Færsluflokkur: Matur og drykkur
Fimmtudagur, 11. september 2008
Úr sóandsó yfir í sóandsó
Samkvæmt þessari frétt þá muna drykkjumenn góðu stundirnar en gleyma þeim vondu og það er sagt vegna þess hversu valkvæð minningin um síðasta drykkjutúr er.
Valkvæð, smalkvæð, fínt skal það vera. Á jennísku heitir þetta einfaldlega afneitun. Ef alkinn væri t.d. að velta sér sífellt upp úr óminninu sem fylgir fylleríum margra nú eða öllum skandalíseringunum þá væru allir sem þyldu ekki áfengi bláedrú, Vogur væri ekki til og Þórarinn Tyrfingsson í allt öðru.
Einhver fróður maður sagði mér að alkinn væri sífellt að berjast við að reyna að endurtaka fyrsta fylleríið.
Það getur auðvitað verið satt - en hvað mig varðar þá man ég ekki til þess. Hehe ekki mikið á minnið að stóla hjá mér sko, alltaf bryðjandi pillur ofan í búsið.
Svo eru það réttlætingarnar hjá þeim sem detta illa í það en vilja samt halda áfram.
Hafiði heyrt þennan:
Æi ég drakk ofan á fastandandi maga? Eða..
ég var svo lítið búin að sofa, var dauðþreytt, glorsoltin og hálfdösuð.
Nú eða..
merkilegt að ég skuli ekki geta drukkið sóandsótegundina. Ég verð alltaf stórskrítin af þessu áfengi. Ég ætla bara að skipta yfir í sóandsótegundina og annað hvort glas verður vatn og ég borða vel áður en ég fer á djammið.
Og áfram er haldið.
Ég ætti að vita þetta með reynslu í keppnisgreininni alkóhólisma.
En svo merkilegt sem það nú er þá man ég aðeins eftir hinu vonda, að minnsta kosti eftir að ég fór í meðferð.
Góðu stundirnar á fylleríi voru fátíðar þarna í lokinn og ég hefði þurft að fara ansi langt aftur til að kalla fram skemmtilegar minningar sem tengjast áfengi.
Allir edrú í boðinu. Amk. ég.
Jájá - börnin góð. Ég er farin að týna köngla.
Ók, ók, ók, ég er aktjúallí að þvo þvott.
Drykkjufólk man góðu stundirnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 11. september 2008
Kveðjur frá alkanum
Þegar stelpurnar mínar voru litlar var ég með þá vitneskju múr- og naglfasta í höfðinu að eyranpinnar væru ekki ætlaðir til nota í eyru.
Fyrir mér er það stór furðulegt að nú í dag skuli komi frétt um að bandarískir læknar hafi komist að þeirri niðurstöðu að þeir geri ógagn.
En halló - hr. læknismaður - ekki að ræða það að ég trúi að ekki eigi að fjarlægja eyrnamerg hjá börnum.
Ég er ekki að meina að maður eigi að skafa úr eyrum barna - eða fullorðinna, en eyrnamergur sem vellur út úr eyrum er hvorki heilsusamlegur vegna þess að viðkomandi er á jaðri heyrnarleysis þegar þar er komið sögu, fyrir utan það hversu ógeðslegt það er að sjá heiðgulan massann kíkja út í sólina.
Hafið þið verið svo óheppin að fá að bragða þessa líkamsafurð? Ég státa af þeirri reynslu. Fékk óvart upp í mig örlítið í einhverjum hamangangi og voila bragðið er eins og af Campari.
Svo gerist þetta æ undarlega. Haldið ekki að Caparíið bragðist eins og eyrnamergur?
Jabb. Satt.
Hér á árum áður þegar ég vildi vera í stíl þá drakk ég stundum Campari af því ég átti kjól í þessum rauða lit. Mér var sagt að bragðið myndi venjast. Ég reyndi og henti svo kjóldruslunni.
Já og svo drakk ég twentívonn í stíl við eitthvað, minnir að það hafi verið fjólublár fínflauelskjóll.
Svo fór ég að vera eingöngu í svörtu.
Þið vitið að svart gengur við allt.
Nema hvað - auðvitað endaði ég í meðferð.
Allt fatasmekknum að kenna.
Kveðjur.
Alkinn.
Bómullarpinnar gera meira ógagn en gagn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Þriðjudagur, 9. september 2008
Dansandi tauklemmur eftir hádegi
Mér finnst þetta voða sæt stórfrétt. Ég hélt að það værum bara við íslenskar konur sem ríghéldum í meydóminn fram að hjónabandi.
En nú virðist þessi aldagamla hefð og vani okkar íslensku kvennanna vera að ryðja sér til rúms í Ameríku.
Það er auðvitað ekkert nema stórkostlegt við það að giftast blindandi. Fyrir bæði kynin. Strákarnir ættu að prufa þetta líka.
Að giftast með þessum hætti er jafn spennandi og vænlegt til árangurs og að vera ákveðin í að láta íslenska getspá sjá fyrir heimilinu um alla framtíð.
Og undir innlendum fréttum á Mogganum í dag er sagt frá því að Eva Mendez sé farin að framleiða eigin sængurföt. Hún byrjar á svefndæminu af því að hún elskar að sofa. Hún er ofsalegur stílbrjótur hún Eva - elskar svefn - á tímum sem allir hata að sofa.
Ég hnýtti eina átta músastiga í gær og ég reikna með að sú frétt verði látin undir liðinn "erlendar fréttir" á Mogga.
Svo eru einhverjar milljónir að geispa golunni úti í heimi, börn að deyja úr hungri og sjúkdómum en það er auðvitað skiljanlegt að það sé ekki verið að skrifa um það daglegar fréttir því það er gömul saga þó hún sé alltaf ný.
En það er ekki á hverjum degi sem konur taka upp miðaldastefnu í hjónabandsmálum né heldur er Eva Mendez á leiðinni að framleiða eitthvað merkilegt eins og sængurföt mjög oft og reglulega.
En ég er farin í mín mikilvægu verkefni. Ég þarf að harðangra og klaustra nokkra kaffidúka fyrir hádegið og svo ætla ég að finna upp dansandi tauklemmur seinnipartinn.
Aldrei friður, alltaf brjálað að gera.
Súmí.
Ekkert kynlíf fyrir hjónaband | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 8. september 2008
Gerilsneydd lífsgredda
Ég sá að Petafólkið var að mótmæla á tískusýningunni hjá DKNY í New York. Af því Donna, sem er frábær hönnuður, notar pelsa eða er í einum slíkum sjálf væntanlega. Gó görlí segi ég.
Ég er á móti illri meðferð á dýrum auðvitað en ég skil ekki þessa móðursýki.
Sama og með hvalina. Fólkið úti í heimi, margt af því sem aldrei hefur nálægt sjó komið er í huglægu ástarsambandi við hvali. Ekki misskilja mig ég er á móti hvalveiðum en bara af því að það er glatað Péerr að veiða þá. Ég myndi ekki borða hval þó ég væri búin að gefa upp öndina.
Það er eins og hellingur af fólki hafi eitthvað skelfilega mikið á móti eðlilegri hringrás náttúrunnar.
Fólk er bara með grimmt attitjúd á fæðupíramídann. Kommonn.
Hvað hefur haldið lífi í íslensku þjóðinni fram að þessu? Nákvæmlega inn- og útmatur. Þið vitið hvað ég meina.
Ekki borða kjöt það er ljótt, þú ert að borða á þig slæmt karma og ladídadída.
Mér finnst lömb á fæti sæt, en sætust eru þau í neytendapakkningum á leiðinni á mína pönnu og hana nú.
Annars dauðlangar mig í pels.
Pelsar eru flottir. Amma mín átti mink alveg rosalega flottan. Svoleiðis pels langar mig í.
Einu sinni eða tvisvar á hippó þá keypti ég mér tvo notaða pelsa á Portobello Road markaðnum í Londres. Haldið þið ekki að kvikindin hafi bæði verið mölétin og enn er ég pelslaus kona.
Það er eins og mig minni að allt frá Nihanderthalsmanni og konu hafi fólk hlaupið um í dýrahúðum. Ég vil gera það áfram. Nýta það sem nýtilegt er enda endar allt í moldinni hvort sem er.
Ég vil forgangsraða mannúðarmálunum og á meðan erum við miskunnsöm í slátruninni og sonna en auðvitað borðum við áfram kjöt, því þar er lífsorkan mín, allaveganna. Grænmeti og ávextir eru bráðnauðsynlegir líka en ég lifi ekki á baunaspírum klíði einu saman.
Það verður orðið svo vandlifað í pólitískri rétthugsun að fólk verður orðið að vakúmpökkuðum englum og það verður búið að gerilsneyða úr okkur öllum lífsgredduna ef heldur fram sem horfir.
Við byrjum á að útrýma fátækt, hungri og sjúkdómum og við skiptum réttlátlega á milli okkur af nægtaborði jarðarinnar og okkur getur öllum liðið vel.
Ég skal leggja mitt lóð á vogarskálarnar.
En ég er til í að gera það í pels.
Aðlaðandi er konan ánægð. Ég las það í bók.
Later!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Fimmtudagur, 4. september 2008
Íslenskir þrælahaldarar
Ef það er rétt að þessi veitingahúsaeigandi á Café Margrét á Breiðdalsvík sé búin að vera að misnota fólkið sem hann er með í vinnu amk. síðan 2005, af hverju hefur enginn stoppað manninn af?
Reyndar hafa afspyrnu fáir íslenskir þrælahaldarar verið stoppaðir af, sbr. alla útlendingana í uppsveiflunni sem fengu laun langt undir töxtum og var holað niður í húsnæði sem ekki hæfir fólki.
Ef þjóðfélagið vill að reglur og lög varðandi réttindi verkafólks séu virt hvernig væri þá að loka á þetta lið sem fitnar eins og fjandans púkinn á fjósbitanum á kostnað fólks sem getur tæpast borið hönd fyrir höfuð sér.?
Og ef rétt reynist með þennan restaurant á Breiðdalsvík, sem ég er ekki í aðstöðu til að fullyrða neitt um þó allt virðist benda til þess, þá á fólk auðvitað að sitja heima þangað til maðurinn Horst Müller hefur æft sig í mannlegum samskiptum og virðingu við fólk, svo ég minnist nú ekki á að virða íslenska vinnulöggjöf.
Halló. einhver heima?
Arg.
Líkir vinnu í veitingahúsi við fangelsisvist | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 2. september 2008
Kóngurinn á Krít
Danir segja að íslenska viðskiptamódelið eigi undir högg að sækja. Vá, hafa þeir komist í heimilisbókhaldið hjá mér?
Mitt einfalda inn - út - inn - út, eða debbi og kreddi eru ekki að gera sig nægjanlega vel þessa dagana.
Og þegar viðskiptamódelið klikkar þá er bara að breyta því.
Þú getur hætt að lifa, horfa á sjónvarp, lesa blöðin og skafið matinn af berum steinunum eins og kerlingin forðum. Jájá, ekki spurning.
En án gríns, ég er ekki sérfræðingur í heimilisrekstri en ég veit þó að ef fyrirtækið er ekki amk. nokkurn veginn á sléttu þá ber mér að gera eitthvað í málinu.
Og þess vegna er ég í því þessa dagana að hugsa upp á nýtt, tæta í burtu óþarfann (nánast allan, ekki að það hafi verið neitt svakalega mikið af honum) og haga mér eins og ábyrgur eigandi þessa örrekstur sem við erum með hér við hirðina.
En...
Mér finnst ég ekki eiga neitt bágt, ég vorkenni mér ekki afturenda, ég er yfirleitt nokkuð glöð og sæl með mitt en mikið skelfing myndi það gleðja mig og herða mig í kreppunni ef ráðamennirnir myndu ganga á undan með góðu fordæmi.
Ég er reyndar á því að ráðherrar, borgarstjórar og aðrar silkihúfur geti keyrt sína bíla sjálfir, nema við opinberar uppákomur. Bara svo ég nefni eitt ördæmi hérna.
Hver í andskotanum ákvað að þeir ættu að veiða lax, spila golf, kaupa glæsikerrur og ráða einkabílstjóra?
Það hlýtur að hafa verið kóngurinn á Krít - sem étur ma....
Lesið þennan pistil hér, hann segir allt sem segja þarf og gott betur.
Íslenska viðskiptamódelið á undir högg að sækja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 1. september 2008
Á leiðinni á barinn
Ég vaknaði fyrir allar aldir í morgun og var síðan eins og uppvakningur fram yfir hádegi.
Þrátt fyrir að ég hafi á stefnuskránni í mínu edrúlífi að leggja mig ekki á daginn verður kona stundum að gera undantekningu. Ég hreinlega gat ekki haldið augunum opnum og ég svaf í þrjá tíma.
Ég var örugglega klukkutíma að jafna mig eftir þetta svefnafbrot mitt og sat og glápti út í tómið algjörlega ófær um að fá líkamann í gang.
Og mig hafði dreymt - róleg ætla ekki að segja ykkur að mig hafi dreymt að ég væri í Boston en að það hafi samt verið Reykjavík og ég hafi verið í fylgd Sam Shepard sem var samt ekki hann heldur maðurinn minn. Ónei. I´ll spare you the details. Draumar eru aldrei í frásögur færandi eða nánast aldrei.
En eins og svo marga óvirka alka þá dreymdi mig að ég var einbeitt á leiðinni að fá mér í glas.
Í draumnum var ég jafn forstokkuð og ómerkileg og í neyslunni, ég reiknaði út hvert ég gæti farið til að enginn sæji mig drekkja mér í glasinu og hvað ég ætti að kaupa sem myndi virka fljótast svo ég gæti haldið feluleiknum áfram þegar ég kæmi heim.
Ég var nokkuð góð með mig í draumnum. Fannst ég sniðugt en var samt með móral. Ég man að ég hugsaði að það yrði vont mál ef þetta kæmist upp, þá myndu allir hætta að treysta mér.
Áður en ég var komin inn á barinn og á kaf í flöskuna var ég vakin af mínum þokkafulla helmingi sem var orðin hræddur um að ég væri önduð í svefni.
Og eins og fleiri alka sem dreymir að þeir séu á leiðinni á fyllerí var léttirinn ótrúlegur yfir að þetta væri bara draumur.
Svona drauma dreymdi mig reglulega fyrsta árið eftir meðferð, þeir koma sjaldnar núna en í draumunum er maður með allt klækjabatteríið úti.
Heilinn getur svo sannarlega gert manni grikki.
Mikið rosalega er ég fegin að hann dundar sér við það á meðan ég sef fyrst hann þarf á annaðborð að vera að hlaupa svona útundan sér.
Sjúkkitt hvað það var hamingjusöm kona sem vaknaði bláedrú og algjörlega laus við löngun í brennivín.
En ég er rétt að byrja að jafna mig eftir sjokkið.
Úje.
Sunnudagur, 31. ágúst 2008
Úllendúllendoff aðferðin
Ég vann ekki stóra vinninginn í Lottóinu, djöfuls óréttlæti.
Ó, fyrirgefið, ég var ekki með en það er sama ég hefði átt það svo innilega skilið.
En það eru mánaðarmót á morgun!
Mér líður yfirleitt vel alla daga mánaðarins, mis vel auðvitað, en ég held að ég sé þokkalega ánægð með mig og mitt svona á heildina litið.
Nema fyrsta dag hvers mánaðar.
Þá finn ég svo óþægilega fyrir því hvað manni vantar upp á til að endar nái almennilega saman.
Ég er alltaf með hjartslátt þann fyrsta, alveg fram yfir hádegi.
Þangað til að búið er að borga hverja krónu sem inn hefur komið en þá fer liturinn að koma aftur í andlið og þrýstingur verður eðlilegur, svona nokkurn veginn.
Samt grunar mig að það komi að því hér á mínu heimili og víða annars staðar að maður verði að taka úllendúllendoff aðferðina á reikningana. Strax á morgun reyndar.
Það er borga þennan - bíða með þennan - borga þennan og svo framvegis.
En það er ekki kreppa, ISG sagði það í Viðskiptablaðinu.
Á morgun ætla ég að segja upp öllum óþarfa áskriftum af fjölmiðlum.
Það er sparnaðaraðgerð nr. 1
Æi, ég er alls ekki að kvarta. Hef það ágætt og sérstaklega miðað við marga aðra.
Þjáist bara af smávegis mánaðarmótaskjálfta.
En það hefði verið asskoti gott að vinna í Lottóinu.
Verð með næst. Jeræt.
Fyrsti vinningur gekk ekki út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 08:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Nútímalist á krepputímum
Ég sit hér við kertaljós og bjarmann af tölvuskjánum og blogga. Ég elska að sitja í kyrrðinni og heyra í veðrinu úti sem mér heyrist vera að færast í aukana í þessum skrifuðu orðum.
En þegar ég sá þessa frétt um konuna á flæðiskerinu þá snarbrá mér.
Það er ekki klukkutími síðan ég sagði stundarhátt við hinn meðlim kærleiksheimilisins; Einar ég er á flæðiskeri stödd.
Hann: Nú afhverju segirðu það?
Ég: Það er kreppa maður minn og við eigum enga frystikystu.
Og hann náði ekki samhenginu á milli krísu í efnahagsmálum og frystikistuskorti.
Þannig að ég leiddi hann í allan sannleika um nauðsyn þess að eiga svoleiðis þarfaþing.
Og hér með bið ég ykkur að láta mig vita ef þið vitið um slíkt appírat til sölu.
Bara svo það sé á hreinu þá ætla ég ekki að geyma í henni slátur og svoleiðis viðbjóð.
Nei, í hana fer lambakjöt sem ég ætla að kaupa hjá austurlambi, brauð sem ég ætla að baka og fleiri ætem sem ég ætla að viða að mér í þeim tilgangi að spara peninga.
Þarna var sem sagt komin ástæðan fyrir flæðiskerstalinu og þess vegna brá mér smá þegar ég sá þessa frétt.
Ég og Mogginn göngum í takt.
En af því að nú þarf maður að herða hina ömurlegu sultaról þá verður maður enn pirraðri á flottræflishættinum og firringunni á stjórnmálamönnunum.
En ég ætla að taka þetta sparsemisátak alla leið.
Ég er nefnilega ógeðslega góð í hlutum sem ég tek mér fyrir hendur þegar þeir meika sens.
Ég ætla að taka sparsemishugtakið upp á æðra plan.
Ég ætla að gera það að friggings listrein.
Hugmyndir um sparnað í heimilisrekstri óskast.
En engan innmat eða kattarfisk úr fiskbúðinni takk.
Það eru takmörk fyrir öllu.
Farin að lúlla.
Kona á flæðiskeri stödd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 28. ágúst 2008
Rosalega geturðu verið mikill plebbi Jenný Anna
Gott að VG og Samfó eru búin að leggja fram fyrirspurn á fundi borgarráðs varðandi bruðlferðina í laxinn í Miðfjarðará í fyrra.
Bónus átti veiðileyfin og tvennum sögum fer af því hver keypti hvað að hverjum.
Annars er mér sama þótt María mey hefði verið eigandi að leyfunum, þetta er alveg út úr kú að menn kjörnir til starfa í þágu almennings séu að þiggja svona "gjafir".
Upp á borð með öll þessi mál. Afgreiða, búið og bless.
En...
áðan var ég að koma ásamt mínum heppna helmingi út úr einni af búðum Jóhannesar í Bónus.
Geng ég ekki fram á Bónusbóndann sjálfan við einn mann.
Það hljóp í mig gamla hvatvísinn og ég ákvað að testa manninn.
Ég sagði hátt, skýrt og innilega; komdu sæll Jóhannes, eins og hafi þekkt hann frá því í vöggu.
Fyrst kom á aumingja manninn, hann hefur örugglega hugsað, hver er´etta, hugshugshugs og svon brosti hann sínu blíðasta og sagði; Já komdu blessuð og sæl.
Og þá fékk ég bullandi samviskubit yfir að láta eins og asni og rjúka á manninn eins og við værum aldarvinir.
Minn heittelskaði sagði lágum rómi þegar við gengum í burt;
rosalega geturðu verið mikill plebbi Jenný ?
Og nú er ég ævinlega skuldbundin Jóhannesi í Bónus, við erum svo góðir vinir.
Kræst, hvað ég verð að versla við hann forever. Við erum náin, ég er að segja ykkur það.
En nú veit ég hvernig það er að vera svona nörd sem rýkur á fólk sem allir þekkja.
Lalalala
Nefndin.
Spyrjast fyrir um laxveiðiferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr