótrúlega falleg og ljót, ljúf og sár, beitt og blíð,  kom út 1979 að mig minnir en er núna komin í kilju.

Alltaf sama sagan

Hin er nýja smásagnasafnið hans Þórarins Eldjárns, "Alltaf sama sagan" en hann er einn af mínum uppáhalds.

Þórarinn Eldjárn hefur einn svakalegan galla.  Galla sem ekki er hægt að horfa framhjá.  Honum er gjörsamlega fyrirmunað að valda manni vonbrigðum.

Bibb og búbb.

Skál í haustpartíinu frá menningarheimili mínu í 101.


mbl.is Ljósadýrð í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Ég elska haustið en væri alveg sama þó veturinn kæmi ekki í kjölfarið...  Skál

Jónína Dúadóttir, 6.9.2009 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 2985742

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband