Færsluflokkur: Mannréttindi
Þriðjudagur, 22. september 2009
Ástandið á djöflaeyju
Það er gömul saga og ný að fullorðnir standa saman gegn börnum þegar ofbeldi er annars vegar.
Hver kannast ekki við fólk sem segir frá ofbeldi í næsta húsi eða íbúð og aðspurt hvort það hafi ekki tilkynnt um málið segir að það vilji ekki skipta sér af, ekki blanda sér í fjölskylduerjur. Ésús minn.
Friðhelgi heimilana og allt það kjaftæði.
Friðhelgi heimilana snýst upp í andhverfu sína þar sem farið er illa með börn.
Fáir virðast vita um þá borgaralegu skyldu að það ber samkvæmt lögum að tilkynna ofbeldi á börnum.
Svo má auðvitað benda á þá staðreynd að hér á landi er hægur vandi að hvetja fólk til að tilkynna en úrræði kerfisins eru svo lítil og léleg að það er til skammar.
Ofbeldi á börnum er eitt af því sem ég á erfiðast með að þola og það gerir mig einfaldlega óða.
Ég hef það fyrir reglu að lesa t.d. ekki fréttir þar sem tíunaðar eru misþyrmingar á börnum, mér nægir að lesa fyrirsögnina til að átta mig á gangi mála.
Subbulegar nákvæmnislýsingar gera ekkert fyrir mig. Nógu mörg eru dæmin.
Svo bíð ég eftir því að stjórnvöld staðfesti barnasáttmála SÞ, en Íslendingar hafa fyrir sið að skrifa undir svoleiðis sáttmála en staðfesta þá svo ekki.
Af því að það kostar uppstokkun, lagabreytingar svo ég tali ekki um dómskerfið sem sem er ekki beinlínis hannað konum og börnum í vil.
Við megum alveg lúta höfði í skömm.
Hægur vandi að óskapast yfir barnaofbeldi í útlöndum.
En steinþegja um ástandið hér á djöflaeyju.
Rekin fyrir að segja frá ofbeldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 9. september 2009
Mea culpa
Ég hef ekkert sérstaklega mikið álit á Íslendingum nú um stundir.
Sjálf er ég þar meðtalin oft á tíðum. Finnst ég segja heilmikið en gera fátt.
Þegar litið er til mætinganna á mótmælafundi s.l. vetrar og mótmælanna vegna Icesave (sem ég reyndar hafði engan áhuga á að sækja, mótmæli seint með íhaldinu og framsókn, það er einfaldlega sjúklegt að gera það finnst mér) sást hvers lags hræsnarar og kjaftaskar við erum.
Málið er að tugir þúsunda manna skráðu sig á Facebook á móti Icesave.
Hundrað til tvöhundruð mættu síðan til að sýna vilja sinn í verki þegar blásið var til mótmæla.
Nema þegar fólk var lokkað með skemmtiatriðum og grilluðum pulsum en þá náðist í eitt til tvöþúsund sálir.
Svo er það Helgi Hóseasson heitinn.
Alla sína fullorðinstíð barðist hann fyrir þeim sjálfsögðu mannréttindum að fá skírnar- og fermingarsáttmála sínum rift.
Ekkert gekk. Kirkjan er enda engin mannúðarstofnun sem sleppir taki sínu á þeim sem settir eru inn í hana ómálga börn.
Fólk brosti að Helga í besta falli, afgreiddi hann sem brjálæðing þegar verst lét.
Hann fékk nánast engan stuðning frá almenningi yfir þessu baráttumáli sínu sem skipti hann öllu máli.
Ég er þarna meðtalin.
Núna hafa yfir 20.000 manns skráð sig á Facebooksíðu sem vilja láta reisa þessum gamla baráttumanni minnismerki.
Eins og hún Heiða vinkona mín segir:
Það væri gaman að sjá þessa tuttuguþúsund mæta fyrir hans hönd og mótmæla ranglætinu sem hann var beittur af sjálfskipuðum umboðsmönnum guðs á jörðinni sem gera hvern mann trúlausan sem þarf að eiga í viðskiptum við þá - með örfáum undantekningum.
Hræsni og tvískinnungur.
Við ættum að ýta á færri tölvuhnappa og láta verkin tala.
Þessu beini ég stíft til sjálfrar mín og til ykkar í leiðinni.
Mea culpa.
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Sunnudagur, 30. ágúst 2009
Hvaða foss eretta?
Ég hef mikinn áhuga á fossum.
Sá þessa mynd á DV og er búin að velta þessu mikið fyrir mér.
Eru þetta Hraunfossar?
Sé ekki alveg myndina vegna Bjarka Más Magnússonar sem var dæmdur fyrir skelfjalaust ofbeldi á fyrrverandi sambýliskonu sinni um daginn.
Mál án hliðstæðu segir fólk.
En ég myndi ekkert vera að dreifa myndum af honum til að sem flestir sjái hvernig hann lítur út, eða þannig.
Það er sko fossinn sem ég hef áhuga á.
Pjúra fossaðdáandi.
Eru þetta Hraunfossar eða hvað?
Einhver?
Látið spurninguna berast.
Miðvikudagur, 26. ágúst 2009
Skammist ykkar!
Ég hef alltaf haft megna andstyggð á því að blanda saman skólastarfi og peningum.
Þ.e. að fjárhagsstaða foreldra geti haft áhrif á að þarfir barna í skólastarfi séu uppfylltar.
Það er í fyrsta lagi engin hemja að skólamáltíðir skuli ekki vera ókeypis, þ.e. við borgum skatta og útsvar, þaðan má taka þessa peninga.
Ég bjó um árabil í Svíþjóð og þar höfðu fríar skólamáltíðir tíðkast frá árinu 1947.
Núna í þessu árferði sem ekki fer fram hjá neinum er verið að gefa út rukkanir á foreldra sem skulda mataráskrift síðan í fyrra og þangað til að búið er að ganga frá því geta börnin ekki fengið að borða.
Sé skuldin ekki greidd innan 10 daga fer hún í milliinnheimtu.
Afskaplega er mikill Intrum-bragur á þessu orðalagi. Eru matarskuldirnar sendar í lögfræðiinnheimtu til að toppa ósómann?
Hvað er að gerast í hausnum á okkur Íslendingum ef okkur finnst svona framkoma við börnin okkar í góðu lagi?
Flestir meðal almennings telja sig saklausa af gróðærisástandinu og ég er nokkuð viss um að það er ekki fjarri lagi.
Til dæmis grunar mig að hið einstæða foreldri á strípuðum töxtum hafi ekki lagt mikið af mörkum til sukkpartísins, þyrlupallamenningarinar og gullátsins.
Það er svo algjörlega hafið yfir allan vafa að börnin í þessu landi bera ekki ábyrgð á kreppunni.
Skólayfirvöld í Reykjavík Sjálfstæðisflokks og Framsóknar mega skammast sín og það ofan í tær fyrir að sjá sér ekki fært að gefa börnunum í borginni að borða og bíta svo höfuðið af skömminni með hótunum um innheimtu og loka fyrir mataráskrift til barnanna.
Hysjið upp um ykkur og lagið þetta.
Eða á að láta börnin í borginni sem eiga foreldra í fjárhagsvandræðum að líða fyrir það og ganga svöng í skólanum?
Er það lögmál á Íslandi að allt sem miður fer þurfi fyrst og fremst að koma niður á þeim sem alsaklausir eru?
Nú er mér fjandinn hafi það nóg boðið.
Hvernig getur þetta fólk sem svona hagar málum sofið á nóttunni og dragnast með sjálft sig í gegnum daginn?
Sagt að semja um eldri skuld til að fá nýja mataráskrift | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 24. ágúst 2009
Undrabarn Sjálfstæðisflokks og sá pelsklæddi úr Framsókn
Stundum ætti ég að hafa vit á að lesa ekki blöðin.
Lifa bara sæl í minni heimatilbúnu paradís þar sem ég tel mér trú um að manneskjan sé í eðli sínu alveg þokkalega dísent.
Bandaríkjamenn - þessir mannvinir sem hafa verið með nefið ofan í hvers manns koppi svo lengi sem menn muna voru að sleppa 16 ára ungling úr Guantánamóbúðunum.
Hann var 12 ára - já 12 ára þegar þeir lokuðu hann inni í þessum viðurstyggilegu fangabúðum sem gera öðrum alræmdum fangelsum víða um heim skömm til.
Árið 2002 settu þeir barnið í búðirnar af því að þeir grunuðu hann um að hafa sært tvo bandaríska hermenn og túlk þeirra með því að kasta handsprengju að bíl sem þeir voru í.
Dómaranum þóttu sönnunargögnin geng þessu blessuðu barni ekki dómtæk og lýsti þeirri skoðun sinni að málareksturinn gegn honum væri hneykslanlegur.
Hver ætlar að bæta drengnum upp þessa vist í helvíti s.l. 7 ár?
Það virðist vera allt í lagi að fara með "óvini" Bandaríkjanna eins og kvikfénað og heimurinn horfir framhjá því.
Ef hinn vestræni heimur sem telur sig svo þróaðan í mannréttindamálum hefði beitt þrýstingi strax og þessar fangabúðir voru opnaðar þá hefðu Kanarnir kannski hugsað sig um tvisvar áður en þeir fylltu búrin af fólki, vel flestu blásaklausu af öðru en því að vera af ákveðnu þjóðerni og trú.
Í staðinn þá gengur þessar þjóðir til liðs við hina guðs útvöldu og leyfðu þeim að lenda fangaflugvélum sínum að vild á flugvöllum sínum.
Eins og við Íslendingar sem erum (vorum?) að kafna úr undirlægjuhætti þegar Kaninn er annars vegar.
Svo fórum við í stríð með þeim líka en þjóðinni verður víst ekki kennt um það.
Þar voru undrabarn Sjálfstæðisflokksins og Selamaðurinn (með vísan í hans forljótu yfirhöfn)í aðalhlutverki.
Það gerir mig brjálaða að hugsa til þessarar meðferðar á 12 ára barni.
Ofan á allt hitt sem fyrrverandi stjórnvöld í BNA hafa á samviskunni.
Hefur engum dottið í hug að stefna USA fyrir mannréttindadómstólinn?
Búski og félagar eiga svo sannarlega jafn mikið erindi þar á sakmannabekk og þeir sumir sem þegar hafa vermt hann.
Unglingi sleppt úr Guantánamóbúðunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 11. ágúst 2009
Nýja línan á Íslandi - Sharíalög?
Mál þessarar konu og barnanna hennar hefur haldið fyrir mér vöku í nótt.
Allt í lagi með það, ég get alltaf sofið.
Það sem fer fyrir brjóstið á mér og það illilega er að íslenskur dómstóll skuli úrskurða börnin úr landi og móðurina í leiðinni.
Konan er Íslendingur.
Ég veit ekkert um aðdraganda málsins fyrir utan það sem hægt er að lesa í fréttum.
En þegar fólk er rekið úr landi út á guð og gaddinn og hótað með Interpól og bandarísku lögreglunni ella þá er komið að því að stinga niður fæti.
Konan á enga peninga til að reka forræðismál fyrir bandarískum dómsstólum.
Hún hefur ekki einu sinni dvalar- eða atvinnuleyfi í Bandaríkjunum en samkvæmt íslenskum dómstólum skal hún samt fara, hvað sem það kostar.
Ég vissi svo sem að við konur höfum ekki riðið feitum hesti frá viðskiptum okkar við íslenska dómstóla en þetta er kornið sem fyllir mælirinn.
Hefur engum dottið í hug svona barnanna vegna að reyna aðra og sársaukaminni leið til að ná niðurstöðu milli foreldranna.
Svo drengirnir geti notið samveru við báða foreldra án þess að það þurfi að rífa þá nauðuga frá heimili sínu til annars lands upp á von og óvon?
Hildur Helga líkir þessum gjörningi við Sharialög.
Ég er henni sammála.
Hver verður rekinn næst?
Viðtalið við Borghildi Guðmundsdóttur í Kastljósi.
Íslenskri fjölskyldu vísað úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 08:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Föstudagur, 7. ágúst 2009
Skellt í lás
Ég hef oft talað mér til hita og blóðþrýstingshækkunar um s.k. hjálparstofnanir.
Þá á ég við góðgerðarstofnanir sem gefa bágstöddum að borða.
Ekki misskilja mig, bæði Fjölskylduhjálpin og Mæðrastyrksnefnd hafa eflaust bjargað mörgu og ég er svo sannarlega ekki að gagnrýna það góða starf.
Það er hins vegar hugmyndafræðin sem stendur í mér.
Ég er einfaldlega með þá skoðun að hvert samfélag sem vill geta staðið undir sjálfu sér með stolti byggi félagslegt net sem sér til þess að enginn þurfi að standa í röð og fá afhentan mat fyrir sig og sína upp á von og óvon.
Ég geri þá kröfu til samfélagsins að það láti ekki þegna sína svelta.
Ég hafna súpueldhúsahugmyndinni þar sem ráðamenn geta hallað sér aftur í leðursófanum og látið vandamálið renna yfir til félagasamtaka sem eru upp á gjafir og velvilja komnar.
Aldrei varð þetta ljósara fyrir mér en einmitt í síðast liðnum mánuði.
Þá fóru öll góðgerðarfélögin (kirkjan þar með talin) í sumarfrí.
Alls staðar skellt í lás - ekkert að hafa fyrir þurfandi fjölskyldur.
Áður en einhver fer á límingunum þá er ekkert að því að fólk og félög fari í sumarfrí en þetta sýnir bara að kerfi sem byggir á velvilja og styrkjum getur ekki gengið upp sem bjargráðalausn.
Það er hægt að spara út um allt.
En vinsamlegast sparið flottræfilsháttinn og bætið kerfið fyrir þá sem eiga ekki mat fyrir sig og sína.
Það er hreinlega skömm að þessu.
Þetta er aumingjaskapur sem við höfum ekki efni á.
Og hana nú.
Búast við mikilli fjölgun beiðna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 24. júlí 2009
Sýnum mannúð
Í gróðærinu þegar hér var stundaður innflutningur á erlendu verkafólki til að byggja í brjálæðinu var stöðugt verið að ráðast á það vegna landlægrar kynþáttaandúðar á Íslandi.
Mér er í fersku minni djöfuldómurinn og lætin í meðlimum Stangaveiðifélags Reykjavíkur þegar mér varð á að brosa að því að Pólverjar nokkrir veiddu sér í soðið í Elliðaánum.
Mér fannst það krúttlegt og ég er enn alveg viss um að þeir hafi ekki haft græna hugmynd um allt andskotans veiðisnobbið og lúxusinn í kringum stangaveiði á Íslandi.
Ég er auðvitað ekki að mæla veiðiþjófnaði bót en mér fannst þetta sum sé dálítið dúllulegur árekstur ólíkra menningarheima.
Ég bloggaði oft og gjarnan til stuðnings innflytjendum enda vissi ég sem var andúðin kraumar í þjóðarsálinni. Ekki allri offkors en alveg nógu víða.
Og þá hugsaði ég á stundum þegar ég las heiftúðlegar athugasemdir landa minna í athugasemdakerfinu mínu við færslurnar, að það væri eins gott að þessi þjóð okkar þyrfti ekki á öðrum að halda með sitt yfirlætislega viðhorf.
En nú er það komið á daginn að við erum upp á náð og miskunn margra þjóða komin.
Sem er sorglegt.
En vonandi lærdómsríkt í leiðinni.
Nú fer ég fram á það, og það ekki auðmjúklegast, að hver sem um mál flóttamannanna frá Al Waleed flóttamannabúðunum fjallar, komi dóttur Aydu Abdullah Al Esa á Akranesi og manni hennar til landsins.
Við viljum ekki aðskilja fjölskyldur er það?
Dóttir Aydu missti barn sitt skömmu eftir fæðingu en hún fékk ekki nægilega aðstoð og læknishjálp þegar hún veiktist.
Þar sem er hjartarúm þar er pláss.
Ég er ekki biblíutrúuð kona en ég trúi bjargfast og af öllu afli á kærleikann og að við eigum að koma fram við náungann eins og við viljum láta koma fram við okkur.
Ég er til í að planta mér fyrir framan ráðuneyti dómsmála eins og ég hef áður gert til stuðnings öðrum flóttamanni, til að minna á dóttur hennar Aydu en ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að það sé nauðsynlegt.
Sýnum mannúð.
Móðirin á Skaga, dóttirin í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 17. júlí 2009
Ansans ári óheppilegt Bjarni minn Ken
Já Bjarni Ken, það er svo ansans ári óheppilegt þegar ekki ríkir einhugur í forystunni.
Þegar skoðanir fara að víxlast út um víðan völl, fólk hættir að hugsa í kór og ein og ein hjáróma rödd fer að skera sig úr annars vel æfðum kórnum.
Árans vesen að það skuli vera lýðræði í landinu sem er að gera það að verkum að fólk er hugsandi sjálfstætt eins og ekkert sé og gleymir hollustunni við hið sanna stef flokksins.
Hið eina rétta stef.
Damn, damn, damn.
Annars segir Bjarni að það ríki trúnaður á milli hans og Þorgerðar Katrínar þrátt fyrir þetta skammhlaup í höfðinu á henni.
Ætli hann eigi þá við að þau séu enn alveg að segja hvort öðru leyndarmál og svona?
Bítsmí.
Bjarni: Óheppilegt að ekki ríkir einhugur í forystunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 10. júlí 2009
Vitiði hvað bensínið kostar dramadrottningarnar ykkar?
Ég horfði á þegar Ásmundur Einar Daðason steig í ræðustól á Alþingi og sagðist hafa verið beittur svo miklum þrýstingi að ganga ekki til liðs við stjórnarandstöðuna um að leggja til tvöfalda atkvæðagreiðslu í ESB málinu að hann sæi sig tilneyddan til að taka ekki þátt í umræðum um málið.
Mér skilst að hann sé farinn í heyskap.
Ég er sammála Steingrími, það er algjörlega óeðlilegt að stjórnaþingmenn myndi bandalag með stjórnarandstöðu.
Það hefur ekkert með það að gera að þingmanninum sé ekki frjálst að greiða atkvæði eftir því sem samviskan býður honum.
Sjaldan hef ég sé fleiri og skrautlegri raðfullnægingar í ræðustól Alþingis en eftir þessa yfirlýsingu þingmannsins "unga" eins og Bjarni Ben kallaði hann.
Svalaræða Mussolíni var beinlínis tilgerðarlegt hvísl í samanburði við dramatísk bakföll, hróp og köll sem stjórnarandstaðan tók í ræðustól.
Þessi "ungi" maður. Þessi hetja, þessi samviskunnar hreingerningafrömuður!
Þeir voru sorgmæddir í stjórnarandstöðunni!
Þeir voru harmi lostnir!
Aldreigi, aldreigi, hafði slíkt og þvílíkt gerst í nokkrum flokki að menn gætu ekki hlaupið á milli stjórnar og stjórnarandstöðu.
Fyrirgefið á meðan ég sker mig á háls, garga mig hása, kasta upp og slengi mér í nærliggjandi veggi!
Sjálfstæðisflokkurinn sem ég man ekki eftir að nokkurn tímann hafi hlaupið undan flokkslínunni hafði hæst, ásamt Vigdísi Gjallarhorni Hauksdóttur.
Það er helst Pétur Blöndal sem hefur staðið með sjálfum sér í gegnum þykkt og þunnt og ekki lotið einu né neinu nema eigin samvisku í þessum flokki lýðskrums og hagsmunagæslu.
Eftir að hafa horft á þessa leikrænu tilburði stjórnarandstöðunnar var mér orðið svo mikið um að..
ég fór til Þingvalla og fékk mér kaffibolla.
Tack så mycket.
Vitiði hvað bensínið kostar dramadrottningarnar ykkar?
Smá viðbót af gefnu tilefni.
Það er kviknað í Hótel Vallhöll sem er skelfilegt. Þetta fallega hús!
Ég er miður mín. Var að koma þaðan en til að fyrirbyggja aulabrandara á minn kostnað þá kveikti ég ekki í hótelinu.
Svei mér þá ef maður missir ekki húmorinn.
Sló ekki á fingurna á Ásmundi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mannréttindi | Breytt s.d. kl. 16:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 2986898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr