Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Matur og drykkur

Of margir? - Jesús minn á pallinum!

Er heimurinn eins og við þekkjum hann að verða minni eitt?

Hvað varð um eðlilega kröfu atvinnurekanda svona almennt um að launþegarnir séu edrú í vinnunni?

Sorrí, ég á ekki að vera svona fljót á mér, það var lengi til siðs að drekka í vinnunni.  Var ritari hjá Aðalvertökum uppi á velli hérna í denn, og þar voru margir fullir í vinnunni, þó þeim væri stranglega bannað það.  Reyndar veit ég ekki til þess að neinn úr þeim hópi væri atvinnuflugmaður í hjáverkunum.  Sjúhúkkit.

En þegar frétt um að það sé hópur af flugmönnum að fljúga fullir þá missi ég trúna á sans nútímans fyrir því hvað skuli  vera rétt og hvað ekki, þegar fyrirsögnin er "Of margir fljúga fullir".  Halló!  Hemjið ykkur á afslappelsinu kæru blaðamenn.

Sko þetta eru 50 flugmenn á Indlandi sem eru kyrrsettir árlega eftir að hafa  flogið farþegaflugvélum undir áhrifum..  Skelfileg tilhugsun.  Algjörlega martraðarkennd fyrir flughræðslumanneskju eins og mig.

Samkvæmt fyrirsögninni þá eru 50 of margir.  Eru þá 10 of fáir?  Hvað er ásættanleg tala á flugmönnum sem fljúga í glasi?

Og það leiðir mig að því sem ég kæri mig ekkert um að hugsa um.  Hversu margir fljúga fullir í þeim vélum sem ég flýg með?  Mér dettur ekki í hug að þetta sé eitthvað sérindverskt vandamál.

Ég legg til að það verði ráðinn flugumferðarlögga sem verður með testkitt í flugstjórnarklefanum þannig að maður eygi möguleika á að drepast úr einhverju öðru en flugslysi.

En áður en einhver fer á límingunum þá eru okkar flugmenn reyndar flottastir í heimi.

Eiginlega OF flottir ef það er hægt.

Og örugglega allir bláedrú.Whistling

Það er ekki grín að þessu gerandi.

Góða ferð þið sem eruð á leiðinni út í lönd.Halo


Kjötfyllerí

Ein glataðasta aðferð í samskiptum para er þegar annar aðilinn ákveður að breyta hinum að sínum smekk.

Klikkar alltaf, eða nánast alltaf.

Einn af mínum fjölmörgu eiginmönnum var alveg dedd á því að fá mig til að hætta að reykja.  Hann reykti reyndar sjálfur, aðeins minna þó.  Reglulega tók hann saman kostnaðinn við að reka þennan löst hjá mér og gaf mér tölur á færibandi.  Þú ert búin að reykja fyrir þessa og hina upphæðina, og það gera tvær Mallorcaferðir, fjóra bíla og eitt hús eða svo.

Ég svaraði þessum bókhaldara í lífi mínu með því að kveikja mér í sígó.

Og sumar vinkonur mínar sem í gegnum tíðina hafa sagt við fyllibyttukarlana sína; Ef þú hættir ekki að drekka þá skil ég við þig.  Einn og einn hætti í smá tíma og rúllaði síðan í brennivínið með látum eftir að hafa verið óþolandi á þurrahnefanum í x-tíma.

Maður breytir ekki fólki.  Maður hræðir engan til hlýðni.  Öll löngun til breytinga á háttum og líferni verður að koma frá manni sjálfum.

Vó hvað mig langar ekki að vera viðstödd þegar Tommy Lee húrrar á kjötfyllerí.  Pamelan er nú þegar búin að banna honum að drekka.  Núna er kjötið fokið.  Hvað verður það næst?

Ég gæti trúað að það fyki illilega í karlinn Lee eftir nokkrar vikur í viðbót á blómafæðinu.

Jájá. 


mbl.is Hætti að borða kjöt fyrir Pamelu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er alkapillan?

Það stendur í þessari frétt að ÍE stefni að síðasta takmarki líffræðinnar sem mun vera að finna út hvaða erfðaþættir hafa áhrif á minni, athygli og hraða hugsunar.

Sko, ég er ekki alveg að gúddera þetta.

Ég heyrði í fyrra eða árið þar áður að þeir væru alveg um það bil að einangra alkagenið.

Halló - alkinn ég þarf að fá niðurstöðu úr þeirri rannsókn.

Það hefur verið talað um að það sé tímaspursmál hvenær það komi pilla á markaðinn við fíknisjúkdómum.  Hm...

Bara tekið inn með konflexinu á morgnanna.  Létt og löðurmannlegt.

Og hvað ef ég t.d. myndi gleyma pillufjandanum (eins og ég hef sögu um), ætli það yrði bara hlaupið á barinn?

Sé alveg fyrir mér alla alkana sem myndu glaðir notfæra sér ástandið, detta í það og haffa kaman, brjóta kannski og bramla, rífast og slást, fljúga til útlanda og brenna upp vísakortið og segja svo skömmustulegir daginn eftir; ó þorrí ég gleymdi að taka lyfin mín!  Ók, það er þó tilbreyting frá þreytta gamla frasanum; Ég var svo full/fullur af því ég gleymdi að borða!

Ein tafla við alkahólisma á dag.  Eða tvær ef þú ert í svaka vondum málum.

En ég get ekki rifið kjaft út af "hægaganginum" á að finna alkagenið.  Vegna þess að ég sagði mig úr gagnagrunninum hérna um árið.

Ætli ég fái þá ekki pilluna þegar hún kemur á markað?

Fruss ég held áfram að funda með leynifélaginu bara og verð edrú einn dag í einu upp á gamla mátann.

Það er það eina í stöðunni núna amk.

Live is beautiful.

 

 


mbl.is Íslensk erfðagreining stefnir að síðasta takmarki líffræðinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dansandi fram á rauða morgun

Mogginn er að velta því fyrir sér hvort gamla fólkið borði sushi, fari í vax og hlusti á Sálina eftir nokkra áratugi.

Hm...

Eftir nokkra áratugi ætla ég að vonast eftir því að það verði engin elliheimili og engin örvasa gamalmenni til.

Ég ætla að vona að lífsgæðin aukist svo mikið á þessum tíma að fólk lifi með reisn á eigin heimili, á eigin vegum og sé sjálft sér ráðandi.  A.m.k. að miklum meirihluta.

Ég veit ekkert ömurlegra en það viðhorf sem nú ríkir til eldri fólks.

Það er komið fram við það eins og börn.

Það er gengið út frá því að allir sem komnir eru á löglegan eldriborgaraaldur hafi sama matarsmekk, tónlistarsmekk og skemmtanasmekk.  Engin frávik.  Sjómaður dáðadrengur á línuna.

Svo sér maður reglulega hvernig gamla fólkið er látið taka þátt í uppákomum eins og kvennahalupinu um daginn, í hjólastól.  Voða gaman.

Ég held að ég gangi í sjóinn frekar en að verða agúuð og gússígússíuð af fólki á launum og að það verði gert ráð fyrir að ég sé sammála síðasta ræðumanni um alla hluti að ég sé hluti af hópsál sem búin hefur verið til í öldrunarlækningum 101.

Hornkerling skal ég aldrei verða.

Ég ætla að verða geðveikur töffari í leðurátfitti, rífandi kjaft og dansandi fram á rauða morgun.

Sushi hvað?


mbl.is Húðflúr, sushi og bikinivax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórhættuleg Martha og innrás kjúklinganna

ist2_2687286_crazy_chicken

Kerlingin eldandi, saumandi, hnýtandi, föndrandi og stelandiundanskattandi hún Martha Stewart fær ekki að fara til Englands vegna þess að hún er með dóm á bakinu.  Hún er þess vegna flokkuð með hættulegum glæpamönnum.  Ég veit ekkert um hversu hættuleg kerlingin er, áþreifanlega, en ég hef hana grunaða um að hafa stráfellt fullt af fólki, úr leiðindum.

Og af því að það á ákaflega vel við að tala um mat og Mörthu í sömu andránni þá langar mig að ræða um kjúklinga.  Eða réttara sagt auglýsingum sem ætlaðar eru til að selja okkur kvikindin.

Stundum þegar ég sé auglýsingar þá virðist sem sá sem býr þær til, lifi ekki í raunverulegum eldhúsum með venjulegu fólki.

Hafið þið séð kjúklingaauglýsinguna þar sem allir koma með rétt í matarboð?  Það koma svona 60 manns í teiti og allir með rétti með sér.  Kjúklingarétti!! Grillaðir, soðnir, steiktir, urlaðir og kurlaðir.  Halló - þegar auglýsingin hefur rúllað í gegn hefur hún náð að hafa sterk áhrif á mig, eins og væntanlega er ætlast til.  Mér verður óglatt og mig langar í lambakjöt, svínakjöt eða eitthvað allt annað en kjúkling, sem ég held að hafi ekki verið meiningin með friggings auglýsingunni.  Pælið þið í að lenda í matarboði þar sem borð svigna undan krásunum, sömu krásunum með tilbrigðum.W00t

Og svo er það þessi nýja auglýsing frá einum kjúllaframleiðanda. Vísitölufjölskyldan við matarborðið, mamma, pabbi börn og bíll og í matinn eru kjúklingar.  Hvað má bjóða fólkinu; Jú magn fyrir ca. 40 manns af grilluðum lundum á teini, kjúklingabringur og heill kjúklingur fyrir fjórar hræður.  Græðgi!

Og þegar ég horfði á hana þessa að þá rann upp fyrir mér að sá sem gerir auglýsinguna kann ekki til eldhúss- og eldunarverka, frekar en versti byrjandi í faginu.

A. Hann kann ekki að áætla magn m.t.t. fjölda.

B. Hann veit ekki að minna er meira.

C. Hann hefur ekki áttað sig á því að það þarf stórar frystigeymslur til að geyma í afganga ef hann heldur áfram á þessari braut.

D. Hann þekkir ekki mig og mína líka, sem finnst algjört törnoff að láta sviðsetja máltíð sem er eins langt frá raunveruleikanum og hægt er að komast.

Ég er komin í laaaaaangt kjúklingabindindi.

Og gleðilega sólardag aularnir ykkar.Heart


mbl.is Martha Stewart hættulegur glæpamaður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver fær grjótið?

 img-thing

Þegar ég 28 ára gömul gekk með yngsta barnið mitt, hana Söru Hrund, þá bjó ég í Svíþjóð, Gautaborg nánar tiltekið.

Og einn eftirmiðdag korteri fyrir fæðingu, fór litla fjölskyldan, þ.e. mamman, pabbinn, Helga og Maysa í lítinn leiðangur í verslunarmiðstöð. 

Þetta var ferð sem er nauðsynlega í annála færandi. 

Við vorum að kaupa hljómflutningstæki.  Og til að gera langa sögu stutta þá tók það óratíma fyrir karlinn og afgreiðslumanninn að ræða hljómflutningstæki, sögu þeirra, þróun, merki og annað skemmtilegt og á meðan var ég beðin um að fara á "Systembolaget" og kaupa kippu af bjór fyrir minn löglega eiginmann. 

Ég og Frumburður sveifluðum okkur léttilega í ríkið, þ.e. miðað við að ég var nærri því búin að fæða.

Og ég bað um viðkomandi bjór.

Og afgreiðslumaðurinn bað mig um skilríki.

Þetta var áður en ég hafði áhyggjur af aldrinum og langaði til að vera fullorðin og hann særði mig inn að beini. 

Ég sagðist vera 28 ára, hann hlyti að vera að grínast í mér.

Og Frumburður sagði, á sinni syngjandi gautaborgísku; Min mamma är vuxen för länge sedan!! Og henni var stórlega misboðið.

En afgreiðslumaðurinn gaf sig ekki og ég varð að ná í bjóráhugamanninn sem ég var gift og láta hann díla um sitt fljótandi brauð sjálfan.

Og þess vegna veit ég að hún Claire Birchell á Englandi, sem er 25 og fékk ekki að kaupa Jack Daniel´s grillsósu vegna þess að hún var ekki með skilríki (2% alkahól), á einhvern tímann eftir að gleðjast yfir þessum atburði.

Sko, þegar hún er komin með aldurinn á heilann eins og sumar KONA sem ég þekki afskaplega náið.W00t

stones-petal%20pink

En Femínistafélagið ætlar að afhenda bleiku steinanna niður á Austurvelli kl. 11.

Hver fær grjótið?  Ég bíð spennt.

Kem að vörmu.


mbl.is Of ung til að kaupa grillsósu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krúttfréttir?

fat_guy_big_hamburger_funfry_resize

Í kjölfar stóráfalla koma oft það sem ég kalla krúttfréttir.  Gússígússí.

Það er sagt frá fólki sem hjálpast að, fólki sem leggur sig fram við að sýna náunganum hjálpsemi og samkennd á erfiðum stundum.  Ég held að við elskum öll að lesa þannig frásagnir.  Það gefur manni aukna trú á mannheimum.

En svo koma "krúttfréttir" í boði fyrirtækja.  Þær eru ekki eins jólalegar.

Vilberg Kökuhús á Selfossi hefur undanfarnar vikur boðið öllum leikskólum bæjarins í heimsókn þar sem þau fá snúð og kókómjólk.  Þetta hafa þeir gert áður við mikinn fögnuð. Og ég held að þetta standi ekki í neinu sambandi við nýliðinn skjálfta, þannig að ég fari nú rétt með.

Ég get sagt ykkur að það myndu ekki brjótast út fagnaðarlæti hjá mínum elskulegu dætrum ef börnin þeirra fengu svona trakteringar og það oftar en einu sinni.

Amk. myndu þær vilja gefa upplýst samþykki á sykurfylleríinu sem óneitanlega myndi halda börnunum þeirra í fullu fjöri fram að miðnætti.

Reyndar er Jökulinn minn kominn á gelgjuna en það eru ekki til myndir af því barni frá frumbernsku, svona nánast, öðru vísi en að það glitti í gulrót innan seilingar.  Dúllan!!

En án gríns þá finnst mér það skjóta skökku við í allri umræðunni um óhollar matarvenjur íslenskra barna, offitu og aðra heilsufarslega óáran, að fyrirtæki skuli bjóða þeim upp á svona tegund brauðs.

Er ekki til hollustubrauð í bakaríinu?

Frussssssss

Þessi færsla er í boði Vilbergs kökuhúss.  Víst og áður en Vilberg á Selfossi súar mér fyrir að ljúga upp á þá kostun á færslunni þá bendi ég á að maðurinn minn heitir að seinna nafni Vilberg og samkvæmt honum er kærleiksheimilið besta kökuhúsið í bænum og því lýg ég engu um það.

Ullabjakk.

Ég segi það satt.

Annars góð.


mbl.is Leikskólabörn gæða sér á snúðum og kókómjólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bormaðurinn "is back"

Bormaðurinn sem ég bloggaði um í fyrra og er giftur konunni sem er á móti því að fólk sé að "kogga" er kominn aftur.

Eða þá bróðir hans.  Eða mágur, eða andlegur tvíburi.  Mér er sama.

Þar með er framleiðsla á fakírbrettum hafin aftur hér við hliðina á mér.

Hversu mikið er hægt að bora í einni íbúð?

Ég sit og skoða særingabækur.

Ég hef keypt mér vúddúdúkku.

Ég hef safnað mjaðarjurt, hrafnakló og rottuhala og nú bullar og sýður í eldhúsinu.

Ég held að það verði ekki borað lengi enn.Devil

Næsta færsla verður skrifuð frá golfvellinum að Kvíabryggju.

Þíjú.


Klígjulistinn

 394px-Green_face_circled_svg

Ég er hræðilega klígjugjörn og stundum blogga ég um það. 

Vá hvað það getur farið í taugarnar á fólki að mig klígi við tilhugsunina um lýsi.  Fólk flippar út, lýsi er svo hollt.  Ég geri gott betur en að láta lýsi framkalla grænar bólur á húðinni, ég neita að hafa það í mínum ísskáp.  Gæti smitað frá sér.  Og húsband sem tekur selalýsi verður að gera það svo ég sjái ekki til.  Magnaður andskoti. 

Segðu mér við hverju þér klígjar og ég skal segja þér hver þú ert.

Mig klígjar við lýsi, lifur, hrognum, soðinni ýsu og öðru linu og druslulegu sjávarfangi.

Ekki má gleyma hnoðmör, hamsatólg og annarri fljótandi fitu.  Eruðekkiaðdjókaímér?

Tóm glös með mjólkurleyfum kalla á ælukast.

Fita sem myndast ofan á vatni fær mig til að óska mér yfir móðuna miklu.

Hrossakjöt, ég einfaldlega gubba.

Innmatur, allur, án undantekninga snýr við í mér maganum og heilanum.  Ég verð óhuggandi finni ég lyktina af þeim andskotans viðbjóði.

Og borðtuskur, sem hafa verið notaðar til að þurrka upp mjólk og fleira smátt og gott, eru svo látnar liggja við herbergishita og mynda lífríki innan um mat og eldhúsgræjur.  Löggan, hvar er löggan.  Hafið þið fundið lyktina?????

Og það sem er hvað ógeðslegast er smjör sem er fólk gleymir á eldhúsborðinu og er orðið heiðgult og fallegt.  Hvar er aftökusveitin, þetta kallar á að ég fremji eitthvað.

Listinn er lengri, mun lengri en ég legg ekki meira á mig að sinni.

Farin að kasta einhverju (upp).

Súmí.


Gússígússí - villtu í glas?

Sko mömmuna sem úðar frönskum, súkkulaði og kóki í 18 mánaða barnið.  Ég er svo aldeilis hissa.

Barnið er svipað á þyngd og fjögurra ára barn.

Skýringin er að krúttið vilji ekki annan mat.

Hm... fæddist stúlkan með lélegan matarsmekk?

Ég myndi hafa vit að að vera ekki að tala um þetta opinberlega væri ég móðirin.  Algjör óþarfi að koma upp um heimsku sína á landsvísu.

Sniðugt uppeldisaðferð, að leggja ábyrgðina á barnið. 

"Villtu leika þér með kveikjarann , ók passaðu að brenna þig ekki".W00t

Villtu fá lánaða sveðjuna Lilli minn?  Æi villtu ekki bíða þangað til þú verður tveggja, ha?" 

Hvar er barnaverndarnefndin, mér er spurn.

En kannski er þetta ekki svo langt frá almennum raunveruleika þó þetta sé að vísu dálítið ýkt dæmi.

Gússígússí, villtu í glas elsku dúllan mín?  Agú.

Ég er hlaupin í vegg, enda búin á því eftir annasaman dag á blogginu.Whistling


mbl.is Alin upp á snakki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2987751

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband