Færsluflokkur: Ferðalög
Laugardagur, 14. júlí 2007
DEKKJAMAÐURINN
Hvað verður nú um Michelin manninn ef Michelin fyrirtækið lendir í tómu tjóni vegna dekksins sem sprakk í Noregi á ferð?
Ég ætla rétt að vona að þetta reddist. Mér er umhugað um Michelin vininn enda er hann alveg eins og Bjartur frændi í laginu.
Þess vegna þykir mér vænt um kvikindið.
Bítsmí.
![]() |
Michelin-dekk rannsökuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 13. júlí 2007
FÖSTUDAGURINN ÞRETTÁNDI...MUHAHAHAHA
Látið ekki svona krakkar. Alveg er ég viss um að föstudagurinn þrettándi verður nákvæmlega eins og við viljum hafa hann. Hreint ómögulegur ef við reiknum með að talan þrettán sé ólukkutala, hreint frábær ja.. ef við reiknum einfaldlega með að það sé á okkar ábyrgð að hafa daginn fínan og gleðilegan.
Minn föstudagurinn þrettándi er búinn að vera flottur það sem af er. Ég er búin að blogga, lesa ótölulegan fjölda af pistlum, skrifa meil, tala í símann og þrífa íbúðina. Úje.
Núna bíð ég eftir Jenny Unu Errrriksdótturrrr sem ætlar að kenna mér á nýja púslið, sem pabbi hennar keypti í morgun sem verðlaun fyrir góða hegðun í hjólatúrnum. Síðan ætlum við út í góða veðrið.
Segiði svo að lífið sé ekki flott á þessum föstudegi þann 13. júlí anno 2007.
Síjúpípúl!
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 13. júlí 2007
FEMÍNISTAKÓRINN
Ef Femínistakórinn er til þá er ég í honum, þrátt fyrir að geta ekki sungið nótu án þess að fólk þurfi á áfallahjálp að halda. Systur Geira á Goldfinger (www.sifjar.blog.is) er tíðrætt um þennan kór í nýrri færslu sinni, þar sem hún fer mikinn í að undirstrika góðverk bróður síns gagnvart lækninum frá Úkraníu, sem dansar súludans og dóttur hennar. En eins og flestir landsmenn sáu þá brustu þær mæðgur í grát í Íslandi í dag í vikunni, þegar stúlkan var spurð að því hvort hún vissi hvað mamma hennar ynni við.
Geiri á Goldfinger er kominn með þennan fína blaðafulltrúa, systur sína blaðamanninn og samkvæmt nýjustu varnarfærslu hennar er á henni að skilja að aðalvandamálið sé Femínistakórinn, margnefndi, sem sé að mistúlka og snúa útúr algjörlega eðlilegum hlut, þe að konan dansi nektardans til að afla fjár fyrir píanónámi dótturinnar.
Telpan grét ekki vegna vinnu móðurinnar hún grét af þakklæti og einhverju allt öðru að sögn hinnar tryggu systur Geira Goldfinger. Látum það liggja á milli hluta.
Ég get hins vegar upplýst að forvitna blaðakonan er ekki í Femínistakórnum og hvort hún syngur yfirhöfuð veit ég ekkert um. En tóninn í færslunni er ekki fallegur og sem betur fer starfsemi bróður hennar heldur ekki til framdráttar.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
MIG LANGAR AÐ TALA VIÐ..
..Fidel Castró og spyrja hann af hverju hann hafi beðið með það í heilt ár að lýsa því yfir að byltingin á Kúbu væri sósíalísk bylting. Í leiðinni myndi ég spyrja hann um af hverju hann héldi svona langar ræður og af hverju hann væri hættur að reykja.
..við Nelson Mandela og biðja hann um að segja mér nákvæmlega frá fangelsisvistinni á Robin Island.
..við Gholdu Meir en ég nenni ekki á miðilsfund.
..við Súfragetturnar í Ameríku sem því miður allar eru farnar til mæðra sinna. Tala við þær seinna.
..við John F. Kennedy og spyrja hann í einlægni af hverju hann kom svona illa fram við konur.
..við Janis Joplin, Jim Morrisson, Jimi Hedrix, John Lennon og George Harrison og spyrja þá hvort þeir séu hamingjusamari hinum megin.
..við Hillary Clinton um íslenska kvennapólitík (og fræða hana smá því það er gott vegarnesti í forsetaembættið) og hjónabandið með ístöðulausa vinglinum sem ég held þó að sé ágætis grey.
..við Amy Whinehouse og spyrja hana að því af hverju hún drífi sig ekki í meðferð áður en allt hrynur í kringum hana.
..við Bríeti Bjarnhéðinsdóttur til að láta hana lýsa fyrir mér raunveruleika íslenskra kvenna sem höfðu ekki kosningarétt og bara kynnast henni náið af því hún var flottust.
..við Olof Palme af því að mig langar til að segja honum hvað ég dáðist að honum og biðja hann að hjálpa mér að komast með tærnar þar sem hann hafði hælana.
Það eru dálítið margir dánir á listanum og þetta er bara það fyrsta sem brennur á mér. Ég á erindi við mjög marga í viðbót.
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
HVER LÆTUR SÉR KOMA Í HUG..
..að stela gestabók af litlu landsbyggðarhóteli á Íslandi (já Hótel Búðir er venjulegt landsbyggðarhótel, þrátt fyrir að það sé inn að fara þangað)? Svona bók getur ekki haft mikið fjárhagslegt gildi fyrir nokkurn þjóf en hefur eflaust tilfinningalegt gildi fyrir eigendur hótelsins. Svei mér þá er ekki hægt að láta nokkurn skapaðan hlut orðið í friði?
Hei, gestir og gangandi; skrifið endilega í gestabókina mína. Henni er ekki hægt að stela. Lofa.
Lalala er í góðu skapi enda skín sólin.
![]() |
Dýrmæt gestabók horfin af Hótel Búðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
AF FRÆGU FÓLKI OG ...
...ég hef fengið staðfest að það var ekki óráð í mér þegar ég stóð nánast augliti til auglitis við Jodie Foster í fyrradag eins og ég bloggaði um. Í Blaðinu í dag stendur að hún sé stödd hér á landi með tveimur börnum sínum og maka. Eldri konan sem ég minntist á er sem sagt konan hennar.
Ekki misskilja mig, ég er ekki svona tryllingslega æst í að hitta frægt fólk en það er svo geðveik upplifun að vera að tjilla niðri í bæ, hér úti á ballarhafi og sjá svo eina af uppáhaldsleikkonunum glápa beint framan í mann. Það er algjört flipp-fyrirkomulag.
Húsbandið leysir stundum af á leigubílastöð. Hann hefur keyrt marga "fræga" og síðast TOTO. Hann kippir sér ekki upp við það þannig að það trufli merkjanlega stóiska ró hans. Sá eftirminnlilegasti er þó Tarantino sem var vægast sagt áhugaverður karakter (þið lesið um það í æfisögu húsbandsins) en hann gengur aldrei undir öðru nafni hér á heimilinu en "the passanger", eða "farþeginn". Skrautlegur náungi. Svo mikið er víst.
Þegar Inga-Lill vinkona mín var hér í síðasta mánuði, hitti hún norska vinkonu sína sem hún hafði ekki séð í nokkuð mörg ár, og hefur engin tengsl við Ísland, niðri í bæ á labbinu bara. Þær þurftu báðar áfallahjálp. Á dauða sínum á maður von. Kannski eru tímarnir svo breyttir að nú geti maður sagt með sanni: "Allar leiðir liggja til Íslands".
Ég panta næst hitta glæsilegasta mannflak í heimi, eða Keith Richards, þegar og ef ég þarf nauðsynlega að ganga fram á frægt fólk.
Það er aldrei nokkur andskotans friður fyrir þessu liði.
Góður Guð ekki láta Parísi Hilton detta í hug að skella sér í helgarferð til Reykjavíkur.
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 12. júlí 2007
GRUNSAMLEGUR FARÞEGI, JESÚS MINN!!
Flugvél frá American Airlines, á leið frá LA til Lundúna, hefur verið beint til JFK flugvallir í NY vegna grunsamlegs farþega um borð.
Ég fæ nú bara í magann þegar ég les þetta. Ég ætla rétt að vona að þetta sé ekki enn ein háloftaskelfingin.
OMG
![]() |
Grunsamlegur farþegi í flugvél |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Breytt s.d. kl. 11:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
HÉR ER LEIÐARVÍSIR...
..um hvert skal leita til kaupa á rússneskri vændiskonu sem fylgdarþjónusta frá sama landi sendi hingað til að þræla. Svona hlutir hljóta að fara gerast í auknum mæli á góssenlandinu Íslandi, fyrir þorska sem lifa á neyð kvenna. Allt vegna nýju lagana sem gera þrælahaldið löglegt.
Verðlisti fylgir þjónustunni svo þetta er allt samkvæmt nýjustu reglum í viðskiptum.
Arg.
![]() |
Rússnesk vændiskona send til Íslands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
SYNDANDI BENEDIKTAR ÞESSA HEIMS..
..er það eitthvað í nafninu sem kemur mönnum til að reyna að synda yfir Ermasundið? Ég bara næ ekki þessari víkingaáráttu sem felst í að klífa tindi og synda á milli landa.
Hvað er að lestum, flugvélum og öðrum farartækjum?
Nei ég er ekki svo vitlaus að halda að þetta sé spurning um smekk á ferðamáta en hví að leggja sig í hættu við svona barnaskap?
Greta systir mín er hins vegar amma fallegasta Benedikts í heimi. En það er önnur og skemmtilegri saga sem bíður þar til ég er búin að heimsækja hann og sjá hann læf.
Jabbogjei
Ég átti smá erfitt með að finna flokk fyrir þessa færslu. Sjá flokkun, bara svo allt sé á hreinu.
![]() |
Bakslag á Ermarsundi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 10. júlí 2007
SAUTJÁN BJÁNAR..
..voru stöðvaðir um helgina vegna ölvunaraksturs á höfuðborgarsvæðinu. Rosalega er fólk tornæmt. Það er haldið áfram að keyra undir áhrifum, alveg sama á hverju gengur. Núna voru þrjár konur í hópnum.
Ef svona margir eru gómaðir og bara á höfuðborgarsvæðinu hver er þá hin raunverulega tala? Ef viðmiðunin er hin hefðbundnu 10% þá gera þetta 1700 manns á einni helgi.
Ég fer ekki út fyrir hússins dyr fyrr en búið er að laga þetta.
Ok, ég er dauðþreytt á hálfvitum sem keyra eins og brjálæðingar, eru fullir í leiðinni og setja þá sem ég elska og alla hina í lífshættu á hverjum einasta degi.
Væri ekki lag að gera eins og Svíarnir hafa gert í fjölda ára? Ef þú ert tekinn fullur þá ferðu í fangelsi, það er náttúrulögmál og jafn óumbreytanlegt og að það kemur nýr dagur á morgun. Skilaboðin verða að vera skýr.
ARG
![]() |
17 ölvaðir undir stýri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ferðalög | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 2987762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr