Leita í fréttum mbl.is

Á leiðinni á barinn

Ég vaknaði fyrir allar aldir í morgun og var síðan eins og uppvakningur fram yfir hádegi.

Þrátt fyrir að ég hafi á stefnuskránni í mínu edrúlífi að leggja mig ekki á daginn verður kona stundum að gera undantekningu.  Ég hreinlega gat ekki haldið augunum opnum og ég svaf í þrjá tíma.

Ég var örugglega klukkutíma að jafna mig eftir þetta svefnafbrot mitt og sat og glápti út í tómið algjörlega ófær um að fá líkamann í gang.

Og mig hafði dreymt - róleg ætla ekki að segja ykkur að mig hafi dreymt að ég væri í Boston en að það hafi samt verið Reykjavík og ég hafi verið í fylgd Sam Shepard sem var samt ekki hann heldur maðurinn minn.  Ónei.  I´ll spare you the details.  Draumar eru aldrei í frásögur færandi eða nánast aldrei.

En eins og svo marga óvirka alka þá dreymdi mig að ég var einbeitt á leiðinni að fá mér í glas.

Í draumnum var ég  jafn forstokkuð og ómerkileg og í neyslunni, ég reiknaði út hvert ég gæti farið til að enginn sæji mig drekkja mér í glasinu og hvað ég ætti að kaupa sem myndi virka fljótast svo ég gæti haldið feluleiknum áfram þegar ég kæmi heim.

Ég var nokkuð góð með mig í draumnum.  Fannst ég sniðugt en var samt með móral.  Ég man að ég hugsaði að það yrði vont mál ef þetta kæmist upp, þá myndu allir hætta að treysta mér.

Áður en ég var komin inn á barinn og á kaf í flöskuna var ég vakin af mínum þokkafulla helmingi sem var orðin hræddur um að ég væri önduð í svefni.

Og eins og fleiri alka sem dreymir að þeir séu á leiðinni á fyllerí var léttirinn ótrúlegur yfir að þetta væri bara draumur.

Svona drauma dreymdi mig reglulega fyrsta árið eftir meðferð, þeir koma sjaldnar núna en í draumunum er maður með allt klækjabatteríið úti.

Heilinn getur svo sannarlega gert manni grikki.

Mikið rosalega er ég fegin að hann dundar sér við það á meðan ég sef fyrst hann þarf á annaðborð að vera að hlaupa svona útundan sér.

Sjúkkitt hvað það var hamingjusöm kona sem vaknaði bláedrú og algjörlega laus við löngun í brennivín.

En ég er rétt að byrja að jafna mig eftir sjokkið.

Úje.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnheiður

Já það væri auðvitað mun verra ef heilinn hlypi útundan sér í stórum stíl í Hagkaup. Þá yrði sett mynd af þér á hurðina eins og er  af mér á Ölfusárbrú

Ragnheiður , 1.9.2008 kl. 00:12

2 identicon

Til hamingju með titilinn..BESTI BLOGGARI ÍSLANDS

Þú átt það svo sannarlega skilið

Til hamingju skemmtilega kona

Guðrún (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 00:16

3 Smámynd: Jens Guð

  Vá,  hvað ég væri til í drauma um að ég væri að fá mér í glas.  Það gæti sparað hellings pening og smá vesen.  Burt séð frá því:  Til hamingju með titilinn "Besti bloggari Íslands".  Þú átt hann verðskuldað.  Það er endalaust gaman að kíkja daglega á bloggið þitt,  bloggdrottning. 

Jens Guð, 1.9.2008 kl. 00:45

4 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Nújá, Jens búin að missa titilinn til þín! Vissi nú ekki að komið væri að slíku kjöri þegar árið er bara að tveimur þriðju hlutum lokið, en kvótaárið var hins vegar að renna sitt skeið og nýtt að byrja í dag, 1. sept.!

En hví ertu að tengja lúr að degi til við drykkjuna? Það er nefnilega hverjum manni hollt og gott að fá sér reglulega kríu á daginn, en þó helst ekki lengri en svona 20 mín. til hálftíma,bætir og gerir nætursvefnin betri.

Magnús Geir Guðmundsson, 1.9.2008 kl. 01:08

5 Smámynd: Jens Guð

  Maggi, almanaksárið er eitt og bloggárið annað.  Þegar ég vakna upp úr hádegi kátur og hress þá hefst dagur.  Síðan vinn ég sprækur fram til klukkan 8 eða 9 að kvöldi.  Þá skelli ég í mig nokkrum bjórum og tek 20 mín. kríu.  Sprett svo upp sem stálfjöður og klára bjórkassann áður en ég sofna sæll og glaður klukkan 2 eða 4 að nóttu undir ljúfri færeyskri músík.  Er reyndar ekkert að fylgjast með klukkunni.  Læt bara bjórdósirnar telja.

Jens Guð, 1.9.2008 kl. 01:24

6 Smámynd: Tína

Ekkert að því að fá sér fegurðarblund kona góð. En til hamingju með titillinn. Ég er víst ein af þeim þar sem það væri helst rafmagnsleysi sem kæmi í veg fyrir að ég lesi bloggið þitt í það minnsta einu sinni á dag.

Þú ert algjör hetja í mínum augum Jenný mín, að fleira en einu leyti. En þó það sjáist ekki á mínu bloggi, að þá get ég verið með eindæmum kaldhæðin og fíla í ræmur hvað þú getur oft verið það líka.

Ojjjjjjj ég er farin að hljóma eins og helgislepja!!! *hrollur*. Ætli sé ekki best að draga aðeins úr því og segja að þú sért asni. Reyndar yndislega skemmtilegur asni.

Shit............. ég er farin.

Tína, 1.9.2008 kl. 07:17

7 Smámynd: Margrét Ingibjörg Lindquist

Til hamingjum með tiltilinn.. og edrúmennskuna ekki síður......

Margrét Ingibjörg Lindquist, 1.9.2008 kl. 07:32

8 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Jónína Dúadóttir, 1.9.2008 kl. 07:43

9 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Það þurfti nú ekkert kjör til að sanna það að þú stendur ofar okkur öllum sem hér erum að pára.  Innilega til hamingju Jenný mín!

Tek undir orðin hennar Hallgerðar, hún segir þetta allt!!

Eigðu góðan dag og ein kría svona af og til er stundum nauðsyn.

Ía Jóhannsdóttir, 1.9.2008 kl. 07:58

10 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Eigðu góðan dag. Njóttu þess að hvíla þig

Anna Ragna Alexandersdóttir, 1.9.2008 kl. 08:42

11 Smámynd: Þröstur Unnar

Hvaða síða var eins og uppvakningur?

Þröstur Unnar, 1.9.2008 kl. 08:46

12 Smámynd: Þröstur Unnar

Hrpf........góðan dag.

Þröstur Unnar, 1.9.2008 kl. 08:47

13 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

MySpace and Orkut Good Morning Glitter Graphic - 2

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 1.9.2008 kl. 08:50

14 Smámynd: Helga Dóra

Úff það er gott að vakna eftir svona drauma.... Hætt að dreyma þessa.. Koma stundum draumar að ég sé að borða kolvetnin sem ég í í fráhaldi frá...... Frábært að vakna þá og fullvissa mig um að ég er ekki búin að fá mér fyrsta hölulausa bitann....

Til hamingju með titilinn... Valið fór samt alveg framhjá mér og tilkynningin.....

Helga Dóra, 1.9.2008 kl. 09:01

15 Smámynd: Sesselja  Fjóla Þorsteinsdóttir

Til hamingju með daginn !

Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir, 1.9.2008 kl. 09:08

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir kveðjurnar.  Ég vissi af þessum leik hjá honum Kalla Tomm en var lögnu búin að gleyma þessu.

Þetta er bara leikur, það er ekki hægt að kjósa um hvort þessi eða hinn sé betri í bloggi en annar.  Ég verð að segja að mig langar til að hverfa hérna.

Gleymum þessu en takk enn og aftur fyrir fallegar kveðjur.

Búið bless, ekki tala um þetta meir.

Jenný Anna Baldursdóttir, 1.9.2008 kl. 09:37

17 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Úff. Ég get ímyndað mér að þetta séu ekki þægilegir draumar. En gleðin þeimur meiri að vakna upp frá þeim.

Knús á þig inn í daginn kona og til hamingju með titilinn

Jóna Á. Gísladóttir, 1.9.2008 kl. 09:38

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2008 kl. 10:44

19 Smámynd: Sunna Dóra Möller

Sunna Dóra Möller, 1.9.2008 kl. 11:27

20 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Til hamingjutilhamingjutilhamingjutilhamingju með að vera... ja, ég er nú alveg búin að gleyma hvað!

Í engu nema baðsloppnum kannski þegar þú skrifar, eins og Madonna á tónleikaferðalaginu!?

Væri ekki leiðum að líkjast í því!?

Skildi Jens svo byrjaður á kassa dagsins?

Magnús Geir Guðmundsson, 1.9.2008 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985766

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband