Færsluflokkur: Matur og drykkur
Mánudagur, 9. júní 2008
Sultufyllerí - hikk
Maður á ekki að hafa rangt við, ég veit það en stundum reyni ég að fara á bak við sjálfa mig og ég lendi alltaf illa í því.
Í kvöld t.d. var ég að fá mér ristað brauð og te, sem í þessu tilfelli er gjörsamlega í frásögur færandi. Hvað um það, ég stalst til að setja smá sólberjasultu á brauðið mitt, sem er engan veginn sniðugt af því ég er sykursjúk. Sko, sykursjúkur alki (óvirkur sem betur fer), er eiginlega ekki stærsti vinningurinn í happadrættinu. Samt er ég ógeðslega ánægð með mína úthlutun. Dæs.
En aftur að sultunni. Eftir að ég varð edrú ákvað ég að borða ekki mat sem innihéldi áfengi. Málið var einfalt, ég borða auðvitað ekki brennivín, frekar en að ég drekk það. Nónó fyrir mig. Auðvitað er vín í mat yfirleitt ekki áfengt, vegna þess að maturinn er eldaður og allt ojabjakkið gufað upp.
Þetta er meira svona prinsippmál fyrir mig. Áfengi er jafnmikið eitur fyrir mig eins og arsenikk er fyrir rottur. Munurinn á mér og þeim er að ég hef tekið upplýsta ákvörðun um að neyta ekki áfengis, rotturnar slysast á helvítis arsenikkið, aftur og aftur.
Eitthvað fannst mér sultan undarleg á bragðið og ég kíkti á krukkuna. "Sólberjasulta með Jamaica Rommi" stóð á friggings miðanum. Þar fór það í vaskinn. Og ég er að drepast úr hungri.
Og þá mundi ég aftur eftir áfengissultunni sem amma mín bjó til hérna í denn. Óvart auðvitað. Eitthvað hafði rabbarbarasultan fengið ranga meðhöndlun því hún gerjaðist og ég og Greta systir komust í viðkomandi sykurleðju og úðuðum í okkur. Þessi sulta hefur sögulegt gildi og verður skráð í annála okkar systra, því það eru ekki margir sem hafa farið á ærlegt sultufyllerí og það í frumbernsku. Ha???
Segið svo að maður sé ekki hokinn af reynslu frá blautu barnsbeini.
Farin að lúlla og það gaula í mér garnirnar.
Ég er reyndar að ljúga þessu með garnagaulið, hér er fullt hús matar, en ég hef þennan tendens, ræð ekki við hann, ég verð að búa til dramatík úr öllu, smáu sem stóru.
En þetta var alkablogg í boði Sultugerðar Reykjavíkur.
Nigthy, nigthy!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 00:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 5. júní 2008
Alkablogg
Eftir að ég varð alki, fyrir ekki svo mörgum árum ef ég miða við vel flesta sem drekka árum saman áður en þeir missa stjórn, voru ekki nein 5 glös á viku inn í myndinni. Öllu réttara er að ég hafi skutlað í mig 5 rauðvíns á kvöldi ásamt bjór og rúllandi efnum.
Það er eins gott að ég hef ekki liðagigt því þá væri það bigg tæm bömmer hjá mér að geta ekki notað 5 glös af léttvíni til fyrirbyggingar eða lækningar.
En ég er með ógeðslega hressa liði. Þeir beinlínis garga af heilbrigði.
Alkinn ég bara heppin þarna. En í dag hefur engin heppni verið að fylgja mér, ef ég á að segja alveg satt.
Sumir dagar eiga ekki rétt á sér. Þeir eru klúður frá því að maður opnar augun og stundum þar til maður lokar þeim.
Gef mér æðruleysi.
Þessi dagur hefur verið sérstaklega afbrigðilegur og ég blásaklaus, eins og ávallt.
Ég var að þrífa eldhúsið og það rann skarpheitt vatn úr krananum. Allt í einu datt kraninn eða rörið sem vatnið rennur út bara í vaskinn og það myndaðist þessi dásamlegi gosbrunnur sem sprautaði vatni upp um alla veggi, eyðilagði kaffipoka, Maldonsaltið mitt, og þvoði mér í leiðinni.
Ég hentist til og ætlaði að skrúfa fyrir en þá datt ég á minn eðla afturenda og ég meiddi mig í löppinni.
Ég ætla ekkert að vera gera þetta verra en það var og þess vegna ætla ég ekki að segja ykkur að ég týndi heimilissímanum og læsti mig nærri því úti, því ég fann ekki lyklana lengi vel.
Dæs.
Nei, nei, þetta er orðið gott.
Alkinn rennvoti.
![]() |
Áfengi minnkar líkur á liðagigt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 3. júní 2008
Grápaddan ógurlega
Þessi frétt er þannig til innihaldsins að allir bloggarar munu (eða hafa þegar gert) stökkva á hana og skrifa fúla brandara um pöddumatseðla. Hahaha, ég er hætt að hlægja. En ég vil ekki vera eftirbátur í blogginu um þessar stórfréttir sem eru engar fréttir, og blogga því um hana líka.
Í mörgum löndum heims eru engisprettur borðaðar og þykir ekkert tiltökumál. Þær eru próteinríkar og þar fyrir utan þá er ekkert eðlilegra en að fólk borði þann mat sem fáanlegur er í umhverfinu.
1.700 tegundir skordýra eru borðaðar í 113 löndum.
Við úðum í okkur (lesist aðrir en ég ofcourse) innyflum, andlitum, úldnum fiski og berjum okkur á brjóst og teljum okkur voða merkileg. Annars skil ég ekki alveg þörf Íslendingsins fyrir ýldu, þar sem nægt framboð er í nútímanum af ferskri matvöru, en ég skil heldur ekki allt.
En í gær þegar ég náði á nöfnu mína á Njálsborg, hafði hún beðið spennt eftir ömmu og Einari til að sýna okkur feng dagsins, en hún var með hana í litla lófanum sínum. "Sjáið þið grápödduna" sagði barnið og rétti stolt fram lófann. Ég veiddi hana. Og við skoðuðum kvikindið gaumgæfilega og ræddum um grápöddur.
Jenný Una er mikill áhugamaður um pöddusamfélagið á leikskólanum. Það stendur ekki til að hún leggi sér þær til munns, en hún skoðar þær og spyr um tilgang þeirra og veltir fyrir sér hinum ýmsu hlutverkum lifandi hluta í heiminum.
Og ég er svo skelfing fegin yfir því að þessi afkomandi minn hafi ekki erft móðursýkina og hræðsluna við allt sem hefur fleiri fætur en fjóra og er agnarlítið á stærð, frá undirritaðri.
Ég er í alvöru að hugsa um að fara að hegða mér eins og fullorðin kona gagnvart dýraríkinu. Ég gæti t.d. farið og klappað kind. Ágætis byrjun, en mér er sagt að þær bíti ekki.
Maður á nefnilega ekki að vera hræddur við það sem maður borðar.
Sippoghoj.
![]() |
Ráðlagt að borða skordýr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 1. júní 2008
Þjóðverjablús
Þessi frétt um Bretann sem fékk bætur frá breskri ferðaskrifstofu vegna þess að of margir Þjóðverjar voru á hótelinu og öll skemmtidagskrá var á þýsku, kallar á Þjóðverjabrandara.
Ég kann enga. Ég held að allir brandarar um þjóðerni geti verið vafasamir en auðvitað á ekkert að vera hafið yfir húmor.
En af Þjóðverjum ganga ákveðnar sögur. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr.
Einn af mínum mörgu eiginmönnum vann í Fríhöfninni. Það klikkaði aldrei að Þjóðverjarnir vissu upp á krónu hvað þeir áttu að fá til baka. Klikkaði aldrei.
Annar af mínum fjölmörgu eiginmönnum rak heimagistingu. Undantekningalaust tóku Þjóðverjarnir allt lauslegt með sér af morgunverðarborðinu. Það klikkaði heldur aldrei.
Þetta segir mér bara eitt. Það er engu logið um þýska nýtni og og sparsemi.
Það er bara hið besta mál.
Reyndar var ég á hóteli á Mallorca fyrir fullt af árum síðan með Maysuna og Söruna litlar. Þar var hópur af Þjóðverjum. Ég kunni ljómandi vel við þá sem ég varð málkunnug.
Allir þeir sem ég kynntist og fleiri til borðuðu hverja máltíð á hótelinu. Keyptu matarkort áður en þeir lögðu af stað.
Þetta skil ég ekki, enda nánast bara Þjóðverjar og einn og einn Hollendingur í matsalnum.
Allir hinir voru í tilraunastarfsemi út um alla eyju.
En mikið rosalega held ég að Bretinn hafi verið pirraður. Og satt best að segja skil ég hann smá.
Úje.
![]() |
Fær bætur vegna of margra Þjóðverja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 30. maí 2008
Höfuð myndu fjúka
Ég er ein af þeim sem vill ekki láta koma mér á óvart. Ég krullast upp, fer í kuðung og fýlu. Alveg satt.
Margir eiga erfitt með að skilja þetta, konur eru nefnilega sagðar elska það að láta koma sér á óvart, með demöntum, blómum, konfekti og súkkulÖðum.
En ekki hún ég. Það ver varla hægt að gera mér verri hluti. Með nokkrum undantekningum eins og á síðastliðnum jólum þegar dætur mínar gáfu mér ferð til London. Ég hafði þjrár vikur að venjast tilhugsuninni. Hefði ferðalagið átt að fara fram á næstu daga á eftir, hefði ég einfaldlega farið í fár og brjálast.
Hvað varðar eðalmálma og steina, súkkulaði, blóm og konfekt, þá kæri ég mig ekki um svoleiðis.
Ég vil mikið frekar eyða peningum í aðra hluti. Jájá, ég er ódýr í rekstri nema þegar mér er sleppt lausri í fatabúðum.
Þessu var ég að velta fyrir mér þegar ég las visir.is áðan og sá að einhver náungi hafði beðið kærustunnar með breiðtjaldsauglýsingu í bíó. Ég hefði aldrei gifst svoleiðis manni. Þetta er ekki rómantík í mínum huga, svona hegðun kalla ég uppáþrengsli. Eða þá að maðurinn hafi gert konunni tilboð sem hún gat ekki alveg vandræðalaust hafnað.
Ég er samt ekkert að gera lítið úr þessu atriði, ég veit að fullt af fólki fílar svona og það er í fínu. Bara að svona nokkuð verði aldrei gert við mig. Ég yrði hættuleg umhverfi mínu. Ég sver það. Höfuð myndu fjúka.
Annars góð og til hamingju væntanleg brúðhjón.
Já, það er til siðs að óska fólki til hamó.
Later.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Þriðjudagur, 27. maí 2008
Siglandi samlokur
Á hverju ári, um þetta leyti, er ég lostin sömu lönguninni. Mig dreymir um tjaldferðir.
Já, ég veit, köngulóafóbíska ég nýt þess að sofa í tjaldi. Eða gerði síðast þegar ég lagðist í útilegu, en þar var 1992.
Þessi ástríða mín er gjörsamlega úr karakter, en hvað get ég sagt?
Eins og ég hef oftlega nefnt þá hef ég átt MARGA eiginmenn. Sá næstsíðasti var ferðavænn og tjaldglaður. Svona wash and wear týpa. Við fórum um fjöll og firnindi með dæturnar.
Þessi núverandi vinnur hins vegar, leynt og ljóst gegn ferðalögum þar sem gist er í lökum, eins og hann orðar það. Honum verður ekki haggað.
Kannski er ég einfaldlega of gömul fyrir tjaldferðalög, jeræt. Aldrei liðið betur.
Húsbandið hefur ekki sterka röksemdafærslu fyrir andúð sína á tjöldum.
Hann gisti í tjaldi 196tíuogeitthvað þegar hann var að spila í Húsafelli um verslunarmannahelgi. Kommon, lífið hefur þróast síðan þá og viðleguútbúnaður líka.
Hann heldur því fram að eftir rigningarnótt hafi hann vaknað við að samlokur með skinku og osti hafi synt fram hjá sér í tjaldinu, á leiðinni eitthvað. Það gerði útslagið.
Só?
Hann neitar sem sagt að hoppa inn í nútímann í tjaldheimum. Við stefnum á Hótel Freysnes í Skaftafelli síðsumars, til frábærustu hótelstjórnenda á landinu.
Þangað til eru það svalirnar, Elliðárdalurinn og Heiðmörkin.
Á ég bágt??? Nei ég á andskotann ekkert bágt.
Újeeeee
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Sunnudagur, 25. maí 2008
Náttúrleg upplifun án aukaefna - takk fyrir
Mamma æskuvinkonu minnar vann í apóteki í denn. Hún gaf okkur oft ágætis ráðleggingar um eitt og annað varðandi útlit.
Við fórum að sjálfsögðu ekki eftir því. Hún mældi nefnilega sterklega með vatni og sápu til andlitsfegrunar, á meðan markaðurinn benti okkur vinsamlegast á meik og varaliti.
Þessi kona var í raun stórkostlegur húmoristi. Þegar ég og vinkonan ákváðum að við yrðum að eignast síðar hárkollur, sem þá voru ómissandi í Mekka hátískunnar, London, reyndi hún að telja okkur hughvarf með því að ráðleggja okkur að bera í okkur lúsameðalið grásalva, því það örvaði hárvöxt svo eftir væri tekið.
Ég gæti logið og sagt að við Einsteinarnir hefðum séð í gegnum þetta, en nei, heiðarleikinn skal hafður í fyrirrúmi og auðvitað settum við þennan illalyktandi viðbjóð í hárið á okkur og viti menn; árangurinn var enginn og mamman hló illkvittnum og tryllingslegum nornarhlátri í eldhúsinu.
Þannig að við keyptum hárkollurnar, en það er önnur saga og verður sögð seinna.
Það er hægt að fá ungt fólk og suma fullorðna reyndar til að trúa hverju sem er.
En það er mér fyrirmunað að skilja hvers vegna fólk fer og kaupir ástarlyf, eða afródesíakk (ojabjakk) sem gert er úr körtueitri. Einhver dó af því.
Eftir hverju er verið að sækjast? Stinningu? Göldrum?
Ég er greinilega ekki inni í kynlegri kynlífstískunni. Hjá mér hefur þetta alltaf verið spurning um náttúrulega upplifun án aukaefna.
Proppsið er alltaf að verða stærri þáttur í kynlífi. Að tala um að vera opinn og utanáliggjandi og allur í settöppinu -GMG!
Hjá minni kynslóð er þetta inn-út-inn-út-búið-bless!
Það held ég nú.
![]() |
Varað við banvænu ástarlyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Föstudagur, 23. maí 2008
..og ég er ekki vænisjúk
Einhvern tímann í fyrndinni tók ég kúrs í auglýsingasálfræði, meðfram öðru, sjálfri mér til fræðslu og skemmtunar.
Það situr ekki mikið eftir af þessum kúrs annað en hugsunin á bakvið að hafa nammið við kassann í stórmörkuðum. Það var einföld regla á bak við það. Þú bíður við kassann og börnin eru yfirleitt þreytt og pirruð þegar hér er komið sögu og þau byrja að sjálfsögðu að suða í foreldrum um að fá nammi. Sælgætið er þarna innan seilingar, þú í röð og ekki beinlínis hægt að færa sig frá freistingunum. Margir gefast upp á þessu stigi, til að fá frið.
Og nú vilja umboðsmaður barna og talsmaður neytenda fá gosið og nammið flutt frá kössunum.
Það væri frábært, en ég hef ekki nokkra trú á að það verði gert. Búðir eru haldnar þeirri undarlegu þráhyggju að vilja selja sem mest.
Ég brást við þessu nammidæmi í denn, með því að ná í safa handa stelpunum mínum og þegar að kassanum kom var sykurþörfin horfin.
Það er stöðugt verið að taka neytendur á sálfræðinni.
Í Nettó í Mjóddinni, þar sem ég kem stundum við ef mig vantar eitthvað smálegt á leið heim, er stöðugt verið að færa til vörur og vöruflokka. Þú þarft því að leita vörunnar, og þá fer fólk auðvitað að skoða og kaupa eitthvað sem aldrei stóð til að fjárfesta í.
Auðvitað vona ég að sælgætið verði flutt frá kössunum, ef ekki þá verður fólk einfaldlega að standa á sínu gagnvart ungviðinu.
En ekki halda að það sé raðað upp í verslunum á tilviljanakenndan máta. Þar er allt úthugsað og skipulagt í þaula til að fá okkur til að versla sem mest.
Og ég er ekki paranojuð.
![]() |
Vilja gos og sælgæti frá kössum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 19. maí 2008
Með hvali á heilanum
Skelfing eru þessar eilífu hvalveiðar orðnar þreytandi. Lítill markaður er fyrir kjötið og allt verður vitlaust úti í heimi.
Höldum við að það sé hægt að ganga fram hjá viðhorfum sem eru við líði víða um heim?
Stundum erum við eins og unglingar á mótþróaskeiði. Við ætlum samt hvað sem hver segir.
Ég hef persónulega enga sérstaka verndartilfinningu gagnvart hvölum, mín vegna má fólk úða þessu í sig bara að það sé ekki að gera það fyrir framan mig. Skepna sem lyktar eins og rotnandi hræ þegar búið er að veiða hana er ekki matur í mínum huga. Afsakið ég er að æla. En endilega snæðið kvikindið ásamt skötu, signum fiski og annarri ýldu. Svo íslenskt eitthvað.
Málið er að það er sterk andúð víðast hvar gagnvart hvalveiðum.
Við þurfum ekki endilega að beygja okkur fyrir allri vitleysu úti í heimi, en þegar fyrirsjáanlegar eru miklar líkur á tekjumissi og skemmd á ímynd okkar þá höfum við hreinlega ekki efni á þessum veiðum.
Er ekki hægt að hætta þessari þrjósku?
Jösses, hvað þetta er orðið þreytandi.
![]() |
Gagnrýna væntanlegar hrefnuveiðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Föstudagur, 16. maí 2008
Dagur Hársins?
Vissuð þið það að dagur hársins var í gær? Ég er eiginlega viss um að það var svo.
En ég vissi það ekki fyrr en komið var undir kvöld.
Þema dagsins var allsráðandi enda er ég ofsalega hrifin af öllum svona dögum sem eru merktir einhverju. Eins og dagur fatlaðra, dagur umferðarmenningar, dagur megrunar, megrunarlausi dagurinn, reyklausi dagurinn, sá kjöt- og fisklausi, og svo sólarlausi dagurinn, en þeir eru rosalega margir.
En..
Hér komu tvö lítil systkini í heimsókn til ömmu með mömmu sinni.
Ég var að grilla pylsur úti á svölum og Jenný Una sat og fylgdist með. Ég sá allt í einu að hún hélt á klippiskærunum mínum og þau eru ekki aðgengileg börnum eða eiga amk. ekki að vera það. Hnífar og skæri þið vitið. En sú stutta hafði greinilega fundið þau og var að dúlla sér við hársnyrtingu á sjálfri sér. Það voru lokkar út um alt enda barn með sítt og þykkt hár. Ég náði skærunum og sú stutta varð frekar sár.
Ég má alleg klippa mig amma, mamma mín sagði mér það í gær.
Ég: Börn mega alls ekki vera með skæri Jenný, það er stórhættulegt.
Barn: Ég getir alleg klippað mig sjálf. Ég geti gert það mjög fínt.
Jenný Una lét sig ekki muna um að klifra upp á stól og ná þar í skærin sem voru í öruggri fjarlægð frá barni, að ég hélt.
Þau eru núna læst inni ásamt öðru skaðræði á heimili.
Og svo sat ég hér ein með sjálfri mér og las á netinu, með sígó og ég var algjörlega í öðrum heimi.
Ég fann sterka grilllykt og ég hugsaði; einhver er að grilla á kolagrilli. Mig langar í sollis.
En svo brenndi ég á mér eyrað. Það var sinubruni vi. megin á höfðinu á mér. Töluvert stór sena brann og eitthvað af gróðri mun varanlega skemmdur.
Ég held ég fari að drepa í, nú eða kveikja í sinu hæ. megin. Þá verð ég hipp og kúl.
Er á leiðinni í lit og strípur.´
Eftir helgi því þá er dagur strípunnar.
Bítmæbóns.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 2987751
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr