Færsluflokkur: Matur og drykkur
Mánudagur, 27. október 2008
Úje og klár í bátana
Er enginn endir á skelfingarfréttum eða hvað?
Látum vera þó hér stefni í sögulegan fjölda atvinnulausra.
Eða stórkostlegt eignatap borgaranna.
Nú eða hrun banka og annarra fyrirtækja.
Við munum lifa þetta af vegna þess að við eigum ekki val um annað.
En mér finnst þetta gengið helvíti langt ef sígarettur og Prins Póló verða út úr mynd.
Í B.S.R.B. verkfallinu 1985 féll samstaðan á sígóinu.
Ókei, smá ýkjur en ég var ein af þeim sem var orðin ansi léleg í baráttunni þegar ég sá að stefndi í algjöra þurrð.
Verð að játa að sterkari á svellinu var ég nú ekki. Hefði samið upp á hvað sem er hefði það verið á mínu færi, sem það var sem betur fer ekki.
Þá reykti ég allt sem að kjafti kom, eins og Lucky Strike (sem var afskaplega vel við hæfi), Pall Mall og Chesterfield ef það hefði verið enn á markaði.
Núna hins vegar, er ég orðin svo pen í reykingunum.
Ég treysti mér alveg til að fara á úðann ef allt um þrýtur.
En Prinsinn maður lifandi, á að ganga endanlega frá manni?
Annars er Prins Póló nútímans lélegur brandari. Það er ekki líkt eðalprinsinum sem við borðuðum í æsku minni.
Ég skal samt segja ykkur það að ég er að fokka í ykkur með Prinsinn. Borða ekki súkk. Einfalt mál.
Möguleg brennivínsþurrð kemur ekki við mig enda meðferðuð upp að eyrum.
Rjúpurnar heyra sögunni til - ekki hægt að kreppa þær af diski vorum við hirðina.
Hugs, flett, flett, hvað er hægt að taka af manni meira en orðið er?
En mikið skelfing vildi ég óska að það væri bara verkfall í gangi og það yrði samið innan tíðar og allt gæti farið í sitt venjulega horf.
Því miður þá erum við ekki svo heppin gott fólk.
En til að hressa ykkur við krúttin mín þá lesið ÞETTA.
Stundum talar fólk alveg fyrir mína hönd og annarra án þess að hafa hugmynd um það.
Sé ykkur í boðinu.
Úje og klár í bátana.
Prins Polo á þrotum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 20. október 2008
..og ég drakk
Á RÚV segja þeir frá því að óvirkir alkar séu að falla þessa dagana vegna kreppunnar.
Vogur fullur.
Vogur er alltaf fullur - af fólki á ég við svo ég sé ekki alveg hvar þessi breyting á að koma fram.
Reyndar var mér sagt í meðferð oftar en einu sinni að allar sveiflur bæði upp og niður séu okkur ölkum hættulegar.
Ég drakk;
af því það rigndi, af því sólin skein, af því ég var blönk, af því ég átti peninga, af því ég var í fríi, af því ég komst ekki í frí til að drekka til að geta haldið upp á að vera í fríi.
Ég var svöng og ég drakk.
Ég var södd og ég drakk.
Ég gat ekki sofið og ég drakk.
Ég svaf of mikið og ég drakk.
Ég var leið og ég drakk.
Ég var glöð og ég drakk.
Ég drakk þangað til að ég drakk ekki lengur.
Myndi einhver segja að ég hafi verið í þörf fyrir meðferð?
Hm....?
Kreppunni slær auðvitað alls staðar niður.
Sorglegt.
Mánudagur, 13. október 2008
Hlátur í boði hússins
Merkilegt að fólk skuli vera að birgja sig upp af mat.
Trúir enginn Geir? Hann segir að gjaldeyrisviðskipti séu að komast í eðlilegt horf.
Stórundarleg þessi vantrú á manninum.
Ég ætla ekki að hamstra mat. Það er á hreinu.
Það hlýtur að vera til eitthvað innlent sem ég troðið í andlitið á mér ef í harðbakka slær og nei ég er ekki að tala um innmat og annan svoleiðis perrahátt í matarinntökum.
En ég er alltaf að tala við fólk. Fólk sem hefur á því ýmsar skoðanir hverjum sé um að kenna, þ.e. allt þetta hörmungarástand.
Flestir ef ekki allir eru þó sammála mér um eitt, en það er að eftir þessi ósköp sem nú halda okkur í heljargreipum ótta og óöryggis þá verði eitthvað nýtt að taka við.
Ný hugsun, annar forgangur.
Ég hef heldur ekki talað við einn einasta mann sem treystir stjórnvöldum til að klára þetta mál á farsælan hátt.
Fyrir mig sem átti ekkert til að tapa er óöryggið verst. Að finnast ég engum geta treyst og það er þá sem manni fer að líða illa.
Hjálparleysi er vond tilfinning, ég veit ekki hversu lengi maður getur búið við þetta ástand án þess að það fari að koma í alvörunni niður á manni.
Svo finn ég svo innilega til með öllu því fólki sem hefur lagt sparnaðinn sinn í hendur bankanna og situr nú með sárt ennið.
Ég vil sjá samfélagið breytast.
Þetta rugl á ekki að geta endurtekið sig ef ábyrgt fólk stjórnar þessu landi.
Í morgun var ég í þörf fyrir að hlægja. Auðvitað náði ég mér í tæki og tól til þess.
Þessi er gamall en hann stendur alltaf fyrir sínu.
Hlátur í boði hússins.
Eða þetta.
Farin í bili, en kem aftur.. ég kem alltaf aftur.
Íslendingar birgja sig upp af mat | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 29. september 2008
Nikótínafturbatapíka
Ég hef bloggað eins og líf mitt liggi við um reikingabönn heimsins. Ég vissi ekki hvert ég ætlaði þegar reykingarbannið á skemmtistöðum og kaffihúsum gekk í gegn í hitteðfyrra. Samt er ég á því að það venjist ágætlega að þurfa ekki að sitja í reykmekki þegar ég fer út á meðal fólks. En það er ekki alveg pointið er það?
Þegar bannið skall á þá heyrðist ekki píp úr frelsishorninu sem annars er fullskipað hægri mönnum sem hafa talað sig græna í framan fyrir súlustöðum og refsilausu vændi svo dæmi séu tekin.
Merkilegur andskoti, sumt er í lagi að banna.
Eftir að ég flutti fyrir rúmum hálfum mánuði hef ég minnkað reykingar um svona 80% og stelst ekki lengur til að reykja inni. Það má því með sanni segja að ég stefni hraðbyri í verða afskaplega ábyrgur nikótínfíkill sem er dedd á því að hætta að reykja.
Ég er því ekki með persónulegar áhyggjur af reykingamöguleikum framtíðar það er bara eitthvað sjúklega rangt við að ríkið skuli selja tóbak með annarri og ofsækja svo kaupendurnar með hinni.
Nú vilja læknar að tóbak verði afgreitt gegn framvísun lyfseðils, eftir 10 ár og í mínum bókum eru 10 ár hérna hinum megin við götuna nánast. Tíminn veður áfram.
Ríkið selur brennivín og hagnast á því. Það er vitað að fjöldi fólks misnotar áfengi og heilu fjölskyldurnar eru í sárum vegna þess er þá ekki lag að hafa sama háttinn á þar?
Þú færð lyfseðil á bjórinn.
Munurinn er nákvæmlega enginn. Bæði áfengi og tóbak eru stórir skaðvaldar í heilsufari manna í hinum vestræna heimi.
Ég er hætt í búsinu og ég stefni að því að verða nikótínafturbatapíka innan skamms. Þannig að ég hef ekki stórkostlegar áhyggjur af því hvaða form verður haft á dreifingu hinna löglegu fíkniefna í framtíðinni.
En ég spyr svona í framhaldi af þessu; hvað segja frelsispostularnir við þessum hugmyndum?
Ekkert ?
Ha?
Tóbak verði aðeins afgreitt gegn lyfseðli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 08:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 28. september 2008
Jennískur rekstur.
Ég er orðin svo sparsöm að það á eftir að verða fært í annála þegar fram líða stundir. Gott ef nýtni mín og útsjónarsemi í heimilishaldi verður ekki kennslugagn í matreiðslutímum framtíðarinnar.
Ég á jafnvel von á því að sú aðferð sem ég nota til að draga úr rekstrarkostnaði heimilanna fái sérstakt nafn og verði síðan þekkt hugtak innan vísindanna.
Svokallaður "jennískur rekstur". (Ég er að reyna að slá dreifbýlisdúllunni við, þegar kemur að því að spara alveg heví).
Á fimmtudaginn setti ég mig í stellingar og sagði húsbandi að nú væri lag að fara í Bónus og versla inn mat til kærleiksheimilis.
Svo var það sturta, blástur, málning, dragt, flottir skór (bara að hnykkja á þessu með skóna enda verslar alvöru kona ekki klemmu á ómerkilegum túttum) og listi skrifaður.
Vér steðjuðum í Bónus, týndum í körfu samkvæmt miða og ekkert umfram það.
En nú er ég komin að erfiðum kafla.
Ég er nefnilega að ljúga. Með miðann sko, reyndar var ég með flottan miða en mér tókst illa að halda mér við efnið.
Ég var búin að gleyma að mig vantaði skóáburð, silfurpúss, nýja moppu með tilbehör, súkkulaðispæni (), sérstaka olíu fyrir tekkhúsgögn (ég er viss um að ég á eftir að eignast eitthvað úr tekki í framtíðinni), flugnaspaða og sagógrjón. Ókei, ókei, smá ýkjur en þið vitið hvert er er að fara.
Hljómsveitin sagði: Jenný, miðinn. Halda sér við miða.
Ég pirruð: Viltu hætta þessu, bíddu bara á meðan ég skrepp yfir í næsta gang.
Hljómsveitin: Þú verður að fara að taka sjálfa þig alvarlega. Ekki að einhverjir smáhlutir skipti máli en hvernig væri að standa við gerðan samning við sjálfa þig?
Mér stórlega misboðið: Einar, ertu að fíflast í mér, erum við að tuða um þetta? (Ég stóð við körfuna sem var kjaftfull af einu og öðru þegar hér var komið sögu og hélt dauðahaldi í körfufjandann eins og ég væri hrædd um að minn heittelskaði eiginmaður tæki hana af mér með valdi og skilaði henni í hendurnar á Jóhannesi Bónussyni, pabba okkar allra).
Minn heittelskaði: Jenný Anna - grow up!
Ég rauk út úr búðinni og hann á eftir og hann vissi ekki hvað hafði hlaupið í þennan engil í mannsmynd sem hann er giftur. Eða þannig.
Karfan varð eftir og verðið var 0 krónur.
Svo tuðaði ég þarna á bílaplaninu dágóða stund og til að þið hríðfallið ekki úr áhyggjum af matarleysi þá var taka tvö tekin í annarri Bónusverslun og í þetta sinn var miðinn notaður.
Það er nauðsynlegt að læra einhvern tímann, því ekki núna.
Þannig að hér er sparnaðarráðið mitt komið upp á núll krónur.
Rífist elskurnar eins og mófóar við einhvern þegar þið eruð búin að henda í körfuna allskyns óþarfa og ég lofa að 100% garanteruðum ægisparnaði.
Og hér á kærleiksheimilinu finnst okkur við hafa stigið feti framar á þroskabrautinni. Mér hefur amk. farið fram, veit ekki með hljómsveit, þetta hefur aldrei vafist fyrir honum. Ég lít á innkaup af öllu tagi sem dásamlegt listform sem má hefja upp í æðra veldi og snudda við guði sjálfum.
Ég ætla að vera með kjúkling í kvöldmatinn. Nema hvað?
Pétur Blöndal snæddu hjarta.
Neysluboltinn.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Laugardagur, 27. september 2008
Edrú í boðinu
Ég svaf út í morgun, þ.e. ég vaknaði 8,30 í staðinn fyrir 07,00 eins og venjulega.
Svo settist ég með mína sígó út í reyk og kaffibollinn var oss til samlætis. Þið vitið að allir konungbornir eru í fleirtölu þannig að vér verðum að gangast við voru bláa blóði af og til.
Og þar sem vér sátum þarna og reyktum í ró og næði sló það oss í höfuðið að núna eftir nokkra daga eru tvö ár síðan vort nýja líf hófst hér við hirðina.
Þann 5. október 2006 fór ég í meðferð og síðan hef ég ekki verið söm.
Á hverjum degi síðan þá (fyrir utan 12 daga lyfjafallið í janúar) hef ég upplifað hvern byrjaðan dag sem fyrirheit.
Ég er ein af þeim sem hef hlaupið í gegnum lífið og leitað að lífshamingjunni á bak við hverja hæð og hvern hól, þrátt fyrir að hafa verið með hana í vasanum allan tímann.
Ég trúði því svo innilega að lífshamingjan hlyti að vera eitthvað stórt og merkilegt og ég lagði mig alla fram í að finna lykilinn sem mér fannst að sjálfsögðu liggja í stórum afrekum, miklum veraldlegum sigrum og troðfullum fataskáp (djók með fataskápinn, væmnijöfnun).
Stundum tókst mér vel upp stundum mistókst mér hrapalega.
Ekki misskilja mig, lífið er ögrun og það er hægt að gera stóra hluti - og njóta þeirra, en aðeins ef maður getur þolað sjálfan sig.
Svo var ég stoppuð illilega af. Ég fór að drekka og éta róandi til að slá á sársaukann innan í mér sem mér tókst ekki að hlaupa frá.
Alkinn ég var mættur í vinnuna. Varúð, varúð! Og þar sem ég hef alltaf farið heilshugar í öll verkefni, til góðs og ills þá eyddi ég hartnær 12 árum give or take, misslæmum auðvitað í stöðugum faðmlögum við Bakkus, við vorum samvaxin á mjöðm félagarnir og sambandið var afskaplega ástríðufullt. Einn langdrægur sleikur þar sem ég kom aðeins upp til að anda. Úje bara.
Í sambandinu við þennan slóttuga félaga má segja að ég hafi farið að praktísera og leggja rækt við mína frábæru skapgerðarbresti.
Jájá.
En nú sit ég hér, ekki teljandi daga, heldur með það á hreinu hvenær ég kom til mannheima og fór að lífa lífinu á eigin safa. Ekkert hugbreytandi fyrir mig takk.
Svo fékk ég þessa fínu áminningu í janúar þegar ég fékk lyf við Heimskringluáverkanum á löppinni á mér og hóf fljótlega upp úr því 12 daga lyfjafyllerí og endaði inni á Vogi.
Ég er þakklát fyrir þá áminningu svona eftir á að hyggja, alkinn er aldrei kominn í mark.
Ég er frasahatari. Ég berst gegn frösum hvar sem ég til þeirra næ. S.k. skyndibitar sálarinnar gera mér hluti.
Samt hef ég tekið í fóstur eitt frasakvikindi og það er frasinn um daginn í dag. Ég hef bara daginn úr að moða og það virkar algjörlega fyrir mig.
Ég hef verið svolítið fráhverf því undanfarið að skrifa í alvöru um minn alkóhólisma vegna þess að ég hef tekið nærri mér þegar óvandað fólk er að beita honum gegn mér í bloggheimum þegar rökin þrjóta, en eftir smá hugarleikfimi og þankastorm upp á fleiri metra á sekúndu komst ég að því að það má einu gilda hvað öðrum finnst um mig á meðan ég er sjálfri mér trú.
Svo er yndislegt fólk í stórum og yfirgnæfandi meirihluta í lífi mínu.
Og víst er ég alveg friggings þakklát fyrir það (væmnijöfnun 2).
Svo skuluð þið skammast til að eiga góðan dag þið öll sem komið hér inn á síðuna mína.
Þetta með að rífa kjaft er auðvitað della, ég er alltaf góð, alltaf glöð og alltaf að skiptast á.
Og þegiðu svo Jenný Anna Baldursdóttir, alkóhólisti og sykursýkissjúklingur
Verum edrú í boðinu.
Úje
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
Fimmtudagur, 18. september 2008
Í pilsi á hátíðum
Allt sem gerist er konum að kenna á einn eða annan hátt segja sumir. Þessir sumir fá af og til brilljant hugmyndir að þeim finnst.
Eins og að banna pínupils í þágu umferðaröryggis.
Langsótt? Neibb, ekki í Úganda.
Sú staðreynd að land hefur siðferðis- og velsemdarmálaráðherra segir sína sögu.
Aumingja Úganda, ég hélt að þeirra vandamál væru meiri og stærri.
En..
Smá nostalgía hérna.
Á 17. júní 1966 nánar til tekið kl. níu fyrir hádegi tók ég afdrifaríka ákvörðun.
Ég gerðist svo gróf að klæða mig í síðbuxur og hettupeysu úr Karnabæ og fara ofan í bæ í klæðunum. Vinkonan klæddi sig líka í buxur og það er óhætt að segja að við hefðum vakið viðbrögð og þau ekki jákvæð.
Það er undarlegt til þess að hugsa að annar hver maður/kona sem við mættum hafi frussað, skammast og hneykslast á þessari stóru synd. Þetta gerðist ekki í byrjun síðustu aldar, ónei. En ég er að segja satt. Það dundi á okkur óhroðinn frá fullorðnu fólki.
Ég tek það fram að ég efldist við mótlætið og hef síðan sleitulaust haldið áfram að vera sjálfri mér trú, þó það hafi mistekist oftar en ekki, og láta ekki neyða mig til hlýðni við borgaralegar reglur sem meika engan sens.
Stúlkur áttu að vera í pilsum á hátíðisdögum.
Í 12 ára bekk í Meló fór ég í Matreiðslu. Í helvítis handavinnunni hafði ég saumað rauðköflóttu svuntuna og kappann um hausinn og það var skylda að klæðast þessu og mæta í pilsi. Það vita allir að það er ekki hægt að læra að elda mat og haga sér í eldhúsi öðruvísi en með nælonsokkaklædda leggi.
Það þarf vart að taka fram að drengir þess tíma voru ekki í matreiðslu. Þeir voru í fótbolta og módelasmíði ímynda ég mér.
Ó, æ, ó, hvað ég tók út fyrir pilsaskylduna. Ég var gelgja, ég fór ekki úr mínum sjóliðabuxum fyrr en ég skreið undir sæng. Það var minn einkennisbúningur og jafn nauðsynlegur til vellíðunnar á sálinni og maskarafjandinn frá House of Westmore og Innoxa dagkremið.
Það hefur alltaf í gegnum tíðina verið reynt að halda konum niðri með því að hafa fötin óþægileg.
Þungir kjólar, reimaðir þannig að konur gátu ekki andað, þykk pils milljón undirkjólar og allur sá pakki.
Kínverjar voru ekki feimnir, þeir lemstruðu fætur kvenna og þær komust ekki lönd né strönd vegna stöðugra kvala í opnum tábrotum. Konur með eðlilega fætur þóttu óheflaðar og lítt föngulegar.
Þú hleypur heldur ekki langt í síðum fimmlaga pilsum úr ull eða hvað?
Þetta var einu sinni en áfram heldur leikurinn.
Pínupils eru nefnilega ógeðslega þægilegur klæðnaður ef hann er notaður við leggings.
Konur í Úganda, hlaupið, hlaupið áður en þið verðið settar í kyrtla.
Vill banna pínupils í Úganda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 16. september 2008
Leirtauságreiningur
Úff mér koma í hug blóðugar upplifanir úr eigin lífi.
Varðandi uppvaskið sko, hvort ég eða þeir sem ég hef verið gift eigi að þvo upp leirtau.
Þessi kona í Texas er í vondum málum, hún barði kærastann út af leirtauságreiningi.
Í mínu fyrsta hjónabandi þegar Rauðsokkuhreyfingin var upp á sitt besta og kvennabaráttan var í algleymingi þá var ágreiningurinn á heimilunum í kringum mig ásamt mínu eigin um grunnskilgreiningar á hlutverkaskiptingu.
Hver þvær upp?
Hver neglir nagla?
Hver þrífur klósett?
Hver skiptir um dekk?
Hjónabandið var eldfimt heima hjá mér af þessum sökum. Karlinn var sprengjusérfræðingur (vá hann hefði getað sprengt mig í tætlur við eldhúsvaskinn, sjúkkit eins gott að við skildum) og ég var í bókabúðinni.
Ég eldaði og þvoði upp svona oftast. Þegar réttindabaráttan var komin til að vera gekk ég stundum að honum þar sem hann sat eins og saltstólpi og horfði á fréttir og ég sagði blíðlega;
elskan, nú er ég búin að þvo upp fyrir þig, hvað ætlar þú að gera fyrir mig?
Hjónabandið entist í tæpt ár. Jájá.
Baráttan hefur síðan færst af heimilunum að einhverju leyti og út í samfélagið þar sem konur berjast fyrir jafnrétti í launum.
Hvað tefur?
Launamunur kynjanna eykst. Það er ekki spurning um að rífast um uppvaskið lengur, nú er þetta spurning um að hífa launin upp til jafns við karlana.
Ef þú ert hjúkrunarfræðingur, skrifstofustjóri, deildarstýra, sálfræðingur eða almennur starfsmaður hjá hinu opinbera þá ertu metin til launa eftir kynferði.
Hvenær stýrir maður deildum með kynfærunum?
Ég lifði sæl í þeirri trú hérna í denn að þegar stelpurnar mínar væru komnar út á vinnumarkað væri launajafnrétti löngu orðin staðreynd.
Það er heldur betur ekki þannig.
Það er svo jafnréttisbaráttunni ekki til framdráttar að konur séu að keppast við að afneita því að mismununin sé til staðar. Það er öllum til góðs, konum, körlum og börnum að fólk fái sömu laun fyrir sömu vinnu.
Arg ég leysti málin einu sinni með uppþvottavél, til að setja þau hjónaband sem á eftir komu í lágmarkshættu út af leirtausmálum.
Hvað er hægt að gera í launamálunum?
Kaupa jafnréttisvél?
Hmm....
Ákærð fyrir líkamsárás í kjölfar rifrildis um uppvaskið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 15. september 2008
Matarnostalgía
Sniðug sýning hjá Laufeyju um mataræði á Reykvískum heimilum í 100 ár.
Ég var barn upp úr miðri síðustu öld og ég ætla ekki að reyna að segja ykkur hvað matarvenjur hafa breyst.
Seytt rúgbrauð með smjöri og osti á morgnanna eða korfnlexi og alltaf Sanasól þar sem ég strækaði á lýsið.
Osturinn úti í SS á Bræðró var skorinn niður við búðaborðið og ég man eftir að það voru tvær tegundir á borðum. Svo var bitanum pakkað inn í sellófan.
Áleggin í sömu búð voru skinka, malakoff (bleikt með stórum fituskellum), spægipylsa, steik (lambakjöt) og hangikjöt. Og það var beðið um eitt eða fleiri bréf af álegginu.
Fransbrauðið þetta hvíta fengum við með rabbbarasultu ofaná og ég er viss um að næringarráðgjafar nútímans flippuðu út ef þeir hefðu séð aðfarirnar.Mjólkin var í pottum, þe. heils- eða hálfslítra.
Þegar hyrnurnar komu, þessar köflóttu þá var það bylting.
Saltkjöt, Gunnusteik, Kótelettur í raspi, lærisneiðar í raspi sömuleiðis og læri eða hryggur á sunnudögum. Pylsur á laugardögum - þvílík hamingja.
Fiskur alls staðar þess á milli. Karlarnir komu svo alltaf heim í hádeginu. Fólk borðaði stöðugt.
Klukkan þrjú görguðu mömmurnar á börnin. Dreeeeeeeekkutími.
Konurnar voru stöðugt eldandi, bakandi, saumandi, prjónandi og þeim entist ekki dagurinn. Stelpur, mæður okkar voru súperkonur, ekkert minna.
Grænmeti var nánast ekki til nema gulrófur, gulrætur, hvítkáll, tómatar og agúrka.
Fiskurinn var þá eins og nú vandamál fyrir hina klígjugjörnu mig. Ég borðaði hann steiktan en tók á rás út ef ég fann suðulykt af fiski. Hlýt að hafa verið rækja í fyrra lífi.
Halldór Laxness sagði einhvers staðar að Íslendingar borðuðu ekki ófríða fiska.
Ég held að hann hafi hitt naglann á höfuðið.
Ég er komin í nostalgíukast þar sem ég sit og skrifa um mat fyrir "nokkrum" árum.
Mig langar í snúð, eða vínarbrauð, eða franska vöfflu, nú eða eitthvað svona bernsku.
Ég mann ennþá eftir bragðinu af djúsþykkninu. Svo dísætt að það var óhugnanlegt.
Þetta fór maður með í skólann á flösku og brauðsneið með.
Dagar víns og rósa í fákeppnilegum skilningi.
Ég kann betur við nútímann þegar kemur að því að kaupa í matinn.
P.s. Ég hef aldrei látið hamsatólg eða annan slíkan feitiviðbjóð inn fyrir mínar varir en ég man lyktina af henni.
Farin að gubba. Fyrirgefðu hamsatólg.
Reykvíkingar sólgnir í þrumara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 11. september 2008
Frétt?
Halló, er búið að sannreyna þessa sögu?
Ég persónulega, efast stórlega um það.
Vóff.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 17:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr