Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Mannréttindi

Með lýðræðið í gíslingu

Það er vont að vera reiður, alveg bálreiður, en þannig er ástatt um mig.

Ég kann þeim þingmönnum VG litlar þakkir fyrir sem eru að nudda sér utan í stjórnarandstöðu varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum að fara í aðildarviðræður um ESB.

Ég fer að sjá eftir atkvæðinu mínu í þá.

Mun að minnsta kosti gera það verði komið í veg fyrir að við getum fengið að vita hvað samningur um inngöngu þýðir fyrir Ísland.

Hvað þýðir það ef við þurfum að kjósa um hvort við eigum að ganga til viðræðna við ESB?

Jú, það þýðir að við þurfum að hlusta á annars vegar upphrópanir um að innganga í ESB sé afsal á fullveldi þjóðarinnar.

Og hins vegar að hamingjan liggi í Evrópusambandinu og þá munum við beisíklí komast í Paradís.

Hvernig er hægt að kjósa um eitthvað slagorðakjaftæði án innistæðu?

Við vitum ekkert hvað er í pakkanum fyrr en á það reynir.

Hugmynd um þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort við eigum er fyrirsláttur og vantraust á fólkið í landinu.

Ég er algjörlega komin með upp í kok af stjórnmálamönnum sem setja fótinn fyrir lýðræðislega umræðu og gjörninga.

Stjórnmálamenn sem mega ekki til þess hugsa að almenningur fái að taka upplýstar ákvarðanir um framtíð þjóðarinnar.

Svo jaðrar það við klám að ganga til samvinnu við Umskiptingaflokkana á þinginu.

Þá er ég aðallega að tala um Sjálfstæðisflokkinn.

Munið þið stjórnlagaþingið?

Munið þið að þeir töluðu það mál í hel þrátt fyrir að meirihluti þjóðarinnar kallaði eftir því?

Munið þið eftir grein Bjarna Ben og Illuga Gunnars í desember í Mogganum hvar þeir töldu að við ættum að fara í aðildarviðræður og minntust ekki einu orði á að það þyrfti að kjósa um það hvort við ættum.

Bölvaðir tækifærissinnar og flokkræðisfangaverðir.

Með lýðræðið í gíslingu.

Andskotinn hafi það að VG gangi í lið með þessu liði.

Vinsamlegast leyfið okkur að komast að því hvað er í boði.

Enginn veit það með vissu og það á líka við um þingmenn allra flokka.

Get a grip.

Rakst á þennan pistil inni hjá Merði Árna.

Skyldulesning.

Þarna má sjá sinnskiptin hjá Framsókn og Sjálfstæðismönnum.

Að tala um tækifærissina.


mbl.is Þingmaður VG leitar til stjórnarandstöðunnar vegna ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landspildulúserar

Lífið er ekki réttlátt.

Baltasar og Lilja (allir eiga að vita hverjir það eru erþaeggi bara?) fá ekki landspilduna sem þeim langaði í.

Búmm og pang.

Mig hreinlega verkjar af samúð með þeim hjónum. 

Er alveg nýlega búin að ganga í gegnum landspildusorg.

Ég fékk nefnilega enga úthlutun í Skólagörðunum í sumar.

Ekkert grænmeti ræktað á menningrheimili mínu hér á Teigunum í ár sko.

Ég ætla að hringja í þau og spyrja hvort við eigum að stofna stuðningshóp til styrktar þolendum landspildulúsera.

Jabb, ég geri það.


mbl.is Lilja og Baltasar fá ekki landspildu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samsæri í gangi?

"Húsleitir efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra og haldlagning á gögnum í tengslum við rannsókn á meintum hegningarlagabrotum Hannesar Smárasonar kaupsýslumanns, var lögmæt, samkvæmt dómi Hæstaréttar. Dómurinn staðfesti þar með niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur en Hannes Smárason kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar."

Ji, ég sverða, er samsæri í gangi gagnvart Hannesi Smárasyni?

Nú neyðist hann til að fara fyrir mannréttindadómstólinn með málið.

Djöfuls meðferð.

 

 


mbl.is Húsleitir í máli Hannesar lögmætar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljótleiki lífsins

Það er oft talað um myrkar miðaldir, vargaldir, grimmd og þrælahald og það er yfirleitt gert um leið og það er undirstrikað hversu langt okkur manneskjunum hefur fleygt fram.

Við hristum höfuðið yfir mannvonsku og samviskuleysi þeirra sem á undan hafa verið og erum bara nokkuð brött yfir því hversu frábær við erum í samanburði við forfeðurna.

Grimmdin er mis mikil eftir þjóðfélögum og þá væntanlega í einhverju hlutfalli við hversu góðar eða slæmar aðstæður almennings er.

Mér dettur ekki eitt augnablik í hug að Kínverjar, Arabar eða aðrar framandi þjóðir séu verri að upplagi en við á vesturlöndum.

Því stærri sem fátækin og eymdin er því meiri grimmd og mannvonska.

Í neyðinni blómstra skíthælarnir og mannleysurnar.

Þrælaiðnaðurinn hefur aldrei verið stærri í veraldarsögunni en núna.

Mannréttandabrot eru framin á hverjum degi.

Hungur og sjúkdómar herja á stóran hluta mannkyns.

Örlítið brot af heiminum ræður yfir stærstum hluta auðsins.

Þess vegna er þessi frétt frá Kína bara enn áminningin um hversu langt við manneskjurnar eigum í land hvað varðar þroska.

Og þetta kemur okkur öllum við.

Hvað getur maður gert í öllum þessum ljótleika í lífinu?

Icesave hvað?


mbl.is Kínversk börn seld til ættleiðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Draumar beisíklí ákjósanlegir

 900

Ó, te er hollara en vatn eru niðurstöður enn einnar rannsóknarinnar.

Blóð er þykkara en vatn.

Egg eru egglaga.

Sporaskja er sporöskulöguð.

Það er ekki sá hlutur til í víðri veröld sem ekki er verið að rannsaka reglulega og svo koma fram niðurstöður sem eru jafnan þvert á allar fyrri nema þegar niðurstöðurnar liggja í augum uppi og það hefði verið algjör óþarfi að rannsaka.  Bara nota almenna skynsemi.

Já og lífið er krabbameinsvaldandi.  Bókstaflega ALLT hefur á einhverjum tímapunkti verið talið krabbameinsvaldandi.  Líka það sem þú kemur ekki nálægt.

Tóbak kynörvandi og brennivín meinhollur fjandi.

En að öðru.

Mér líður stundum eins og ég svífi um í draumi.

Jafnvel draumi einhvers annars.

Eins og áðan, þá var ég að virða fyrir mér pakka af klósettrúllum sem helmingur áhafnar kærleiks skellti á eldhúsborðið og ég velti fyrir mér hvaða heilvita manni dettur í hug að skíra svona pappír "Design"?

Alveg: Eigið þið "Design" toilettpappír?  Ekki, okei, en eitthvað annað með álíka fallegu nafni?  T.d. "Artistic wallpaper for arses"?

Þessar djúpu pælingar leiða mig að annarri stórri og mikilvægri spurningu um ranghala markaðsfræðinnar.

Af hverju auglýsa matvörubúðir á þann máta að ætla mætti að það væri dásamlegasta upplifun í heimi að kaupa til heimilisins?

Eins og það sé draumur hvers manns að kjaga um með fullan innkaupavagn í stórmarkaðnum?

Að maður hreinlega taki sér sumarfrísdaga til að steðja í búðina og eyða þar deginum í eintómri hamingju - með alla fjölskylduna.

"Gerum þetta að hátíðisdegi og förum í matvörudeildina í Hagkaup".

Halda auglýsendaskaparar að við séum hálfvitar?

Ég sé mig í anda stökkva fagnandi inn í Bónus/Krónu eða Hagkaup, á háum hælum í sumarkjól með blóm í hárinu í sjöunda himni yfir að eiga möguleika á einstakri upplifun við hillurnar.

Fái beinlínis raðfullnægingar af innkaupaástríðu í grænubaunadeildinni.

Nuddi mér perralega utan í  morgunkornið.

Þukli paprikurnar af eldheitri ástríðu og stynji af eintómri innkaupafrygð.

Að það þurfi heilan hóp af öryggisvörðum til að ná mér út úr búðinni - með valdi?

Fíbbl.

Það er út af svona fíflagangi sem ég upplifi mig í draumi.

Sem er eins gott þessa dagana.

Draumar eru beisíklí ákjósanlegir á þessum síðustu og verstu.

Cry me a river.


mbl.is Segja te hollara en vatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitt alsherjar samsæri gegn mér!

Aumingja presturinn sem "neyddist" til að drekka messuvín í vinnunni og svo er hann bara tekinn af löggunni og mætir engum skilningi.

Skilja þeir ekki að þetta er hluti af djobbinu, að drekka og snæða Jesúmm?

Enginn skilningur. Nada.  Nothing. Ingenting.

Oh, ég kannast svo við þetta frá því ég var ekki látin í friði fyrir fólki sem vildi neyða mig á fyllerí.

Ég meina að þarna var ég alsaklaus á meðal manna í hinum og þessum gleðskap og var neydd til að lyfta glasi í tíma og ótíma.

T.d. í fjölskyldunni minni giftir fólk sig reglulega.

Svo er það eilíflega og alltaf að útskrifast úr skólum, hljóta stöðuhækkanir og eiga afmæli.

Endalausar átyllur til að koma mér á fyllerí.

Það lá við að ég henti mér á hnén og grátbæði um miskunn.

Alveg: Ætlið þið að gera mig að alkóhólista?

Er ykkur ekkert heilagt?

Var hlustað á harmkvæli mín?

Nei, það var ekki gert og á endanum þurfti ég að fara inn á Vog, ég legg ekki meira á ykkur.

Orðin alki vegna drykkjuþrýstings frá fjölskyldu minni og vinum.

Frá samfélaginu, Orkuveitunni, Símanum og Vínbúðunum, sem plöntuðu sér niður alls staðar þar sem leið mín lá um.

Allt eitt stórt andskotans samsæri.

Ég er algjörlega saklaus af því að hafa sóst í áfengi.

Aldrei, aldrei, aldrei, að ég hafi haft frumkvæði að því sjálf.

Fór meira að segja í ríkið bara til að gera öllu þessu fólki til hæfis.

Og sýnir það mér skilning?

Nei, heldur betur ekki.

Lætur eins og þetta sé allt mér að kenna.

Skítapakk.

 


mbl.is Kennir messuvíni um ölvunarakstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Presley "all over again"

Michael Jackson er dáinn.

Milljónir syrgja.

Fara Fawsett dó líka í gær.

Presley dó úr lyfjaáti.

Þeir segja að MJ hafi gert það líka.

Strax er byrjað að kenna læknunum um.

Hef eiginlega ekki skoðun á þessu en það er alltaf sorglegt þegar fólk deyr á besta aldri.

Já og MJ var auðvitað snillingur á sínu sviði.

En aftur velti ég fyrir mér gildi mannslífa.

Á hverju augnabliki deyja börn um allan heim, úr sjúkdómum, vannæringu, ofbeldi og fátækt.

Það hvílir þungt á mér og hefur alltaf gert.

Þess vegna stilli ég mér á kantinn og fer ekki á samskeytunum þegar stjörnur deyja.

En ég finn til með þeim sem eftir lifa.

Og ekki orð um það meir.


mbl.is Michael Jackson er látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott saman

Ég veit ekki hvort mér finnst kaldranalegra;

Útlendingaeftirlit eða Útlendingastofnun.

Svíarnir kalla sitt batterí "Invandrarverket".

Innflytjendastofnun er ágætt nafn.

Svo vona ég að sá aðili sem ráðinn verður sé húmanisti.

Að hann hafi samkennd og skilning með í farteskinu -

auk lögfræðimenntunarinnar offkors.

Nauðsynleg blanda og gott saman.


mbl.is Fjórir sóttu um Útlendingastofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

19. júní

Til hamingju stelpur á öllum aldri með 19. júní.

Þann 19. júní árið 1915 fengu konur kosningarétt og árið 1922 náði fyrsta konan kjöri inn á þing.

Það er því ekki svo langt síðan að konur fengu þann sjálfsagða rétt að kjósa og gott að hafa í huga að þau réttindi eins og svo mörg önnur hafa aldrei verið færð okkur á silfurfati heldur áunnist vegna þess að sterkar konur hafa barist fyrir þeim oft með blóði svita og tárum.

Eitt besta veganesti út í lífið sem ég hef haft dætrum mínum til handa kristallast í ljóði Jóhannesar frá Kötlum:

Dómar Heimsins, dóttir góð
munu reynast margvíslegir
Glímdu sjálf við sannleikann
hvað sem hver segir.

Gakktu einatt eigin slóð
hálir eru hversmannsvegir
Skeyttu ekki um boð né bann
hvað sem hver segir.

Inn í brjóst þitt ein og hljóð
rýndu fast ef röddin þegir.
Treystu á þinn inni mann
hvað sem hver segir.

Í dag er mikilvægara en nokkru sinni að við skerpum á kvennabaráttunni stelpur.

Kreppa í hvaða formi sem er hefur tilhneigingu til að bitna verst á konum og börnum.

Höfum það í huga í dag.

Baráttukveðjur!


Engin undankomuleið

Það er svo sem ekki mörgu við að bæta um þennan sorglega atburð á Álftanesinu í gær.

En viðbrögð fólks virðast á einn veg.

Skilningur á gjörðinni.

Þetta gerði mig hins vegar verulega sorgmædda.

Vegna tilhugsunarinnar um örvæntinguna, sorgina, reiðina og óttann sem hlýtur að liggja að baki svona aðgerð.

Sumir segja; þetta er bara byrjunin, eins og það hálf hlakki í þeim.

Ég vona svo sannarlega að þeir hafi ekki rétt fyrir sér.

Mér finnst þetta hins vegar vitnisburður um hversu erfitt það er fyrir venjulegt fólk að fóta sig í rústum bankahrunsins.

Þess vegna verða stjórnvöld að hjálpa fólkinu í landinu sem situr nú uppi með reikning útrásarvíkinganna og er jafnvel að missa heimili sín og atvinnu.

Ég varð líka sorgmædd í gær þegar ég horfði á þjóðhátíðarsetninguna á Austurvelli.

Vegna þess að það rann endanlega upp fyrir mér hvar við erum stödd.

...og við virðumst ekki eiga nokkra einustu undankomuleið.


mbl.is Bankinn fékk ekki lyklana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.