Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Matur og drykkur

VARÐANDI SALATBARINN..

 

..sjáið færsluna hér fyrir neðan, þá fékk ég krúttlegt ímeil frá Ingvari manninum á Salatbarnum í Skútuvogi, þar sem hann býður mig velkomna á viðkomandi stað.  Ingvar, halló!  Er búið að úða á þínum bar?  Allir gerlar dauðir?  Ok,ok,ok ég tek húsbandið með mér fljótlega.

Segið að bloggið manns sé ekki lesið af hinum ýmsu mönnum.

Smjúts Ingvaro!


GERLABARIR

1

Ég elska grænmeti.  Ferskt grænmeti og ég hef stóran hluta hverrar máltíðar með það að innihaldi.  Fyrst eftir að salatbarirnir komu í stórmarkaðina var ég í himnaríki.  Þar gat ég keypt mér sneiddan rauðlauk, sveppi, tómata og rifið kál og gulrætur og ég veit ekki hvað.  Enn fæ ég vatn í munninn við tilhugsunina um gott salat með allskonar árstíðargrænmeti og bölvaðir gerlabarirnir eru þeir einu barir sem enn trekkja hvað mig varðar.  Þegar ég er að því komin að taka þann beina breiða að grænmetinu, þe að þurfa ekki að sneiða, rífa, tæta og saxa sjálf, man ég eftir öllum sem með mis hreinar lúkur hafa látið vaða (hafiði ekki séð liðið sem nælir sér í smá, á þessum börum, snæðir í boði hússins eða þannig?) ofan í grænmetið og ég hörfa, alla leiðina aftur inn í grænmetisdeildina og læt mig dreyma um grænmetismann. Óje.. þetta datt mér nú svona í hug í þessari gúrkutíð.


GELGJUSKEIÐ HIÐ SÍÐARI

1

Þessa dagana er ég á "þungu" gelgjuskeiði númer tvö í lífi mínu.  Ég hef ullað og grett mig framan í húsbandið, systur mínar, nágrannana og börnin mín, ef ekki hefur verið gengið samstundis að vilja mínum.  Ég hef tuggið Pan-tyggjó (12 plötur í einu) blásið kúlur, málað neglurnar á mér svartar, grátið yfir bíómyndum Tarentinos (vegna angurværðar þeirra), skellt símanum á fólk oftar en ég kæri mig um að muna og borðað hamborgara í öll mál og þrátt fyrir það verið í stanslausri megrun (er að segja að ég sé feit).

Ok,ok,ok.. róleg ég er að ýkja en ég er á einhverskonar gelgju þessa dagana og það kemur fram í furðulegum svefnvenjum.  Vakna eins og stálsleginn berklasjúklingur á morgnana, reyki, drekk sódavatn, hangi á blogginu og er heilbrigð með afbrigðum.  Svo skellur á einhver þreyta, ég fer aftur í bólið og sef eins og saklaust barn fram yfir hádegi og missi af helling í heiminum á meðan og má hafa mig alla við að láta eins og ég hafi verið að allan morguninn.  Sko við heimilisstörf krakkar mínir, lífið gengur ekki bara út á bloggheima (*ræskj*) ég á mér LÍF þessa dagana utan þeirra (jeræt).

Kannski er um að kenna þeirri leiðu staðreynd að ég er með hita, beinverki og arfamikinn hósta.  Æi það er ekki eins dramatiskt og alls ekki efni í færslu. 

Þetta verður flokkað undir "satt og logið".

Er sem sagt vöknuð, komin á vaktina og til í allskonar óknytti, enda unglingur á ferð.

Lofjúgæs!


AÐ DREKKA Á RÉTTAN HÁTT..

..getur verið vandasamt fyrir suma.  Þar á meðal mig en ég myndi seint skrifa upp á að ég hafi drukkið það eðlilega.  En enn er bisað við að finna góða fleti á "víninu" og nú hafa þrír næringarfræðingar frá Ankerhus Seminarium og spítalanum í Hvidrovre þrjóað fjögur ný ráð um áfengi.  M.a. ráðleggja þessir næringarfræðingar, fólki sem kann vel að meta bjór og vín að neyta þess reglulega, í smáum skömmtum með mat.

Hm... þetta má vel vera rétt en mikið rosalega hefði ég gripið svona á lofti meðan ég var í "áfenginu" (understatement, var líka á læknadópi).  Að drekka samkvæmt ráðleggingum frá næringarfræðingi hefði komið sér vel í baráttunni fyrir áframhaldandi fylleríi.

Auðvitað er þetta útúrdúr og fíflaskapur í mér.  Meginþorri fólks kann að fara með áfengi og ef vín gerir þeim gott þá "be my guest", ég ætla að halda mér við sódavatnið, í ómældu magni auðvitað.


mbl.is Vín er hollt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG BÍÐ ÞOLINMÓÐ..

1

...eftir frétt í sunnudagsblöðunum þar sem segir frá því að borgarbúar hafi ekki hagað sér eins og víkingar á sveppum, ælt og migið þar sem þeir stóðu, ekki hálf-drepið náungann né keyrt dauðadrukknir.  Ég veit að horfurnar eru ekki góðar um að þetta gangi eftir en ég er bjartsýn  kona.  ARG


mbl.is Mikil ölvun í miðborginni í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÞAÐ SVÍÐUR BEINLÍNIS UNDAN AGÚRKUNNI

Ég var ekki að setja á mig agúrku maska eða neitt svoleiðis heldur svíður mér undan gúrkutíðinni í fréttunum.  Það er fátt bitastætt þessa dagana enda sér maður það á allri umfjölluninni um lítið sem ekkert, þar sem smæstu málum er gerð góð skil.  Svo góð að eftir lesturinn áttar maður sig á að fréttagildið er ekkert.

Stórsveit Samúels Jóns Samúelssonar, breytti nafni á lagi á nýrri plötu sveitarinnar, vegna heimsóknar til Ísafjarðar.  Lag sem hét BBQ-rigs heitir nú Muurikka.  En það er finnsk panna sem þeir félagarnir fengu steikta lúðu af í matinn.

Kannski eru engar fréttir góðar fréttir en það er nú alveg óþarfi að drepa mann úr leiðindum.

Hér fyrir neðan er svo mynd af merkispönnunni Muurikku!

1


mbl.is Breyttu lagatitli eftir Ísafjarðardvöl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

MAÍSTÖNGIN REIST..

1

.. í tilefni Jónsmessunnar, hinnar gömlu frjósemishátíðar í Svíþjóð um helgina. Æi hvað mig langar að taka þátt með vinum mínum í yndislega sænska sumrinu.  Það verður næst.  Ég óska Ek fjölskyldunni gleðilegrar hátíðar og vona að þau borði yfir sig af maríneraðri síld með nýjum kartöflum, sænskum jarðaberjum og alvöru þeyttum rjóma. Smjúts.

Ætli við Jenny, ásamt fjölskyldu drífum okkur ekki í Maístangardans í Norræna húsið, þe ef ekki er búið að loka því, en hversu hallærislegt er að loka vegna breytinga á miðru sumri þegar allt er fullt að ferðamönnum sem vilja heimsækja staðinn?  Bítsmí.

Síjúgæs


SEX BLOGGVINIR..

1

..komu að máli við mig þar sem ég var í minni vikulegu bloggvinatiltekt en það stendur í mínum bloggvísi að bloggvinalistinn megi ekki vera lengri en sem nemur 15 cm.  En hvað um það, þeir komu prúðbúnir og buðu mér í mat á Hamborgarabúllunni, en þau höfðu slegið saman í púkk til að bjóða mér með sér.  Þegar við snæddum eftirréttin þá sögðu þeir mér upp vináttunni, sögðust vilja verða fyrri til.  Ég sagði auðvitað já því ég er vel upp alin.  Það var ákaflega létt yfir þeim öllum og þeir ákveðnir að halda á vit nýrra ævintýra.

Þannig var nú það.  Bloggvinalistinn er nú 12 og 1/2 cm. þannig að nú fer ég og næ mér í nokkra nýja.

Síjúgæs!


ELDHÚSIÐ Í GÆR

1

Ég er eldhúskona að upplagi.  Ekki svo mikið húsmóðurlega heldur líður mér vel í eldhúsum.  Sérstaklega þessum stóru með nógu tjillplássi.  Að sitja og lesa í eldhúsinu er bara toppurinn og ef ég fengi einhverju ráðið þá færu allir mínir gestir beint þangað og héngu yfir mér á meðan ég sýsla þar.  Ég var ansi mikið í eldhúsinu í gær, svona seinnipartinn.  Saran mín, mamma Jenny, var með matarboð fyrir tónlistarfólkið sem er að spila með pabba Jenny, honum Erik Quick (spiluðu í Kastljósinu í gær) og það átti að elda læri að hætti mömmu, frá a-ö.  Sara var sein, ég var u.þ.b. að fá taugaáfall þegar hún loksins var búin að setja lærið inn.  Fyrirmæli voru gefin og það liðu 10 mínútur og aftur var hringt.  Saran á því að láta þetta ekki klikka.  Reyndar er stelpan mín fínn kokkur en ekki alveg vön að vera með stórsteikur.  Svo kom að kartöflurétti og sósu. 

"Hvað mikinn gráðost mamma?"

"æi svona sæmilega þykkan bita"

"hvað kallarðu sæmilega þykkan bita, svona hálfan ost?"

"nei, nei Sara mín, róleg, svona helminginn af hálfum væri nærri lagi"

"en hvað fer mikið af pipar?"

"eftir smekk"

"eftir hvers smekk?  Þínum eða mínum?"

Allavega ég eldaði í fyrsta sinn gegnum síma í beinni og maturinn tókst stórkostlega vel.  Á eftir var ég orðin ansi lúin og tók heimaleikfimina Í ELDHÚSINU AUÐVITAÐ á meðan ég steikti fiskinn.

Þarna fenguð þið innsýn í mitt "hektiska" eldhúslíf.  Síjúgæs!


FÆRUM MÖRKIN..

..lengra og lengra.  Ölvunarakstur er hættur að vera fréttaefni.  Nú er einn tekinn fullur á bíl með barnið meðferðis.  Er eitthvað um þetta að segja?  Eðlilegt framhald á annars geggjaðri hegðun?

Arg.


mbl.is Grunaður um ölvunarakstur með barn í bílnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 31
  • Frá upphafi: 2987757

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.