Leita í fréttum mbl.is

Draumar beisíklí ákjósanlegir

 900

Ó, te er hollara en vatn eru niðurstöður enn einnar rannsóknarinnar.

Blóð er þykkara en vatn.

Egg eru egglaga.

Sporaskja er sporöskulöguð.

Það er ekki sá hlutur til í víðri veröld sem ekki er verið að rannsaka reglulega og svo koma fram niðurstöður sem eru jafnan þvert á allar fyrri nema þegar niðurstöðurnar liggja í augum uppi og það hefði verið algjör óþarfi að rannsaka.  Bara nota almenna skynsemi.

Já og lífið er krabbameinsvaldandi.  Bókstaflega ALLT hefur á einhverjum tímapunkti verið talið krabbameinsvaldandi.  Líka það sem þú kemur ekki nálægt.

Tóbak kynörvandi og brennivín meinhollur fjandi.

En að öðru.

Mér líður stundum eins og ég svífi um í draumi.

Jafnvel draumi einhvers annars.

Eins og áðan, þá var ég að virða fyrir mér pakka af klósettrúllum sem helmingur áhafnar kærleiks skellti á eldhúsborðið og ég velti fyrir mér hvaða heilvita manni dettur í hug að skíra svona pappír "Design"?

Alveg: Eigið þið "Design" toilettpappír?  Ekki, okei, en eitthvað annað með álíka fallegu nafni?  T.d. "Artistic wallpaper for arses"?

Þessar djúpu pælingar leiða mig að annarri stórri og mikilvægri spurningu um ranghala markaðsfræðinnar.

Af hverju auglýsa matvörubúðir á þann máta að ætla mætti að það væri dásamlegasta upplifun í heimi að kaupa til heimilisins?

Eins og það sé draumur hvers manns að kjaga um með fullan innkaupavagn í stórmarkaðnum?

Að maður hreinlega taki sér sumarfrísdaga til að steðja í búðina og eyða þar deginum í eintómri hamingju - með alla fjölskylduna.

"Gerum þetta að hátíðisdegi og förum í matvörudeildina í Hagkaup".

Halda auglýsendaskaparar að við séum hálfvitar?

Ég sé mig í anda stökkva fagnandi inn í Bónus/Krónu eða Hagkaup, á háum hælum í sumarkjól með blóm í hárinu í sjöunda himni yfir að eiga möguleika á einstakri upplifun við hillurnar.

Fái beinlínis raðfullnægingar af innkaupaástríðu í grænubaunadeildinni.

Nuddi mér perralega utan í  morgunkornið.

Þukli paprikurnar af eldheitri ástríðu og stynji af eintómri innkaupafrygð.

Að það þurfi heilan hóp af öryggisvörðum til að ná mér út úr búðinni - með valdi?

Fíbbl.

Það er út af svona fíflagangi sem ég upplifi mig í draumi.

Sem er eins gott þessa dagana.

Draumar eru beisíklí ákjósanlegir á þessum síðustu og verstu.

Cry me a river.


mbl.is Segja te hollara en vatn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Blautir eru draumar þínir, perrapaprikan þín !  GARG!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 30.6.2009 kl. 23:44

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Innkaupafrygð, skemmtilegt nýyrði. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 30.6.2009 kl. 23:52

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þukli paprikkurnar haldin óstjórnlegri innkaupafryggð ....... Geggjaður pistill ! hahahahahaha

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 1.7.2009 kl. 00:01

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú.....

Sigrún Jónsdóttir, 1.7.2009 kl. 00:06

5 Smámynd: Dúa

Góð

Talandi um auglýsingar og miðað við hvað er að gerast í þjóðfélaginu og mun gerast þá vil ég benda fólki á að fara í Brimborg :"Öruggur staður til að vera á"

Dúa, 1.7.2009 kl. 02:03

6 identicon

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 07:25

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Sé þig alveg fyrir mér í grænubaunadeildinni eitthvað svo litrænt, þú í rósótta kjólnum, blóm í hári og grænar baunir eins og nátturan sjálf hehhehehe.  Djöfull er gott að vakna með þér kona!!!!!!!!!!!!

Ía Jóhannsdóttir, 1.7.2009 kl. 07:32

8 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Tek undir með Dúu! Steðjum öll í Brimborg þegar við erum búin að fara í búðina "Þar sem Íslendingum finnst skemmtilegast að verzla"

Hrönn Sigurðardóttir, 1.7.2009 kl. 09:34

9 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Hvar fæst svona Design-klósettpappír. Plís! Svara fljótt.

Ég hélt reyndar að þróun klósettpappírs hefði náð toppnum hér á árum áður þegar sjónvarpsauglýsingin með Serla klósettpappír glumdi: "Serla frá frændum vorum í Finnlandi. Hæfir jafn vel fíngerðasta hörundi"!

Jón Bragi Sigurðsson, 1.7.2009 kl. 10:28

10 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Get ekki stillt mig: Tvær nunnur koma inn í matvöruverslun og velja gúrkur af mikilli kostgæfni og segja svo við búðarmanninn: "og svo ætlum við að fá 2 kíló af gúrkum, svona bara til að borða..."

Jón Bragi Sigurðsson, 1.7.2009 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 42
  • Frá upphafi: 2985719

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband